Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea J. Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ólafsson Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471) Afgreiðsla: Berglirid Björk Jónasdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Þjóðin og Albert Helgarpósturinn hefur látið gera skoðanakönnun um hvort Albert Guðmundsson ráðherra eigi að segja af sér embætti meðan rannsókn á máli Haf- skips og LJtvegsbankans fer fram. Þá var einnig spurt hvort skiptaráðandi og sérstök þriggja manna nefnd skipuð af Hæstarétti ætti að kanna Haf- skipsmálið ogfeða hvort Al- þingi ætti að kjósa rannsóknar- nefnd til að kanna málið. Að lokum var spurt um það hvort rannsókn þessa máls ætti að fara fram fyrir opnum tjöldum. Niðurstöður þessarar skoð- anakönnunar koma um margt á óvart. i fyrsta lagi vill meirihluti þjóðarinnar að Albert Guð- mundsson ráðherra sitji í emb- ætti meðan rannsókn á máli hans fer fram. Landsbyggðin er hallari undir þessa skoðun en íbúar höfuðborgarsvæðisins, hver sem ástæðan kann að vera. Þessar niðurstöður benda fyrst og fremst til mikilla per- sónuvinsælda Alberts. En þær sýna ennfremur að þrátt fyrir skýran hagsmunaárekstur þess að vera formaður bankaráðs Útvegsbankans og stjórnarfor- maður Hafskips á sama tíma, telur meirihluti almennings að óþarft sé að ráðherrann víki meðan á rannsókn stendur. Ef- laust hefur varnarræða Alberts á Alþingi, sem höfðaði mjög til vorkunnsemi hlustenda, haft áhrif, svo og þau viðbrögð hans að krefjast rannsóknar sak- sóknara á sjálfum sér; krafa sem Þórður Björnsson varð að hafna þar eð mál Alberts Guð- mundssonar er fráleitt að rann- saka eitt sér. Þá er engin hefð fyrir því að ráðherra fremur en aðrir embættismenn í vondum málum segi af sér. Hér á landi sitja menn sem fastast og þurfa sjaldan eða aldrei að svara fyrir gerðir sínar nema þegar málið verður það umfangsmikið í al- mennri umræðu að þeir sjá sig knúna til þess. Ættar- og kunn- ingjatengsl smáþjóðarinnar eiga þarna eflaust þátt í máli. is- lendingar eiga erfitt með að greina á milli persónunnar Al- berts Guðmundssonar og embættismannsins Alberts Guðmundssonar. Siðgæði ein- stakra embættisverka er oft ruglað saman við einkagóð- gerðir og persónulegar fyrir- greiðslur. Hinum spurningunum svara menn á mun afdráttarlausari hátt: Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill sem viðamesta rannsókn þessa máls, að bæði skiptaráðandi og þriggja manna nefnd skipuð af Hæsta- rétti og Alþingi eigi að rannsaka þetta mál til hlítar. Ennfremur vill þjóðin að sú rannsókn fari fram fyrir opnum tjöldum. Sé litið á Hafskipsmálið í heild ef- ast sennilega fáir um, að þjóðin j heimtingu á slíkri málsmeð- ferð. BRÉF TIL RITSTJÓRNAR Ödegárd og norrænu sendikenn- ararnir Reykjavík 17. desember í Helgarpóstinum, sem út kom 12. þ.m., er frétt varðandi Norræna hús- ið sem okkur, er sæti eigum í stjórn hússins af íslands hálfu, finnst nauð- synlegt að leiðrétta. í fréttinni segir, að ýmsir aðilar hafi „undirritað kærubréf til stjórnar Norræna húss- ins, þar sem kvartað er yfir sam- starfsörðugleikum við Ödegárd og skipulagsleysi í starfsemi hússins". Stjórn hússins hefur ekki borist neitt siíkt kærubréf. Samstarf stjórnar hússins og hins nýja forstjóra Knuts Ödegárd, hefur verið ágætt, eins og raunar var staðfest á fundi allrar stjórnarinnar í Reykjavík 11. og 12. nóvember síðastliðinn. Þær lausa- fregnir um málefni Norræna húss- ins, sem birst hafa í NT og Helgar- póstinum, eiga eflaust rót sína að rekja til þess, að endurskoðun á starfsaðstöðu norrænu sendikenn- aranna í húsinu hefur verið til at- hugunar að undanförnu. Ekki er ráðgert að gera breytingu á því. Á síðari árum hefur skortur Háskól- ans á kennsluhúsnæði hins vegar valdið því, að allmikil kennsla hefur farið fram í Norræna húsinu. Starf- semi þess sjálfs hefur hins vegar jafnframt farið mjög vaxandi, sem og önnur norræn starfsemi í húsinu. Þess vegna hefur þar orðið um vax- andi þrengsli að ræða. Á fyrrnefnd- um fundi í stjórn hússins var því sú ákvörðun tekin, að fara þess á leit við Háskólann, að hann, við fyrstu hentugleika, útvegaði norrænu sendikennurunum kennsluaðstöðu innan vébanda Háskólans. Hefur málið þegar verið rætt við yfirstjórn Háskólans, sem telur sjálfsagt að stefna að þessu. Jafnframt hefur stjórn hússins gert ráðstafanir til þess, að gerðar verði vissar breytingar á innréttingu hússins, einkum í kjallara þess, næsta sumar, þannig að aðstaða til fundarhalda batni og starfsfólk hússins fái rýmri og betri aðstöðu, en þrengsli á skrifstofu eru nú baga- leg. Við fulltrúar íslands í stjórn Nor- ræna hússins hörmum, að breyting- ar varðandi hágnýtingu á húsnæði þess, sem stjórn hússins telur nauð- synlegar og hún ein hefur tekið ákvörðun um og ber ábyrgð á, skuli hafa orðið fréttaefni með þeim hætti sem í reynd hefur orðið. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. Gudlaugur Þorvaldsson Gylfi Þ. Gíslason Þórir Kr. Þórdarson. 35. 1. Rf2 felur í sér ótvíræða hótun: 2. g3 mát. Svartur getur ekki tekið ridd- arann vegna 2. He4 mát. Inn í þetta litla dæmi auka svo biskuparnir nýju stefi. Svartur get- ur reynt að verjast með 1. - d5, en þá kemur 2. Be7 mát. 36. Svartur væri í vanda ef hann Helgarpósturinn vill taka það fram að í umræddri fréttaklausu um Knut Ödegárd, forstjóra Norræna hússins og meint samskiptavanda- mál hans við ýmsa aðila, m.a. nor- rænu sendikennarana, var hvergi tekið fram, að kærubréf hafi verið sent til stjórnar Norræna hússins, heldur aðeins að slíkt kærubréf hefði verið undirritað. Rilstj. ætti leikinn, t.d. 1. - fg6 2. De7,1, - Rxf6 2. Df8, 1. - e5 2. de5 eða 1. - c2 2. Bel. En hann getur leik- ið ed5 og hann getur leikið hrókn- um. Gegn þessu tvennu beinist lykilleikurinn: 1. Bb5 ed5 2. Rxd5 1. - Hxb5 2. Rc6 Og önnur svör svarts leiða einnig til máts eins og menn sjá. LAUSN A SKÁKÞRAUT Tölvuvogin fyrir afgreiöslu- ISrilDH boröiöog/eöauppvigtunina Mjög fyrirferðarlítil en tekur samt 15 kg Innihaldslýsing: Fyrir allar matar- og drykkjarvörur. Bæöi hægt aö stafa inn eöa setja heil ord inn í minnin. Innbyggö reiknivél fyrir samlagningu (+), frá- drátt (-) eða margföldun (x). • 350 minni • EAN-kerfi • 3 miöastæröir • Hitaprentari (innbyggöur) • Pökkun + síöasti söludagur • Quarts-klukka Breytir dags. (sjálf- krafa) • Pole Display (aflestur ásúlu) Hliöarborö fyrir 48 atriði 1 alla af- því sem Auöveldar greiöslu á vigtaö er (spjald meö vöruhejtum). Notaö til aö skrifa inn í minnin allar upplýs- ingar (spjald meö stafrófinu + fl.). 6 orðsendingar í ramma 2. 400 Við framleiðum og prentum allar geröir af miöum. Ef þú átt ALPHA COSMIC sem ekki er gerð fyrir innihaldslýsingu, þá breytum við henni fyrir þig ef þú vilt. Hringdu og fáðu nánari upplýsingar um vogina. 0« ISHIDA-vogirnar eru þekktar fyrir gæði um allt land og viðhalds- og varahlutaþjónusta okkar er fyrsta flokks. ___ _ Plastpokaogprentunfærðuhjá Mnstws hf Bíldshöfða 10, 110 Reykiavík. 91-82655/671900 É S 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.