Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 33
LISTAPÓS1 Pjóðleikhúsið frumsýnir Villihunang eftir Tsjekhov og Frayn í annan í jólum: „Framhjáhald borgar sig ekki!!“ segir Árni Bergmann þýðandi um boðskap verksins „Ef einfalda œtti bodskap þessa leikrits nidur í eina lágfleyga setn- ingu, myndi hún hljóda suo: ,,Fram- hjáhald borgar sig ekki!" Þessi orð mœlir Árni Bergmann ritstjóri sem þýtt hefur jólaleikrit Þjóðleikhúss- ins, „Villihunang" eftir rússneska leikritaskáldið Anton Tsjekhov í nýrri leikgerð Bretans Michael Frayn. Um verkið segir Árni ennfremur: „Það er ekki alveg ljóst hvenær Tsjekhov skrifaði þetta æskuverk sitt, en sennilega hefur hann fest verkið á blað uppúr 1880. Þá má finna spor eftir þetta leikrit í mörg- um síðari verkum hans, þó að tónn- inn sé ekki þá jafn gáskafullur eins og í þessu verki. Hinn ungi Tsjekhov sem skrifaði Villihunang, eða „Platonov" eins og verkið heitir frá fyrstu hendi, lagði áherslu á ærsla- sögur eða útfærðar skrýtlur. Síðar meir verður leikskáldið Tsjekhov til — sem ritar angurværum og lýrísk- um tóni, enda komin ný lífsviðhorf með vaxandi sjúkdómi sem hann fékk ungur; Tsjekhov lést aðeins 44 ára úr berklaveiki. Þetta leikrit „Platonov", fann syst- ir Tsjekhovs 16 árum eftir dauða hans. Handritið var geymt í banka- hólfi í Moskvu. Á margan hátt var handritið ófullgert, það var of langt og hefði tekið einar 6 klukkustundir í sýningu. Ymsir rússneskir leik- stjórar hafa sett þessa sýningu upp í gegnum tíðina i mörgum leikgerð- um. Þessi leikgerð sem Þjóðleikhús- ið sýnir er ný af nálinni, gerð af Michael Frayn. Hann skírir verkið upp og kallar það „Viilihunang" og hefur þessi leikgerð hlotið verðlaun og hrós í Bretlandi. Frayn hefur skorið mikið niður, þjappað saman, skýrt línur verksins og fækkað per- sónum, enda þaulkunnugur Tsjekhov sem helsti þýðandi hans í Bretlandi." — En um hvað fjallar þetta alda- gamla verk? „Þetta er saga sem margir höf- undar hafa notað með misgóðum árangri. Platanov er gjálífishetjan harmræna með fjórar konur í tak- inu, sem náttúrlega gengur ekki. Það er heilmikið að gerast; leikur- inn fer fram á glæsilegu sveitasetri eins og alltaf hjá Tjsekhov. Sumar- gestirnir drekka frá sér veturinn og dálítið af vitinu, hitinn er mikill og ástsýkin fer um hjörtu kvennanna sem allar vilja eiga Platonov. Verkið er dálítið í farsadúr en er samt ekki farsi. Dapurleiki hins rússneska mannlífs er einnig til staðar. Þetta eru magnaðar andstæður." — Hver er Flatonov? I hita sumarsins fer ástarbrandur um gesti óðalsetursins sem hefur ýmsar afleiðingar ( för með sér. Hér sjást Helga E. Jónsdóttir og Róbert Arnfinnsson taka nokkur hliðarspor. Árni Bergmann ritstjóri og þýðandi: „I Villihunangi fer saman farsi og dapurleiki hins rússneska mannlífs." „Hann er hinn rússneski Hamlet. Ungur, gáfaður, lífsreyndur, hund- leiður á lífinu löngu fyrir aldur fram. Hann hefur oft verið kallaður „hinn óþarfi maður“. Allt frá dögum Púskins (Jónas Hallgrímsson Rússa) var þessi óþarfi maður prófaður í ástarmálum. Platonov talar um hve illa hann fari með konur og hve gaman þær hafi af því. Eflaust má geta sér til að Tsjekhov hafi komist í Masoc (sem masókisminn er kenndur við) þegar hann var læknastúdent. En margar persón- urnar í „Villihunangi“ eru náskyldar persónum í síðari verkum hans, eins og í Kirsuberjagarðinum. Aðallinn er að missa völdin, en böllin og flug- eldasýningarnar halda samt áfram. í þessum heimi Tsjekhovs hafa rússn- eskir krítíkerar allt frá því fyrir aldamót séð spegilmynd þjóðlífsins í heild.“ — Hvernig hefur Frayn tekist upp? „Hann gerir þessa leikgerð mjög vel. Fellur ekki í freistinguna að stæla síðari verk Tsjekhovs sem voru merkt berklaveiki höíundarins og hans eigin lífshausti. Annars er það dálítið merkilegt að verk Tsjekhovs hafa fengið algjöra sér- stöðu meðal rússneskra höfunda varðandi útbreiðslu.“ — Og hvers vegna það? „Eg held að í verkum Tsjekhovs sé að finna firringu, einsemd og kvíða sem 20. öldin skilur vel. Tilfinning þess að það besta sé liðið og þá til- finningu skildi Tsjekhov manna fyrstur." Villihunang verður frumsýnt þ. 26. desember en miðasala hefst 15. des. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifs- dóttir en leikmynd og búninga gerir Alexander Vassiliev og lýsingu ann- ast Páll Ragnarsson. 1 hlutverkum eru Arnar Jónsson, Helga F.. Jóns- dóttir, Sigurður Skúlason, Guðbjörg Thoroddsen, Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir, Pétur Einarsson, Róbert Arn- finnsson, Rúrik Haralds^on, Bessi Bjarnason, Steinunn Jóhannesdótt- ir, Hákon Waage og Þorsteinn Ö. Stephensen. -l.M. POPP Við, Gunni.. og Laddi Borgarbragur Gunnars Þórðarsonar Útgefandi: Fálkinn. Borgarbragur er ein vandaðasta hljóm- platan sem hefur komið út hér á landi. Lög Gunnars Þórðarsonar, afa íslenska poppsins, eru að þessu sinni góð og grípandi, útsetn- ingar eru faglegar og hljóðfæraleikurinn óaðfinnanlegur, — að sjálfsögðu. Hér er reyndar ekki að finna þá strauma og stefnur sem táningar aðhyllast aðallega um þessar mundir. Gunnar býður okkur upp á fullorð- inspopp og það fyrsta flokks. Það þykja tæpast tíðindi nú til dags að Gunnar geti samið almennileg lög og kunni vel fyrir sér í hljóðverum. Að þessu sinni virðist allt hafa gengið upp. Þegar við bætast virkilega góðir textar Ólafs Hauks Símonar- sonar er eiginlega ekki hægt að finna að neinu. Meira að segja texti Davíðs Oddsson- ar er vel yfir meðallaginu að gæðum. Þó svo að Gunnar Þórðarson hafi fyrir löngu fest sig í sessi sem lagahöfundur, hljóð- færaleikari og jafnvel söngvari fer ekki hjá því að hann verði fyrir nokkrum áhrifum frá öðrum, hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað. Ég gat ekki að því gert að mér datt hljómsveitin Spandau Ballet nokkrum sinnum í hug meðan ég hlustaði á Borgar- brag. Þá hefur upphaf eins lagsins greinilega verið fengið að láni hjá Trevor Horn. Þetta er þó engan veginn hægt að flokka til lýta á plötunni. Á Borgarbragi Gunnars koma fram fjórir. söngvarar, þeir Egill Ólafsson, Pálmi Gunn- arsson, Björgvin Halldórsson og Eiríkur Hauksson. Allir skila sínum hlutverkum vel, en Eiríkur Hauksson ber þó af. Hann syngur lögin Gull og Gaggó Vest sem að mínu mati eru tvö þriggja bestu laga plötunnar. Eiríkur sómir sér vel í hópi hinna stóru og gefur þeim ekkert eftir. Árum saman, frá miðjum sjöunda áratugn- um og fram að pönkbylgju, var Gunnar Þórð- arson alls ráðandi í íslenska poppinu. Á síð- ari árum hefur hann þó nokkuð dregið sig í skuggann. Það þýðir þó aldeilis ekki að tími Gunnars sé liðinn. Það afsanna þær söng- skemmtanir sem hann hefur sett upp í Broadway með hljómsveit sinni að undan- förnu og ekki síður platan Borgarbragur. Ég fullyrði hiklaust að hún er hápunkturinn á ferli afa íslenska poppsins. Megi hann lifa það að verða bæði langafi og langalangafi. Einn voða vitlaus — Laddi Útgefandi: Steinar. Þessi þriðja sólóplata Ladda er tvímæla- laust hans besta. Hinar tvær, Deió og Allt í lagi með það, voru reyndar ekkert ýkja burð- ugar svo að þær standast í raun ekki saman- burð við þá nýju. Einhverra hluta vegna hef ég það á tilfinn- ingunni að Einn voða vitlaus sé allt eins mik- ið verk Björgvins Halldórssonar og Ladda. Allt nostrið og smáatriðin sem skipta svo miklu máli á grínplötum eru í anda hans. Laddi lætur sér nægja að vera textahöfundur og flytjandi. Flutningurinn er í fínu lagi eins og við er að búast. Textarnir hefðu hins veg- ar mátt vera betri. Laddi þykir mér vera und- arlega ókrítískur á þann kveðskap sem hann lætur frá sér fara á hljómplötum. Þó virðist hann hafa vandað sig meira nú en á fyrri plötunum tveim sem áður voru nefndar. Lengi getur vont versnað — Ríó. Útgefandi: Ríó. Eftir átta ára hlé frá störfum tóku þeir sig tii ritstjórinn, verslunarmaðurinn, útvarps- maðurinn, popparinn og útgerðarstjórinn og snöruðu út hæggengri hljómplötu. Það var ekki laust við að maður biði spenntur eftir því að heyra árangurinn. Og sjá: Þeir voru bara alveg eins og í gamla daga. Hvorki betri né verri. Eitt er þó öðru vísi á Lengi getur vont versnað en áður. Þar eru öll lög erlend utan eitt, Þetta er svona sumarlag, eftir Ólaf Þórð- arson. Hér áður fyrr lumuðu Ágúst, Gunnar og jafnvel Helgi á lögum til að hafa með. Jón- as Friðrik sér hins vegar um textana og stendur sig með stakri prýði. Kveikjan að nýju Ríóplötunni var vitaskuld skemmtanir strákanna í Broadway síðastlið- inn vetur. Þær voru fádæma vinsælar, allt uppselt langt fram í tímann og gott ef þeir voru ekki enn að skemmta fyrir fullu húsi þegar þeim þótti nóg komið. Vinsældir Ríós eru því óumdeilanlegar þó að hléið hafi orð- ið átta ár milli platna. Hver veit nema þeir fé- lagarnir komi að nýju saman 1993 og syngi inn á plötu. Vonandi verður það þó fyrr. HELGARPÓSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.