Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 32

Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 32
r REYjA. 173- VIÍ. 0.-7. ættir að vera farin aö þekkja, “ svaraSi Imelda brosandi. ,,En m.tmma var lakari, svo ég átti örðugt með að kotna.‘ ‘ Þegar þ<er komu inn í samkomuhúsiö sem var heldur lfti'ð var þaS fullt orðið. Margrét fann þeim sæti innarlega. Var auðséS aö fólkiö þekkti hana vei, því þaS heilsaði henni meö vingjarnlegu brosi. Pegar þær voru fyrir litlu seztar,stóS upp maöur nokkur ’nár vexti, dökkhærður og dökkeygur, á að gizka nær þrítugu. Hann setti samkomuna meS nokkrum velvöldum orSum og kvaS sár á- nægju að því að kynna fólkiö fyrirlesaranum, Altheu Wood, sem þegar hefSi áunnið séi rraklegt lof fyrir dómgreind.skarpskyggni og mælsku, Og er hann hafði farið nokkrum kröftugum oröum um framfaramál þau er á dagskrá voru tók hann sæti sitt. Kom ræðu- konan þá fram á pallinn, hneigði sig fyrir fólkinu og hóf rœSu s'na formálalaust. Kona þessi var grönn, og fremur smá vexti og leit út fvrir aS geta verið um fertugt. Lífsreynzlan hafði auðsjáanlega sett innsigli sitt á andlit hennar og augun- hennar stóru, gráu, ■ greindarlegu virtu=t í fyrstu fremur sljó. En þegar hún fór aö taia kom á þau stór breyting, þau urðu ýmist hvöss og þeyttu frá sér ögrandi, eldlegum ásökunar örfum eSa mild og bltS og biðjandi allt eftir því sem efni rœðunnar breyttist. Imelda hafSi aldrei af henni augun og hlustaði hugtangin á hinn hreina.þýða málróm hennar og ■fylgdi með eftirtekt hinum skýru myndum sem rœðukonan dró upp fvrir sálaraugum tilheyrenda sinna. ,,FvlgiS mér, “ sagði hún, ,,þangað, sem örbyrgSin býr, þang- aS sem glæpirnir eiga upptök sín. Og komiö meS mér þangað, sem siðfágun og velmegun búa og lyftum svo tjaidinu, aS vér við ljós sanrdeikans sjáum hinarleyndu orsakirtil hinna sýnilegu afleiðinga. ,,A heimili örbyrgSarinnar bograr föl, þreytuleg, kinnfiskasog- in kona yfir saumum sínum. ÞaS er liðið fram á nótt, frostvindurinn veinar ömurlega í gluggatóftunum og rúöurnar skrölta hálf lausar af kýttis skorti. Eldurinn er útbrunninn og fingur konunnar stirSir af kulda og þó heldur hún áfram. Fram í einu horninu liggur maður og hjá honum tvö börn, horuð og veikluleg, en frá honum heyrast við og viS þungar stunur, sem ganga veini nœst. Einu sinni leiS þessu heitnili þo vel. MaSurinn, ungur og hraustur vann fyrirgóSu kaupi og héit hús sitt vel, viss um aS geta það æfinlega. Honum hafSi aidrei dottiS í liug, aS sá tími kæmi er hann ekki fengi aS vinna.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.