Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 4
SKV. SKANDINAVÍSKUM LÖGUM • NEYTENDUR VARNARLAUSIR • ENGINN AÐILI HÉRLENDIS í STAKK BÚINN TIL AÐ ALDURS- OG TEGUNDARGREINA KJÖT / tölubladi sínu 31. okl. sl. sýndi HPfram á med óyggjandi rökum ad ár hvert borda Islendingar u.þ.b. 500 tonn af kýrkjöti sem kaupmenn selja sem nautakjöt; ad allt naut- gripakjöt vœri selt á nokkurn veg- inn sama verdi hvort sem um vœri ad rœda nokkurra ára gamla belju eða ungt naut. Hér eru því stórfelld vörusvik á ferðinni. Greinin endaði á þeirri ósk að vonandi gengju ein- hverjir ábyrgir aðilar fram fyrir skjöldu frekar fyrr en seinna og gerðu skurk í þessu alvarlega neyt- endamáli þar sem kaupmenn not- fœra sér þekkingar- og andvaraleysi neytandans. Enginn gafsig fram, þrátt fyrir að greinin hefði vakið mikla athygli. Því fór blaðið sjálft á stúfana, fór á milli nokkurra kjötverslana og keypti sýnishorn af ýmsum tegund- um nautakjöts og fór þess á leit við Rannsóknarstofnun landbúnaðar- ins að hún aldurs- og tegundar- greindi kjötið. Slíkar mcelingar eru ekki beinlínis í verkahring stofnun- arinnaren þarsem hún hafðiáhuga á málinu tók hún það að sér. Niður- stöður liggja nú fyrir. Myglaö kjöt med táfýlu! Við athugun kom e.t.v. fleira fróð- legt í ljós varðandi aðstöðuleysi þeirra sem fást við matvælarann- sóknir heldur en kjötið sem hér var til rannsóknar. Staðreyndin er sú að hér á landi er enginn aðili í stakk bú- inn til að aldurs- og tegundargreina kjöt þannig að óyggjandi sé. Hluti rannsóknarinnar fór því fram í Kaupmannahöfn. Þar fyrir utan verður umfang slíkra rannsókna að vera afar yfirgripsmikið eigi að vera hægt að skera úr um aldur skepnu, svo og hvort um er að ræða kýr eða naut, svo dæmi sé tekið. Af þessum sökum var einungis hluti rannsóknarniðurstaðnanna marktækur, eða þær sem tóku til mælinga á svokölluðum fríum fitu- sýrum í kjötfitunni. HP hafði keypt kjötsýni hjá eftirtöldum verslunum: Kjötmiðstöðinni á Laugalæk, Mikla- garði, Kjöthöllinni í Skipholti, Nóa- túni og Vörumarkaðinum við Ar- múla. Um var að ræða hakk, lundir, T-bone steik og gúllas. Magn frírra fitusýra reyndist á bilinu 0,7— 10,2%. En hvað þýða þessar niður- stöður? Guðjón Þorkelsson, mat- vælafræðingur hjá Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins: „Hér var verið að mæla þránun af völdum gerla. Pessi þránun á sér stað í kældu kjöti en ekki frystu. Því get ég ekki kennt sláturhúsunum um þetta heldur kjötmeðferð i versl- unum. Hérlendis eru ekki til neinar reglur um hversu há þessi þránunar- prósenta má vera. En sem dæmi má nefna að í Skandinavíu má hún ekki fara yfir 0,5—1%. Fari hún þar yfir er kjötið talið óneysluhæft." — Hvaða áhrifhefur þessi þránun á gœði kjötsins? „Þessar svokölluðu fríu fitusýrur gefa óbragð og ólykt. Gerlarnir sem myndast í kjötinu kljúfa fituna sund- ur. Smjörsýra sem myndast í þráu smjöri er skyld þessum fitusýrum. Það er sama sýran og myndar tá- fýlu! Þessar fríu fitusýrur myndast í kjöti ef það er geymt við of hátt hita- stig og greinilegt að þetta á við um þær reykvísku verslanir sem hér um ræðir.“ Fitusýrumagnið var hæst í nauta- hakki frá versluninni Nóatúni, eða 10,2%. Nautagúllas frá sömu versl- un reyndist hafa 5,6%, og T-bone- steik frá Kjöthöllinni innihélt 6,5%. Þessi steik var afar ódýr og illa útlít- andi. Eftir að hafa staðið í ísskáp í tvo daga var bitinn orðinn myglað- ur! Fram hefur komið að það er ekki í verkahring Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins að sjá um neyt- endatengdar rannsóknir og eftirlit. Starfsmenn stofnunarinnar fylgjast einkum með meðferð skepnanna fyrir slátrun — fyrir sláturhúsin og sláturleyfishafa — og síðan hvernig farið er með kjötið í frystigeymslun- um. En að sögn Guðjóns Þorkels- sonar matvælafræðings er mjög al- gengt að reiðir neytendur leiti til stofnunarinnar með kjöt sem þeir hafa keypt í verslunum eða á veit- ingahúsum. Enginn getur aldurs- og tegundargreint kjöt! „Neytendasamtökin hafa líka leit- að til okkar en við höfum oftast þurft að vísa þeim frá," sagði Guð- jón. „Við höfum hvorki tíma, pen- inga né aðstöðu til að standa í slík- um neytendatengdum rannsókn- um. Auk þess erum við með því að fara inn á verksvið þeirra sem ættu eiginlega að vera í þessu, svo sem Hollustuverndar ríkisins og e.t.v. yf- irkjötmats ríkisins. Og allt sem kem- ur inn á verkaskiptingu ráðuneyta er mjög viðkvæmt mál. Auk þess vantar okkur alveg að- stöðu til að aldurs- og tegundar- greina kjöt. Enginn hefur aðstöðu til slíks hér á landi þannig að það liggur við að Neytendasamtökin og jafnvel hagsmunasamtök launa- fólks ættu að gera eitthvað í þessu. Ljóst er að ríkið ætlar ekki að gera neitt. Það er frekar að verið sé að skera niður heldur en að bæta við,“ sagði Guðjón Þorkelsson matvæla- fræðingur hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins. En hvert er verksvið þeirra aðila sem Guðjón nefnir? Andrés Jó- hannesson, forstöðumaður hjá yfir- kjötmati ríkisins: „Yfirkjötmatinu ber einungis að fylgjast með að sem líkast mat sé á kjöti í öllum sláturhúsum á Islandi og að það sé merkt og metið í sam- ræmi við þær reglur sem eru í gildi hverju sinni. Gallinn á þessu kerfi er sá að merkingarnar á kjötinu eru ekki nógu skýrar. Það eina sem sést á kjötinu sjálfu er heilbrigðisstimp- illinn. En það er ekki i okkar verka- hring að fylgjast með kjötinu eftir að það er komið á markaðinn að öðru leyti en því að fólk getur leitað til okkar ef það telur að það hafi ver- ið svikið. En við skiptum okkur þó eingöngu af dilkakjöti í heilum skrokkum og nautakjöti í fjórðung- um, þ.e. kjötinu eins og það kemur frá sláturhúsunum, en ekki ef búið er að vinna það. Á sláturstað flokkum við kjötið í gæðaflokka og kjötið er selt til kaupmanna samkvæmt því. En síð- an heyrir maður að kaupmenn eigi það til að selja alla þessa ólíku gæðaflokka á sama verði út úr búð þótt afar mikill munur sé á inn- kaupaverði." Hvað með Hollustuvernd ríkisins? Jón Gíslason: „Allt sem hefur með heilbrigði að gera fellur undir þessa stofnun. Sveitarfélög ráða heil- brigðisráðunauta á hverjum stað sem eiga að framfylgja heilbrigðis- eftir Jóhönnu Sveinsdóttur eftirliti. Ef eitthvað misjafnt kemur upp senda þeir sýni til rannsókn- astofnunar okkar en þar eru fyrst og fremst framkvæmdar gerlafræði- legar rannsóknir. Hún getur ekki framkvæmt efnafræðilegt eftirlit. Til þess vantar bæði húsnæði og rannsóknarstofu." Það er semsé hvorki í verkahring yfirkjötmats ríkisins né heldur Holl- ustuverndarinnar að fylgjast með vörusvikum af því tagi sem hér um ræðir, nema að því leyti að neytand- inn getur leitað til Hollustuverndar- innar hafi hann grun um eða stað- festingu á að um skemmda vöru sé að ræða og yfirkjötmatsins ef um er að ræða óunna kjötvöru. Skyldi þetta þá ekki falla undir verksvið verðlagseftirlits rikisins? HP hafði samband við Gísla ísleifsson, lög- fræðing Verðlagsstofnunar. Vardar viö hegningarlög „Líkast til er hér bæði um að ræða brot á reglugerð um merkingu mat- væla sem heyrir þá undir heilbrigð- isráðuneytið," sagði Gísli, „en jafn- framt tel ég að svona svik varði við almenn hegningarlög. Það er nátt- úrulega óheimilt að veita rangar eða villandi upplýsingar um vörur í auglýsingum eða með öðrum hætti. Ef kjöt er t.d. selt sem allt annað kjöt en það er varðar það við hegningar- lög fremur en verðlagslög, og þá einna helst 248. grein hegningar- laganna. Og ef til vill kemur hér líka til kasta 27. greinar laga um órétt- mæta viðskiptahætti. í lögunum segir að ríkissaksóknara beri að fylgjast með opinberum brotum. Þetta er afar óheppilega orðað, það er eins og hann eigi að vera alls stað- ar viðstaddur og fylgjast með!" Að lokum bar HP kjötsvikin undir Jóhannes Gunnarsson formann Neytendasamtakanna. „Eg er sann- færður um að umfang svika af þessu tagi er nokkuð stórt. Innan allra stétta finnast óprúttnir menn og þessi vettvangur er kjörinn fyrir þá. Eitt sinn ætluðu samtökin að takast á hendur rannsóknir á þessu sviði en komust að raun um að hún væri alltof umfangsmikil og dýr fyrir okkar fátæku samtök. Neytendasamtökin hafa talið að veruieg brögð væru að því að verið væri að selja svikna vöru í þessu sambandi. Sú mikilvæga staðfesting sem fram kom í HP 31. okt. kom okkur því ekki svo mjög á óvart. Nú kemur blaðið svo með stað- festingu á að kjötið sé ekki geymt í mynd Jim Smart verslunum sem skyldi og það kemur heim og saman við niðurstöður sem Neytendasamtökin komust að þeg- ar þau létu rannsaka gerlamagn í kjöthakki. Þetta sýnir að það er veruleg brotalöm hvað varðar jafn sjálfsagðar kröfur og að þessar vör- ur séu geymdar eins og vera ber. Öll þessi skrif um kjötmálin staðfesta sömuleiðis að þarna þarf að taka tii höndunum. Greinilegt er að sumar verslanir eru að svíkja vörur inn á neytandann á röngum forsendum og það er útilokað fyrir neytandann sjálfan að öðlast heildaryfirsýn yfir þessi mál, þótt hann verði óánægð- ur. Þess vegna hljóta þau skrif sem hafa orðið um kjötmálin að knýja á um að yfirvöld geri úttekt á þeim og komi á reglum og lögum sem hindri að verið sé að svíkja svona vörum inn á neytandann." Endalausar gloppur í kerfinu — Hvernig telurðu að yfirvöld œttu helst að bregðast við svo ár- angur náist? „Ég tel að besta leiðin sé að dóms- og hegningarkerfi fyrir slík brot sé gert virkara. Verði viðurlög hert ef- ast ég um að svo mjög þyrfti að fjölga í eftirliti Hollustuverndar- innar. Ef verslun sem er t.d. að selja kýrkjöt í staðinn fyrir nautakjöt get- ur átt von á að fá meiri háttar refs- ingu fyrir brot sitt myndi hún hugsa sig um tvisvar. Herða þarf viðurlög og gera dómskerfið virkara þannig að nið- urstöður í svona málum liggi fyrr fyrir. Ég held að heillavænlegast sé að beita háum sektum og jafnvel sviptingu verslunarleyfis fyrir alvar- leg brot," sagði Jóhannes Gunnars- son formaður Neytendasamtak- anna. Af framangreindu má ljóst vera að kjötsvikamál af því tagi sem hér um ræðir er afar erfitt viðureignar. Rannsókn þess hefur leitt í ljós að neytandinn/blaðið rekst á tóma veggi; leikur litlu, gulu hænunnar heldur áfram, hver aðili vísar á ann- an. Drögum nú saman helstu niður- stöður. Kjötkaupmenn hafa í stórum stíl gerst sekir um vörusvik sem er ekki í verkahring neins aðila að fylgjast með (nema ríkissaksóknara þá helst!) Þau svik virðast fremur flokk- ast undir hegningarlög en verðlags- lög. Lögum og reglugerðum um merk- ingu matvæla er mjög ábótavant auk þess sem kveða þarf nánar á um lögleg sýru- og fitustig ýmis. Þau lög sem þegar eru fyrir hendi eru mörg hver þverbrotin og ekki í verkahring neins aðila að hafa eftir- lit með því. Hafi neytendur eða jafnvel aðilar á borð við Verðlagsstofnun eða Hollustuvernd ríkisins rökstuddan grun um að kaupmenn séu að svíkja vöru, eins og að selja kýr í staðinn fyrir naut, er engin stofnun í landinu sem hefur aðstöðu til að aldurs- og tegundargreina kjöt! Að þessum niðurstöðum fengnum varpar HP boltanum yfir til heil- brigðis-, landbúnaðar- og dómsyfir- valda og jafnframt almennra neyt- enda sem virðast óvenju sofandi í þessu máli! Nidurstöóur Rannsóknarstofnunar landbúnadarins á mælingum á þránun í kjöti (fríum fitusýrum): Staður: Kjötmiðstöðin Kjötmiðstöðin Kjötmiðstöðin Mikligarður Kjöthöllin Kjöthöllin Nóatún Nóatún Vörumarkaðurinn Vörumarkaðurinn Sýni: nautahakk nautavöðvi nautalundir nautahakk T-bone nautahakk nautagúllas nautahakk nautagúllas nautahakk % fríar fitusýrur: 2,1 0,7 0,3 3.4 6.5 1,4 5.6 10,2 1.3 2.4 4 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.