Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 21
klúbbi sem ég er meðlimur í. Það skal nú samt viðurkennt, að maður fer ekki síður til þess að rabba við kunningjana en til þess að spila tennis. Fyrir utan þetta byrjaði ég líka að æfa golf í fyrra, en mér finnst helsti gallinn við þá íþrótt að það fer of langur tími í þetta í hvert sinn. Það duga ekki minna en fjórir tímar." ÉG ER ENGINN FISKUR — En hvernig eydirdu tímanum á íslandi? „Frístundirnar hér eru nú af skornum skammti. Ég get t.d. aldrei farið úr bænum leng- ur en yfir eina helgi, svo það er helst að ég fari upp í sumarbústað til kunningja minna, ef færi gefst. Svoleigi ég litla flugvél einu sinni á ári og fer í langt útsýnisflug. Það er alltaf verið að hvetja mig til þess að fara í sundlaugarnar hérna, en ég er enginn fiskur! Mér líður ekkert vel í vatni, sem líklega kemur til af því að ég var tvisvar nærri drukknaður sem krakki. Ég reyndi einu sinni að fara á skíði hérna, en ég er orðinn of gamall til þess að standa í því. Ég er svo hræddur um að brjóta í mér einhver bein. Það sama gildir um hesta- mennsku.“ — Hvad með leseíni? Lestu mikið í flugvélum og á ferðalögum? „Ég er mjög íhaldssamur í bókavali. Les mest sígilda, franska höfunda. Annars reyni ég alltaf að sofa eða vinna í fiugvélum. Ég ferðast alltaf með nótnaheftin mín með mér í handfarangrin- um, svo ég geti nýtt tímann við að fara yfir þau.“ STÓRLÚÐA NEFND í HÖFUÐIÐ Á MÉR — Er það satt að búið sé að nefna einn affisk- réttunum í Grillinu eftir þér? „ Já, já. Það var stórlúða nefnd í höfuðið á mér. Ég borða alltaf eitthvað létt og auðmelt og árum saman bað ég um stórlúðu hérna uppi í Grilli og vildi fá hana tilreidda á sérstakan hátt. Á endan- um settu matreiðslumeistararnir réttinn bara á matseðilinn! Mér finnst maturinn hérna yfirleitt mjög góð- ur. Það er nú eitthvað annað en t.d. í Búlgaríu eða Tékkóslóvakíu, þar semimaður hefur ekki hugmynd um hvað maður hefur á disknum fyrir framan sig. fslendingar hafa hins vegar þann ósið að blanda saman fundum og matmálstím- um. Það eru hlutir, sem mér finnst að halda eigi aðskildum, enda er reynslan oftast sú að menn standa upp frá borðum án þess að hafa komist að neinni niðurstöðu varðandi fundarefnið. Þá er ákveðinn annar hádegis- eða kvöldverðar- fundur og svo koll af kolli, en afraksturinn verð- ur lítill." — Er ekki einmanalegt að gista alltafá hóteli þegar þú ert á Islandi? Þú hlýtur að sakna þess að hafa þína eigin hluti í kringum þig? „Það er alveg rétt. Þetta getur bæði verið erf- itt og einmanalegt, en þetta er hluti af „lífi lista- mannsins" og við því er lítið að gera. Ég hefði að vísu gjarnan viljað hafa litla íbúð til umráða ein- hvers staðar nálægt Háskólabíói, en þær eru ekki á hverju strái. Þá hefðu líka komið upp ann- ars konar vandamál, eins og með þvott á fötum og slíkt. Það er óskaplega þægilegt að geta bara rétt herbergisþernunni óhreinar skyrtur og krumpaðar buxur og fá allt þvegið og pressað til baka síðar um daginn. Ég gæti ekki séð um þessa hluti sjálfur!" Jean-Pierre baðar höndunum út í loftið um leið og hann segir þetta og lætur í það skína að hann sé gjörsamiega hjálparvana. Þessi verald- legu hvunndagsvandamál tilheyra greinilega ekki því „listamannslífi", sem hann kýs að lifa. — Finnst þér þreytandi að tala alltaf erlent tungumál í vinnunni? „Nei, það er ekkert svo slæmt. Þegar ég kem aftur til Frakklands lendi ég meira að segja stundum í vandræðum. Þá vantar mig oft orð yfir eitthvað á frönsku. En þetta skeður nú bara fyrstu dagana. Ég er líka nokkra daga að venjast hávaðanum og stressinu í París, eftir að ég hef vérið á íslandi. Hér er alltaf svo hljótt og rólegt að lífið í París virðist mjög harðneskjulegt í sam- anburði vTð það. En auðvitað samlagast ég því aftur 4 örfáum dögum." SAMKEPPNI MANNESKJU OG TÆKNI —■ Eg sé að þú ert með lítið kassettutœki hérna. Nœgir það þér? „Hvort það gerir! Listamenn gera ekki mikið með þessi rándýru, fullkomnu hljómtæki, skal ég segja þér. Þegar saman fer góð hljómplata og fyrsta flokks tæki, skortir alveg mannlegu hlið- ina í tónlistarflutninginn. Útkoman verður of góð. Tæknin, sem beitt er núna við hljómplötu- gerð, getur yfirstigið alla erfiðleika og hnökra. Þetta er samkeppni manneskjunnar og tækn- innar og tæknin mun alltaf sigra. Þess vegna held ég að þessi þróun sé hættuleg tónlistarlífi í heiminum. Fólk, sem hlustað hefur á þessar tæknilega fullkomnu hljómplötur í úrvals hljóm- flutningstækjum, hættir að koma á tónleika. Þar getur aldrei verið um sömu gæði að ræða. Þetta veldur fólki vonbrigðum, ef það hefur vanist á annað og betra. Persónulega finnst mér þess vegna mest gaman að hlusta á upptökur af tón- leikum." — Eru hljómsveitarstjórar dœmdir til þess aö feröast á milli hljómsveita? „Það er sífellt að verða sjaldgæfara að hljóm- sveitarstjórar séu fastráðnir til margra ára í senn. Það er hollt að hafa þetta svona. Hollt fyrir fólk- ið, sem á í hlut, og hollt fyrir gæði tónlistarinnar. Þetta gengur þannig fyrir sig að ég hef umboðs- mann í París, sem veit allt um mínar ferðir og sér um bókanirnar. Yfirleitt er ég bundinn af verk- efnum svona eitt og hálft ár fram í tímann, þó það séu auðvitað stundum „göt“ í þeirri áætlun." — Hvað finnst þér nú um popptónlist? Það var eins og handsprengju hefði verið kast- að inn á mitt gólf um leið og ég sleppti síðasta orðinu. Jean-Pierre rauk á fætur. „Ég þoli ekki slíka tónlist! Bara alls ekki! Þar að auki er hún alitaf spiluð of hátt. Þetta er stór- hættulegt fyrir heyrnina í unga fólkinu, sem fer mikið á diskótek. Það eru fyrirbrigði, sem ég læt ekki draga mig nálægt. Hins vegar hef ég mikla ánægju af því að hlusta á jazz. Ég geri mikið af því. Annars voru þeir nú svo sem ágætir þessir fyrstu þarna í Bret- landi. Hvað hétu þeir nú aftur?" — Áttu við Bítlana? „Já, einmitt. Bítlarnir voru kannski ekki sem verstir, en það sem á eftir hefur komið . . . Hjálpi mér!“ STÖKKBREYTING Á TRJÁGRÓÐRI OG OSTUM — Eg hef heyrt að þú sért alltaf mjög hress og líflegur á œfingum. Ertu þannig að eðlisfari, eða er þetta hluti af starfinu? „Þetta hefur mikið að segja. Jafnvel þegar ég er illa sofinn eða slappur af einhverjum orsök- um, reyni ég mitt ýtrasta til þess að láta það ekki sjást á mér. Hljóðfæraleikararnir verða fyrir áhrifum af mér og ef ég er þungur og niðurdreg- inn, spila þeir ekki eins vel og þeir hefðu annars gert. Það er beint samband þarna á milli. Að sama skapi hefur það áhrif á mig, hvernig stemmningin er á meðal hljóðfæraleikaranna." —• Geturöu lýst því hvernig þér líður að lokn- um tónleikum? „Áður en tónleikar hefjast er maður alltaf svo- lítið taugaóstyrkur. Það er óhjákvæmilegt. En að tónleikunum loknum finnst mér ég gjörsam- lega tæmdur — búinn að gefa allt. Það merki- lega er að þessi tilfinning er sterkari eftir vel heppnaða tónleika en þá, sem ekki takast jafn- vel.“ — Þú hefur nú verið hér tíður gestur í mörg ár. Finnst þér miklar breytingar hafa orðið á íslandi á þessum tíma? „Ég kom hingað fyrst árið 1972 og það hefur auðvitað ýmislegt tekið breytingum síðan, en það er á tveimur ákveðnum sviðum, sem mér finnst framfarir mest áberandi. Það hefur orðið stökkbreyting á trjágróðri og ostum! Þið íslendingar eigið þar að auki óviðjafnan- legan fisk. Ég tek mjög oft lax með mér heim, bæði reyktan lax og graflax — að ógleymdri þessari sérstöku graflaxsósu. Svo slæ ég upp veislu eða ber þetta á borð fyrir bræður mína, þegar þeir koma til mín að spila bridge. Það er mjög vinsælt. En svo ég komi aftur að spurningunni, þá finnst mér það alltaf einkenna íslendinga hvað þeir eru stoltir af landi sínu og þjóðerni. Þið eruð mestu þjóðernissinnar, sem ég hefi nokkru sinni kynnst.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.