Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 40

Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 40
Arnarflug vill Flugleiðir út úr félag- inu og þá einnig úr stjórn Arnar- flugs. Segja Arnarflugsmenn að þeir hafi kaupanda að hlut Flugleiða sem er 42%. Á stjórnarfundi lagði meirihlutinn í Arnarflugi fram tvær fyrirspurnir til Flugleiðamanna: Hvort þeir væru tilbúnir að selja sinn hlut og hvort þeir myndu taka þátt í hugsanlegri hlutafjáraukn- ingu. Arnarflugsmenn óttast mjög að ef Flugleiðir nýta sér forkaups- réttinn í hlutafjáraukningu myndu þeir ná meirihluta. Enn hafa engar fréttir borist um hver stór hluthafinn muni vera sem Arnarflugsmenn hafa uppi í jakkaerminni og gæti lagt milljónir þær á borðið sem 42% hlutur Flugleiða krefst. Við á Helg- arpóstinum höfum hins vegar hler- að hver þessi hluthafi er. Það mun nefnilega vera enginn annar en SIS sjálfur. Sambandið á um 18% í Arn- arflugi nú þegar og ef af kaupnum verður mun SIS komast í meirihluta. Þá mun það fylgja kröfum SÍS ef um kaup verður að ræða, að fá sinn mann í framkvæmdastjórastólinn og er talað um Axel Gíslason að- stoðarforstjóra SÍS í því sambandi. Þá höfum við heyrt að hugmyndir þessar munu vera komnar frá Axel sjálfum en hann situr í stjórn Arnar- flugs og fylgist þarafleiðandi vel með málum. . . A dögunum skýrðum við frá því, að líklegur arftaki Tryggva Gíslasonar skólameistara Mennta- skólans á Akureyri yrði Jóhann Sigurjónsson konrektor. Sjálfur er Tryggvi að fara í leyfi vegna starfs, sem hann hefur fengið á vegum Norðurlandaráðs. En sagan um kon- rektorinn mun ekki vera alls kostar rétt enda þótt Dagur á Akureyri hafi tekið undir og sagt vera einhug um Jóhann. Þetta mun vera fjarri sanni enda hafði ekki verið leitað álits kennara, þegar þessar fréttir voru birtar. En það hefur verið gert nú. Á almennum kennarafundi í MA voru greidd atkvæði um Jóhann og féllu atkvæði þannig, að hann fékk 10 atkvæði, 17 voru á móti honum og 4 sátu hjá. Þá var gerð samþykkt á fundinum, þar sem lagt var til, að staða Tryggva skólameistara verði auglýst laus til umsóknar fyrir það tímabil, sem hann verður fjarver- andi. Hins vegar heyrum við á HP, að Tryggvi leggi mikla áherslu á, að staðan verði ekki auglýst heldur fái Jóhann starfið. Hann mun hverfa frá störfum 1. apríl í vor. Fullvíst er talið, að mikill ófriður verði um Jóhann fái hann starfið. Kemur þar margt til og hafa vegna þessa máls dúkkað upp mál, sem hingað til hafa legið í þagnargildi, m.a. fjármál sjálfs skólans og dýr silkihúfuyfirbygging hans, sem orð- ið hefur í tíð Tryggva. Annað mál og alvarlegra eru spurningar, sem hafa vaknað vegna svokaliaðs Tölvuskóla MA. Þessi stofnun mun vera talsvert um- svifamikil. Hins vegar kemur skól- inn hvergi fram hjá skattyfirvöldum, hvorki sem sjálfstæð stofnun né sem hluti af MA. Inn í þetta spilar svo að sjálfsögðu framtalning og greiðsla á söluskatti vegna kaupa á tölvum. Tölvur Tölvuskóla MA eru af Atlantis gerð og svo merkilega vill 40 HELGARPÚ®TURINN til, að skólastjóri Tölvuskólans, Jó- hann Sigurjónsson konrektor, er umboðsmaður fyrir Atlantistölvur! Þá heyrum við, að laun þeirra, sem kenna við Tölvuskólann séu mun hærri en „venjulegrá' menntaskóla- kennara og þau séu jafnframt ekki talin fram. Til viðbótar þessari merku sögu getum við svo skýrt frá því, að það er svonefndur sögusjóður, sem fjár- magnaði samningu og útgáfu þriggja binda sögu Menntaskólans á Akureyri. Starfsmenn voru þeir Tryggvi Gíslason, Gísli Jónsson, Steindór Steindórsson, og Tóm- as Ingi Olrich. Þessa menn mun Tryggvi hafa beðið að telja ekki fram þær greiðslur, sem þeir fengu úr sögusjóði, hvernig svo sem stend- ur á því. . . V ið birtum í síðasta tölublaði fréttaklausu_ um samskiptavanda- mál Knut Ödegárd forstjóra Nor- ræna hússins við ýmsa aðila sem húsinu tengjast og sögðum í því sambandi frá kröfubréfi sem væri í undirritun. Klausa þessi olli miklu fjaðrafoki í Norræna húsinu og kall- aði eiginkona forstjórans til sérstaks starfsmannafundar í tilefni þessara skrifa. Þá hafa þeir Guðlaugur Þor- valdsson, Gylfi Þ. Gíslason og Þórir Kr. Þórðarson sem sæti eiga í stjórn hússins af íslands hálfu, sent fjölmiðlum bréf þar sem reynt er að draga fjöður yfir þessi miklu ágrein- ingsmál. M.a. segja þremenningarn- ir að stjórn hússins hafi ekki borist umrætt kröfubréf. HP sagði heldur ekki að stíkt bréf hefði verið sent heldur aðeins undirritað og stendur við þá frétt sem annað sem í frétta- klausunni stóð. í framhaldi af þessu máli má geta þess að sendiherrar Norðurlandanna, sem að sjálfsögðu hafa mikil samskipti við Norræna húsið, sáu ástæðu til þess að halda með sér sérstakan fund um miðjan nóvember og boða þangað Knut Ödegárd til að ræða samstarf húss- ins við sendiráðin. Það hefur verið þegjandi samkomulag sendiráð- anna að sjá Norræna húsinu fyrir áfengi í veislur og móttökur hússins og hefur sá kvóti gegnum árin ávallt verið lítill og farið með hann af var- færni. Hins vegar mun núverandi forstjóri hafa verið aðgangsharður við sendiráðin í þessum efnum og vildu sendiherrarnir fá hreinar línur í þessi kvótamál auk þess að þeir vildu ræða önnur samskiptamál við forstjórann. . . ið fjármunum í rándýra leigu sem engum arði mun skila. . . Þ Þ ótt ýmsar blikur væru á lofti var engan bilbug að finna á Útvegs- bankanum síðastliðið sumar, nán- ar tiltekið í ágústbyrjun þegar bank- inn tók á leigu 100 fermetra húsa- kynni í Grímsbæ, verslunarmið- stöðinni í Fossvogi. Þar ætlaði bank- inn að stofna útibú, en eitthvað dróst að bankaeftirlit og viðskipta- ráðuneyti veittu honum leyfi til slíkrar útþenslu. Nú er náttúrlega orðið útséð um að Útvegsbankinn fái leyfi til að stofna ný útibú, plássið sem bankanum var veitt á kostnað Bókabúðar Fossvogs sem var þar áður til húsa stendur autt og engum til gagns. Eftir lifir aðeins sú stað- reynd að Útvegsbankinn hefur aus- að verður ekki af framsókn- armönnum skafið, að þeir hygli sér og sínum, eins og þeir eigi lífið að leysa. Síðasta framsóknarævintýrið er ráðning Bjarna K. Bjarnasonar í embætti hæstaréttardómara. Talið hafði verið fullvíst, að Guðrún Er- lendsdóttir fengi starfið enda gegnt því í afleysingum. Nei, það passaði ekki inn í framsóknar- mynstrið. Ástæðan er sú, að eigin- kona Steingríms Hermannsson- ar forsætisráðherra og kona Bjarna borgardómara fyrrverandi eru systradætur. Raunar var Steingrím- ur búinn að lofa Guðrúnu stuðningi, en lét víst „plata“ sig, því þá var ekki búið að vekja athygli hans á fram- sóknarættartengslunum. Og í þokkabót mun svo Magnús Torfa- son forseti Hæstaréttar vera tengdafaðir dóttur Bjarna K. Ættar- samfélagið í hnotskurn?... Kjamasultur og Kjamamarmelaði em nýjungar sem vert er að veita athygli. Öll framleiðsla Kjamavara er unnin í nýrri verksmiðju fyrirtækisins í Reykjavík, sem er ein sú fullkomnasta á Norðurlöndum. Unnið er eingöngu úr ferskum ávöxtum í lokuðu kerfi, þannig að mannshöndin kemur þar hvergi nærri. Kjamasultur fást í 4 tegundum; jarðarberja- blönduð berja-, sólberja- og hindberjasulta. Kjamamarmelaði fæst í 2 tegundum; appelsínu- og aprikósumarmelaði. Fraiiiieiðandi er Kjamavörur/Suitu- og efhagerð hakara. SSjWW', Otb«, W3V.V '4. 4* < WO »f." *■t**-'*5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.