Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 27

Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 27
VII. 6.-7. FREYJA •73- skapnum. Sambúö manns og konu ætti að vera svo hrein og heil- ög aö til hennar næði ekkert ljótt eða lágt. “Sá maöur sem heldur konuna sína gjörSa rétt fyrir sig er viss með að níðast á henni, og slíkir menn eitra andrúmsloftið með tilveru sinm. , ,Ef að konunni, sem þannig er gift, tekst að hafa ofurlitla verold út af fyrir sig, og vernda börn sín—þó ekki sé nema að nokkru leyti fyrir hinni voðalegu erfðasynd, sem annars fylgir sh'kri tiiveru, hve miklu góðu moetti hún þá ekki afkasta, og betri börn eiga og upp ala undir hœfilegri kringumstæðum? Og móðir mín stóð siðferðislega eins langt fyrir ofan föður minn eins og stjörn- urnar fyrir ofan mýrarljósin. ,,A þessum tíma átti móðir mín þrjú börn. Fyrsta barnið, sem var drengur, dó árs gamall. Ég var nœst en Osrnund yngst- ur. “Síöustu tvö árin hafði sambúðin svo versnað, að henni var ineð öllu óvært orðið. Móðir mín var skynsöm og ræðin og hafði œfiniega yndi af að tala við skynsama menn, og þeir við hana. Faðir minn sem aldrei skildi hana, og aldrei var sérlega hugsandi, misskildi þetta eins og allt annað og varð nú óstjórnlega afbrýðis- sarnur. Þetta gjörði enda á sarnveru þeirra. Bikar móður niinn- ar var barma fullur. Hún þoldi ekki meira, og fór með bœði börnin sín heim til foreldra sinna. V. KAPITULI. Móðir min var enn ekki laus við ofsóknir frá hálfu rnanns síns, enda þó hún hefði gjört sér von um að vera það. Hann þorði ekki að láta sjá sig hjá föður hennar, en hún mátti aldrei fara ein út, því hann hafði þá til að koma eins og skrattinn úr sauðarleggnum, og af því að hún var hrœddari við hann en allt annað, varð hún brátt svo hjartveik að hún óttaðist jafnvel sinn eigin skugga. Nú varð hún líka að útvega sér vinnu, því faðir hennar var gamall og lúinn og átti meir en nóg með að fæða þá sem fyrir voru. Svo þeg- ar hún v„r búin að hvíla sig í sex eða sjö vikur, fór hún af stað í

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.