Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 46

Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 46
192. FREYJA VII. 6.-7. Áriö 1893 töldu Japar 41 milljón innbúa. Áriö 1903 varíólks- taliö komiö upp í 46 milljónir. Japar lifa mest-megnis á grjónum, enda hefir grjónauppskera þeirra vaxiö hlutfallslega viö mannfjölg- unina. Japar eru að eðlisfari jarðyrkjumenn, en upp á síðkastið hefir verzlun þeirra aukist til góðra muna, og þeir hafa einnig tek- ið upp nýjar atvinnugreinar. Á árunum frá 1894 til 1903 hefir utanríkisverzlun þeirra þrefaldast, ríkissjóðurinn hefir á þessum árum aukist til góðra muna og eignir einstaklinga að sama skapi. Bœndalýðurinn lætur sitt ekki heldur eftir liggja. Þegar þess er gætt, hversu miklir hófsmenn þeir eru og að þeir lifa að mestu eða öllu leyti á grjónum, geta aðrar afurðir þeirra gengiö til annara út- gjalda og gjöra það líka. En þessar afurðir bóndans eru það, sem þeir framleiða af grjónum fram yfir eigin þarfir og óunnið silki. Annar þátturinn í framförum þjóðarinnar eru sí-batnandi kjör verkalýðsins. I mörgum tilfellum hefir kaup verkamanna meira en tvöfaldast á síðastliðnum tíu árum. Yms lög hafa og samin verið, sem miða til aö bæta kjör þeirra, og auk þess sem kaupið hefir hækkað, er verkamaðurinn oftast fœddur af verkgefanda. Utkoman verður þá þessi: Fólkiö hefir fjölgað um tíu pr. verzlunin hefir þrefaldast, bœndur framleiða mikið meira en áður og fá helfingi meira verð fyrir vörur sínar en áöur, kaup verka- ■lýösins tvöfaldast, og vel-líöan þjóöarinnar eykst að sama skapi, auk þess sem verulegum auðmönnum hefir og fjölgað til góðra muna. Má af öllu þessu ætla, að inntektir ríkisins hafi að minnsta kosti þrefaldast á þessum tíma. Þegar svo þess er gætt, að Japar eru allra manna konunghollastir og þjóðræknastir, liggur það í aug- um uppi, að hvorki féþurð né mannþurð knýi þá innan sýnilega takraarkaðs tíma, til að gefast upp. I desember-byrjun komu fulltrúar Orange Free ríkisins saman í Brantford, ogvorumeð- al þeirra De Wet, hershöfðingi, Judge Hertzog og 100 menn frá lýðveldinu, sem sameinaöisUbrezka veldinu fyrir tveim árum síö- an, með því skilyrði og skýlausu loforði frá hálfu sagðrar stjórnar, að hún skyldi hafa fengið fullkomna nýlendustjórn innan þessara tveggja ára, alveg eins og í Cape nýlendunni. Engu af loforðum brezku stjórnarinnar hefir enn þá verið fullnægt oglétu fulltrúarn- Búar og Bretar.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.