Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 24
FREYJA.
170.
VII. 6.-7.
feröinni, svo hann stakk upp á aö giftast henni þá þegar og taka
hana heim með sér, og var þaö aö ráöi gjört.
Aiica var gift og Imelda sá hana ekki framar. Stöku sinnurn
fékk hún þó bréf, og af þeim vissi hún aö þeim hjónum græddist
brátt fé og aö þau áttu elskulegt heimili, og tvœr smámeyjar höíðu
bæzt þeim.
Þegar Alica fór úr búöinni kom önnur stúlka þangað í hennar
stað. Að lýsa henni er öröugt verk. Það inætti segja. að hún hefði
setin verið af þrem ólíkum öndum, sem gjöröu þrjár ólíkar hliöar
á skaplyndi hennar. Hún var há, grönn og tíguleg, eins og Imelda,
en ljóshœrð. Eitt augnablik hafði hún það til að vera kát, glettin
og sí-hlægjandi. Nœst hafði hún til að vera drernbileg, og yrði
einhverjum ókunnugum að ávarpa hana, ef þannig lá á henni, of
kunnuglega, brann eldur úr augum hennar, svo þeim er fyrir urðu
fannst þeir gneistar brenna sig og læsa inn í tilfinningar þeirra, og
í þriðja lagi gat hún verið þýð, bljúg og barnsleg. Hún var gáfuð,
en ung ogóþroskuð.
Þannig var Margrét Leland þegar Tmelda kynntist henni fyrst.
Margrét var, eins og þegar hefir verið um getið þýð, og tók skjót-
an og alúðlegan þátt í kjörum Imeldu, sem einmitt þurfti á hlut-
tekning að halda og urðu þær því brátt góðir vinir. Þœr sögðu hver
annari æfisögu sína, og kom það þá upp, að einnig Margrét hafði
séð meira af hinni dökku hlið lífsins en hinni björtu, oghaft ástæðu
til að fella fullt eins bitur sorgartár og Imelda. Má vera að ein-
mitt það hafi vakið drambsemi þá hjá henni, sem stundum virtist
fá algjöra yfirhönd yfir henni, Og vera má, að einmitt fyrir þessa
drambsemi hafi henni auðnast að halda uppréttu höfði.
Eitt yndislegt sumarkvöld sátu þær stöllurnar í Liucoln listi-
garðiijum, Imelda hafði verið að segja Margréti œfisögu sína og for-
eldra sinna og endaði ineð þessurn orðum: ,,Eg get aldrei fylli-
lega skilið í óhamingju foreldra minna. Stundum jafnvel fannst már
rnóðir mín hatast við fcðnr minn, og þó stóð hann henni framar
um flesta hluti, og aldrei get ég skilið í því, hvað gat komiðtveim
svo gjörsamlega ólíkum perscnum til að giftast. Ég vissi aldrei
til að faðir minn vœri henni verulega vondur þó honurn yrði oft
skapfátt við hana, því hún gat veriö mjög þreytandi. Og svo gat