Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 35

Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 35
VII.6.-7. FREYJA 18 KVENNFRELSI. (Eftir REVIEW of REVIEWS.) -----:o:-—— Herra Will Crooks M. P. lagði fyrir síöasta þing frumvarp til laga viövíkjandi kvennfrelsi. Þetta gjöröi hann í nafni sjálf- stæða verkaflokksins (Indipendent Labor party,) í fjarveru full- trúa hans, hr Keir Hardei. Þetta lagafrumvarp tekur það fram.að í öllu sem aö þingkosningum lýtur skuli þau orð, sem sérstaklega benda til karlkynsins, látin vera innibinda kvennkynið líka. Til þess að koinast eftir áliti hr. Crooks á þessu lagafrumvarpi fann ég hann heima hjá honum. ,,Ég veit, hr. Crooks, að þér eruð mjög meðmœltur jafnrétti kvenna. “ ,,Já, því í öllu sem ég gjöri, vil ég hjálpa til að gjöra fólkið sjálfstætt og fœrt um að hugsa fyrir sig sjálft. Vegna þess arna vil ég að það fái það vald og þá ábyrgð sem atkvoeðisréttinum er samfara. Það er vegha þess, fremuren vegna hins, hversu konan muni hagnýta atkvæðaréttinn, að ég vil að hún fái liann. Svo hefi ég og sannfœringu fyrir því, að framförunum stafi engin hœtta af þessum rétti konunnar. Vér trúum konunum fyrir að vera kenn- arar barnanna bœði í skólum og heimahúsum, og felum þeim þegj- andi á hendur hið stórkostlega undirbúningsverk komandi kyn- slóða. Þess vegna er það heimskulegt að neita þeim um þessi réttindi. Viðvíkjandi konum þeim sem tilheyra verkalýðnum er það að segja, að ég ber dýpstu virðingu fyrir dugnaði þeirra Og baráttu við örbyrgð og allt sem henni er samfara. Ég hefi œtíð i'eynt að sýna fólki fram á það, að hin mörgu mannfélagsspursmál sem nú eru á dagskrá, snerta konur meira en menn, og þess vegna verðum Vér aðgefa þeim tækifœri til að ráða fram úr þeim. “ Herra Crook lagði mikla áhezlu á aðferðina sem hafa skyldi til að koma þessu kvennfrelsismáli í æskilegt horf. ,,Það þarf að leggja mikla áherzlu á það við hvern þingmann, að hann verSi að berjast fyrir því ef hann vilji hafa fylgi fólks. Og engin kona ætti að veita þeim þingmanni fylgi sem ekki vill skuldbinda sig til að berjast fyrir þegnréttindum kvenna, “ segir hann. Sé konum þetta áhugamál VerOa þœr að sína það í verkinu, með því, að láta það œjinlega sitja fyrir flokksfylgi.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.