Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 3
FRÉTTAPÓSTUR Þrotabú Hafskips Eimskipafélag íslands hefur að ósk skipta- ráðanda framlengt frest hans til þess að taka afstöðu til tilboðs félagsins í eignir þrotabús Hafskips hf. til klukkan 17, mánudaginn 6. janúar nk. Fresturinn er veittur til að öðrum aðilum gefist frekari kostur á að gera tilboð í eigur Hafskips og tími gefist til nánari úr- vinnslu ýmissa atriða varðandi tilboð Eim- skips. Þjóðskjalasafnið fær hús Mjólkursamsöl- unnar Menntamálaráðuneytið hefur keypt hús Mjólkursamsölunnar á Laugavegi 162 fyrir starfsemi Þjóðskjalasafns. Kaupverðið er HO milljónir króna, vísitölutryggt og með 3,5% vöxtum. 55 milljónir greiðast á 10 árum og 55 milljónir á næstu sjö árum. Greiðslur hefjast árið 1987. Húseignir Mjólkursamsölunnar eru 7400 fm að staerð. Hagvangur kannar fylgi flokkanna Ný skoðanakönnun Hagvangs sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 42,1% fylgi kjós- enda. Alþýðuflokkurinn er næststærstur með 16,2%, Alþýðubandalagið 14,6%, Framsókn- arfl. 13%, Samt. um kvennal. 8,9%, BJ 4,3% og Fl.m. 1%. Skoðanakönnun Helgarpóstsins þ. 21. nóvember um fylgi flokkanna leiddi í ljós 37,4% fylgi Sjálfstæðisflokks, 19,2% fylgi Al- þýðubandalags og 18,6% fylgi Alþýðuflokks. Framsóknarflokkurinn fékk 14,4%, Samt. um kvennal. 6,9%, BJ 2,3% og Fl.m. 1,3%. Bandaríkjastjórn borgar 1200 milljónir króna Bandaríkjastjórn mun greiða 1.200.000 kr. á næsta ári til framkvæmda við nýju flugstöð- ina á Keflavíkurflugvelli og til tengdra fram- kvæmda. Hlutur íslendinga á næsta ári mun hins vegar verða 300 milljónir króna sam- kvæmt fjárlögum fyrir 1986. Olís hluthafi í Granda Olíuverslun íslands hefur gerst hluthafi í fyrirtækinu Granda hf., sem er sameiningar- fyrirtæki ísbjarnarins og BÚR. Hlutur Olís er 7,5% eða að nafnvirði 15 milljónir króna. Með þessu minnkar hlutur ísbjarnarins að sama skapi eða úr 25% niður í 17,5%. Ríkissaksóknari neitar Albert Þórður Björnsson rikissaksóknari hefur hafnað beiðni Alberts Guðmundssonar ráð- HELGARPÚSTURINN Sverrir kominn til skjalanna Hafinn yfir allan grun, enginn er hans jafni. Varðveitast hans menning mun á Mjólkurskjalasafni. Niðri herra um að láta fara fram opinbera rannsókn á tengslum Alberts við Hafskipsmálið. Sak- sóknari telur að ekki séu þau skilyrði fyrir hendi sem réttlætt gætu slíka rannsókn og að þáttur Alberts í málinu verði ekki aðgreindur frá þætti samstjórnarmanna Alberts í Haf- skipi eða Útvegsbankanum. Kennarar segja sig úr BSRB Atkvæðagreiðslu Kennarasambands ís- lands um aðild að BSRB lyktaði á þann veg að rúm 72% greiddu atkvæði með úrsögn úr BSRB, eða 1919 atkvæði. Rúm 25%, eða 675, vildu áframhaldandi aðild að BSRB. Valgeir Gestsson formaður KÍ hefur sagt að næsta skref kennara væri samningaviðræður við ríkið um samningsrétt kennara. Einnig er unnið að tillögum um ný heildarsamtök kenn- ara. Kristján Thorlacius formaður BSRB þefur túlkað niðurstöður atkvæðagreiðslu KÍ sem áfall fyrir kennarastéttina. Sameining NT, íjóðviija og Alþýðublaðs reifuð Vegna slæmrar fjárhagsstöðu NT hefur blaðið haft forgöngu um viðræður við Þjóðvilj- ann og Alþýðublaðið um sameiningu þessara þriggja blaða í eitt árdegisblað. Hafa formenn Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks fundað um málið og sömuleiðis hafa ritstjórar blaðanna reifaö slíkan sam- runa. Enn hafa engar niðurstöður fengist en starfsfólk Þjóðviljans hefur samþykkt á fundi að leggja ekki niður Þjóðviljann. Talið er ólík- legt að af samrunahugmyndum verði. Fréttapunktar • Framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins hefur samþykkt að þingmenn þess sitji ekki í bankaráðum fyrir flokkinn. Svavar Gestsson formaður varð undir í þeirri atkvæðagreiðslu. • Guðrún Helgadóttir hefur borið ósannindi á ráðherrana Jón Helgason og Þorstein Pálsson á þingi varðandi upplýsingar um þyrlukaup Landhelgisgæslunnar. • Ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um að æviráðning embættismanna verði lögð niður. • Fyrsti formlegi samningafundur VSÍ og ASÍ um nýja kjarasamninginn hefur verið hald- inn. • Fjárveitinganefnd Alþingis hefur synjað Giktarfélaginu um fjárstyrk til rekstrar Gikt- lækningastöðvar í Reykjavík og getur það þýtt stöðvun rekstrarins. • Eimskip hefur gert það að skilyrði fyrir kaupum sínum á þrotabúi Hafskips að félagið fái i sínar hendur umráðarétt yfir athafna- svæði Hafskips við austurbakka Reykjavíkur- hafnar. • Bóksalan hefur gengiö vel hjá bókaverslun- um. Efstu bækur sölulistans virðast vera Guð- mundur skipherra Kjærnested e. Svein Sæ- mundsson, Stjórnmálasaga Vilmundar Gylfa- sonar e. Jón Orm Halldórsson, Njósnir á haf- inu e. Alistair MacLean, Strið fyrir ströndum e. Þór Whitehead og Margsaga e. Þórarin Eld- járn. Andlát Guðmundur Guðmundsson, sparisjóðs- stjóri í Hafnarfirði, lést 13. des. 71 árs að aldri. Óli Anton Bieltvedt, fyrrum yfirskólatann- læknir, lést 13. des. á áttugasta aldursári. SMARTSKOT UÓSMYND JIM SMART Er þetta ekki bölv. . . þrjóska í ykkur? Mörður Árnason ,úú, vísast er það þrjóska, en sú þrjóska sem er eitt ánægju- legasta þjóðareinkenni íslendinga — þrjóska sem byggir á heil- brigðri skynsemi. Menn verða að átta sig á því að Þjóðviljinn er ekki bara eitthvert dagblað sem hægt er að leggja niður og stofna aftur einsog að drekka vatn." — En eru þessi blöð ekki öll á hausnum hvort eð er? „Þjóðviljinn er ekki á hausnum. Það eru erfiðir tímar á Þjóð- viljanum einsog víða annars staðar, en alls ekki þannig að hér sé von á einhverri kollsteypu, náttúruhamförum eða fjárhags- legu eldgosi. Það sem er á hausnum er klárlega NT. Fljótt á litið virðist það vera stjórnleysið og sukkið á NT í um það bil áratug sem nú fyllir brjóst framsóknarmanna af þessum skyndilega sameiningarvilja." — En hafið þið ekki verið að leika sameiningarpost- ula vinstri aflanna um langt skeið? „Við teljum margir hér að klofningur vinstri manna sé ein sorglegasta pólitíska staðreyndin á þessu landi, og hún kemur meðal annars fram í fjölmiðlunum. Það eru náttúrlega hægri öflin ein og fjölmiðlar þeirra sem hagnast á þessu. En til þess að einhver von eigi að vera til þess að vinstri menn sameinist um fjölmiðla sýnist mér að annað hvort þurfi að ríkja almennt fjárhagslegt neyðarástand eða sameiginlegur pólitískur vilji. Það ríkir ekki neyðarástand á Þjóðviljanum og þessir þrír hópar svokallaðra vinstri manna hafa ekki sýnt neina þá verklega sam- stöðu, hvorki í grasrót né á toppi, sem bendir til þess að hægt væri að sameinast um eitt dagblað." — Það eru pólitíkusarnir sem áttu frumkvæðið að þessum sameiningarviðræðum. Ætla þeir að svíkja ykkur í hendur fjandvinanna? „Ég held að Svavar Gestsson, sem er formaður útgáfustjórn- ar Þjóðviljans, sé ennþá nógu mikill blaðamaður til að taka tillit til ritstjórnarlegrar sjónarmiða. Hins vegar líst mér fyrirfram illa á blað, sem saga þess hefst á því að flokksformenn tala saman í þingsölum. Hvernig litist þér á að vera fréttaritstjóri á slíku blaði með þrjá rauða síma á skrifborðinu?" — Þríhöfða þurs? „Þessi orð hafa heyrst héðan af Þjóðviljanum um þessar hugmyndir hér hinum megin við Síðumúlann. Þar virðast menn halda að hægt sé að segja fréttir og stjórna blaði óháð pólitísku samhengi. Við hér á Þjóðviljanum reynum að halda uppi góðri og heiðarlegri blaðamennsku, en höfum í hálfa öld gert okkur grein fyrir því að við erum þátttakendur í samfélaginu og sitjum ekki úti í geimnum og segjum þaðan fréttir." — Er málið þá alfarið úr sögunni hvað ykkur varðar? „Nei, það sem starfsmennirnir hér hafa reynt að gera sér og öðrum Ijóst er að Þjóðviljinn verður ekki lagður niður. Otgáfu- stjórnin er nýbúin að halda fund um þetta mál og tók þar mjög hr’áustlega undir þessi sjónarmið starfsmannanna. Hins vegar eru menn á blaðinu og í kringum blaðið reiðubúnir til viðræðna um alls konar samvinnu, á milli blaða, um nýtt blað eða aðra fjölmiðla." — En ef sameiningunni yrði nú þröngvað upp á ykkur — eruð þið Þjóðviljamenn reiðubúnir að fara I hart? „Það er tilbúin áætlun hér í húsinu um að girða Þjóðviljann af með sandpokavígjum, jarðsprengjum og vélbyssuhreiðrum ef einhverjum kynni að koma til hugar að reyna að sameinast okkur á öðrum forsendum en við viljum sjálf. Össur ætlar að vera á þakinu með eldvörpu. . Mörður Árnason er blaðamaður á Þjóðviljanum. Mikill hiti er nú f mönnum þar á bæ vegna hugmynda um að sameina Þjóðviljann, NT og Alþýðublaðið í einhverri mynd, kannski undir nafninu Nútíma- alþýðuvilji. Þjóðviljamenn héldu með sér fund ( vikunni og voru lítt hrifnir af hugmyndum um að leggja blaðið niður. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.