Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 9

Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 9
M. phit. enRL KÚeHLER. Hann er fæddur 12. janúar 1869 í bœnum Stollberg á Sax- landi (á Þý^kaladi.) Fa5ir hans, Bruno Kuchler, var kaupmaöur í Stollberg, og dó þar, sumarið 1902. Móöir hans er enn á lífi og heitir Marie—af ítölskum œttum. Þau hjón áttu tíu börn (sjö sonu og þrjár dætur,) og er Carl Kuchler þeirra elztur. Hann gekk á barnaskóla frá því hann var sex ára þar til hann var tíu ára gam- all. Þar næst var hann fjögur ár á gagnfræðaskólanum í Stoll- berg. Fjórtán ára gamall byrjaði hann að stunda nám við hinn ágœta lærða-skóla [Furstenschule] ,,St. Augustin“ í bænum Grimma á Saxlandi. Fékk hann styrk frá ríkum föður-frændum sínum, er vildu endilega aö hann yrði prestur, en faðir hans var sjálfur of fátœkur til að veita honum nægan fjéstyrk til náms við lœrðan skóla. Hann (C. K.) dvaldi sex ár við skólann í Grimma, lœrði þar latínu og grísku, auk annara greina hinna svo nefndu .humanistic, sciences’, og út skrifaðist þaðan, með bezta vitnis- burði.þegar hann var tuttugu ára gamall. — En nú byrjuðu fyrst erfiðleikar hans fyrir fullt og allt. Frœndur hans, sem hingað til höfðu veitt honum féstyrk til námsins, vildu enn, sem fyr, að hann yrði prestur, en sjálfur var hann því með öllu fráhverfur, því hug- ur hans heigðist að tungumála-námi. Og fyrir þá sök, að hann var alveg ófáanlegur til að gjörast prestur, hættu frændur hans al- gjörlega að veita honum féstyrk, og með því líka, að faðir hans gat ekki veitt honum fé til náins við háskóla [því hann var maður fátækur og þurfti að sjá fyrir stórri fjölskyldu,] þá varð nú Carl Kuchler að sjá fyrir sér sjálfur að öllu leyti. Það var meðan Carl Kuchler var ena stúdent við lœrða skól- ann í Grimma, að hann fékk löngun til að lœra skandinavisku mál- in. Árið 1S88 hafði hann lesiðrit,er ísland utid Hellas hét.eftir pró- fessor dr. August Boltz. Vakti rit þetta sterka löngunhjá Kuchler til að kynnast íslenzkri tungu og íslenzkum bókmenntum. Kitaði

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.