Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 11
HAUKUR í
HORNI ER
HALLDÓRSSON
Haukur Halldórsson myndlistar-
maður hefur verið ráðinn til Helgar-
póstsins sem skopteiknari blaðsins
og munu teikningar hans birtast
reglulega á blaðsíðu 2 í Helgarpóst-
inum. Haukur sér þjóðlífið og
mannverur þess gegnum sterk og
gagnrýnin gleraugu en sjálf augu
listamannsins eru glettin og kímin
eins og myndir hans sýna og sanna.
Lesendur geta dæmt sjálfir, en fyrsta
teikning Hauks birtist í þessu tölu-
blaði og dregur dám af gjörningum
i skipaflutningum og bankamálum
líðandi stundar.
Haukur Halldórsson er fæddur á
þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, þ.
4. júlí 1937 að Stórási á Seltjarnar-
nesi. Að loknu hefðbundnu námi,
stundaði hann fagrar listir við Hand-
íða- og myndlistarskólann í Reykja-
vík en hélt síðan til Danmerkur þar
sem hann lærði teikningu og málun
við Kunst- og hándverkskolen í
Kaupmannahöfn og var ennfremur
í einkakennslu þar í borg. Eftir dvöl-
ina i Danmörku hélt Haukur aftur til
Islands og stofnaði og rak teikni-
stofu í Kassagerðinni í fjölda ára.
Hann hefur undanfarin ár stundað
eigin list og sýnir nú á sér nýja en
langþráða hlið í Helgarpóstinum.
Við bjóðum Hauk velkominn til
leiks og megi hann una sem lengst
í sínu horni.
V
V ið heyrum á skotsponum að
Thor Vilhjálmsson hafi orðið
nokkuð hvumsa við á dögunum er
hann var staddur á alþjóðlegu
skálda- og rithöfundaþingi á Korfu.
Þar var meðal annars komin sendi-
nefnd skáeygra austurlandabúa
sem gerði boð fyrir Thor einn dag-
inn án þess hann renndi grun í hvað
stæði til. Á tilsettum tíma beið Thors
fríður flokkur brosmildra og ógn
kurteisra Kínamannasem tóku hon-
um með kostum og kynjum og af-
hentu honum skjal þar sem stóð að
hann hefði verið útnefndur heid-
ursdoktor hjá samtökum sem
nefnast „The World Congress of
Poets and Poetry“ (Alþjóðaþing
skálda og ljóðlistar sumsé — við
vonum að við förum rétt með) og ná
með anga sína um víða veröld. Það
sem hljómar kannski svolítið kynlega
í eyrum Islendinga sem þekkja til
Thors er að umræddir Kínamenn
voru frá Formósu eða Taiwan, en
Thor hefur svo sannarlega ekki gert
sér neitt sérstaklega dælt við hægri-
menn um dagana. . . En samt mun
þetta þykja hin ágætasta viðurkenn-
ing, sem Thor fær einkum fyrir
fjölda Ijóða sem eftir hann hafa birst
á enskri tungu, í tímaritum og á
bók. ..
.
TVÆR GOÐAR
•• - f
BHK
GÆOI I HVERJUM ÞRÆDI.
KOMIÐ OG SKOÐIÐ HIN VINSÆLU
(323 ULLARTEPPI.
AFGREIÐSLUTÍMI: 1-2 VIKUR.
NlOG
4,57*^
EPPI
FRIÐRIK BERTELSEN H/F TEPPAVERSLUN
SÍÐUMÚLA 23 S.686266
HELGARPÓSTURINN 11