Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 4

Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 4
150. FREYJA VII. 6.-;. eg hati því skapaö manninn í þeirri von aö hann yröi meiri fyrir sér. En sú von brást gjörsamlega. Hann var jain daufur og hæg- látur, þá tók guö sig til og skapaði konuna. Með hana hafi guö hlotið að Vera ánægður því síöan hafi hann aldrei skapað neitt. Lauslega þýtt úr „Liberal Review“ ORIENT og OCCIDENT, (Samanburöur á Austur og Vesturheimi.) Til vesturs! Var og er hrópað enn þann dag í dag, þó er ekki með öllu óhugsanlegt að einhverntíma ogþað innan skamms verði hrópi þessu snúið á þessa leið: ,,Til austurs!“ Asíu hefir enn ekki tekist að siða Evrópu og Ameríku á sína vísu. En Ameríka og Evrópa eru auðsjáanlega að mennta austurlöndin á þeirra vísu. Afklœdd inni fornu dýrð sinni, óg seinfœr á sér að gegna kröfum og þörfum nútímans hafa austurlanda þjóðirnar loksins tekið tilsögn inna yngri og framgjarnari þjóða á vesturhluta hnatt- arins. Evrópa og Ameríka hafa til stórra muna breytt hugsunar- hœtti og siðum austurlanda þjóðanna. I stórborgunurn eystra, svo sem Calcutta, Konstantínópel og Cairo sjást nú ekki hinir fornu siðir í sinni upprunalegu fornu mynd. Hugsunarhœttir og siðir vestrænu þjóðanna hafa stimplað þessar siðföstu sérkennilegu austurlandaþjóðir. Það er aðeins í smábæjunum meðfram Iris, 'figris og Efrats ánum að siðir og hugsunarhœttir fólksins finnast nú óbreyttir frá því sem þeir voru fyrir þúsund árum síðan. A milli austur og vesturlandaþjóðanna er mikið siðferðislegt djúp staðfest, sem liggur dýpra én í útvortis siðum og klœðaburöi. Það eru ekki einungis hinar víðu brækur, sniðlausu kápur, gulu il- skór, né hvítu eða grænu túrbanar sem aðskilur þessa andfætlinga, Það sem maður eðlilega saknar mest hinumegin áhnettinum er þaö sem á máli Ameríkumanna er kallað líf. Austurlandaþjóðirnar óttast allar nýungar. Nefni nokkur endurbætur á nafn er hann uppreistarmaður, eða máske landráðamaður kallaður. Að snúa nokkuð út af hinni margtroðnu vanans braut, sem forfeðurnir tróðu hver fram af öðrum álíta þœr syndsamlegt vanþakklæti við forfeð- urna og álíta að með því sé þeim sýnd ófyrirgefanleg smán. Staf-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.