Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 20
SKÍRÐ Í HÖFUÐIÐ Á MÉR
JEAN-PIERRE JACQUILLATI
AÐALSTJÓRNANDI ■
SINFÓNÍUHLJÖMSVEITAR ÍSLANDS ■
í HELGARPÓSTSVIÐTALI ■
eftir Jónínu Leósdóttur mynd: Jim Smart
Hvert mannsbarn á íslandi getur boriö fram nafn hins franska stjórn-
anda Sinfóníuhljómsveitaríslands, þvíorðin „Sjan Pjérr Sjakkía" hafa um
árabil borist inn á hvert heimili í landinu með reglulegu millibili. Þeir eru
færri, sem þekkja manninn á bakvið nafnið. Þess vegna sátum við fyrir
hljómsveitarstjóranum síðast þegar hann tyllti hér niður fœti og reyndum
að fá svar við spurningunni: Hver er Jean-Pierre Jacquillat?
Franski sjarmörinn gekk beint í gildruna og
hringdi í blaðamann HP aðeins nokkrum
klukkustundum eftir lendinguna á Keflavíkur-
flugvelli. Skilaboð þess efnis höfðu legið handa
honum í gestamóttökunni á Hótel Sögu en þar
hefur hljómsveitarstjórinn verið fastur gestur í
meira en áratug — hefur reyndar ekki gist neitt
annað hótel á Islandi! Það tók örlitla stund að
venjast hinum ýkta franska framburði á ensk-
unni hans, en þegar tjáskiptasamband var kom-
ið á og Jean-Pierre hafði áttað sig á erindinu,
bauð hann mér strax í heimsókn.
Heimili hins franska hljómsveitarstjóra á ís-
landi er herbergi 413 á Sögu. Þá sjaldan að það
herbergi er ekki laust segir hann að sér líði hálf-
einkennilega, enda er þetta einn af föstu punkt-
unum í tilveru hans hér. Það er líka greinilegt af
öllu látbragði þessa granna, vel klædda manns,
því hann hefur allt fas þess sem er á heimavelli,
þó umhverfið sé ekki ýkja persónulegt. Hans
fyrsta verk var að hringja í „room-service“ og
panta sér gin og tónik, en hann ranghvolfdi í sér
augunum yfir því að biaðamaðurinn drykki ein-
ungis kaffi í vinnutímanum. Það lá beinast við
að leita fyrst að rótum mannsins og spyrja hann
hvaðan í Frakklandi hann væri upprunninn.
FÆDDUR í VERSAILLES
,,Ég er fæddur í Versailles, sem flestir kannast
við vegna hallarinnar og hallargarðsins, en
þarna er líka þó nokkuð stór bæ. Forfeður mínir
áttu heima þarna, mann fram af manni. Ég bý
þarna hins vegar ekki lengur, því ég leigi íbúð í
París — rétt hjá nýja óperuhúsinu, sem ráðgert
er að verði tilbúið árið 1989. Mér finnst ekkert
atriði að kaupa mér íbúð í borginni, en ég á aftur
á móti hús uppi í fjöllum skammt frá Lyon. Það
er í um 600 km fjarlægð frá París, svo ég fer ekki
þangað nema til þess að vera þar að minnsta
kosti í nokkra daga í einu.“
Þarna fór viðtalið aðeins út af laginu, en Jean-
Pierre var fljótur að ná réttum takti á ný með því
að hverfa aftur til fortiðarinnar.
„Báðir foreldrar mínir voru læknar. Þau eign-
uðust fimm drengi. Ég er sá þriðji í röðinni. Fjöl-
skyldan flutti frá París í stríðinu, vegna þess að
starf föður míns krafðist þess. Það var oft erfitt
í búi á þessum árum og ég man að mamma
þurfti stundum að hjóla langar leiðir upp í fjöll
til þess að útvega okkur mat. Mér dettur þetta
stundum í hug, þegar ég heyri íslendinga lýsa
því hvað þeir séu komnir af fátæku fólki og hve
forfeður þeirra hafi þurft að hafa mikið fyrir líf-
inu. Þetta er ekkert einstætt fyrir ísland.
Við fluttum síðan aftur til Parísar árið 1943 og
mínar minningar um þennan tíma tengjast auð-
vitað mjög heimsstyrjöldinni. Við skólafélag-
arnir kepptumst t.d. við að tína upp sprengju-
brot á leið okkar í skólann. Ég átti orðið heil-
mikið safn af slíkum brotum, sem ég veit ekkert
hvað varð um. Ætli mamma lumi ekki á því ein-
hvers staðar!"
— Hvenœr kom tónlistin til sögunnar?
„Það hafði ekki nokkur maður í fjölskyldunni
áhuga á tónlist nema ég, en ég var alltaf að suða
í pabba og mömmu um að fá að læra á píanó. Því
varð hins vegar ekki við komið fyrr en við vor-
um komin aftur til Parísar í stríðslok, svo ég byrj-
aði fremur seint að læra eða um 12 ára aldur.
Stríðið setti strik í reikninginn í lífi margra.
Við bjuggum rétt hjá ágætum tónlistarskóla
og þar hóf ég nám í píanóleik og tónfræði. Þetta
var upphafið að um það bil tíu ára tónlistarnámi,
sem sífellt beindist meira að hljómsveitarstjórn.
Á þessum árum spilaði ég sem lausamaður með
ýmsum hljómsveitum og fékk þannig reynslu,
en að námi loknu var ég slagverksleikari í
hljómsveit Parísaróperunnar. Herskyldan setti
auðvitað svip sinn á þessi ár hjá mér, eins og öðr-
um Frökkum, því ég þurfti að vera í 32 mánuði
í hernum. Þið Islendingar eruð heppnir að hafa
ekki her — og þó ... Ykkur veitir nú ekki af að
læra svolítinn rythma! Hann lærir maður í
hernum.
Á meðan ég var í Óperuhljómsveitinni hafði
ég tíma til að æfa hljómsveitarstjórn á morgn-
ana. Ég sótti þá einkatíma hjá ýmsum stjórnend-
um og æfði mig svo með því að stjórna áhuga-
mannahijómsveit."
Þegar hér var komið sögu, virtist viðeigandi
að blanda hjónabandi og fjölskyldulífi inn í
myndina.
„Ég er kvæntur — hef bráðum verið það í 25
ár — en barnlaus. Konan mín er fiðluleikari. Við
kynntumst fyrir tilstilli tónlistarinnar, þegar við
lékum bæði í útvarpshljómsveit. Hún vinnur
núna sem lausráðinn fiðluleikari í ýmsum hljóm-
sveitum og spilar meðal annars utan Frakklands
tvisvar til þrisvar sinnum á ári. í augnablikinu er
hún að spila í Japan. Hringdi t.d. í mig frá Hiro-
shima í fyrradag."
— Þíð erud þá ekki mikid ad troöa hvort ööru
um tœr? Alltaf á ferðalögum!
„Við hittumst mjög óreglulega, það er satt.
Sumir virðast halda að það hressi bara upp á
hjónabandið og vissulega hefur þetta fyrir-
komulag bæði sínar jákvæðu og neikvæðu hlið-
ar. Þær neikvæðu eru hins vegar fleiri, finnst
mér. En við reynum að tala saman í síma á hverj-
um degi, að minnsta kosti þegar hún er í París.
Við höfum ekki efni á því að hringjast jafnoft á
þegar hún er t.d. í Japan eins og núna.“
HÆTTUR AÐ SKRIFTA
— Bitna þessi ferðalög ekki líka á sambandi
þínu við vini og kunningja í Frakklandi?
Brúnin þyngist á hljómsveitarstjóranum við
þessa spurningu og hann kveikir sér í sígarettu
áður en hann svarar. Greinilegt var, að hér var
á ferðinni mál, sem hann hafði áhyggjur af.
„Þetta er einmitt mikið vandamál. Þegar mað-
ur er svona á ferð og flugi, verður það til þess að
vinir fjarlægjast og maður verður meira að segja
að hafa sig allan við að halda nægilega góðu
sambandi við nánustu ættingja. Ég er hins vegar
svo heppinn að allir bræður mínir búa í París og
allir, utan einn, eigum við sumarhús á svipuðum
slóðum. Það gerir þetta svolítið auðveldara. Við
reynum að hittast allir til þess að spila bridge,
ekki sjaldnar en svona einu sinni í mánuði. Þeg-
ar við erum í sumarhúsunum okkar, eru sam-
skipti okkar bræðranna betri, því ef veðrið er
leiðinlegt tökum við slag á hverjum degi. Eigin-
konurnar eru nú mishrifnar af því, skal ég segja
þér.
Þessi bridge-della byrjaði þegar við vorum all-
ir litlir. Þá spiluðum við gjarnan við pabba og
mömmu, en svo varð of auðvelt að vinna þau.
Við tókum þátt í bridge-keppnum fram á ungl-
ingsár."
— Þið virðist mjög samrýndir. Eruð þið allir
saman á jólunum?
„Nei, í Frakklandi er fólk yfirleitt bara heima
hjá sér á jólunum með innsta kjarna fjölskyld-
unnar. Þann dag er ég einn með konunni minni.
Það er svo allt annað mál með gamlárskvöld. Þá
fer fólk gjarnan út að borða og mikið er um húll-
umhæ og gleðskap."
— Þú ert vœntanlega kaþólskur? Ferðu mikið
í kirkju?
„Já, ég er kaþólskur, eins og mikill meirihluti
Frakka, og ég fer stundum í kirkju. Ég er hins
vegar hættur að skrifta, enda geri ég aldrei neitt
af mér!“ Nú hló hann hátt og innilega og stríðn-
isglampi skein úr brúnu augunum. Síðan dreypti
hann á gininu sínu og beið þolinmóður eftir
næstu spurningu. (Ég tók eftir því að hann hafði
ekki notað nema svo sem fingurbjargarfylli úr
tónikflöskunni.)
— Hvað gerirðu annað en að spila bridge í frí-
stundunum?
„Ég hlusta náttúrulega á tónlist, sérstaklega
þegar ég er í húsinu mínu uppi í sveit. Þá get ég
haft eins hátt stillt og ég kæri mig um, án þess
að trufla neinn. Ég þarf að taka tillit til nágrann-
anna í íbúðinni minni í París. Svo reyni ég að
spila tennis við og við, þá aðallega í listamanna-