Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 18
MARIA JOHANNA LARUSDOTTIR, FULLTRÚI KVENNAFRAMBOÐSINS í UNDIRBÚNINGSNEFND 200 ÁRA AFMÆLIS REYKJAVÍKURBORGAR: 200 ára afmœlisár Reykjavíkur- borgar rennur ná senn upp og eins og fram hefur komid í fréttum er afmœlisundirbúningurinn í fullum garigi, einkum í þar til gerdri nefnd á uegum borgarinnar. Hún er skip- uö fulltrúum allra þeirra stjórn- málaafla sem eiga sœti í borgar- stjórn. Formaöur nefndarinnar er Davíö Oddsson borgarstjóri. Talsveröar deilur hafa veriö uppi í nefndinni meö hvaöa hœtti eigi aö minnast afmœlisins. Hafa þœr eink- um kristallast í skoöanaskiptum Davíös Oddssonar og Maríu Jóhörmu Lárusdóttur, fulltrúa Kvennaframboös. María Jóhanna hefur ásakaö Davíö um einhliöa ákvaröanatöku og vafasaman fjár- austur en Davíö harta fyrir ósam- virinuþýöni, heimsku og leti. A furidi undirbúningsnefndarinn- ar 14. nóv. sl. lét María Jóhanna gera sérstaka bókun um störf nefnd- arinnar og stormaöi síöan á borgar- stjórnarfund 5. des. til aö gera borg- arfulltrúum grein fyrir afstööu sinni. — HP baö Maríu Jóhönnu aö útlista sundurþykkjuna í undirbún- ingsnefndinni. 70-100 MILLJÓNIR í SKRAUTSÝNINGAR „Það sem liggur til grundvallar þeirri bókun sem Kvennaframboðið leggur fram er það að við viljum að þessa 200 ára afmælis borgarinnar sé minnst á veglegan hátt og það í samræmi við menningu okkar og sögu,“ sagði María Jóhanna. ,,En nú er komiö í Ijós að kostnaður við af- mælishátíðina verður milli 70—100 milljónir króna sem skilja lítið eftir sig, vegna þess að þetta fé fer mest- megnis í skrautsýningar sem hafa takmarkað gildi. Þessir fjármunir munu nú á næstunni verða til um- ræðu í fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar og borgarfulltrúar munu að sjálfsögðu taka afstöðu til þessarar fjárveitingar. Ef þessi áætlun verður samþykkt mun Kvennaframboðið draga sig út úr nefndinni og mót- mæla á þann hátt þeim fjáraustri sem ráðamenn þjóðarinnar telja sér heimilt að veita af almennu fé.“ — Hvers vegna taldiröu nauösyn- legt aö halda rœöu á borgarstjórn- arfundi? „Eg hef gagnrýnt mikið vinnu- brögðin í undirbúningsnefndinni. Ástæðan fyrir því að ég fór á borgar- stjórnarfund var sú að ég vildi gera grein fyrir bókuninni sem ég hafði lagt þar fram. Jafnframt vildi ég gera að umræðuefni ummæli Davíðs Oddssonar um mig og störf mín í nefndinni. Ágreiningurinn milli mín og formannsins varðar ekki síst hvað eigi að hafa forgang á þessu afmælisári. Ég hefði einnig viljað að nefndin narkaði sér einhvern fjárhags- imma frá upphafi til að fara eftir, ' þess sem ég vildi að þeir kostn- ::;ySE33t.'3WWWHmBnÐB8ESBCj8ít:j 18 HELGARPÓSTURINN helst eiga sé einhver slíkur tækni- búnaður?" ENGIN LAUN UNDIR 75 ÞÚSUNDUM — Tóku einhverjir borgarfulltrúar undir gagnrýni þína á fundinum? „Já, þær Gerður Steinþórsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins og Guðrún Ágústsdóttir, fulltrúi Al- þýðubandalagsins. Auk þess sagði Albert Guðmundsson að það væri svo sem gott og gilt að Reykvíking- um væri gerð grein fyrir þeirri tækni sem þeir byggju yfir. Hins veg- ar væri hægt að gera það á einfald- ari og ódýrari hátt með því að opna veitustofnanir borgarinnar og bjóða fólki að skoða þær því að kostnaðar- lausu. Varðandi þessa tæknisýningu eru undarlegustu útgjöld eins og leikhöfn með tíu smábátum sem munu kosta um 400 þúsund kr. Þannig mætti lengi telja. Bara framkvæmdastjórn Baldurs Hermannssonar og aðstoðarmanns hans og almennur rekstur við sýn- inguna í níu mánuði er upp á 1.900 þúsund. Við þessa tæknisýningu eru engin laun undir 75 þúsundum króna á mannmánuð eins og það er kallað í fjárhagsáætluninni. Þetta tel ég vera móðgun við borgarstarfs- menn sem eru á mun lægri launum, vægast sagt. Ástæðan fyrir þessum mikia kostnaði er semsé sú að á þessu ári hefur nefndin fengið 10 milljónir til ráðstöfunar. Á næsta ári er gert ráð fyrir 29 milljónum á fjárhagsáætl- un. Þar fyrir utan er tæknisýningin upp á 24—30 milljónir. Við þetta bætast svo boð innlendra og er- ÞEGAR 16. HVER REYKVÍKINGUR HEFUR SAGT SIG TIL SVEITAR aðarliðir sem væri búið að ákveða lægju alltaf fyrir — nefndin hafði 10 milljónir til ráðstöfunar á þessu ári. En slíkt kostnaðaryfirlit hefur aldrei legið fyrir og sú húsmóðir þætti nú ekki hagsýn sem væri að undirbúa fölskylduveislu og hefði ekkert yfir- lit yfir hvaða tekjumöguleika fjöl- skyldan hefði og ég efast um að nokkurt einkafyrirtæki væri rekið þannig að framkvæmdastjórn hefði enga yfirsýn yfir fjármuni þess.“ EINHLIDA ÁKVARDANIR BORGA RSTJÓRA „Ágreiningur okkar opinberaðist endanlega í því að á fundi í nefnd- inni þann 14. nóv. kom fram að borgarstjóri hafði tekið ákvörðun án vitundar nefndarmanna um kostnaðarliði upp á 8,5 milljónir sem skyldi varið til hátíðar á Arnar- hóli þann 18. ágúst en þá munu að- alhátíðarhöldin fara fram. Auk þess kom fram á þessum sama fundi að Gísli B. Björnsson og Markús Örn Antonsson hefðu verið skipaðir í sérstaka nefnd til að fjármagna af- mælisárið með auglýsingakostnaði. Sú ákvörðun var ekki tekin á fund- um undirbúningsnefndarinnar og er hennar ekki getið í fundargerð- um. Þetta eru vinnubrögð sem ég, sem fulltrúi ákveðins hóps í Reykja- vík, get ekki sætt mig við vegna þess að ég þarf að standa skil á ákvörðunum sem ég tek í þessari nefnd gagnvart mínum umbjóðend- um. Mikill styrr hefur staðið um þessa umræddu Arnarhólshátíð þar sem við teljum að hún sé alltof kostnað- arsöm og í rauninni ekki í samræmi við fyrirfram hugsaðar hugmyndir um þennan dag. Þegar ákvörðunin um hana hafði verið tekin upp á ein- dæmi borgarstjóra bar hann hana upp til samþykktar á fundi nefndar- innar. Hún var samþykkt af öllum fulltrúum nema mér og fulltrúa Framsóknarflokksins, Gerði Stein- þórsdóttur." — 77/ hvers á aö verja þessum 8,5 milljónum? „Það var erfitt að afla sér upplýs- inga um það. Ég gat ekki tekið af- stöðu til þessa kostnaðarliðar vegna þess að ég hafði ekkert yfirlit yfir í hvað þessir peningar færu. Nú hef ég aflað mér upplýsinga um það hjá embættismönnum borgarinnar. Inni í þessu dæmi er t.d. kostnaður við ljósakerfi sem leigt verður frá Bretlandi upp á rúma milljón, skermur sem verður settur upp ein- hvers staðar við Arnarhólinn mun kosta hátt á aðra milljón, mikill sviðsútbúnaður sem verður leigður mun kosta eitthvað svipað; þarna eru líka á ferðinni flugeldar og margvíslegur útbúnaður sem brennur upp á einu kvöldi. Þess má geta að heildarkostnaðurinn verður framreiknaður með 20% álagningu. Samtals munu því 10,4 milljónir brenna upp þetta eina kvöld. Þar við bætist að þegar hefur verið veitt í Arnarhólshátíðina um 400 þúsund- um krónum á þessu ári. Þessi kostnaður er bara brot af því sem afmælisárið í heild mun kosta. Fyrirhuguð er tæknisýning sem mun kosta 24—30 milljónir eftir því sem starfsmaður hennar, Baldur Hermannsson, greinir frá í blöðun- um. Launakostnaður við fram- kvæmdastjórn, skipulag og eftirlit er rúmar þrjár milljónir. Launa- kostnaður við sýninguna er rúmar 7 milljónir. Þegar við fengum þessa kostnaðaráætlun kemur í ljós að starfsmaðurinn reiknar með að Reykvíkingar og velunnarar þeirra komi og borgi sig inn á sýninguna og hann reiknar sem tekjur af því 7,5 milljónir. Fyrst eiga Reykvíking- ar semsé að borga þessa sýningu upp á 30 milljónir, síðan eiga þeir að borga sig inn á hana og jafnframt að eiga það sem afgangs verður af sýn- ingunni, vídeóbúnað, ýmiss konar tól og einhver líkön sem eflaust munu standa fyrir sínu. Ég gerði athugasemd við þetta, því sextándi hver Reykvíkingur hefur sagt sig til sveitar — og er því ekki fremur ólík- legt að það sem Reykvíkingar vilji leftir Jóhönnu Sveinsdóttur mynd; Jim Smartt

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.