Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 30
Kuldi og myrkur
kuldi myrkur og bylur
skammdegisdrunginn leggsl ad
þurigur eins og snjófargid á þekjunni.
Eins og sólargeisli
eins og minning um Ijúfan sumardag
er hýasintan sem þú sendir mér.
Fjólublátt er litur föstunnar
hugsadi ég og setti hana á náttbordid
en þegar ég slökkti Ijósid
fyllti ilmurinn myrkrid
og yfirgnœfdi uedurhljóöid aö utan
líkt og viökvœmt stef risi
í voldugri hljómkviöu.
Ó, þaö hefur snjóaö í nótt
og nú blasir viö allra augum
í nýfallinni mjöll
sporaslóö
frá mínum dyrum
að húsi þínu.
Nína Björk Árnadóttir: „Ég finn til kvíða þegar
skammdegið er rétt ókomið eða nýfarið..."
etta er Skammdegisljóð úr kvæðabók
Vilborgar Dagbjartsdóttur, Kyndilmessu, sem
hún sendi frá sér árið 1971. Ljóðið hafði hún
ort á Tómasarmessu árinu áður, en þá er styst-
ur sólargangur á íslandi. Vilborg segir að
myrkrið orki mjög sterkt á hana. Hafi alltaf
gert. Líka það gagnstæða; Ijósið. Það sé alltaf
eins og það sem hún upplifi á sumrin blómstri
í skammdeginu. Svo segir hún: „Myrkrið er
heillandi. Og freistandi, lokkandi. Manni dett-
ur margt í hug í myrkrinu sem þolir kannski
ekki dagsbirtu. Myrkrið ögrar svolítið siðferði
manns."
Víst er að áhrif myrkurs á manneskjur eru
margvísleg. Skáldin fást við þau, líka myndlist-
arfólk. Haraldur Ingi Haraldsson á Akureyri er
úr þeim hópi, en hann kemst vel að orði i lýs-
ingu sinni af því sem gerist er skyggja fer:
„Þegar birtan minnkar missa allir venjulegir
hlutir sína fúnksjón. Segjum stóll. Útlínur hans
verða æ óreglulegri eftir því sem ljósið þverr.
Óhjákvæmilega verður allt mýkra og óráðn-
ara. Og ævintýri fara að gerast." Hann segir
okkur alltaf vera að skilgreina allt og alla þeg-
ar birtunnar nýtur við, jafnan í gegnum smásjá
kennslu og uppeldis sem okkur auðnast á
unglingsárunum. Um leið og sjónskynið trufl-
ist hinsvegar, taki óvissan við. Og ímyndunar-
aflið. . .
Þessu segist Bjarni Póraririsson vera hjart-
anlega sammála, en hann er kollegi Haraidar
úr myndlistarheiminum: „Myrkrið elur af sér
ýmsar myndir sem birtan á ekki einustu mögu-
leika að mynda. Mér finnst allt miklu meira
spennandi við myrkrið heldur en birtuna, að
ég tala nú ekki um hvað það er dulmagnaðra.
Maður er aldrei viss í myrkrinu. Það er ráð-
gáta. Það knýr mann til að hugsa. Að því leyti
hefur myrkrið mjög örvandi áhrif á menn að
mínum dómi. Altént er það svo um mig að ég
finn alltaf meiri þörf hjá mér til að vera skap-
andi í skammdeginu en á öðrum árstímum. A
sumrin er mönnunum hinsvegar ýtt til hliðar.
Haraldur Ingi Haraldsson: „Ég er myrksækinn. . ."
leftir Sigmund Erni Rúnarsson myndir
Þá er náttúran sjálf að. Á fullu að skapa. Og
maður horfir barasta á, alveg iðjulaus og af-
slappaður. Skammdegið er sem sagt ailt öðru-
vísi; trekkir mann upp og hristir upp í manni.
Það er hvetjandi, en sumarið Ietjandi."
M
■ V ■enn eru ekkert endilega sammála
þessu. Indriöi G. Þorsteinsson er þess fullviss
að almennur vetrarkvíði ríki hjá Islendingum.
Mönnum hætti til að loka sig inni — í húsum
eða eigin skel — og sé gjarnt að gefast upp við
það sem þeir voru byrjaðir á um haustið. Og
Halldór Laxness: „Hvort mér finnist eitthvað
sérstakt við skammdegið? Ekki annað en það
sem verður sagt með flötustu orðum. Skamm-
degið hefur ekki haft nein dýpri eða mark-
tækari áhrif á mig en aðrar árstíðir, nema ef
vera kynni hvað mér hefur alltaf leiðst þetta
heljarinnar myrkur sem þá hellist yfir mann.
Eg man að sem unglingur þurfti maður að
þreifa fyrir sér með höndum og fótum í
skammdeginu. Myrkrið gat sett mann á haus-
inn fyrr en varði. Þetta var óþægileg tilhugs-
un. En mikii bót hefur sem betur fer verið ráð-
in á þessu síðan, en það var með tilkomu raf-
ljóssins. .
Halldór var mjög myrkfælinn sem barn, að
eigin sögn. Fullorðinn segir Haraldur Ingi Har-
aldsson þvert á móti: „Ég er myrksækinn!"
Hversvegna? spyr maður fullur efasemda. Og
þá kemur svarið, dregið upp eins og mynd:
„Myrkrið er einstakt á Islandi. Ég ferðast
gjarnan um fjöll til þess að njóta þess til fulln-
ustu. í miðjum snævi þöktum fjallshlíðum
verður maður þess best var hvað myrkrið er
margvíslega blátt; allt frá því að vera ljósblátt
út í svarblátt, aldrei alsvart. Það er alltaf birta
í myrkrinu. Þessir tónar eru svo truflaðir með
rauðgullnum bjarma sólar sem sker fjallstopp-
ana. Svona útsýni getur verið langtum stór-
kostlegra en sjæens-figgsjón-mynd. Ég held
lika að menn myndu ekki trúa því að þetta
Indriöi G. Þorsteinsson: „Það er almennur vetrar-
kvíði á islandi..."
im Smarti
væri landslag ef það væri sett svona á striga."
Haraldur kveðst endurnýjast ofsalega vel eftir
þessar fjallaferðir og búa að þeim marga
næstu daga: „Mér lætur aldrei betur að sinna
minni myndlist en eftir að hafa horft á þennan
leik landslags og ljósleysis."
l þessu sambandi og hvað endurnýjunina
varðar, verður Ólafi Hauki Símonarsyni hugs-
að til vinar síns í Bandaríkjunum: „Maðurinn
er miðaldra lögfræðingur og hefur að því er
hann hefur sagt mér, alltaf tekið sér sumarleyfi
í janúar. Hann hverfur þá jafnan upp til Tromsö
og stundum norðar, en þar í myrkrinu segist
hann fá þá bestu hvíld sem hugsast getur. Ein-
staka sinnum hefur þessi maður líka verið í
Raufarhöfn um þetta leyti árs af sömu ástæðu
og í Tromsö. Það sé alveg eins; Raufarhöfn í
janúar sé dásamlegur staður." Ólafur Haukur
segir að sjálfum hafi honum aldrei fundist
þetta hljóma fáránlega hjá þessum bandaríska
vini. „Ég hef ekkert upp á myrkrið að klaga.
Skammdegið hefur alltaf lagst vel í mig,“ segir
rithöfundurinn og telur það gæfuleg býti að
geta tekið sér gott frí á sumrin en unnið vel á
vetrum.
Skáldsystir Ólafs Hauks, Nína Björk Árna-
dóttir, tekur í nálægan streng; kveðst skrifa
mest og Iíða best í miðju skammdeginu. Þetta
eigi einkum við þegar myrkrið sé örugglega
komið. Hinsvegar finni hún til kvíða og óró-
leika þegar það sé rétt ókomið eða nýfarið.
Þegar birtan sé óræð líði henni ekki sem best.
„Ég finn fyrir óöryggi þegar birtan er að breyt-
ast og þessi umbrot og stríðni einkenna hana.
Þegar hægist um hana, til dæmis í dimmasta
skammdeginu, kemst á kyrrð í kringum mann
og í manni. Þá er fátt notalegra en að sitja við
borð úti við glugga og kveikja á kerti og skrifa
það sem mann langar á blað. Þannig líður mér
virkilega vel. Myrkrið stillt í kringum mig alla
og ég einsömul, ásamt hugrenningunum...“
Jónas Jónasson: „Ef maður gæti nú aldrei
slökkt..." .
30 HELGARPÓSTURINN