Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 24
*
• •
„nyti tolvuna sem
TÓNSMÍÐALEGAN ÞRÆL“
SEGIR
ÞORSTEINN
HAUKSSON
TÓNSKÁLD
Harla fáar hljómplötur með ís-
lenskri nútímatónlist koma út hér-
lendis miðað viö popp, skallapopp,
diskó, rokk og nýbylgju svo eitthvað
sé nefnt. Orðið nútímatónlist er not-
að yfir alvarlega stílaða tónlist, þar
sem mikið er borið í tónsmíðaleg-
an hlut verksins — vœntanlega
klassík framtíðarinnar. En nú á dög-
unum barsvo við að út komu hvorki
meira né minna en fjórar hljómplöt-
ur með verkum íslenskra tónskálda
frá síðustu áratugum; hér er um að
rœða fyrstu fjórar plöturnar af tólf,
gefnar út af íslenskri tónverkamið-
stöð t samvinnu við Ríkisútvarpið.
Plötunum fylgja greinargóðir pistl-
ar eftir Hjálmar Ragnarsson, Jón
Þórarinsson og Atla Heimi Sveins-
son þar sem saga íslenskrar nútíma-
tónlistar er rakin í hnotskurn.
Ein af þessum plötum ber heitið
íslensk raftónlist og hefur að geyma
verk eftir þá Lárus Halldór Críms-
son og Þorstein Hauksson. Þor-
steinn hefur að mestu dvalist er-
lendis síðustu tíu árin við tónsmíðar
og rannsóknarstörf, fyrst við háskól-
ann í Illinois þaðan sem hann lauk
meistaraprófi í tónsmíðum '78, síð-
an vann hann við tónsmíðar og
hljóðrannsóknir við IRCAM-stofn-
unina í Pompidousafninu I París
1978—80 og vorið 1980 var hann
gestatónskáld yið EMS-hljóðverið í
Stokkhólmi. Á árunum 1980—84
dvaldi Þorsteinn í Kaliforníu þar
sem hann lagöi stund á tónsmíöar
og rannsóknir á sviði tónlistar og
heyrðar við sérstaka tölvurann-
sóknarstofnun Stanford háskólans
(Center for Computer Research in
Music and Acoustics). HP spjallaði
við Þorstein og innti hann fyrst eftir
því hvað hann fengist við þessa dag-
ana.
Sama tölvumálið notad
vid nótur og krónur
„Ég er að kenna við Tónlistarskól-
ann í Reykjavík, m.a. raftónlist og
þar fyrir utan hef ég verið að hjálpa
föður mínum við að tölvuvæða fyr-
irtækið sitt. Það er sama tölvumálið
sem gengur hvort sem fengist er við
krónur og aura eða nótur."
— Nú komstu heim í fyrra eftir
nœr áratugardvöl erlendis. Hvað
hefur gerjast í þér á þessum tíma?
„Þegar ég hélt fyrst utan hafði ég
lokið námi í píanóleik og tónsmíð-
um frá Tónlistarskólanum í Reykja-
vík. En þá þegar voru tónsmíðarnar
farnar að skipta mig meira máli en
píanóið og þær hafa því skipt mestu
á mínum ferli. Núna hef ég fínpúss-
að þær hugmyndir sem skutu upp
kollinum fyrir tíu árum og um leið
opnast næsti kafli í lífinu. Þannig
vona ég að hlutirnir eigi eftir að
ganga fyrir sig í framtíðinni."
— Stendurðu að einhverju leyti á
tímamótum?
,,Já, ég hef ekki samið nótu í fjög-
ur ár. Það hefur gert mér mjög gott,
skýrt margt fyrir mér. Nú finnst mér
vera kominn tími til að setjast niður
og fínpússa þær hugmyndir sem
hafa skotið upp kollinum síðustu
fjögur árin. Á þeim tíma hef ég stað-
ið í rannsóknum og pælingum, ég
hef tekið mér frí frá sköpuninni en
ekki tónlistinni."
— En nú hlýtur það að gera þér
erfitt um vik við tónsmíðarnar að
ekki skuli vera nein tölvuhljóðver
hér á landi?
„Já, það gerir það, en ég fæst ekki
eingöngu við raf- og tölvutónlist
heldur sem ég einnig upp á gamla
móðinn eða tvinna þessum tveimur
tegundum sköpunar saman.
En þegar fór að líða á dvöl mína í
Kaliforníu fékk ég óslökkvandi
heimþrá. Gömul kona hafði sagt við
mig áður en ég fór: Jökullinn mun
toga í þig. Því varð ég að halda heim.
Núna er ég að reyna að finna lausn
á því hvernig ég get nýtt mér þá
verðmætu þekkingu sem ég hef afl-
að mér í þessum dýru stúdíóum er-
lendis í tækjaskortinum á íslandi.
Eina lausnin í bili er að skreppa út af
og til, en engu að síður er það
draumur minn að geta gert eitthvað
hérna heima. Svipað tölvuhljóðver
og hér um ræðir gæti líka komið að
gagni í leikhúsum og kvikmyndum.
Það er spurning hvort sá markaður
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur
er nógu öflugur til að geta staðið
undir slíku.“
Trúi á aöferd
frumstæða
töf ramanns ins
— Hvað kom þér mest á óvart í ís-
lensku þjóðlífi þegar þú komst
heim?
„Aðallega blankheitin á öllum.
Tónlistarkennarar eru t.d. svo illa
launaðir að mér er hulin ráðgáta
hvernig þeir fara að því að fram-
fleyta sér af 18 þúsund króna mán-
aðarlaunum og þurfa kannski að
borga 15 þúsund í húsaleigu.
Ég kenni sjálfur ekki fulla
kennslu, vil ekki kenna of mikið því
ég álít að kennsla megi ekki nálgast
það mark að verða rútína. Ef kenn-
ari dreifir sér of mikið er hann ekki
lengur sú orkulind sem hann þarf
nauðsynlega að vera fyrir nemend-
urna. Ég trúi ennþá á aðferð töfra-
mannsins í litlum, frumstæðum
þjóðfélögum: hann er að malla eitt-
hvað dularfullt í potti og einn eða
tveir unglingar fylgjast með af for-
vitni og komast að því að hann hljóti
að vera að brugga eitthvað sniðugt.
Þeir fylgjast með í kofadyrunum og
hefja ekki nám hjá töframanninum
fvrr en þeir eru að deyja úr löngun.
Ég held að nám verði aldrei mark-
tækt nema brennandi þörf og löng-
un séu fyrir hendi."
— Hefurðu ekki rekið þig á að
leikmenn eigi erfitt með að tileinka
sér svokallaða nútímatónlist?
„Jú, það stafar m.a. af því að hún
er ekki flutt nógu oft á tónleikum.
Þegar farið er á tónleika er eins og
verið sé að heimsækja safn með
munum sem eru eldri en 100 ára
gamlir. Því hafa hlustendur fjar-
lægst að miklu leyti það sem er að
gerast nýtt í tónlist i dag, og nýj-
ungarnar hafa einmitt átt sér stað á
þeim tíma. Fjarlægðin milli hlust-
anda og tónsmiðs hefur aukist. Al-
menningur er hættur að fylgjast
með hinni stöðugu þróun.
Auðvitað er tónsmiðum líka hér
um að kenna, þeir hafa ekki gert
nóg af því að rækta hinar almennu
mynd: Jim Smart
þarfir fólks með því að smygla inn
háþróaðri tóniistarhugmyndum t.d.
í popptónlist. Það tókst mörgum
fyrri tíma tónskáldum að gera, þ.á
m. Mozart og Verdi."
— Telurðu að staða klassískrar
tónlistar hafi breyst á síðustu öld
eða svo?
„Nei, það hefur alla tíð verið til
minna alvarleg tónlist og alvarleg
tónlist þar sem meira er lagt í tón-
smíðarlegan búning verksins. Hins
vegar er hlutfall nýrrar og gamallar
tónlistar mjög misjafnt í flutningi
bæði hérlendis og annars staðar."
Menn nota tónlist sem
veggfóður
— Hvernig telurðu að sé hœgt að
auka hlustun á nútímatónlist?
„I allri listnálgun er nauðsynlegt
að opna hugann algjörlega og reyna
að skynja hvað höfundurinn er að
segja. Skólakennarar hafa sjálfsagt
ekki gert nóg til að undirstrika þetta
en mér finnst að ekki þurfi beinlínis
að „kenna" fólki að vera opinhuga.
Menn þurfa að læra að slökkva á
sínum vestrænu tónlistareyrum og
þá geta þeir látið sig fljóta inn í hug-
arheim tónlistarinnar. Það er með
öðrum orðum engin „rétt“ leið til að
hlusta á tónlist, en helst þarf maður
að geta sett sig í einskonar zen-
munkastellingar til að geta látið
hefðbundið gildismat og flokkanir
lönd og leið og opnað sig fyrir
straumi umheimsins án umhugs-
unar.
Persónuleiki manna er svo mis-
munandi. Einn hlustar af innsæi,
annar hlustar vitsmunalega. Ef tón-
verk er gott á það að geta þolað
hvort tveggja. Best er náttúrulega ef
hlustandinn getur sameinað þetta.“
— Erum við kannski flest búin að
eyðileggja í okkur eyrun með stöð-
ugum glymjanda?
„Sjálfsagt er nokkuð til í því, það
er talað um að menn noti tónlist
sem eins konar veggfóður. En ef
menn eiga ekki kost á þögninni
njóta þeir þess ekki að velja sér tón-
list.“
Verk Þorsteins á raftónlistarplöt-
unni er samið í Stokkhólmi 1980 og
ber heitið Sónata. Við hlustun þess
má heyra, að Þorsteinn leitar víða
fanga, bæði i eldri sem nýrri hug-
myndum, allt frá kirkjutóntegund-
um til míkrótónstiga. I því má
skynja klassísk og jafnvel rómantísk
áhrif — andstæður, átök og fegurð.
Af öðrum verkum Þorsteins má
nefna Adastra (til stjarnanna), ’82. í
tengslum við það vann hann tölvu-
forritið Astron, sem skrifað er á
SAIL-tölvumálinu. Því er ætlað að
hjálpa til við útfærslu hugmynda
sem uppi voru á miðöldum um tón-
list eða harmóníu alheims. Notand-
inn getur skoðað stjörnur og kerfi
frá ýmsum sjónarhornum umheims-
ins á tölvuskjánum. Síðan er hinum
margbreytilegu hlutföllum milli
stjarnanna umbreytt í tónlist með
hjálp forritsins og tölvunnar. En
hvernig nýtti Þorsteinn sér þetta for-
rit við gerð tónverksins?
Ómblítt ferðalag
um geiminn
„Þetta er hljómsveitarverk sem
ég skrifaði í Stanford," segir Þor-
steinn. „Ég nota tölvuna eingöngu
við tónsmíðalegar aðferðir. Tölvu-
forritið er byggt upp þannig að hægt
sé að reikna út hlutfall milli himin-
tungla. Með því móti er hægt að
skapa tónverk sem nýtir sér hlut-
föllin og alheiminn í kringum okkur.
Tónverkið má t.d. skynja sem
ferðalag um geiminn, eða eins kon-
ar glugga á geimskipi þar sem hægt
er að skynja stjörnumerki og þokur.
Það skemmtilega er að heildarsvip-
ur verksins er mjög ómblíður, öfugt
við flesta nútímatónlist. Ég lét þó
aldrei forritin taka fram fyrir hend-
urnar á mér, trufla innsæið. Ég nýti
tölvuna sem tónsmíðalegan þræl, ef
svo má segja.
Síðustu fimm árin hefur nútíma-
tónlist reyndar orðið ómblíðari al-
mennt, rómantíkin er á uppleið. Nú
skora ég á fólk sem ekki hefur orðið
þeirrar ánægju aðnjótandi að hlusta
á nútímatónlist að fara í plötuversl-
anir og hlusta á tónlist sem er innan
við fimm ára gömul. Ég veit hún
kemur mörgum þægilega á óvart,"
segir Þorsteinn Hauksson tónsmið-
ur.
24 HELGARPÓSTURINN