Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 20

Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 20
FREYJA VII. 6. 7 i66. aöi undan ónýttum tima, og Córa stríddi og kvaS þann tíma nálg- ast, er hún myndi verða aö bukta sig fyrir dr., prófessor eöa ein- hverjum jafn œruveröum titli er systir sín vœri aö keppa um. Svo yrði hún,,frú“ o. s. frv. Allt þetta og margt tleira varö Imelda aö líða fyrir nám sitt. En þetta tók enda, eins og allt annað einhvern tíma hlýtur aö gjöra. Hver breytingin annari meiri elti þetta ólánssama heimili. En fyrst kom þó hin stærsta og Imeldu skaölegasta breyting. Hún missti fööur sinn þegar hún sjálf var enn á unga aldri. Honum var lengi aö hnigna—fleiri ár. Loks kom svo að hann hætti að geta gengiö til vinnu sinnar, og sat því allan daginn heima, Imelda hjálpaöi honum tii að ljúka viö dagsverkið heima, því hann fékk leyfl til að taka bækurnar heim með sér. En svo fór, aö hann varð alveg aö hætta, og sat þá daginn út og daginn inn við opinn glugga og horföi út. En svo þoldi hann þaö ekki lengur. Um konuna og börnin hugsaði hann ekki mikiö, nema Imeldu. Hún var augasteinninn hans, fyrir hana heföi hann viljað lifa og deyja. Og Imelda ein hlvnnti að honum, hagrœddi honum, og vakti yfir honum þegar þess þurfti meö, og las fyrir hann, þar til hann féll í væran blund. Þá lœddist hún hægt frá honum og faldi sig inn í svefnherbergi sínu, þar sem hún gat grátiö í nœöi. Þó Im- elda heföi f æsku lœrt að biðja, var hún nú hœtt því að mestu, því hún átti fjölda óheyrðra bæna og enn þá haföi hún einungis séð ina svörtu hlið lífsins, og oft haföi hún efablandin spurt, hvort aldrei mundi rofa til, og hvf œska hennar vœri svo ólík æsku allra annara ungra stúlkna? Nú var óttinn fyrir því að missa fööur sinn, ríkust allra annara tilfinninga hjá henni og sá bikar varö ekki frá henni tekinn, því A seytjánda afmæli hennar var hann lagður í hinn síöasta hvílustaö hjá börnunum, sem þau hjónin höfðu misst. Þetta var þungur missir fyrir þessa ungu stúrku. Þó undarlegt megi virðast, vildi móðir hennar ekki huggast láta og varð um leið hálfu óstilltari en áður. Imelda hafði snemma lœrt aö stjórnageði sínu, hún vissi líka, aö sorg hennar og systkina hennar og móður þeirra var ólíks eölis og að hjá þeim þyrfti hún því ekki að vœata verulegrar hluttekningar, þess vegna bar hún harm sinn íhljóði en,

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.