Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 21

Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 21
FREYJá VII. 6.-;. 167. v;ir fyrir þaö kölluð kaldlyrid og tilfmningalaus, því þau skildu ekki sorgina, sem engin társvala. Þó Kllwood ynni fyrir góöu kaupi lagði hann aldrei neitt hjá sér, enda kunni konan ekki að spara, svo þegar hér var komið sög. unni, var heimilið komið í sökkvandi skuldir, sem allar lentu nú á Imeldu auk þess, sem eitthvað þurfti til að lifa á. Systurnar fóru báðar að vinna, Córa var sár óánægð yfir því og kvaðst ekki þrœla skyldi lengur en hún endilega mœtti til. Einaig var Frank látinn skilja að hann yrði að leggja til að sínum parti, því. vinnulaun systra hans hrykki ekki til að fylla þarfirnar, því fyrir utan systkinin þrjú, sem þegar hafa nefnd verið, var og tveggja ára gömul stúlka, er Nellie hét, sem einnig þurfti síns með. En Frank var ekki á því að vinna, hann gekk með hendur í vösum og stríddi yngsta barninu ef það varð á végi hans.. Imelda sagði ekkert, móðir þeirra kvartaði og kveinaði, en svo sat þó allt við sama. Imelda vorkenndi móður sinni, því hvað hafði lífið fœrt henni annað en sorg og mœðu í svo ríkum mœli að hana skorti þrek til að mæta því. Einusinni ætlaði Imelda að leggja hendurnar urn háls hennar og vefja hana að sér, en var hrundið frá og gefið að skilja að þetta vœri heimska. Hún reyndi það aldrei aftur. Hungr- aða hjartað dró sig aftur í hlé og leið eitt, og vorkenndi þegjandi. Þegar fram liðu stundir fœrði tíminn þeim nýjar sorgir og nýja mœðu. Frank neitaði að vinna og eyddi tíma sínum í félagi sér verri pilta og framdi með þeim smá-glæpi þar til hann ásamt nokkrum félögum sínum var tekinn fastur. Þeir voru of ungir til að fara í almennt fangelsi og áttu því að vinna betrunarhús vinnu á barnauppeldisstofnun, sem sérstaklega var ætluð þess konar pilt- um. En Frank ásamt einum félaga sínum tókst að strjúka. Þess- ar fréttir komu eins og þruma úrheiðskíru lofti yfir vesalingsmóður hans og systur. Og síðan höfðu þær ekkert heyrt um hann. Með þessu var þó ekki inæðu þeirra lokið. Córa, sem nú var 16 ára gömul, og náði eða leit út fyrir að ná fegurð móður sinnar eða kannske vel það, hafði koinist í kynni við snoppufríðan, sæt- mæltan heimskingja og þrátt fyrir aðvaranir systur sinnar, verið með honum talsvert meira en æskilegt var, strauk nú með honum. Hún skildi eftir miða, sem útskýrði burtför hennar á þessa leið. ,,Ég verð nú framvegis þar sem ég get haft frið. “

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.