Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 25

Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 25
VII. 6.-7. FREYJa -171- herjni líka verið vorkun, því ceS hennar var þreytandi stríð vi5 sífelt heilsulevsi á henni sj ilfri og átta bornum þeirra. “ ,, Atta b'órn á hva5 löngurn tírna?" sagði M. í meðaumkunarróm. ,,Á nmmtán árum, og þess utan þrjú misst í blóölátum, þaö er mikið, og stundurn tinnst mér aö ástin hafi ekki nœgilegan styrk til aö þola allar þcer raunir, setn hjúskapnum eru svo oft samfara. Ég hefi aldrei veriö elskuö, þó mig hafi dreymt um ástir. En hefir þú nokkurntíma se5 verulegt ástalíf innan vébanda hjónabandsins?“ ,,Þar er víst íágœtt. Ástin er unaösríkur draumur,þa5 veit ég af eigin reynzlu. En hjónabandiö er oft—of oft að minnsta kosti, hamingjusnauöur veruleiki. “ ,, Hvaö á maöur þá a5 gjöra?“ , ,Vera eins og ég nú er, frjdls. Enginn skal nokkurntíma hafa rétt ti 1 að segja viö mig: ,Þú skalt, efa þú skalt ekkiV'’ ,,Hvar endar þá ástadraumur þinn?“ Margrét varp öndinni mæðilega og sagöi: ,,Ó, þú, töfrandi ástaguö! Þú lofar œ himneskri sælu meðan þú vefur oss í neti þínu, og þetta net er æ töfrandi í ljórna þeim er þú varpar yfir þaö. Þegar þér svo hefir tekist aö leggja á oss þína glæstu fjötra, sem heitir hjónciband, og öll sund eru lokuð, flýgur þú á brott og lœtur oss ettir í myrkrum örvœatingarinnar. Með sameinuðum kröftum, allra þeirra lagagreina, sem mannleg slægvizka hefir tilbúiö og þinna eigin þróttlitlu handa, tekst þér ekki hað alda honum. Hann kemur sem óboöinn gestur með ljúflingsdraumum œskunnar og viljir þú hafa hann hjá þér, verður þú að treysta honum, enviljir þú fjötra hanu, flýgar þessi láttlyndi, glaöværi farfugl úrgreipum þér og kemur þá aldrei framar til að blessa þig með nœrveru sinni- En skyidi honum einhverntíma detta í hug að vorkennaþér ogvitja þín, til þess aö verma hið kalda hjarta þitt, verður þú samkvæmt lögunum að reka hann brott, myrðahann með þínum eigin höndum. Giftast? Nei, ekki ég! Og þó vil ég elska og vera elskuð og fljúga með elskhuga mínum of höf og hauður á vængjum alsœlunnar. En skyldi sá tími koma að annað yrði of hraðfleygt fyrir hitt, yrði það frjáist að halda áfram og. boeði gætu enn þá orðið sæl. “ Margrét var kafrjóð, augu hennar tindruðu af eldhita innri til- finninga,eins og að hún væri þá þegar flogin af stað með unnustanum út í hið takmarkalausa, eilffa rúm. „Hve’" kenndi þér þessar skoð- anir?“ spurði Imelda eftir nokkra þögn og horfði hissa á Margrétu.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.