Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 41

Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 41
VII. 6.-7. FREYJA «8 7 Önnur alvarleg hliö á þessu máli er sú, aö það, að leggja lík- amlega hegningu á börn í annara viöurvist, vekur uppreistaranda, bæöi lijá bariiinu sem íyiir liegninguniii veiöur og hinurn, sern á horfa. Mönnum hehr veriö bannaö að bera á sér skammbyssur og önnur vopn af þeirri ástœöu,að dagleg meðferð slíkra verkfæra gerði þann eða þá, sem með þau fara, kœrulausari fyrir notkun þeirra. Á sama hátt vekur líkamleg hegning dýrið í manninum. Barnið, sem kennarinn ber, viðhefir samskonar aðferð við sína líka, þegar það kemur því við. En með því að sýna barninu tilhlýðilega virð- ingu í allri umgengni, lærir það að bera virðingu fyrir öðrum. Sá kennari eða yfirboðari, sem leggur það í vana sinn að beita hörku við börnin, veikir vald sitt yfir þeim og virðingu þeirra fyrir sjálf- um sér. Líkamleg hegning œtti að vera nokkuð, sem börnin vissu að væri til, en að eins gripið til í brýnustu nauðsyn. Sá sem þann- ig beitir valdi sínu, hefir æfinlega einhvern bakhjarl, og það gjörir hann ægilegri og virðingarverðari. Hinn þar á móti, sem leggur í vana sinn að beita ofbeldi ogviðhafa líkamlega hegningu, hefir ekk- ert á bak við sig. Hann gjörir svo oft sitt versta, að börnin ekki einungis missa alla virðingu fyrir honum, heldur hœtta þau einnig að óttast—að minnsta kosti þau hraustari og harðlyndari. Enda heyrast börn, sem hafa þess konar kennara, oft hœla sér fyrir það, að þau skœli aldrei, hvernig sem kennarinn berji þau og þegar svo er komið, er hegningin orðin skaðleg.hvernig sem á hana er litið,og hefir þau ein áhrif, að vekja fjandskap og fyrirlitningu, þar sem vinátta og virðing hefði átt að búa. Crook kvartar yfir þverrandi virðingu fyrir því,sem hann kall- ar, —,,heilsusamlegu valdi. “ Vér álítum að mennirnir séu þau börn, sem þeir eru þann dag í dag, af því að þeim hefir verið kennt of mikið af undirgefni og hlýðni við yfirvöld yfir höfuð að tala, eins misjafnlega og þau hafa gefist. Stjórnsemi getur verið góð, og hún erhvervetna samfara valdinu. En eins og hún getur veriö góð, þannig getur hún og verið vond og hefir oft verið það. Sé þess vegna valdinu misbeitt—ofbeitt, verður það einnig vont, í hvers höndum sem það er. Valdið elskar sit-t eigið bergmál, en liatast við virkileikann annarstaðar en hjá sjálfu sér. Hatast við hverskonar mynd þess, sem gæti orðið sjálfu því að fótakefli. Þess

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.