Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 34
BOKMENNTIR
Tex —
afbragðsbók
Susan E. Hinton:
Tex
Heimir Pálsson þýddi
Bjallan 1985
Ég man ekki eftir mörgum nýjum banda-
rískum unglingasögum á markaði hérlendis,
helzt lélegum reyfurum á borð við Nancy- og
Frank og Jóa-bækur. Hins vegar er mikið
gefið út vestanhafs handa börnum og ungl-
ingum, líklega á þriðja þúsund nýir titlar ár-
lega (og ekki bara fyrir jólin!). Það er því
fagnaðarefni, að svo prýðileg saga sem Tex
skuli nú þýdd handa unglingum, en hún kom
út vestra 1979. Einhverjir hafa hins vegar les-
ið söguna í skólum, danska þýðingu.
Susan E. Hinton (f. 1950) varð kunn fyrir
sína fyrstu bók, Utangarðsfólk, sem kom út
1967 og varð uppistaða í samnefndri kvik-
mynd, sem naut mikilla vinsælda. Og nú
mun líka verið búið að kvikmynda Tex. Sam-
kvæmt uppsláttarritum hefur Susan Hinton
samið nokkrar sögur og lýsa þær einkum
unglingum, sem af einhverjum sökum hafa
orðið utanveltu þjóðfélagsins eða stofnana
þess.
Tex heitir eftir aðalpersónu sögunnar,
Texas McCormick, 14 ára strák, bráðum 15.
Hann er jafnframt sögumaður og lesendur
skyggnast í huga hans. Hann býr með
Mason, 17 árabróðursínum, körfuboltahetju
skólans, og Pápa gamla, sem drýgstan hluta
bókar er að heiman, á kúrekasýningum eða
eitthverju iðjuleysisráfi — gleymir að koma
heim og er ekki minnugur á afmælisdaga
sonanna. Hann er kærulaus og ábyrgðarlít-
ill, en tekur á sig rögg þegar mál eru komin
í óefni. Hann er andstæða Coie Collins, ná-
grannans, sem elur börn sín upp með skefja-
lausri hörku — og stefnir reyndar líka til
vandræða. Johnny Collins er bezti vinur Tex,
ekur á mótorhjóli og á nóga peninga, en
Jamie er yngri systir hans, ákveðin stelpa og
gefur Tex hýrt auga. Bob bróðir þeirra er síð-
an í slagtogi með Mason.
Ég rek ekki efni sögunnar af ásettu ráði.
Hún gerist í smáþorpi í Bandaríkjunum, en
stórborgin lúrir í nágrenninu. Hér er lýst ver-
öld og atvikum, sem vísast orka framandi, en
eru e.t.v. harla nálæg, þegar grannt er skoð-
að. Hér er fjallað um saklausar unglingaástir,
böl eiturlyfja, mannleg samskipti og ábyrgð.
Sagan er spennandi og sögumaður höfundar
fetar vandrataðan stíg milli trega og örvænt-
ingar, þegar því er að skipta.
Ætli Tex lýsi ekki andstæðu þeirrar glans-
myndar, sem dregin er upp af unglingum í
fjölmörgum kvikmyndum, sem nú eru í
tízku? Tex og Mason eru báðir í skóla og Tex
reyndar býsna bágrækur. Þeir bera ábyrgð á
sjálfum sér að öllu leyti, og Mason tekur að
sér hlutverk foreldra. Það veldur togstreitu
milli þeirra, átökum, og Mason þarf að taka
ákvarðanir, sem hann veit að ganga nærri
Tex. Þeim verður margt til sundurlyndis, og
Tex elur á sektarkennd hans. Mér finnst
Mason bezta persóna bókarinnar. Hann er
tilfinninganæmur, en brynjar sig með hlut-
lausu viðmóti, jafnvel kaldlyndi. Hann er
milli tveggja elda: þráir að komast burtu frá
þorpinu og til þess ætlar hann að nota körfu-
boltann; skorurnar í dyrastafinn mörkuðu
hæð hans og senn yrði takmarkinu náð. Á
hinn bóginn óar hann við að skilja Tex eftir.
Hann er bitur og skellir skuldinni á Pápa,
þegar hann kemur loksins heim; segir þá
ýmislegt, sem kyrrt mátti liggja.
Tex er óráðinn. Hann er óknyttasamur í
skólanum, en honum líðst ýmislegt, því öll-
um eru aðstæður hans ljósar, og í raun er
hann ágætur strákur. Hann er líka ósáttur
við forsjá Masóns, en undir niðri viðurkennir
hann vald hans, fyrirgefur honum. Mörg at-
vik í sögunni fá honum trega, jafnvel örvænt-
ingar, en hann á ýmsar gleðistundir, ekki sízt
þegar ástin kviknar.
Tex segir söguna, og stíllinn á þýðingu
Heimis Pálssonar tekur mið af því. Orð renna
saman: Séðig — unglingarnir sletta óþarf-
lega mikið kannski: nósör, djoint — og líking-
ar eru stórkarlalegar, eins og unglingum er
tamt: „Ég sat þarna eins og áramótabrenna
i framan. . .“ Mér finnst vei hafa tekizt að
gæða frásögn þeim blæ að sem hverju sinni
lýsir hugarástandi sögumanns. Að undan-
skildum nokkrum prentvillum er þessi bók
vel að heiman búin, þokkalega bundin og
káputeikning er i senn frumleg og lífleg.
Áð öllu samanlögðu: Tex er úrvalssaga
handa unglingum. Persónur eru bráðlifandi
og eftirminnilegar, sagan er spennandi og
skilur eftir ýmis áleitin umhugsunarefni.
5.5
*
Islendinga-
sögur
til fólksins
íslendingasögur.
Fyrra bindi.
Ritstjórar: Jón Torfason, Sverrir Tómasson,
Örnólfur Thorsson. Bragi Halldórsson og
Jón Torfason bjuggu til prentunar.
Skáldsögur.
1095 bls.
Svart á hvítu 1985.
Það er meiriháttar áræði hjá þeim í forlag-
inu Svart á hvítu að gefa allar íslendingasög-
urnar út í tveimur bindum. Nú þegar er fyrra
bindið komið út en í því eru 15 sögur, þar á
meðal Njála, Egla, Éyrbyggja, Fóstbræðra
saga, Gísla saga (tvær gerðir) og Grettis saga.
Auk þessara eru í bindinu tvær gerðir Banda-
mannasögu, Bárðar saga Snæfellsáss, Bjarn-
ar saga Hítdælakappa, Droplaugarsona
saga, Eiríkssaga rauða, Finnboga saga
ramma, Fljótsdæla saga og Flóamanna saga.
Þó til séu margar útgáfur af íslendingasög-
unum þá er ekki þar með sagt að auðhlaupið
sé að því að gera slíka heildarútgáfu. Til að
mynda eru alls ekki allar sögur til í svoköll-
uðum fræðilegum útgáfum þar sem full grein
er gerð fyrir handritum. Það þýðir að um tvo
kosti er að velja, annarsvegar að endur-
prenta einhverja eldri útgáfu eða vinna upp
nýjan texta eftir eldri útgáfum og handritum.
Utgefendur þessarar útgáfu á íslendingasög-
unum hafa valið sér erfiðari kostinn, að
styðjast við fræðilegar útgáfur þar sem það
er hægt en leita til handrita ásamt eldri út-
gáfa þar sem fræðilegar útgáfur eru ekki fyr-
ir hendi. En þó svo fræðileg útgáfa sé til er
þar með ekki allur vandi leystur því að það
geta verið og eru mörg álitamál hvaða kost
á að velja þegar handrit greinir á. Þar þarf að
höggva á marga hnúta þar sem reynir á
smekkvísi og trúnað við frumtextana.
Hér er ekki tóm til að gera neina úttekt á
því hvernig til hefur tekist, en mér virðist við
lauslega athugun að útgefendur og ritstjórar
sleppi mjög vel frá þessu vandasama verki.
Én nú má spyrja að því hvort ekki sé til nóg
af útgáfum íslendingasagna. Og því má svo
svara aftur með spurningunni hvort nokk-
urntíma sé nóg til af íslendingasögum.
En áður en komið er að þessum spurning-
um er kannski ástæða til þess að velta aðeins
fyrir sér hvað íslendingasögur eiginlega eru.
Um það mál hafa reyndar verið skrifaðar
margar lærðar doktorsritgerðir, en hvernig
sem þessu er nú velt fram og aftur þá er stað-
reyndin sú að hér er um að ræða frásagnir af
átökum, fólki, ástarmálum, valdabaráttu,
undirferli, svikum og hetjuskap sem áttu að
eiga sér stað á árunum um og fyrir landnám
og framyfir kristnitöku en voru flestar skráð-
ar frá um 1200 og fram um 1300. Þessar frá-
sagnir voru brúksbókmenntir þjóðarinnar
um langan aldur, lesnar í kotum og stórbýl-
um til skemmtunar og afþreyingar. Auðvitað
bera sögurnar í sér margt um hugmyndir,
siði, trú, siðferðismat, þjóðfélagsgerð o.s.frv.
og eru opnar fyrir margvíslegum túlkunum,
eins og er um allar góðar bókmenntir, en eru
einnig eins og þær fyrst og síðast skemmtun.
Á árum sjálfstæðisbaráttunnar og róman-
tíkur hófst mikil dýrkun á fornum tíma og
baráttumenn sjálfstæðis bentu til hinna
fornu hetja í frjálsu landi til þess að brýna
aðra í baráttunni. Þessi dýrkun ágerðist enn
með ungmennafélagshreyfingunni í upphafi
þessarar aldar og þeirri þjóðernisstefnu sem
henni fylgdi. Slík dýrkun hefur meira og
minna verið ráðandi viðhorf fram til þessa
dags.
Ég er ekki frá því að einmitt þessi dýrkun
Islendingasagna fyrir allt annað en þær í raun
eru, sé m.a. þess valdandi að þegar þjóðfé-
lagið breytist og sjálfstæðisbaráttan gamla er
úr sögunni þá hverfa íslandingasögurnar
meira og minna sem hversdagslesning fólks
og einangrast hjá fræðimönnum og í skólum.
Um leið og þær eru settar á stall og dýrkaðar
verða þær fólkinu fjarlægar og lokast af.
Ég held að einmitt nú sé tækifæri til að
breyta þessu. Þegar nýr áhugi er að vakna á
verndun og viðhaldi tungunnar og nýr skiln-
ingur er að koma upp á því hvað séu þjóðleg
verðmæti, er einmitt tækifæri til þess að
færa öllum almenningi þessar sígildu
spennusögur til skemmtunar og afþreyingar,
varpa þeim af stalli sem goðmögnum og gera
þær að brúkshlutum fólks.
Þessi útgáfa Svarts á hvítu er einmitt fram-
lag í þessa átt. í handhægu formi, með að-
gengilegri nútímastafsetningu og læsilegu
letri er sett á einn stað óþrjótandi skemmtun-
arsjóður sem hægt er að grípa til án fyrir-
hafnar. Þessi útgáfa á að vera til á öllum ís-
lenskum heimilum, ekki á stalli heldur innan
seilingar.
G.Ást.
Hvar býr
galdurinn?
Eldur og regn.
Vigdís Grímsdóttir.
Útg. Frjálst framtak 1985.
Fyrsta bók Vigdísar Grímsdóttur Tíu
myndir úr lífi þínu, sem út kom 1983 var
smásagnasafn, tíu sögur um „þykjustuleiki
og alvörudrauma" eins og segir í undirtitli.
í annarri bók sinni Eldur og regn heldur
Vigdís sig við smásagnaformið, hér eru sög-
urnar tólf. Formbygging bókanna á það sam-
eiginlegt að í báðum bókunum fylgir ljóð
hverri sögu, Ijóðið og sagan eru víxlverkandi
tilvísun, veita hvort öðru aukna vídd, eru
háð hvort öðru. í seinni bókinni er höfundur-
inn búinn að ná betra valdi á þessu formi,
ljóðið, sagan og nafn sögunnar mynda órjúf-
anlega heild, eru hvert í öðru bæði form-
rænt, stílrænt og tematískt.
Sögur fyrri bókarinnar eru flestar fyrstu
persónu sögur og fjalla um einstaklinga, líf
þeirra, drauma pg upplifun innan einstakl-
ingstilverunnar. 1 þessari nýju bók leitar höf-
undurinn á önnur og stærri mið; segja mætti
að hér séu einstaklingsmyndir sýndar sem
tákn, — tákn mannssálarinnar, mannsand-
ans, drauma hans, óska og vona.
Þessi tákn dregur höfundur upp úr goð-
sögnum, þjóðsögum, sögnum af náttúru-
hamförum, trúarbrögðum og þjóðtrú. Hér
vakna Orfeus, íkarus og Ólafur liljurós, álfar
og tröll, hér er eplið í fleiri en einni merk-
ingu, húðstrýking og himnaför, hér er geng-
ið í hamarinn inn.
ímyndunin, fantasían, sem er sköpunar-
máttur mannsandans er ríkjandi í sögunum,
— máttur hugans til að skipta um raunveru-
leika, eða breyta honum og þá breytist
manneskjan sjálf um leið.
Maður gengur í stein til álfa, kemur út ann-
ar og breyttur. Til góðs eða ills?
Gömul hjón bíta í æskueplið. Eftir situr
ungt par á bekk en garðurinn, höllin, ævin-
týrið er horfið þeim og þau líta fram á ógeng-
inn veg.
Ungur maður flýr samferðamenn sína inn
í ókunnan heim, hittir stóra konu í helli. Að
morgni rjóða þau blóði sínu saman á manns-
líkneski úr steini, í kring um þau æða frumöfl
náttúrunnar en annars er auðn.
Kona stendur við málaratrönur og reynir
að finna hinn hreina littón. Heldur sig finna
í augum manns við hlið sér en það reynist
blekking ein. Svartur köttur og auga Gláms
verða eitt með henni sjálfri og hún drepur.
En drepur hún sér til frelsis eða fjöturs?
Heimur þessara sagna er í manninum sjálf-
um en ekki utan hans. Þjóðtrúin, goðsagan,
táknmyndirnar, allt býr þetta í sálarkirnum
mannskepnunnar, þar er hinar ótrúlegustu
furður og heima að finna, ógnin er mest í
þínu eigin hugskoti. Galdur lífsins er að finna
þennan undraheim, upplifa hann, gera hann
sér raunverulegan. Hin stóra spurning bók-
arinnar í heild er einmitt hver er máttur
draumsins, getur manneskjan náð valdi yfir
tilveru sinni í gegnum drauminn, ímyndun-
ina? í þessum galdri býr sköpunin hver svo
sem útkoman verður.
Vigdís Grímsdóttir tekur sér stóra hluti fyr-
ir hendur í þessari bók. Með sögum sínum
grefur hún sig í hugskot lesandans, spurning-
ar hennar eru áleitnar svo mjög að nálgast
að vera óþægilegt, hún gefur engin svör, þau
er hvers lesanda að fipna fyrir sig.
Stíllinn er mjög knappur og Vigdís gengur
varfærnislega að orðunum, þau eru brot-
hætt og það má ekki ofbjóða þeim. Hvergi er
ofsagt, fremur að einstaka saga sé of knöpp,
minnin of dulin til að lesandinn nái þeim
fram úr sögunni og til sín, en þau eru grund-
vallaratriði til skilnings á sögunum hverri
fyrir sig.
Myndmál í sögunum liggur á yfirborði
þeirra en er byggt eins og pýramídi ofan á
minnin og grunnurinn er þéttur og stöðugur
þjóðsagnakjarninn.
Litanotkunin í textanum er eftirtektar-
verð, skýr, hnitmiðuð og falleg.
I heild sinni er smásagnasafn þetta vand-
að, sögurnar vel hugsaðar, frásagnarmátinn
og uppbygging sagnanna hafa á sér sterkan
en nokkuð óvenjulegan blæ og heildarsvip.
Vigdís Grímsdóttir er höfundur sem vert er
að lesa og Eldur og regn er bók sem hæfir -
lesanda sinn í hugskot hans og er að henni
góður fengur. IÁ.
Þið munið
hann Jónas
Rúnar Ármann Athúrsson:
Jónas Arnason.
Viötöl.
251 bls.
Svart á hvítu 1985.
Það er hætt við að ýmsum myndi vefjast
tunga um höfuð ef þeir ættu að svara spurn-
ingu um það hver eiginlega Jónas Árnason
væri. Rithöfundur? Stjórnmálamaður? Söng-
textahöfundur? Leikritaskáld? Ameríkans-
eraður kommúnisti? Herstöðvaandstæðing-
ur? Þingmaður? Sjónvarpsstjarna í þorska-
stríðinu? Bróðir Jóns Múla?
Eitthvað af þessu öllu og er þó ekki allt tal-
ið. Rúnar Ármann Arthúrsson hefur tekið sér
fyrir hendur að reyna að svara þessari spurn-
ingu og gerir það á einum 250 síðum og þó
lesandi sé ýmsu nær um Jónas eftir lesturinn
veit hann líka að margt er skilið útundan.
Bókin skiptist í 41 kafla og er hver þeirra
í rauninni sérstök eining. Bókin er ekki
þannig upp byggð að sögumaður hefji frá-
sögn á fæðingu sinni í fyrsta kafla og reki sig
síðan gegnum ævina. Bókin er miklu heldur
safn svipmynda sem eru að vísu nokkurn-
veginn í tímaröð, þó alls ekki sé það algilt.
Skrásetjarinn er fremur áberandi og hikar
ekkert við að koma með innskot frá eigin
brjósti eða vísa til þess sem aðrir hafa sagt
honum um viðmælanda hans. Auk þess hefst
næstum hver kafli í nútímanum milli Jónasar
og skrásetjarans á einhverjum tilteknum
stað, ýmist heima hjá Jónasi, á ferðalagi um
Vesturland, í Reykjavík eða í Biskupstungun-
um, en síðan er vikið að fortíðinni og þá
verður sögumaðurinn Jónas nánast einráð-
ur.
Þessi aðferð heppnast mjög vel því með
þessum hætti sjáum við lesendur fleiri hliðar
á Jónasi, hliðar sem vont hefði verið að
missa úr viðtalinu.
Jónas hefur vissulega frá mörgu að segja
því hann á nú þegar að baki fjölbreyttan og
litríkan lífsferil. Hann segir margt skemmti-
legt og eftirminnilegt af æsku sinni, foreldr-
um og vinum þeirra, enda virðast það vera
hans örlög að aldrei er í kringum hann logn-
molla heldur gustar ævinlega um hann og
svo virðist einnig hafa verið um hans forfeð-
34 HELGARPÓSTURINN