Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 16
„HEF LENGI SAFNAÐ BLAUTLEGUM VÍS-
UM OG TEIKNAÐ HOLDLEGAR MYNDIR"
SECIR HAUKUR HALLDÓRSSON TEIKNARI
Nýkomin er út hjá bókaútgáfunni
Skeid sf bók sem uakid hefur tals-
uerda eftirtekl og marguísleg uid-
brögd bókaspekúlanta. Nefnist hún
Blautleg Ijóð. Þau eru sex hundruð
að tölu, eftir fjölmarga höfunda,
stórskáld og hagyrðinga, karla jafnl
sem konur. ,,Hispurslaus Ijóð og
beinskeytt, án tœpitungu sem ylja
og gleðja á góðum slundum," eins
og segir á bókarkápu. Bókin er
myndskreytt af Hauki Halldórssyni.
Haukur heimsótti HP til að gera
grein fyrir tildrögum þessa fram-
taks.
„Mig vantar ævinlega pening til
að standa undir minni myndlist,"
sagði Haukur. „Ég hef oft velt því
fyrir mér á hverjum andskotanum
ég gæti grætt. Það er einkumjrrennt
sem hægt er að græða á á Islandi,
selja pylsur, slá bankana og gefa út
klám. Reyndar er mesta furða
hversu lítið er gefið út af frumsömdu
klámi á íslandi. Aftur á móti eru
margir sem maka krókinn af því að
flytja inn erlent klám eða láta þýða
það. Hér þorir enginn að leggja nafn
sitt við þetta. Það er eitthvað klikk
í mannskapnum. Kannski stafar það
af eyverunni.
Ég hef lengi safnað blautlegum
vísum og jafnframt dundað mér við
að teikna holdlegar myndir. En hug-
myndin að þessari bók vaknaði fyrir
alvöru þegar ég var eitt sinn í bíltúr
með kunningja mínum. Hann þurfti
að kaupa bensín og við fórum inn á
bensínstöð. Þar var eidri maður að
skrifa eitthvað í stílabók. Ég fór að
forvitnast um hvað hann væri að
skrifa og þá voru það svona vísur. I
ljós kom að hann hafði safnað þeim
í mörg ár. Þá ákvað ég að kýla á að
safna slíkum kveðskap saman á bók
og birta ásamt myndunum sem ég
átti fyrir.“
— Huað þarf skáldskapur að hafa
til að bera til að geta kallast blaut-
legur að þínu mati?
„Góð, blautleg vísa þarf að vera
tvíræð, án þess þó að vera brútal.
Það gerir ekkert þótt hlutirnir séu
nefndir sínum réttu nöfnum. Ég hef
ekki gaman af brútal vísum. Þær
finnst mér hreinasti sóðaskapur.
Hér er vísa eftir Þingeying sem mér
finnst uppfylla sett skilyrði:
Undir kletti Ingi fletti
netta seimagná.
Búkinn fetti, böllinn setti
býsna þétt við læragjá.
Mörg stórskáld eiga vísur í bók-
inni, svo sem Grímur Thomsen,
Bólu-Hjálmar, Einar Benediktsson
og Vatnsenda-Rósa. Hún er hrein-
asti snillingur. í einni vísunni er hún
að reka ástmann sinn út. Ekki hefði
ég viljað fá þá vísu á eftir mér!
Öll hafa skáldin haft gaman af
þessu. Hvað er þá rangt við þennan
kveðskap? Ég rekst á fólk sem
skammast yfir þessu framtaki
mínu.“
— Huernig hafa uiðbrögðin uerið
uið bókinni?
„Misjöfn. Ein kona hringdi t.d. í
mig og sagði: Heyrðu, ég ætla bara
að taka ofan fyrir þér. Það er stór-
kostlegt að einhver skuli loksins
gefa út þennan kveðskap öðru vísi
en í stílabókarformi og þurfi að
fletta laumulega frá sér frakkanum
til að sýna söluvarninginn.
Fæstir þora að skammast við mig,
vegna þess að þeir vita að ég hef
alltaf svör á reiðum höndum. Þá
hættir fólk að vita hvernig málin
snúa, sumir fara jafnvel að skamm-
ast sín. Maður uppgötvar að alltaf
þegar kynferðismál berast í tal fer
eitthvað á ská. Sumir verða feimnir,
aðrir verða öskuvondir vegna þess
að komið er við viðkvæman blett á
þeim.
Margir virðast vera hræddir við
þessa bók. Bóksalar hafa sagt mér
að þegar fólk opni bókina missi það
hana í gólfið!
Ég hef varla efni á að auglýsa en
hafði gert ósköp sæta auglýsingu
sem ég vildi fá birta í ónefndu dag-
blaði en henni var hafnað."
— Þú segir í inngangi bókarinnar
að toepitunga og skinhelgi séu á
undanhaldi. Huað hefurðu til marks
um það?
„Þegar Rauði rúbíninn kom út
upp úr 1950 urðu allir trítilóðir. Mér
virðist unga fólkið taka allt öðru vísi
á hlutunum. En flestallir af minni
kynslóð roðna og verða vandræða-
legir þegar kynferðismál ber á
góma.“
— Hefur þér þá fundist að þú
hefðir sérstöðu meðal jafnaldra
þinna?
„Já. Ég veit ekki hvort það skiptir
máli, en þegar ég var á gelgjuskeið-
inu kynntist ég konu sem var tals-
vert eldri en ég og hún kenndi mér
þessar kúnstir allar, fór bara í þessa
hluti og sagði mér bara tæpitungu-
laust til hvers þetta væri og hitt. Ég
var heppinn.
Ég held að vandamál ungra
manna og kvenna í flestum tilfellum
felist í því að alltof lítið er talað um
kynferðismál. Yfir þeim er svo mikil
leynd. Hér áður fyrr notuðu forfeð-
ur okkar aftur á móti reðurinn sem
frjósemistákn. Þá var hann gott
tákn. En prestunum tókst náttúru-
Iega að gera út af við þetta eins og
annað."
— Nú sýna sumar afþínum mynd-
um fólk sem er að brjótast út ár
eggi■
„Já, vegna þess að allir eru inni í
einhvers konar skurn. Allir eru að
fela sig, gáttirnar opnast ekki hjá Is-
lendingum fyrr en á þriðja eða
fjórða giasi."
— Huernig œtlarðu að koma bók-
inni á framfœri?
„Ég er búinn að útbúa plakat með
myndum úr bókinni. Með vorinu
stefni ég að því að halda sýningu á
öllum myndunum. En hvað bókina
sjálfa varðar held ég að best sé að
setja sjálfur upp jólasveinahúfu og
arka af stað með bækur í poka. Ég
vil sjá hvernig fólk tekur þessu. A
þann hátt fær maður líka hugmynd-
ir. Það skiptir engu máli þótt fólk
skammi mig!“ sagði Haukur Hall-
dórsson teiknari galvaskur.
16 HELGARPÖSTURINN