Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 2
ÚR JÖNSBÓK
,,.. .nú eru að koma jól..
Enn verðum vér Islendingar áskynja þess að í vændum er hátíð Ijóss og friðar..
Stjarnan, sem skein á himni forðum, hefur tendrast enn á ný yfir höfði vitringa og
gjört þeim hægara um vik í skammdegismyrkrinu að afgreiða fjárlög án þess að vill-
ast á breytingartillögum og kjósa í bankaráð án þess að villast á mönnum. Fjárhirðar
við Austurvöll vinna fram á nótt og þó að þeir boði sauðum sínum lítinn fögnuð, er
hjörðin uppnumin af tilhlökkun þar sem í vændum er að allir, jafnvel skiptaráðandi,
fái að kenna á hinum sanna jólafriði sem lýsir í hjörtu mannanna eins og krónan lýsir
á Staðastað. Eftir að hafa göslað gegnum íslenska tilveru á stanslausu þani í heilt ár
nemum vér skyndilega af þjarkinu og yfir oss og visakortin hellist þvílíkur himneskur
friður að halda mætti að allir værum vér farnir á hausinn. Dómkirkjuklukkurnar
hringja og á meðan jólasnjórinn fellur og
sveipar styttu Jóns Sigurðssonar möttli
drifhvítum, er enginn á ferli utandyra
nema litla stúlkan með eldspýturnar og
rannsóknarnefnd á vegum ríkisstjórnar-
innar að leita að heppilegri niðurstöðu.
Þeir spora slóð í mjöllina og spyrja hver
annan: Hvar er víxillinn sem féll í fyrra?
öll þráum vér kyrrleik og rósemd um
jólin. Þessir dagar hvíldar og náða birtast
oss á almanakinu rauðir eins og hafskip,
sem liggja bundin við festar, og svo að
þjóðin fái notið þeirra til fulls iðjar hún
baki brotnu áður en hátíðin gengur í
garð. Jafnvel stöðumælar verða að vinna
um helgar.
Jólaundirbúningur þjóðarinnar hefur
breyst mjög á síðustu árum. Þar ræður
mestu um að flestir reyna nú að hafa tím-
ann fyrir sér, eins og það er nefnt. Strax
í nóvemberlok eru húsmæður á fullri ferð
að tilreiða tertubotna og eftirrétti ofan í
frystikistuna svo að á aðventu er ekki
nokkur vegur að grafast niður í gegnum stokkfreðið góðgætið eftir útsölukjúkling
eða tilboðshakki í hádegismatinn. Slíkt kemur ef til vill ekki að sök þvíað um helgarn-
ar í desember harðneita húsmæður öllu umstangi í eldhúsinu á meðan þær gera
hreint fyrir jólin. Faðir er sendur með börn út á skyndibitastað á meðan móðirin, ör-
þreytt eftir fjörutíu stunda vinnuviku, gengur berserksgang um verðlitla fasteignina
með skrúbb og afþurrkunarklút og ryksugu sem hugsar fyrir hana. Þá um kvöldið
dregst konan í rúmið með þrifalykt í nefi, titrandi af áreynslu en sæl hið innra að
hún skuli vera búin að gera hreint og enn tvær vikur til jóla. Föður og börnum er
stranglega bannað að leggja nokkuð frá sér á gljáfægð borðin í stofunni. Enginn má
setjast upp við púðana í sóffanum. Héðan í frá eiga allir að nota gömlu diskana og
ryðguðu ryðfríu stálhnífapörin frá Kína uns jólin ganga í garð. Það má ekki poppa eða
fara úr yfirhöfnum í stofunni eða ganga á skónum eða stíga út fyrir motturnar á park-
ann. Það á að nota gömlu handklæðin og slitna þvottastykkið og éta appelsínuna yfir
eldhúsvaskinum. Jólin eru að koma.
Um næstu helgi er ekkert eftir nema að kaupa jólatréð. Fjölskyldan hverfur innan
um afhöggnar hríslurnar og fyllist slíku fegurðarskyni að krókloppnir afgreiðslumenn
verða innkulsa. í fyrsta lagi er það á hreinu að ekki verður keypt rauðgreni eins og
í fyrra sem mátti saga niður í tannstöngla um kvöldmatarleytið á jóladag. í öðru lagi
má tréð ekki vera jafn mikið um sig og í hitteðfyrra þegar konan felldi það um koll
um leið og hún bar inn pekingöndina á aðfangadagskvöld og þau voru fram undir
miðnætti að tína nálarnar úr kjötinu. I þriðja lagi má tréð ekki vera svo hátt að hús-
bóndinn togni í baki þegar hann reynir að
tylla á það skrautstjörnunni, þvíað konan
ætlar ekki ein aftur með börnin í boðið til
Jónínu frænku á annan. [ fjórða lagi má
tréð ekki vera svo barrheldið að ekki sé
nokkur leið að ná af því skrautinu eftir
þrettándann. í fimmta lagi má tréð ekki
vera svo lítið að börnin verði fyrir von-
brigðum og í sjötta lagi má það ekki vera
svo gisið að ekki sé hægt að láta nokkurn
mann sjá það. Afgreiðslumaðurinn er
kominn í keng og tennurnar glamra í
honum eins og bjöllurnar á sleða jóla-
sveinsins þegar næmt fegurðarauga
hjónanna velur úr skóginum tré sem þau
sáu fyrir tæpri klukkustund og töldu þá
koma til greina. Loksins eru jólin næstum
því að skella á.
Og hvað er þá eftir? Ekkert nema að
öðlast hinn innra frið sem fylgir því að
blanda jólaglöggina í eldhúsinu þar sem
hennar er ekki neytt þrátt fyrir reglugerð
dómsmálaráðherra. Ekkert nema að
verða gagntekinn himneskri ró um leið og síðasta einokunarþögn ríkisútvarpsins
rennur saman við hróp og köll í börnum sem geta ekki beðið. Ekkert nema að horfa
á skrautljósin loga á trénu og boða oss birtu og fögnuð í síðasta sinn á gamla verðinu.
Ekkert nema að fyllast einlægri gleði barnsins, dansa og syngja:
Kristmenn, krossmenn ganga um gólf
með gildan sjóð til vara,
allir saman einn og tólf,
en aðrir mega spara.
„Heims um ból!" Bankinn er ausinn.
Níu nóttum fyrir jól
þá fer ég á hausinn.
HAUKURí HORNI
RAUNIR BANKASTJÓRA
» >6»0
rA^? (JiajrfdistMt
'> i't 8S
,,20 þúsund!!!
Heldurðu að
þetta sé
einhver góð-
gerðarstofn-
un eða
hvað!!!"
2 HELGÁRPÓSTURINN