Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 19
lendra gesta, kostnaður við þá verð- ur aldrei undir 2 milljónum; Reykja- víkurkvikmynd upp á 6,2 milljónir, kynning á starfsemi ýmissa stofn- ana eins og skóla, nefnda og ráða í borginni mun kosta a.m.k. 5 milljón- ir. Utkoman er sú að heildarkostn- aður verður einhvers staðar á milli 75—10(j milljónir. lnni í þessu dæmi er t.d. veisla á Broadway sem á að halda fyrir ráða- menn borgarinnar og gesti. Hún kostar milljón. Aðrir kostnaðarliðir þarna skilja afskaplega lítið eftir sig og þjóna borgarbúum ákaflega lítið. Varðandi þessar 10—11 milljónir sem eiga að fara í Arnarhólshátíð- ina er ekki úr vegi að taka einhverja tölu til samanburðar. Allt framlag Reykjavíkurborgar til Kjarvalsstaða er t.d. þessi sama upphæð, 10,2 milljónir yfir árið. Því er þetta gífur- lega stór upphæð miðað við það sem borgin veitir til annarra mála, auk þess sem þetta skilur lítið eftir sig.“ — Hvad viltu segja um þœr kostn- adartölursem Davíd lagði fram í út- varpsuidtali á dögunum? „Þar lét Davíð þess getið að þessi afmælisveisla væri ákaflega ódýr og nefndi í heild 20 milljónir eða 2—300 krónur á hvern Reykvíking. En þessi tala er nú tekin einhvers staðar úr talnabunkanum og má margfalda hana með þremur. Maður kemst þar að auki ekki hjá þyí að spyrja sig hver bauð til þessarar veisiu og hvort borgarbúar voru spurðir að því hvort þeir vildu taka þátt í henni. Nú er ljóst að þessi veisla mun aldrei kosta minna en 1000 krónur á hvern borgarbúa. Þetta fer að draga sig dálítið saman þegar við þurfum að borga 20—30 þúsund á mann fyrir Hafskip og aðrar óarðbærar og vafasamar fjárfestingar sem ráðamenn þessarar þjóðar hafa stefnt okkur í.“ BRAUÐ OG LEIKAR — En hverjar voru þínar tillögur helstar í undirbúningsnefndinni? ,,Ég hef t.d. lagt til að sú eigna- myndun sem ætti sér stað á árinu yrði fólgin í menningarverðmætum fyrir borgina eða yrði til að auka á þjónustu við borgarbúa. Almennt hafa mínar tillögur mið- ast við að við borgarbúar tækjum sem virkastan þátt í þessari hátíð, t.d. að hverfum borgarinnar væri út- hlutað ákveðinni fjárupphæð sem þau gætu þá ráðstafað eftir sínu höfði, svo sem til fegrunar umhverfi sínu, að íbúar hverfanna ákvæðu sjálfir hvað þeir vildu helst gera í stað þess að öllu sé stjórnað af ein- hverjum skrifstofum úti í bæ. Ein af undirnefndum afmælis- nefndarinnar er svokölluð lang- borðsnefnd. Tillögur hennar voru ákaflega skemmtilegar. Ég stakk t.d. alveg eindregið upp á því að borgin héldi borgarbúum fjölskyldu- skemmtun á sinn kostnað 18. ágúst: Sú veisla stæði allan daginn á hinum ýmsu stöðum í bænum, boðið yrði upp á sérstakan mjöð og jafnvel sett upp útigrill. Þarna yrðu ýmsar uppákomur og ef rigndi væri t.d. hægt að færa sig inn í bankana okkar. Þarna gætu Reykvíkingar, ungir sem aldnir, mæst og skemmt sér saman eina dagstund. Þessi hugmynd hefur þurft að þoka fyrir hugmyndinni um Arnar- hólsveisluna sem yrði einhvers kon- ar hátíð milli 9 og 12 um kvöldið og svo einhver fjölskylduskemmtun eftir hádegið sem miðaðist þá fyrst og fremst við börn. Þar með er búið að slíta tengslin milli kynslóðanna og raunar mjög vafasamt að börn og roskið fólk hafi þrek til að horfa á þriggja tíma skrautsýningu uppi á Arnarhóli um kvöldið. Á þessu kvöldi á semsé að brenna upp 11 milljónir sisvona. Mér finnst þetta minna dálítið óþægilega á ákveðna atburði mannkynssögunnar, að hér sé verið að leiða athygli fólksins frá alvarlegri málum með brauði og leikjum — þarna mun sinfóníu- hljómsveitin leika undir palli á svip- aðan hátt og strengir voru slegnir þegar Rómarborg brann. Þarna komum við enn og aftur að því hvernig ráðamenn þjóðarinnar geta farið með almannafé, ráðskast með fjármuni, framtíð okkar og líf að eigin geðþótta án þess að nokk- urn tíma að þurfa að standa í skil- um. Við vitum að þessi þjóð er skuldum vafin og á síðustu dögum hefur það komið æ betur í ljós að hér ríkir alls konar spilling sem minnir á þá vargöld sem ég tel að sé ráðandi hér. Hver hrifsar til sín það sem hann nær í og það opinberast í þeirri fjármálaspillingu sem virðist einkenna þetta þjóðfélag. Þrátt fyrir þessar skuldir sem íslendingum er í rauninni gert að greiða vegna ráð- ríkis ráðamanna, þá hafa síðustu ár verið einhver mestu aflaár í sögu okkar, þjóðartekjur eru mjög háar og maður spyr sig hver það sé sem ætlar að axla þessa ábyrgð." SLÁSTÁ DAGINN, DREKKA SAMAN Á NÓTTUNNI „Hvaðan kemur ráðamönnum þetta vald að hugsa fyrir aðra á þennan hátt? Síðan veifa þeir fram- an í fólk — eins og borgarstjóri gerði í útvarpsviðtalinu — einhverjum töl- um án skýringa. Mér hefði fundist að borgarstjóri hefði átt að gera borgarbúum grein fyrir því hvað afmælið kostar í heild sinni, hvað það kostaði fyrir hvern borgarbúa og athugað væri hvort þeir í raun kæra sig um þetta. í stað þess rýkur hann upp til handa og fóta þegar hann er gagnrýndur fyrir störf sín. Mér finnst stjórnmálamenn í þessu þjóðfélagi líkjast talsvert mik- ið Einherjunum í Valhöll sem var óskadraumur víkinganna á sínum tíma. í rauninni slást þeir á daginn og drekka saman á nóttinni, slást eftir fyrirfram settum reglum og rísa síðan upp þríefldir þegar rökkva tekur, haldast í hendur og gera sér glaðan dag. Þetta einkennir þá karl- stýringu sem við búum við. Sá sem verður ofan á hverju sinni er sá sem er orðhvatastur og ófyrirleitnastur, sá sem kemur best út í viðtölum á skjánum og á fundum, sá sem ber sér hvað hæst á brjóst og slær sterk- ustu slagorðunum fram. En þeir sem leika þennan leik eru líka allir sammála um að viðhalda pólitíkinni eins og hún er. Það má aldrei ganga svo langt að vegið sé að rótum kerfisins. Þetta sést á því að stjórnmálaflokkarnir eru í raun niðri í öllu: ofan í bönkum, tjáning- arfrelsi — samanber útvarpsráð, þeir stýra jafnvel því hvað börnin lesa í skólanum — samanber það hvernig ákveðin bók var nýverið bönnuð á skólasöfnum. Því spyr maður sjálfan sig í hvers lags gervi- lýðræðisheimi maður lifir vegna þess að þegar maður lítur á þjóð- félagið í heild eru mjög fáir sem eru flokksbundnir eða taka þátt í störf- um þeirra. Örfáir einstaklingar taka sér það vald að ráðskast með fjár- muni okkar og líf og framtíð og eng- inn er kallaður til ábyrgðar, hver vís- ar á annan eins og í Hafskipsmál- inu,“ segir María Jóhanna Lárus- dóttir, fulltrúi Kvennaframboðsins í undirbúningsnefnd 200 ára afmælis Reykjavikurborgar. PASSION FRANSKUR H E R R A O G DÖMUFATNAÐUR HÆSTA GÆDAFLOKKI SNORRABRAUT 27, 105 REYKJAVÍK SÍMI 13833 PASSION HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.