Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 31
M
■ W ■iyrkriö fer vel með skaldin, að mati
Indriða G. Þorsteinssonar sem kveður þau al-
deilis ekki þurfa að varast það. „Reyndar er
myrkrið skylt skáldskapnum," heldur Indriði
áfram, „hvorttveggja er að jafnaði svolítið
órætt og hreint ekki vel fallið til skilgreining-
ar.“ Jónas Jónasson Rúvakstjóri er aftur á móti
á því að menn eigi að passa sig á myrkrinu.
Hann hefur endað fleiri en einn þátta sinna á
þeim orðum að margt sé að varast á vetrum
þegar mest dimmir: „Myrkrið sýnir manni
aldrei það sem það geymir. Það reynir alltaf að
fela allt fyrir manni," talar Jónas ofan úr Gler-
árþorpi á Akureyri. Það þarf samt ekki að vera
hættulegt. Er líka ljúft: „Það getur falið mann
sjálfan þegar með þarf. Myrkrið ljóstrar ekki
upp leyndarmálum...
.. ,og vita máttu, Sigmundur minn, að marg-
ir góðir hlutir hafa gerst þar sem myrkrið hef-
ur verið allsráðandi. Myrkrið er upphafið, það
er forsenda þess að Ijós geti kviknað. Og hvað
það er nauðsynlegt að hafa dimmt í kringum
sig öðru hvoru, sést best á því þegar hugað er
að því hvað agalegt væri ef maður gæti aldrei
slökkt.. . Ef maður gæti aldrei slökkt,“ endur-
tekur Jónas og enn einu sinni... „Hugsaðu
þér ef maður gæti aldrei slökkt." Svo fer hann
að ræða um það hvað myrkrið sé nú í rauninni
lokkandi, menn langi alltaf að voga, en það sé
eitt af því sem þeir gangi fyrir: „Það er ákeðin
vogun að labba inn í myrkrið. Myrkrið er ögr-
un. Og ótti nokkuð sem menn eru allt sitt líf að
brjóta á bak aftur, vilji þeir lifa" og svo klikkir
Jónas út með því að segja: „Fyrir mér er
myrkrið vörugeymsla óttans."
Ý
■ mislegt kemst á kreik fyrir bragðið. Að-
ur fyrr var það kjaftæði manna um drauga og
það sem var allra mest krassandi: Galdra. Eftir
því sem Iiðið hefur á þessa öldina höfum við
bundist jörðinni fastar og betur, að minnsta
Halldór Laxness: „Draugar hafa aldrei irriterað
mig..
kosti að því er margir fræðingar halda. Arni
Björnsson þjóðháttafræðingur er til dæmis
ekkert fyrir þá skoðun að íslendingar séu eitt-
hvað dulspakari en aðrar nálægar þjóðir þrátt
fyrir skamman dag. „Ef eitthvað er, þá er þessi
dulspekiáhugi okkar minni en víðast hvar er-
lendis. Við erum hinsvegar ekkert að afneita
því undarlega. Við gefum öllu sjens, ef ske
kynni. .. skilurðu? En sem sagt," botnar Árni:
„Búmannslegt brjóstvit er meira ráðandi í fari
ekkar en að ímyndunaraflinu sé sleppt lausu í
hvert sinn og eitthvað óskiljanlegt kemur upp
í lífi manna."
Indriði G. Þorsteinsson segir hreinlega: „Við
erum raunsæisþjóð, en með þessum líka
hneykslisköstum í skammdeginu...“ Og þar
með færist svarthöfðinn allur í aukana, minn-
ist hinna árstíðabundnu skammdegisrifrilda
sem alltaf komu yfir landann um þetta leyti
árs, en það kristallaðist jafnan á útsíðum dag-
blaðanna. Einu þeirra, Tímanum, stýrði Indr-
iði einmitt á sjöunda áratugnum: „Oft gat svo
farið að minnstu málin belgdust upp í stór-
bombur þegar ekkert var að ske á annað borð
í fréttum. Það þurfti að svala þeirri þörf fólks-
ins að hafa eitthvað til að japla á í svartasta
skammdeginu. Og ef blöðin sinntu því ekki,
bjó fólkið bara sjálft til sögur, sem síðan urðu
svo stórar að blöðin þurftu að taka á þeim.
Blessaður vertu, auðvitað er þetta svona enn-
þá. ..“
liins og dæmin sanna. Það má ekki líða
svo skammdegi að ekki komi stórskandall upp
á yfirborðið. Núna í ár var það að þakka blöð-
unum, kannski fólkinu í næsta skammdegi...
Og svo ár fram af ári. Þegar við horfum hins-
vegar aftur í aldur, verða galdrarnir aftur áber-
andi. Haddú, en því nafni er Haraldur Ingi Har-
aldsson jafnan kallaður, er mikill áhugamaður
um galdrana í gamla daga og allt það sem með
fylgdi. Hann heldur því fram að galdrar hafi
meðal annars verið stundaðir sem hugleiðsla.
Með þeim hafi fólk eflt sína sjálfsvitund og
Vilborg Dagbjartsdóttir: „Það sem ég upplifi á
sumrin blómstrar í skammdeginu..."
tengsl sína við náttúruna. Galdrar hafi þannig
alls ekki verið af hinu illa, heldur þvert á móti.
Samt voru menn brenndir fyrir bragðið, eink-
anlega á Vestfjörðum, en það er sá landshluti
sem helst er nefndur í sömu andrá og galdra-
fárið gömlu daganna. Árni Björnsson segist sjá
tvær skýringar á því...
„Annarsvegar var því þannig varið á Vest-
fjörðum að þar þurftu menn ekki að horfa í
eldsneyti eins og allstaðar annarstaðar á land-
inu á þessum tíma. Rekaviðurinn var ærinn.
Ég veit að þetta er glannaleg kenning, en hjá
því verður samt ekki litið að Vestfirðingar
votu það fólk sem höfðu mestu að brenna um
það leyti sem galdrarnir voru áberandi í þjóð-
lífinu. Við vitum jafnframt að þar voru flestir
brenndir. Hinsvegar bjó á þessum tíma í Selár-
dal prestur að nafni Páll Björnsson, en hann
var íslendinga lærðastur í galdrafræðum.
Áhrifa hans gætti auðvitað í næstu sveitum.
Menn fóru nú líkast til að bera það sem hann
sagði einkenna galdramenn við það fólk sem
næst var, til þess svona að gá hvort ekki væri
allt með felldu."
á Vestfjörðum, hvort heldur er í skammdegi
eða á öðrum árstímum. Þetta fullvissar Þur-
íður Pétursdóttur mann um, en hún fluttist til
Isafjarðar fyrir nokkrum árum og hefur þar
kennt börnum. „Samt er það nú í sjálfu sér
galdur að hér skuli búa fólk“ segir hún.
Kannski fjöllin seiði? „Ja, umhverfið er altént
nógu yfirþyrmandi til þess að af því stafi áhrif.
Ef menn fara hér einir á fjöll, verða þeir af-
skaplega litlir, nánast ekki neitt neitt. Ekki
bætir skammdegið úr skák. Ég held samt að
áhrifa þess gæti ekkert öðruvísi hér en ann-
arstaðar á landinu, þó það sé nú einna lengst
hérna vesturfrá. Það er þá einna helst að upp-
sveiflan sé meiri á vorin en ég þekki annars-
staðar frá. Upphafningin, þegar sólin nálgast
byggðina í fyrsta sinni að loknum vetri, er hér
með mesta móti...“
Skammdegið er skammarlega stutt, segir á
einum stað i Almanaki jóðvinafélagsins, þeirri
vinalegu skáldsögu Ólafs Hauks Símonarson-
ar sem áður var vitnað í. Fáir viðmælenda
blaðsins tóku hinsvegar undir þessa meiningu,
þó flestir þeirra kvæðust samt njóta sín ágæt-
lega í því myrkri sem skammdegið leiddi yfir
þá. Algengasta viðkvæðið var að það væri
eitthvað spennandi við þennan árstíma, eitt-
hvað órætt sem gaman væri að spá í og reyna
að skilgreina. Og enginn kvaðst sjá neitt hrylli-
legt innan úr myrkrinu. Halldór Laxness til
dæmis: „Ég hef ekki frá neinni persónulegri
ríaksjón að skýra vegna skammdegisins. Ég er
á allan hátt mjög langt frá því að vera yfirnátt-
úrulegur maður. Ég er til dæmis gjörsamlega
laus við það að sjá nokkurn hlut sem getur tal-
ist undarlegur þegar ég er á mínu vappi í
kringum Gljúfrastein, jafnvel þó tekið sé að
skyggja. Draugar hafa heldur aldrei irriterað
mig. Það er einna helst að skammdegið hafi
fýsísk áhrif á mig, en það lætur hitt alveg vera.
Ándinn er eins, hver svo sem birtan er...“
HELGARPÓSTURINN
GÁIRAÐÁHRIFUM
MYRKURS Á MENN OG
MÁLEFNI
„MYRKRIÐ ÖGRAR
SVOLÍTIÐ
SIÐFERÐI MANNS##
„RAUFARHÖFN í
JANÚAR ER
DÁSAMLEGUR
STAÐUR#/
„MYRKRIÐ ER
VÖRUGEYMSLA
ÓTTANS##
„RAUNSÆISÞJÖÐ
SEM FÆR
HNEYKSLISKÖST##
HELGARPÓSTURINN 31