Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 38
JÖLADAGSKRÁRVEIFAN
Föstudagskvöldið
20. desember
19.15 Döfin.
19.25 Svona gera Svíar.
19.50 Táknmálið.
20.00 Smámálið. . . með kirsuberjafyllingu.
20.45 Palli Magg herðir bindishnútinn og
segir þingfréttir.
21.00 Einar Sig herðir róðurinn og sér um
Kastljós.
21.35 Skonrokk: Síðustu plötuauglýsing-
arnar fyrir jól, kos æm jor leidý, and jú
ar mæ me-i-e-i-e-i-e-i-e-i-e-n...
22.25 Bist du der morderer?
23.25 Ingvi Hrafn heldur þanú (og kýlir á
hasarfréttina).
23.40 Ást í meinum. Ný bresk sjónvarps-
mynd gerð eftir tveimur skáldsögum
Rosamond Lehmann. Leikstjóri Gavin
Millar og leikendur Michael York, Lisa
Eichorn. Gerist f Bretlandi um '30 og
fjallar um skilda kellu sem mistekst að
skapa sér sjálfstæöa tilveru í London
af-því-að hún hittir þar mann og skýst
í honum.. .
01.25 Ekki til seðlar að sýna meira. . .
Laugardagurnn
21. desember
14.45 Mannsteftir Júnæded og Arsnall.
Lokaþáttur.
17.00 Árni Böðvarsson geiflar varirnar.
17.10 Bjaddni í Felum á bakvið rendurnar í
skyrtunni sinni.
19.20 Feneyska ruglið um Markó-póló-stein-
inn.
19.50 Fingrafimi.
20.00 Ingvafimi.
20.40 Staupasteinn. Heldur farið að þynn-
ast í glasinu!
21.15 Heimurinn hans Áka. Ný sænsk bíó-
mynd gerð eftir kunnri barnabók
Bertil Malmberg um sex ára strákinn
sem reynir að átta sig á skrítnum
heimi. Leikstjóri Allan Edwald og leik-
endur Martin Lindström, Loa Falkman
og Gunnel Fred.
23.00 Sagan af Thelmu Jordan (The File of
Thelma Jordan). ★ ★★ Bandarísk
svart-hvít sakamálamynd frá '49. Leik-
stjóri Robert Siodmak og leikendur
Barbara Stanwyck og Wendell Corey.
Sagan ívið of þyngslaleg, en það sem
því bjargar er skörp leikstjórn og ein-
stakur gæðaleikur. Plottið flott um
samband saksóknara við fagra konu
sem bakar vandræöi þegar morö er
framið og grunur beinist að frill-
unni...
00.50 Háttatími.
Sunnudagurinn
22. desember
16.00 Helgarslepjan.
16.10 Þáttur um örvhenta. Jahá.
17.10 Feim.
18.00 Áör-áör.
18.40 Endursýningar, annarsvegar á
fræðsluþætti frá Rafmagnseftirlitinu
og svo framhaldsleikriti tfvísins.
19.50 Allir fingur upp til Guðs. . .
20.00 öllum fingrum beint að Berta
Gömm. ..
20.40 Guðmundur Ingi horfir á sjónvarp
næstu viku.
21.05 Glugg.
22.00 Kórdrengur gengur um götur London
og tfstir jólasálma svo öll þjóðin
klökknar, grenjar og fer loks emjandi
upp í rúm.
22.45 Um spænska leikstjórann Bunuel
(1906-1983).
00.00 Lok dagskrár. Litmynd af kirkju á
Vatnsleysuströnd varpað á skjáinn og
menn látnir geta upp á þvf hvað fjallið
sem sést varla í baksýn, hét áður en
nafninu var breytt á því á síöustu öld.
Fáránlegt.
Þriðjudagur
24. desember — aðfangadagur
13.50 Jólatáknmál.
14.00 Jólafrétt og Jólaveður (fannhvít mjöll
og svoleiöis).
14.20 Stanslaust jóladabbídú fyrir krakka-
skarann sem er að fara á taugum yfir
þvf hvort hann fái ekki örugglega gjaf-
ir um kvöldið sem nemi yfir tíu þús-
und kall eða svo. örugglega eitthvaö
um Litlu stelpuna með eldspýt-
urnar og allt það volæði. ..
22.00 Aftansöngur jóla í sjónvarpssal. Bisk-
up íslands, herra Pétur Sigurgeirsson
predikar og þjónar fyrir altari. Barna-
og kirkjukór Akraness syngur meö til
skiptis.
22.50 Elísabet F. Eiríksdóttir jó(ð)lar í smá
stund.
23.20 „Ég drukknaöur f jólapappír og fleiri,
víöar.''
Miðvikudagurinn jóla
18.00 Jólastundin okkar. Allt mjög sætt og
krúsidúllulegt.
19.00 Jólastillimyndin.
19.50 Táknmálið. (Varúð: Hættið ekki fingr-
unum of nálægt kertinu...)
20.00 Fréttir af því hvernig jólaseríur lands-
manna hafa virkað. Og fleiri raf-
magnaðir skandalar. . .
20.19 Engar auglýsingar. Má ekki. Svo Ijótt
á jólum.
20.20 Kjarval. Fyrri hluti af alls átján.
21.40 Kristur í barnæsku. (Maður kemst
bara við...)
23.15 Bjerg-Ejvind och hans hustru. Sænsk-
ur Eyvi endursýndur vegna fjárhags-
örðugleika RUV.
00.30 Eyva öllum lokið.
Fimmtudagurinn annarrí. . .
19.50 Annar í táknmáli.
20.00 Annar í fréttum.
20.40 Annar í Kjarval.
21.30 Já, ráðherra. Breskt he-he-ebbni,
þið munið.
22.40 Bleikar slaufur. Sjónvarpsleikrit eftir
Steinunni Sigurðardóttur í leikstjórn
Sigga Páls. Menn gjöri svo vel að
halda sér fast.
23.30 Talað um það hvernig manni hafi nú
fundist jólaleikritiö í ár hafa verið...
Föstudagurinn
27. desember
19.15 Döf.
19.25 „Ofurlítil ástarsaga'' Pínuponsu
finnskt leikrit.
19.50 Það helsta úr fréttum á handahlaup-
um...
20.00 . . .og Skaftárhlaupum.
20.40 íðróddir.
21.25 Derringurinn, aber...
22.25 Seinni fréttir.
22.30 Sjónvarpsstöðin (Network).
★★★★ Usa-bíó frá '76 í leikstjórn
Sidney Lumets með Fay Dunaway,
Peter Finch, William Holden, Robert
Duvall og Beatrice Straight. Þessi
mynd er í sem skemmstu máli, pott-
þétt. Hrein unun að horfa á leikara tak-
ast fagmannlega á viö feikilega gott
handrit um öfgar æsifréttamennsk-
unnar. . .
00.30 Svissa yfir á eina bláa fyrir háttinn...
Laugardagurinn
28. des.
14.45 Bjarna Felspyrnan. Skökk innsend-
ing.
17.00 ídrtir. . .
19.00 Feneyska kjaftæðið.
19.50 Handahlaupið
20.00 Eplahlaupið.
20.40 Skál!
21.10 Ekki er öll vitleysan ,,eins og
venjulega". Lokaþáttur.
21.40 Tina Turner (hver sem það nú er).
22.35 Hin gömlu kynni (C'eravamo tanto
amati). ★★ itölsk bíómynd frá '77,
leikstjóri Ettore Scola. Nostalgíutema
um fullorðna gutta sem hittast og fara
að rifja upp stríðið. Fínar oröræður, en
frekar tilbreytingarlaust til lengdar.
Góður leikur.
00.40 Mjög góð dagskrárlok.
Fimmtudagskvöldið 19.
desember
20.05 Daglegt mál. Sigurður Gé niðurbeygður.
20.10 „Forvitnu konurnar" er leikrit kvöldsins.
21.30 Gestur í útvarpssal. Fær að vera yfir nótt-
ina.
22.30 Halli Thorst ræðir um fimmtudaga.
23.00 Röggi túlkar tónlist til dagskrárloka.
Föstudagurinn 20.
desemberrrr (frost fimm stig)
07.00 „Þetta er á Veðurstofu islands..."
07.15 Morgunhanarnir góla. . .
09.05 Börnum sögö saga (fallega hugsað).
10.55 Þingfréttir. Sagt frá laufabrauðsbakstri
þingmanna.
11.05 Málmfríður biður um eyru.
11.35 Morguntónleikar. Svona í skammdeg-
inu, sniðugt.
16.20 Síðdegistónleikar. Ó, já. Það vantar ekki.
17.00 Helgarútvarp barnanna.
19.00 Síöustu skandalfréttir fyrir jól.
20.10 Þingmál. Atli Rúnar Halldórsson málar
Alþingishúsið.
20.20 Lög unga fólksins. Setlög og fleira.
21.00 Kvöldvaka. Allir aðrir en umsjónarmenn
að sofna.
21.30 Frá tónskáldum. Svona um fimmtán
metra, já.
22.25 Kvöldtónleikar. Það vantar ekki, ó, nei.
22.55 Svipmynd. Jónas; þið skiljið.
00.05 Þessu lýkur svo með djassi að vanda.
Laugardagurinn 21. desember
(skemmsti dagur)
07.30 íslenskir sólósöngvarar æra óstöðugan.
10.10 Óskalög Helgu Þonn Stephensen.
Sjúklingar kynna.
11.00 Bókaþing. Gunnar Stef að klára 3000.
jólabókina!
15.40 Fjölmiölun vikunnar. Ritstjórar klagað-
ir...
15.50 íslenskt mál. (Frekar en ekki hvað?)
16.40 Listagrip. Jóladagskrá RUV kynnt (með
kolum).
17.00 „Dreki á heimilinu" er leikrit fyrir
böddnin.
19.00 Fréttir um fréttir.
19.40 Elsku pabbi, eða eins og tjallinn segir
„Dýr daddí"..." eða bauninn „Kjere
fa.. ."
20.00 Nikkan þanin. Jú-bí-dúbbí/tralla-la-
la.
20.30 Smásaga eftir Hænasenn.
21.05 íslenskir klassíkerar opna þverrifuna.
22.25 Á ferö. Sveinn Einarsson á rúntinum á
Ford '67.
23.00 Danslög fyrir þá sem tíma ekki á ball.
00.05 Jón örn Marinósson svæfir söfnuð-
inn...
Sunnudagurinn 22. desember
08.00 Morgunandakt. Síra Ingiberg andar létt-
08.35 Létt morgunlög. Síra Ingiberg velur og
velur.
09.05 Morguntónleikar?
10.25 Krrristn Err Ólafsn spjallar við spænskan
þýðanda íslenskra bóka. Bara að hann
þýði spjallið, ha!.
11.00 Messa í Dalvíkurkirkju. Messuvín húss-
ins veitt á eftir.
13.25 Frikki Frikk. Æskulýðsleiðtoginn kynnt-
ur.
14.25 Veður-Trausti og fleiri spila 1925-lög og
söngva.
15.05 Á aðventu.
16.20 Vísindi og fræði.
17.00 Síðdegistónleikar.
18.00 Bókaþing.
19.00 Kvöldfréttir.
19.35 Milli frétta.
20.00 Stefnumót.
21.00 Ljóð og lag.
21.30 Útvarpssagan „Ást í heyskapnum".
22.25 íþróttir.
22.40 Betur sjá augu.
23.20 Heinrich Schutz — 400 ára minning.
0.05 Milli svefns og vöku.
00.55 Dagskrárlok.
Þorlákur þreytti desember
07.00 Óveðri spáð að vanda, sem svo rætist
alls ekki.
07.15 Morgunvaktin.
09.05 Morgunblundur barnanna.
09.45 Búnaðarþáttur: Sagt frá heyönnum
eða því sem næst.
11.10 Úr atvinnulífinu (eða því sem eftir er af
því).
11.30 Árni Björnsson áttræður. Jahá.
15.00 Jólakveðjur: Happý-happý og allt það.
Eg mœli meö
Sjónvarp, aðfangadaginn 24. desemb-
er (nema hvað!), klukkan 14.20; Stans-
laust jóladabbídú fyrir krakkaskarann
sem er að fara á taugum yfir því hvort
hann fái ekki örugglega gjafir um kvöld-
ið sem nemi yfir tíu þúsund kall eða
svo. örugglega eitthvað um Litlu stelp-
una með eldspýturnar og allt það vol-
æði (sjá mynd).
19.00 Jólalegar fréttir af jólasveinum og öðru
eins.
19.45 Þankar á Þorláksmessu. Prestur hugsi I
hljóðveri.
20.00 Jólakveðjur: Nóg til af þeim.
00.50 Sagt hæ við síðasta landsmanninn og
svo búið.
Þriðjudagurinn fyrsti fyrir jól
07.00 Spáð i jólamjöllina.
07.15 Gunnar Kvaran og Sigríður Árna með
jólahúfur með skúf.
09.05 Morgunstund barnanna (sem eru í frfi).
10.40 „Ég man þátíð". Hermann Ragnar klór-
ar sér í kollinum.
11.10 Jólakveðjur til barna (ó-hó, en sætt,
finnst ykkur).
11.30 í jólaskapi (þó maður sé nú ekki fúll
þennan dag).
13.30 Sjómannajólakveðjur yfir hafið í norð-
austur...
14.30 Miðdegistónleikar. Geisp.
15.30 Lesið úr Heimskringlu. Dæri-dæri.
16.20 Barnajólaeitthvað-sætt-gaman.
18.00 Aftansöngur í Dómkirkjunni og síðan
stanslaus jóla-þettaoghitt fram til klukk-
an hálf eitt, en þá verður maður líka orð-
inn hálf syfjaður. ..
Miðvikudagurinn, jól og dagur
10.40 Klukkur barðar villivekk.
10.45 Utla lúðrasveitin leikur jólalög (en hún er
hálf önnur blokkflauta skilst mér, enda
þröngt í ári).
11.00 Messa, aldrei þessu vant.
12.50 Helg eru jól.
13.00 Orgelleikur í Fríkirkjunni.
13.30 Heilög Sesselja, dýrlingur tónlistarinnar.
14.30 Sigrún Eövaldsdóttir leikur á fiðlu.
15.15 Dickensjól.
16.20 Strunsað í kringum jólagervitréð f
útvarpssal með Gunnvöru Braga og
öðrum jólasveinum. Ætlað börn-
um.
17.50 Óperugaul.
19.00 Góðar fréttir, umfram allt fallegar. Enda
jól.
19.30 Rússnesk helgisaga (frekar en rúlletta).
20.00 Hátíðarstund.
20.35 Þingeyrar í Húnaþingi.
21.20 Hljómplöturabb. Þorsteinn Hannesson
kennir Palla syni sínum á nýju græjurnar
sem hann gaf gutta í jólagjöf.
22.25 „Jólaskeytið" sem er smásaga. Svo
sem ágæt, víst.
22.50 Sinfóníuhljómsveit æskunnar leikur út
dagskrána eða sem nemur fyrir síðustu
Stef-gjöldunum.
Annar (jólum
08.45 Morgunandakt. Síra Ingibergur J.
Hannesson gerir mönnum grein fyrir því
að það eru jól, en fáir hlusta. . .
09.05 Morguntónleikar. .. Enn færri hlusta.
11.00 Mezza í Aðventukirkjunni. . . Fæstir
hlusta. . .
13.25 Jón Múli að rumska. Kynnir þáttinn Jól
í Dojtslandi með Túra Bjögga Bolla-
syni.
14.20 Klassík: Djords Malkolm og Andri Sjiffh
spila fjórhent á pjanó og ruglast gjör-
samlega í þriðja lagi.
15.00 Barnatími að hætti þessa þarna Rúvaks
fyrir norðan.
16.20 Jólaóratorían eftir Johann Sebastian
bæjarstjóra í Kardimommubæ, Bach út-
setti.
18.00 „Þegar ég endurfæddist".
20.00 Mullova og fiðlan.
20.50 Bjarni riddari Síverts, oft nefndur pabbi
Hafnarfjarðar, kynntur. (öllum H-brönd-
urum sleppt. . .).
21.40 Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur (en hún
er nú bara brandari í sjálfu sér, eins og
þeir vita sem séð hafa).
22.25 Danslög.
23.00 Viddi Eggerts spjallar við bestu óperu-
söngvarana...
24.00 . . . sem syngja létt lög, en þagna svo.
Föstudagurinn 27. des.
07.15 Morgunvaktin. Alvaran stimpluð í hugi
fólks.. .
09.05 Morgunstund (steinsofandi) barnanna.
10.40 „Sögusteinn".
11.25 Morguntónleikar. Nei, en gaman, ha.
14.00 „Kvígan". Smásaga eftir Singer.
14.30 Sveiflur.
16.20 Klassík á ný.
17.00 Hlustaðu með mér: Dáldiö svona vina-
legur þáttartitill.
19.00 Fréttir, skulum við vona.
19.50 Sigurður Gé húöskammar sjálfan sig og
aðra.
20.00 FÖIk unga lagsins.
20.40 Kvöldvaka eða hitt þó heldur.
21.30 Atli Heimir bankar í veggi, altso; nú-
tímatónlist.
22.25 Enn ein klassíkin.
22.55 Jónas Jónasson milli jóla og nýárs.
00.05 Jón Múli á dilli milli djasslaga til klukk-
an eitt.
Laugardagurinn 28. desember
07.00 Veðurstofan vindur upp á sig. ..
07.30 ... á sama hátt og íslenskir eingaularar.
09.30 Óskasjúkdómur lögmanna, Helga Þ.
Stephens velur af sinni einlægu smekk-
vísi.
11.00 Um sjálfvirkan sleppibúnað í jólabóka-
flóðinu, alias Þorgrímur Gests stýrir um-
ræðum um bókaútgáfu ársins.
13.50 Hér og nú(na).
15.00 Klassík.
15.50 Fjölmiölun vikunnar.
16.35 „Happaskórnir" heitir jólaleikrit barna
og unglinga.
19.00 Milli jóla og nýárs frétt.
19.35 Stungið ( stúf. Brandaraþáttur.
20.30 Kvöld á Dalvík. Jónas spásserar um
plássiö og vínkar fólki...
21.20 Aðalsteinn Ásberg sér um vísnaþátt og
öfugt.
22.25 Sveinn Einarsson á ferð og hinsegin.
23.00 Danslög og dansregla.
00.05 Jón örn leikur lög og sér að þeim.
Sunnudagurinn 29. desember
08.00 Morgunandakt. Síra Ingiberg setur upp
helgisvipinn.
08.35 Svakalega létt morgunlög (innan við
200 grömm).
09.05 Klassískt gaul.
11.00 Messuvín í Kristskirkju. Hjalti Þorkels
skammtar.
13.30 Jólaleikritið í ár heitir „Tvöföld ótryggð".
16.20 Þáttur um Tolla helga.
17.05 Eitthvað klassískt. . .(%/Et''$£/£ + )
19.00 Þríburafæðing á Þorskafjarðarheiði
ásamt öðrum fróttum.
19.35 Milli frétta.
20.00 Stefnumót.
21.00 Ljóö og lag.
21.30 Útvarpssagan.
22.25 íþróttir.
22.40 Svipir — Tíðarandinn 1914—1945.
23.20 „Álfadrottningin" eftir Henry Purcell.
00.55 Og þá er þetta nú barasta búið, elskurn-
ar, í bili.
Fimmtudagskvöldið
19. desember
20.00 Gleymdekkhi þínhum minnstha bró-
óöhur o.s.frv.
21.00 Ragnheiður með minnsta bróöur sinn
í bjóði.
22.00 Svavar Gests talar um bræður sína.
23.00 Jónatan og Gulli spyrja eftir bræðrum
sínum.
24.00 Ber er hver að baki. . .
Föstudagurinn 20. desember
10.00 Geiri og Palli spila Djingel-bell og fleiri
falleg lög sem gera menn
klökka . . .
12.00 Suð.
14.00 Valdís Gunnars spilar Djingel-bell á
vitlausum hraða . ..
16.00 Jón Ólafsson spilar Djingel-bell aftur-
ábak.
18.00 Suð.
20.00 Megas og Veður-Trausti spúlla rykið af
vinsældarlögum frá þvf fyrir 30 árum
eða svo. Intr-sant!
21.00 Kristján Sigurjóns spjallar viö Djingel-
Bell.
eftir Sigfinn Schiöth
22.00 Nýræktin.
23.00 Næturvaktin. Umsjónarmenn Vignir
Bell og Þorgeir Djingel.
03.00 Sigfinnur sofnaður. Konan hans eitt-
hvað að róta sér í rúminu eins og allt-
af um þetta leyti.
Laugardagurinn 21. desember
(frídagur verslunarmanna eða
hitt þó heldur)
10.00 Morgunþáttur. Sigurður Blöndal ger-
ist jólaglöggur. . .
12.00 Suð.
14.00 Til Lukku, frá Svavari.
16.00 Gunni Sal flytur inn erlenda lista.
17.00 Hringborðið. Fundur í hringorma-
nefnd.
18.00 Suð.
20.00 Hjartsláttur: Rammskökk útsending
frá árshátíð Læknafélags íslands, eöa
því sem næst.
21.00 Dansrásin: Hermann Ragnar rás-
andi.. .
22.00 Bárujárn: Siggi Sverris trekkir upp í
Væt Krissmass.
23.00 Svifflugur: Hákon randafluga suðar í
smá stund.
24.00 Næturvaktin: Fólk vakið.
03.00 Fólki leyft að fara að sofa, fjúh . . .
Sunnudagurinn 22. desember
(og búðir opnar)
13.30 Salt í samtíðina.
15.00 Jón lóðrétti láréttist á A5.
16.00 Gleymdekkhi þínhum minnstha bró-
óðhur o.s.frv.
18.00 Guð.
20.00 Jólastjörnur. Valdís Gunnarsdóttir sér
þær.
22.00 Jó(la)reykur að westan. Einar Gunnar
Einarsson rýkur upp til handa og fóta
og aftur heim.
23.00 Jólasveiflan. Venni Linnet sveiflar sér
í jólatrénu heima í stofu undir emj-
andi Ellington . . .
24.00 Tréð lætur undan.
Mánudagurinn 23. des.
Þoddlággsmezzzzza
10.00 Baddnaebbni.
10.30 Kaddlaebbni.
12.00 Kvennasuð.
14.00 Inger Anna Aikman á háflugi. Esjan í
bakgrunni.
16.00 Allt og sumt: Siggi Salvars gerir lítiö
úr hlutunum.
18.00 Þoddlággsmezzzzzusuð.
20.00 Stappa: Kristján Sigurjóns spilar
Zappa!
22.00 Kvöldvaktin: Arnþrúður og Kábé
Þorsteinsdóttir halla kveldi.
01.00 Kvöldið á hvolfi.
Þriðjudagurinn 24. desember
(jóla-hvað)
10.00 Baddnaebbni. Heiðarleg tilraun gerð
til þess að halda börnunum frá pökk-
unum ...
10.30 En það mistekst eins og vænta mátti.
Bara farið að spila popp í staðinn.
12.00 Jólasuö fram á fimmtudag.
Fimmtudagurinn
annar í jólavarðhaldi
14.00 í hátíðarskapi: Ásta Ragnheiður og
Inger Anna í sæmilegu skapi. Tækni-
maðurinn grautfúll, en þetta bjargast
nú alltaf einhvernveginn ...
16.00 Ótroðnar slóðir.
17.00 „Einu sinni var... Gullöld"
18.00 Suð.
20.00 Vinsæll (og blessaður) listinn.
21.00 Gestagangur: Ragnheiöur í beinu
sambandi við afmælisbarniö. Útvörp
landsmanna geisla ...
22.00 Rökkurtónar; Svavar Gests finnur
ekki Ijósrofann í stúdíóinu.
23.00 Einar Gunnar og Kábé Þorsteins jóla
í tvo tíma.
Föstudagurinn 27. desember
(bakk-tú-vörk)
10.00 Morgunþáttur. Páll og Ásgeir strjúka
bumbur.
12.00 Milli jólaognýárs suð.
14.00 Pósthólfiö. Valdís ber út jólapóstinn of
seint.
16.00 Léttir sprettir. Jón skokkar með henni.
18.00 Suð.
20.00 Megas og Veöur-Trausti í nostalgíu-
kasti...
21.00 Djass og blús. Linnet dús við hvoru-
tveggja.
22.00 Rokkrásin. Beibe-beibe-beibe!
23.00 Næturvaktin. Leo laumar orði milli
laga.
03.00 núll-þrjú-núll-núll. (Einhver spæon,
sennilega.)
Sunnudagurinn 29. des.
13.30 Salt (samtiðina.
15.00 DæVe.
16.00 Vinsæll (og blessaður, hvernig hef-
urða) listinn?
18.00 Ágætt, þakka þér fyrir.
Mánudagurinn 30. desember
10.00 Baddnaebbni (ekki seinna vænna,
svona á ári æskunnar, ha ...)
10.30 Þorgunmáttur. (Afsakið stafaruglið.)
12.00 Hél.
14.00 Aikman flettir upp í
Spámanninum ...
16.00 Allt og sumt. Helgi Már heimtar
meira, frekjan.
18.00 Suð (og eyrað alveg á nippinu).
20.00 Erlendar plötur ársins 1985.
22.00 Islenskar plötur ársins 1985. *
24.00 Færeyskar plötur ársins 1958.
38 HELGARPÖSTURINN