Freyja - 01.01.1905, Page 43

Freyja - 01.01.1905, Page 43
VII. 6.-7- FREYJA 89. um úrdimma njólu, því farmanni lýsir þú leiö, um löndin og höfin. Ég elska ykkur stjörnuljós öll, á ómœlis hveli, en kærst er mér sjöstirniö sarnt, frá sólstöövum œsku. Þér lampaljós einnig ég ann, mér ungum þú lýstir, mitt athvarf var ætíð hjá þér, þá önnur mér brugðust. Ég elska þig bráljósa blik, sem brennur á arni— —ástar, í óspilltri sál, í œskumanns hjarta. Ég elska þig draumljósa dýrð í dulgeimi sálar, í hjartanu vaggar þú von hjá vinum sem unnast. Þú skœrasta skynsemis Ijós, sem skuggsvipum eyöir, þú menntunar lífs-sœlu lind þú ert ljós, sem ég elska. Ég elska þig bragaljós bjart, á blómvængjum hugar svífur þú sólbjarta leiö í söngdýsar faðmi. Ég elska hvert einasta ljós, sem upplýsir heiminn, já, allt sem er göfugt og gott, þig, guð minn, ég elska. Þórður Kr. Kristjánsson.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.