Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 9
ALBERT GUÐMUNDSSON
IÐNAÐARRÁÐHERRA:
VMJÖ6 ÁNÆGDUR -
OEÐLILEGUR RÓGUR"
ALDREI FJALLAÐ UM HAFSKIP
MEÐAN ÉG VAR í BANKARÁÐI
Reykjavík, 16. 12. 1985.
Helgarpósturinn,
hr. ritstjóri Halldór Halldórsson,
Ármúla 36,
108 Reykjavík.
í ljósi áframhaldandi ærumeiðandi ummæla sem
Helgarpósturinn hefur haft um mig og ýmsa aðra, er tengjast málefnum
Hafskips hf., hefi ég ákveðið, í samráði við lögmann, að afturkalla fyrra
tilboð mitt um viðtal við Helgarpóstinn.
£g vísa hins vegar til greinárgerðar um málið, sem send
verður fjölmiðlum.
Bréf Ragnars Kjartanssonar til Halldórs Halldórssonar ritstjóra þar sem hann afþakkar að koma
í Yfirheyrslu. Tveimur dögum síðar barst greinargerð Kjartans um Hafskip og var það of seint til
að ná prentun blaðsins.
RAGNAR
ÞORIR EKKI
„Eina, sem ég get sagt er, ad ég er
mjög ánœgdur með niðurstöðuna,
enda held ég, að hún sýni, að fólk
geri sér grein fyrir því að hér er um
óeðlilega mikinn róg að rœða,"
sagði Albert Guðmundsson iðnað-
arráðherra, þegar við bárum undir
hann niðurstöðu skoðanakönnunar
Helgarpóstsins.
Og Albert bœtti við: ,,Mér þœtti
það undarlegt, ef þjóðfélagið vœri
komið á það stig, aö slíkur málatil-
búningur, sem hefur átt sér stað
gœti orðiö til þess, að ég eða hver
sem er þyrfti að sanna sakleysi sitt í
stóru máli, sem getur haft afdrifarík
áhrif fyrir einstaklinginn, sem um
rœðir"
En segðu mér, Albert, ert þú á
móti þeirri grundvallarreglu, að
menn í þinni stöðu segi af sér t.d.
þegar rannsókn fer fram í máli, þar
sem þú hefur verið sakaður beint og
óbeint um aðild eða þá, að ekki
megi liggja minnsti grunur um, að
embættismaður eða ráðherra hafi
misstigið sig?
,,Það er ekki þar með sagt, að
maður hafi misstigið sig þó hann
liggi undir grun eða að ummæli eða
orðrómur sé settur á stað um slíkt.
Það nægir ekki. Ég veit ekki til þess,
að nokkur hafi nokkurs staðar
þurft að segja af sér vegna þess að
hann hafi verið borinn sökum. Ef
grunur er rökstuddur, þá finnst mér
alveg sjálfsagt, að menn segi af sér.
Og það eiga menn að gera í hvelli, ef
eitthvað er staðfest um slíkt."
En hvað segir þú um þá staðhæf-
ingu, sem hefur komið fram á Al-
þingi, í dagblöðum og hér í Helgar-
póstinum, að störf þín sem formað-
ur hjá Hafskipi og Útvegsbankanum
á sama tíma, sé dæmi um hags-
munaárekstur?
,,Ég veit ekki til þess, að þarna
hafi verið um hagsmunaárekstur að
ræða, þar sem afskipti mín af lána-
málum bankans voru engin. Lög um
bankana sjálfa leyfa ekki, að banka-
ráðsmenn hafi afskipti af útlánum."
En eftirlit. . .?
„Það er svo allt annað mál. Þar er
um að ræða eftirlit með bankanum
í heild. Bankastjórn getur lagt fyrir
bankaráð það, sem hún vill. Hlut-
verk bankaráðanna er að hafa eftir-
lit með eignum bankanna, almennri
stefnu o.s.frv."
í utandagskrárumræðu um Haf-
skipsmálið / Útvegsbankamálið
sagðir þú, að málefni Hafskips
hefðu aldrei komið inn á fund
bankaráðs á meðan þú sazt þar?
,,Ég minnist þess ekki, að það hafi
komið inn á bankaráðsfund á með-
an ég var þar, ég minnist þess ekki.
Hitt er annað mál, að ég hafði af-
skipti af því, að bankinn hætti að
lána til útgerðar og annars atvinnu-
rekstrar, þar sem bankinn hafði ekki
útibú og þar með ekki viðskipti við
fólkið á viðkomandi stað. Ég breytti
því, að viðskipti bankans voru færð
meira til fólksins á götunni, „litla
mannsins", eins og ég kalla það, frá
stóru fyrirtækjunum."
Helgarpóstinum þykir leitt að
þurfa að skýra frá því, að Ragnar
Kjartansson fyrrverandi stjórnar-
formaður Hafskips hefur gengið á
bak orða sinna við ritstjóra blaðsins
og raunar alþjóð í sjónvarpi 6.
þessa mánaðar, þar sem hann lýsti
sig reiðubáinn til þess að mœta í
Yfirheyrslu í Helgarpóstinum.
Ekki gat orðið af samtalinu í sl.
viku vegna veikinda Ragnars
Kjartanssonar og var því fastmæl-
um bundið að ganga i málið áður en
þetta tölublað HP kæmi út.
En á mánudag barst inn á ritstjórn
HP snoturt gult umslag með bréfi frá
Ragnari Kjartanssyni. Efnislega
kvaðst hann ekki vilja mæta í viðtal
við HP. (Sjá meðfylgjandi bréf.)
Ragnar ber fyrir sig „áframhaldandi
ærumeiðandi ummæli". Ærumeið-
andi ummæli bar ekki á góma, þeg-
ar samið var um Yfirheyrsluna og í
síðustu grein var það eitt sagt af
Ragnari, er laut að launafyrirkomu-
lagi hans hjá Hafskipi samkvæmt
upplýsingum úr plöggum Hafskips!
Ragnar Kjartansson þorir m.ö.o.
ekki að setjast andspænis Halldóri
Halldórssyni og svara spurningum
hans um Hafskipsmálið/Útvegs-
bankamálið.
í þessu samhengi er rétt að rifja
upp, að 6. desember var sendur út
fréttaþátturinn Kastljós í sjónvarpi.
Sjónvarpsmenn leituðu til Halldórs
og báðu hann að sitja með frétta-
mönnum í útsendingu og spyrja
Ragnar Kjartansson brennandi
spurninga. Þetta féllst Halldór á.
Þegar hann kom niður í sjón-
varpshús um kl. 15 þennan föstudag
var honum skýrt frá því, að Ragnar
Kjartansson hefði hafnað honum
sem spyrjanda með þeim rökum, að
honum þætti ekki eðlilegt, að „utan-
stofnunarmaður" spyrði spurninga í
sjónvarpi. (Þetta fyrirkomulag er al-
vanalegt, eins og sjónvarpsáhorf-
endur þekkja.) Hins vegar mun
Ragnar hafa sagt eitthvað á þá leið,
að hann væri reiðubúinn að mæta
Halldóri á hans vettvangi, sem væri
Helgarpósturinn.
Halldór greip tækifærið, m.a. eftir
áeggjan Ingva Hrafns Jónssonar
fréttastjóra og ræddi við Ragnar og
bauð honum í langa Yfirheyrslu í
HP. Þetta þá Ragnar.
Um kvöldið var svo skýrt frá þess-
um málalokum bæði í fréttatíma og
í kynningarorðum umsjónarmanns
Kastljóss og að auki komið inn á
þetta í fyrstu spurningu, þannig að
ekki fór milli mála, að Ragnar
myndi mæta í Yfirheyrslu hjá HP.
Raunar hafði hann þá þegar óskað
eftir því að hafa vitni að Yfirheyrsl-
unni ojg jafnframt að fá að taka hana
upp. Ovanaleg ósk, en hún var að
sjálfsögðu sámþykkt.
En núna verðum við að biðja les-
endur Helgarpóstsins afsökunar á
því, að þetta mest fyrirfram auglýsta
viðtal í sögu blaðsins fer sennilega
aldrei fram.
Forstöðumaður stjórnar Hafskips
er kominn í felur og þorir ekki að
standa fyrir máli sínu við það blað,
sem fyrst benti á gjaldþrot Hafskips
fyrir meira en hálfu ári og fékk hót-
anir um málshöfðun sem svar.
Nú er svarað með þögn, enda eru
orð dýr.
Jólagjafir fyrir vélsleðamenn, vélhjólamenn og
bmx reiðhjólafólkið
Vélsleðagallar
Efni: 100% vatnsþétt P.V.C. húðaö
nylon.
Fóður: 100% polyester fiber.
Litir: Rauðir/hvítir - bláir/hvítir.
MARGAR GERÐIR AF
LEÐURJÖKKUM
Hjá okkur
færðu:
fatnaö, hjálma, peysur,
hlífar, sírenur, púöa,
hanska, gleraugu, vél-
sleöagalla, loðfóðruö
kuldastígvél. Allt fyrir
reiöhjólin, allt fyrir
vetraríþróttina.
HÆMO h.f.
Suðurgötu 3A, Rvík
Sími (91)12052
HELGARPÓSTURINN 9