Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 43

Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 43
VII. 6.-7- FREYJA 89. um úrdimma njólu, því farmanni lýsir þú leiö, um löndin og höfin. Ég elska ykkur stjörnuljós öll, á ómœlis hveli, en kærst er mér sjöstirniö sarnt, frá sólstöövum œsku. Þér lampaljós einnig ég ann, mér ungum þú lýstir, mitt athvarf var ætíð hjá þér, þá önnur mér brugðust. Ég elska þig bráljósa blik, sem brennur á arni— —ástar, í óspilltri sál, í œskumanns hjarta. Ég elska þig draumljósa dýrð í dulgeimi sálar, í hjartanu vaggar þú von hjá vinum sem unnast. Þú skœrasta skynsemis Ijós, sem skuggsvipum eyöir, þú menntunar lífs-sœlu lind þú ert ljós, sem ég elska. Ég elska þig bragaljós bjart, á blómvængjum hugar svífur þú sólbjarta leiö í söngdýsar faðmi. Ég elska hvert einasta ljós, sem upplýsir heiminn, já, allt sem er göfugt og gott, þig, guð minn, ég elska. Þórður Kr. Kristjánsson.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.