Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 10

Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 10
156. FREYJA VII. 6.-7 hann þá dr. Boltz og baö hann, að vísa sér á bækur þœr, er hann gæti numiö íslenzku af. Dr. Boltz svarabi honum því, að á þýzku voeru ekki til neinar kennzlubœkur í íslenzkri tungu. Ráölagöi hann Kuchler, aö fara til Kaupmannahafnar og kynnast þaríslenzk- um námsmönnum, en þó sérstaklega skáldinu Steingrími Thor- steinssym, er þá var staddur í Kaupmannahöfn, og leita ráöa til hans um þaö efni. I skóla-fríinu 1888 fór hann því til Kaup- mannahafnar og fann þar Steingrím Thorsteinsson. Dvaldi hann þar fjórar vikur, og stundaöi dönsku-nám allan þann tíma. (Dr. Boltz haföi ritað honum, aö hann yröi fyrst að nema dönsku, svo hann gœti lœrt íslenzku af dönskum bókum). Las hann svodönsku utan skóla tvö seinustu árin, sem hann var í Grimma. Um páska leytið 1890 lagðí hann á stað til Kaupmannahafnar íí annaö sinn) með samþykki foreldra sinn. Aleiga hans var aö eins 100 mörk [$25], sem var verðlaunafé, er hann haföi hlotiö viö burtfararprófið í lœrða skólanum í Grimma. En þó hann væri svona fátœkur af fé, þá ásetti hann sér aö stunda nám við háskól- an í Kaupmannahöfn. Hann varö þar líka stúdent, hlýddi á fyrir- lestra þeirra próf. Wimmers, próf. Möllers, próf. Kromansogdr. Valtýs Guömundssonar, og lagði mesta stund á málfræöi [philology] og heimspeki. Átti hann mjög erfitt uppdráttar um þessar mnndir, og mun hann oft hafa lagst til svefns bæöi þreyttur og svangur, því hann haföi ekki annað sér til viöurvœris en þaö, sem hann fékk fvrir aö segja dönskum stúdentum prívatlega til í þýzku, og fyrir greinar, sem hann ritaöi í ýms blöö á Þýzkalandi. [En eins og menn vita, hafa ungir menn sjaldan mikið fé upp úr því, aö rita í blöö]. En þrátt fyrir fátækt og aöra öröugleika,sókti hann námið fast og tók próf árið 1891 með góðum vitnisburði, og haustið 1892 stóöst hann magisterkonferens í þýzkri tungu ogþýzkum kókmennt- um, og það eftir aðeins tveggja og hálfs árs nám. Meöan hann dvaldi í Kaupmannahöfn, lærði hann skandinav- isku málin, ásamt íslenzku og norrænu. Þá kynntist hann ýmsum íslendingum, þar á meðal Bjarna Jónssyni (frá Vogi] sem var hinn fyrsti kennari hans í íslenzku og varð um leið, innilegur vinur hans. Hann gjörðist þá meðlimur Islendingafélagsins í Kaupmannahöfn. Þar kynntist hann og dr. Valtý Guðmundssyni, mag. Boga Th.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.