Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 7
STJÓRNARFORMAÐURINN GERÐI
SAMNING FYRIR SJÁLFAN SIG OG
SAMDI VIÐ HAFSKIP
t t
* KALLAÐIR
IBEZTU VIÐSKIPTAVINIRNIR VORU BAGGI Á HAFSKIPI
DÆMI UM ALLT AÐ 50% AFSLÁTT TIL STJÓRNARMANNS
FYRIRTÆKJUM MISMUNAÐ ÁN SKYNSAMLEGRA SKÝRINGA
AFSLÆTTIR GREIDDIR MEÐ HANDHAFAÁVÍSUNUM
Snemma árs 1981 dvaldist Ragnar
Kjartansson fv. stjórnarformadur
Hafskips í nokkrar vikur í Frakk-
landi. Starfsmenn fyrirtœkisins hér
heima voru í stödugu sambandi vid
stjórnarformanninn vegna alls kyns
upplýsinga, sem hann óskaöi eftir
vegna erindis síns í Frakklandi.
Allar upplýsingarnar, sem Ragnar
bað um vördudu tryggingamál fyr-
irtœkisins.
Eftir u.þ.b. einn mánuð kom svo
stjórnarformaðurinn heim og þá
kom sannleikurinn í Ijós.
Ragnar Kjartansson hafði dvalið í
Frakklandi og verið í samningum
um tryggingar Hafskips. Niðurstað-
an var mjög hagstœð og tókst
stjórnarforrnanninum að ná mjög
góðum samningum. Óbreyttir
starfsmenn urðu því harla hissa,
þegar tilkynnt var skömmu síðar að
Reykvísk endurtrygging hefði náð
þessum hagstœðu samningum
Ragnars!
Sannleikur málsins var nefnilega
sá, að stjórnarformaðurinn Ragnar
Kjartansson fann og vann þetta
tryggingamál með aðstoð skrif-
stofuliðs Hafskips hér heima, en var
í raun og veru að vinna fyrir Reyk-
víska endurtryggingu.
Ragnar og Björgólfur Guðmunds-
son fv. forstjóri Hafskips ásamt eig-
inkonum eru stœrstu hluthafarnir í
Reykvískri endurtryggingu og hefur
annar þeirra raunar verið viðloð-
andi fyrirtœkið á meðan það var
„skúffufýrirtœki" í hásakynnum Al-
mennra trygginga.
Því erþessi saga rifjuð upp, að for-
ráðamenn Hafskips hafa lýst yfir
því, að ekkert sé óeð/i/egt við hluta-
eign þeirra í Reykvískri endurtrygg-
ingu og persónulegur hagur þeirra
enginn (!?)
Þá hefur Gísli Örn Lárusson for-
stjóri Reykvískrar endurtryggingar
sent fjölmiðlum greinargerð, þar
sem hann fjallar um viðskipti fyrir-
tœkis síns og Hafskips. Þar segir
orðrétt:
„1981 tókst Reykvískri endur-
tryggingu að ná mjög hagstœðum
samningum við franskt trygginga-
félag og var með því unnt að lœkka
tryggingaiðgjöld Hafskips um 50%.
Varð það úr að Hafskip fól Reyk-
vískri endurtryggingu að annast
milligöngu þessara trygginga og
hefur sá háttur haldist síðan."
Þetta táknar m.ö.o., að stjórnar-
formaður Hafskips færir eigin
einkafyrirtœki á silfurfati mjög góð-
an tryggingasamning, sem hann
sjálfur er búinn að ganga frá.
Hvort þetta flokkast undir „milli-
fœrslu á fjármunum" á milli Haf-
skips og Reykvískrar endurtrygging-
ar verður lagt I dóm lesenda.
Eins og fram kom í síðasta blaði
veitti Hafskip stærstu og „beztu“
viðskiptavinum sínum afslátt upp á
milljónir ár hvert og létum við það
jafnframt fylgja sögunni, að uppgjör
afsláttarins hefði farið fram í des-
leftir Halldór Halldórsson
embermánuði. Það er rétt. Hins
vegar hefur komið á daginn, að hjá
Hafskipi voru afsláttarmálin miklum
mun flóknari en tíðkast hjá fyrir-
tækjum, sem veita afslátt á annað
borð.
Þannig hefur Helgarpósturinn
dæmi um innflytjanda, sem fékk í
allt a.m.k. fjórar tegundir afsláttar af
flutningum með Hafskipi og þar af
var að stórum hluta um að ræða af-
slátt á farmgjöldum, sem viðkom-
andi innflytjandi þurfti ekki að
greiða sjálfur, heldur hafði verið
greiddur af seljanda vörunnar er-
lendis.
Kunnugir telja, að þessi innflytj-
andi hafi í sumum tilvikum notið um
50% afsláttar fyrir utan, að hann var
frægur innan fyrirtækisins fyrir
skuldseiglu. Greiðslur, þrátt fyrir all-
an afsláttinn, komu yfirleitt ekki
fyrr en eftir dúk og disk.
Forráðamenn fyrirtækisins munu
hafa veigrað sér við að ganga of
hart á eftir þessum manni. Ástæðan
er sú, að hann var og er í stjórn Haf-
skips, nú þrotabús.
Innan Hafskips hétu afsláttar-
menn, eins og þessi, „Úrvalsdeild-
irí'. I úrvalsdeildinni voru þeir hlut-
hafar og/eða innflytjendur sem
nutu hagstæðustu kjaranna hjá
Hafskipi. Sérstök skrá hefur ávallt
verið úl um þennan hóp, en hins
vegar hefur starfsmönnum fyrir-
tækisins reynzt erfitt að henda reið-
ur nákvæmlega á þeim kjörum, sem
úrvalsdeildarmenn nutu, því bæði
var það breyiilegt eftir fyrirtækjum
og einstaklingum, og því hvort topp-
arnir sjálfir höfðu puttana í sér-
stökum greiðum við stjórnarmenn
og aðra nákomna.
Tökum fyrst lítið dæmi um inn-
flutning á ávöxtum". Annars vegar er
um að ræða Bananasöluna, sem nú
er ekki til, og hins vegar Samband
íslenzkra samvinnufélaga. í sömu
ferð voru um borð í Langánni ávext-
ir til þessara tveggja fyrirtækja.
Ávexti þarf að flytja í frystigámum
og er lagt 24% álag ofan á slíka
flutninga. Sambandið var látið
greiða þetta álag, en það var fellt
niður hjá Bananasölunni. Banana-
salan flutti inn rösk 8,2 tonn, en
Sambandið tæp 5,7 tonn. Samt var
Sambandið látið greiða hátt upp í
sama verð og Bananasalan. Ef sömu
reikningsaðferðir hefðu verið not-
aðar fyrir bæði fyrirtækin hefði
Sambandið átt að greiða um fimm
þúsund dönskum krónum minna en
HAFSKIP HF
Ásbjörn ólafsson h.f. 6*105 dagap: vaxtalvnau:
Baldvin Pálsson 105 dagar ♦ vextir
Bananar h.f. 130 dagar vaxtalausir
Banarasalan h.f. 95 og 105 + vextir 15% afsláttur i hverjum oán.
Bláskógar h.f. 105 dagar + vextir£30.7% og 5% af alln íragt
Bnmborg 100 dagar ♦ vextir
Daniel ólafsson h.f. 95 dagar vaxtalausir
Einar Farestveit h.f. . 30 - 45 dagar vaxtalausir
Gunnar Asgeirsson h.f. 90 dagar vaxtalausir 5% strax
Gunnar Eggertsson h.f. 130 dagar vaxtalausir
Ljómi 90 dagar vaxtalausir
Knstján ó. Skagfjörö 90 - 120 dagar ♦ vextir
Páll H. Pálsson Vixlar frá 60 Aiil allt aó 180 daga #
Polans 2-3 mán vixl. vaxtalausir
Sanitas 2-3 man víxl. vaxtalausir
SIS veról.deild 90 daga vixlcxr gr. 45 daga forvexti
Veltir h.f. 90 daga vaxtalausir 12.5% af fólksbíium 5% af öóru
Víóar Finnbogason 100 daga + vextir
t*ór h. f. 1/2 pen 1/2 60 daga víx. vaxtalausir
HELGARPÓSTURINN 7