Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 13
■ilestir kannast við svissneska
súkkulaðið og konfektmolana sem
fyrirtækið Sviss flytur til landsins í
beinu flugi frá samnefndu landi. En
nú víkur sögunni annað eins og þar
stendur. Maður heitir Sverrir Sig-
þórsson og er bakari. Hann rekur
bakaríið Þórsbakarí í Kópavogi.
Sverrir er mikill áhugamaður um
uppboð og fyrir nokkru var hann
staddur á uppboði hins opinbera þar
sem gámur var boðinn upp. Sverrir
hreppti flutningsgáminn fyrir slikk
og þegar hann opnaði gáminn, rak
hann augun í talsverðan farm af ein-
mitt svissneskum konfektmolum
sem einhvern veginn höfðu hafnað
í gáminum án þess að hljóta hefð-
bundna tollafgreiðslu. Hvað um
það; Sverrir er vanur fagmaður og
það tók hann ekki langan tíma að
sannfærast um ágæti molanna.
Hann flutti þá þegar í stað upp í
bakaríið sitt og bauð þá til sölu á
gjafaverði; sjö eða átta krónur
stykkið. En nú byrjuðu vandræðin.
Fyrirtækið Sviss selur nefnilega
ekki molana sína á þessum prís,
enda finnur það ekki sína mola í
gámum. Þar kostar molinn 30 krón-
ur stykkið. Sviss var því komið í al-
varlega samkeppni um eigin vöru
við Kópavogsbakarann. Eigendur
Sviss tóku því til þess ráðs að siga
Hollustuvernd ríkisins og heilbrigð-
iseftirlitinu á konfektmolana í Þórs-
bakaríi og sögðu þá ekki æta. Sverr-
ir bakari hélt hins vegar hinu gagn-
stæða fram og fór fram á sams kon-
ar rannsókn á konfektinu í Sviss. Og
nú hefur framkvæmdavald hollustu-
og heilbrigðismála ríkisins í nógu að
standa þessa dagana með hendurn-
ar fullar af svissnesku konfekti og
höfum við enn ekki frétt af niður-
stöðum rannsóknarinnar. . .
N
■ ú, þegar sem mest er rætt
um sameiningu vinstri blaða, ef
kalla má Þjóðviljann, NT og Alþýðu-
blaðið því nafni, viljum við benda á
að þetta hefur í reynd verið fram-
kvæmt. Áhugamenn um félags-
hyggju og samstarf á vinstri kant-
inum, hafa nefnilega stofnað útgáfu-
félag, safnað hlutafé og gefa út fyrsta
tölublaðið nú á næstu dögum fyrir
jól. Formaður stjórnar útgáfufélags-
ins er Magnús Ólafsson fyrrver-
andi ritstjóri NT, og Þröstur Har-
aldsson, blaðamaður á Þjóðviljan-
um, er varaformaður félagsins. Aðr-
ir í stjórn eru t.d. Jón Daníelsson
fyrrum blaðamaður á NT og Al-
þýðublaði. Tímaritið mun bera
nafngiftina „Þjóðlíf" og er ritstjóri
Jón Guðni Kristjánsson, fyrrum
blaðamaður á Þjóðvilja og NT,
Framkvæmdastjóri blaðsins er
Ólafur Ólafsson sem áður vann
hjá Máli og menningu. Tímarit þetta
mun verða hið myndarlegasta, um
150 síður á stærð og áætlað að það
komi út 8—9 sinnum á ári. Við heyr-
um að safnast hafi hálf milljón
króna í hlutafélagið. ..
Alþýðublaðsins er nú mjög til um-
ræðu. Hins vegar virðist ljóst að
eljki verði neitt úr þessum hug-
myndum á þessu stigi málsins.
Starfsmenn Þjóðviljans sem héldu
með sér fund sl. þriðjudag sam-
þykktu að standa vörð um Þjóðvilj-
ann og vöruðu eindregið við að
leggja hann niður. Þá mun ritstjórn
Þjóðviljans og ritstjórar vera frábitn-
ir því að hljóta eitthvert afmarkað
pláss í slíku blaði undir sín skrif, sér-
staklega þar sem rekstrarafkoma
blaðsins er góð um þessar mundir.
Þar að auki er litið þannig á málin af
hálfu Þjóðviljamanna, að sameinað
blað með flokkskálfum inní sé
dauð hugmynd sem yrði vond sölu-
vara.
Síðastliðinn mánudag var haldinn
framkvæmdastjórnarfundur hjá Al-
þýðubandalaginu og lagði Svavar
Gestsson formaður flokksins þar
fram tillögu sem var jörðuð á fund-
inum. Mun tillagan hafa gengið út á
jákvætt viðhorf til sameiningar
blaðanna. Ritstjórnin veit ekki
hvaða leik Svavar er að leika með
þessu og hefur flokksforysta Al-
þýðubandalagsins lítið sem ekkert
samband við Þjóðviljann í þessum
efnum. Segja margir að Svavar og
forystan séu að nýta sér möguleik-
ana á að koma Össuri Skarphéð-
inssyni, Óskari Guðmundssyni
og öðrum óþekktargemlingum á rit-
stjórninni frá í öllum þessum um-
svifum. Þessi trotryggni hefur enn
aukið á efasemdir Þjóðviljans í sam-
bandi við sameiningarhugmynd-
irnar. . .
TEKJUHÆKKUN
Þú getur hœkkað tekjur þínar af innstœðum á bankareikningi með
þvíað fœra féð yfir á Öndvegisreikning með 18 mánaða bindingu.
Öndvegisreikningur gefur af sér hœrri vexti en allir aðrir
innlánsreikningar, nema um lengri binditíma sé að rœða.
SKATTFRELSI
Vaxtatekjur af sparifé eru skattfrjálsar skv. lögum.
\
HELGARPÓSTURINN 13