Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 26
BRIDGE eftir Friðrik Dungal Öfugt jólaspil Nú leikur Snjólfur snillingur nokkurskonar öfugan jóla-bridge við félaga sína. i stað þess að gefa þeim gjafir, lætur hann þá skenkja sér slagi. Gvendur glanni S Á-K-4 H 6-3 T 9-6-5-3 L D-9-8-6 Runki röflari S 5 H K-9-8-7-2 T 10-8-2 L Á-5-4-2 Benni brotlegi S D-10-9-8-3 H 5 T K-7-4 L K-10-7-3 Snjólfur snillingur S G-7-6-2 H Á-D-G-10-4 T Á-D-G L G Þannig gengu sagnir: suður vestur noröur austur 1 spaði pass 2 spaðar pass 3 hjörtu pass 3 spaðar pass 4 spaðar pass pass dobl Norðri var það algjörlega ljóst, að hann átti ek-ki að hækka sögn- ina í þrjú hjörtu. Til þess hefði hann þurft að eiga fleiri spaða. En úr því að hann átti bæði ás og kóng þriðju, þá hugsaði hann „skítt og lad gá“ og bætti einum við. Snillingnum var það ljóst, að makker hans var ekkert „heims- ljós" og hugsaði þá líka upp á dönsku og bætti þeim fjórða við. Þegar spil norðurs komu á borð- ið, lét sniliingurinn sem ekkert væri, en hugsaði aðeins um það að reyna að bjarga spilinu á sem best- an hátt. En nú þurfti hann örugg- lega á allri sinni kænsku að halda og „rúmliðuglega það“, eins og einn látinn vinur minn tók stund- um til orða. Austur var lengi að hugsa sig um áður en hann dobl- aði. Úr því að norður vildi heldur spaðann en hjartað, þá bjóst aust- ur við að vestur væri með heilar hersveitir af hjarta. Sjálfur átti austur aðeins eitt hjarta og óneit- anlega heldur snotur tromp, að ógleymdum kónginum. Runki röflari hugsaði sig vel og lengi um áður en hann spilaði út. Loks komst hann að þeirri niður- stöðu, að best myndi vera að spila frá laufa ásnum. Hann lét því laufa fjarkann. Áttan var látin úr borði til þess að gefa í skyn að hann ætti nóg háspil. Þetta varð til þess að blekkja aumingja Benna brotlega, svo hann lét tíuna, sem suður hirti með gosanum. Þá kom spaða tvisturinn frá snillingnum sem hann tók með ásnum. Svo kom hjarta þristur og gosanum svínað. Röflarinn vildi ekki taka með kóng, því suður hafði fyrst sagt spaða og hlaut því að vera með fimm-lit þar, en sennilega fjögur hjörtu. Hann hugsaði sér gott til glóðarinnar að taka næsta hjarta með ásnum og þá gæti austur trompað. Þannig var hernaðar- áætlun röflarans, sem hann var afar stoltur af. Þegar hér er komið, líta spilin þannig út: GÁTAN SKAKÞRAUT Hvaða banki er með allt undir yfirborðinu og lætur Hafskip sigla yfir sig? !>|ueqs60A|as :jbas S K4 H 6 T 9-6-5-3 L D-9-6 S - S D-10-9-8 H K-9-8-7 H - T 10-8-2 T K-7-4 L Á-5-2 L K-7-3 S G-7-6 H Á-D-10-4 T Á-D-G L - Snillingurinn spilaði trompi. Þegar vestur kastaði laufa tvistin- um, þá fóru áætlanir hans heldur betur úr skorðum. En hann lét sem ekkert væri, heldur tók með kóng og lét hjartasexið úr borð- inu. Austur sparaði trompin sín og kastaði litlu hjarta. Snillingurinn tók á ásinn. Enginn sá honum bregða, því hann gerði þetta á svo eðlilegan hátt, að hinir héldu að svona hefði hann einmitt ætlað að spila og áætlun hans hefði staðist. Ekki gat snillingurinn að því gert, að hann brosti þegar hann hugsaði um legu spilanna og spila- mennsku andstæðinganna. Það var eins og þeir væru að spila nóló í whist og forðuðust af öllum mætti að taka slagina. Úr því að þeir vildu ekki taka slagina, þá var best að taka þátt í „gjugg í borg" leik með þeim og sjá hvað setur. Hann lét því hjarta tíuna. Vestur gaf og úr borðinu kastaði hann tígli. Austur trompaði með níunni. Nú vissi Benni brotlegi ekki hverju hann átti að spila. Spaðann mátti hann ekki hreyfa, því þá frí- aði hann gosa suðurs. Ennfremur þóttist hann vita að suður ætti laufa ásinn. Loks ákvað hann að láta lítinn tígul. Snillingurinn svín- aði drottningunni og lét síðan hjarta dömuna. Nú lét vestur kónginn. Borðið trompaði og aust- ur yfirtrompaði. Benni brotlegi tók á spaða drottninguna. Hann var ennþá sannfærður um að hann mætti ekki hreyfa laufið. Hann hélt því áfram að spila tígli. Snillingurinn svínaði með gosan- um og lét síðan tígul ásinn. Þá kom spaða gosinn. Röflarinn átti aðeins tvö spil eftir, hjarta níuna og laufa ásinn. Hann starblíndi á okkur. Hann var algjörlega búinn að gleyma hvað var eftir af hjart- anu. En því hafði verið spilað svo oft, en laufinu aðeins einu sinni. Suður hlaut því að eiga lauf eftir. í öllum þessum þanka-brösum sín- um, fannst honum það hrein móðgun við æðri máttarvöld að kasta sínum einasta ási — hans hátign — svo hann fleygði heldur hjarta níunni. Þá lét snillingurinn hjarta fjarkann frá suðri. Austur hafði fengið þrjá slagi á tromp, en það var líka allt og sumt. Mér leið ekki sem best. Svo þvældu þeir fram og aftur um spilið. Röflarinn sagðist hafa verið sannfærður um að laufa ásinn væri hjá snillingn- um í suðri. Snillingurinn sagði mér á eftir hve vel hann hefði skemmt sér yfir því hve vel honum tókst að blekkja andstæðingana. Snillingurinn stóð upp og sagði: „Mínir ágætu vinir. Ég bjóst við að það félli í minn hlut að færa ykkur jólagjafir, en úr því þetta var síð- asta spilið, þá eigum við glanninn að fá gjafirnar frá ykkur.“ Þeir brugðust vel við og greiddu skuld- ir sínar og óskuðu síðan hver öðr- um gleðilegra jóla. Það sama geri ég. Sömuleiðis þakka ég allar upphringingar, bréf og viðtöl. Ennfremur alla þá hlýju sem ég hefi orðið aðnjótandi frá svo mörgum lesendum mínum. Svo óska ég ykkur öllum gleði- legra jóla og farsældar á komandi ári. Tryggvagata 26 borðapantanir í síma 26906 Magnús og Birgir: tveir frábærir matreiðslumenn með nýjan og breyttan matseðil. Hlýlegur staður í hjarta borgarinnar! 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.