Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 14
Edda V. Guðmunds- dóttir ásamt fötluðum leikurum: „Stefnum að því að stofna form- legt áhugamannaleik- hús" ANNMARKA SINA Rætt við Eddu V. Guðmundsdóttur um grósku i leiklist fatlaðra Fólki finnst sjálfsagt og eðlilegt að áhugaleikfélög séu starfrœkt út um allar sueitir, en þegar minnst er á leiklist fatlaðra reka menn upp stór augu. Fötlun uirðist í fljótu bragði ekki falla uel að þeirri mynd, sem flest fólk gerir sér af leiklistarlífi. Hér á landi er þó í uppsiglingu leik- félag fatlaðra. Edda V. Guðmundsdóttir, leik- kona, hefur að undanförnu unnið að leikstjórn með félögum í Sjálfs- björg og með hópi fólks, sem hefur skerta eða enga heyrn. Hún uar fyrst spurð að þuí að huaða leyti leiklist fatlaðra uœri frábrugðin annarri leiklist. „Ég geng ekki til þess verks að leikstýra fötluðum á nokkurn annan hátt en ef t.d. væri um áhugafélag úti á landsbyggðinni að ræða. Ég geri sömu kröfur og fer fram á sömu hluti. Kjarninn í okkur öllum hlýtur að vera sá sami, hvort sem við ökum um í hjólastól eða berum ekki nein útvortis merki fötlunar. Fólk er jú alltaf fólk, hvernig svo sem það er líkamlega á sig komið — tilfinning- arnar hljóta alltaf að vera hinar sömu. Að sjálfsögðu er stundum nauð- synlegt að aðlaga leikrit ef líkamleg bæklun leikarans gerir það að verk- um að ekki er hægt að framfylgja fyrirmælum höfundarins, eða ef einhver atriði verða ankannaleg. í slíkum tilvikum sníðum við textann einfaldlega til svo hann henti betur. Fötlun er bara hluti af aðstæðum fólks, en þær hljóta alltaf að vera mismunandi frá einum einstaklingi til annars. Það er því að mínu mati ónauðsynlegt að einblína á leikrit, sem eru sérstaklega samin fyrir fatl- aða leikara, enda ekki mörg slík til.“ — Huer er afstaða áhugaleikar- anna sjálfra? „Ég finn, að þau vilja gjarnan að fötlunin komi inn í myndina, sem er ekki nema eðlilegt. Það hlýtur að vera manni ofarlega í huga, þegar maður af einhverjum ástæðum til- heyrir minnihlutahópi í þjóðfélag- inu, sem þar að auki býr ekki við fullt jafnrétti á við flesta aðra þegna. Ég legg hins vegar áherslu á það, að það geta ekki allir gert alla hluti! Maður á ekki að þykjast vera annað en maður er, heldur nýta sér ann- marka sína. Snúa vörn í sókn." — Huað ertu að fást uið núna með fólkinu í Sjálfsbjörg? „Við erum að æfa leikrit, sem ekki hefur enn fengið nafn. Ég ætlaði að fá fólkið sjálft til þess að spinna upp þráðinn, en þegar það virtist ætla að ganga fremur hægt, tók ég mig til og skrifaði eitt stykki leikrit." Hér verður Edda hálfvandræðaleg og bætir hlæjandi við: „Þú mátt bóka það, að ég verð ekki tilnefnd til Nóbelsverðlauna fyrir þetta framlag mitt til leikritunar! Þegar ég var komin með þennan „ramma" og leikritið fór að fá á sig ákveðna mynd, fóru síðan tillögur að berast og ég hef ekki undan að bæta við og breyta. Meginuppistað- an í verkinu er ballferð og flestir leikaranna eiga í fórum sínum fjöld- ann allan af reynslusögum um þetta efni. Það er mjög merkilegt að kynnast því hvaða viðbrögð fatlaðir fá frá „okkur hinum" á skemmti- stöðum borgarinnar. Sumir bera vínföng í hinn fatlaða, aðrir nota þá sem skriftafeður og enn aðrir verða reiðir yfir því að hafa fatlað fólk fyr- ir augunum, þegar þeir eru að skemmta sér. Algengustu viðbrögð- in eru hins vegar líklega vorkunn- semi — það liggur við að hinum fatl- aða sé klappað á kollinn og hann álitinn einhver aumingi. Fólki hætt- ir til að gleyma því að maður hættir ekkert að vera manneskja, þó mað- ur eigi við líkamlega fötlun að stríða! Það er verulega hollt fyrir fólk að hafa það í huga, að þetta get- ur komið fyrir okkur öll." — Örlar þarna á reiði, Edda? „Já, ég býst við því. Þegar maður kynnist þeim heimi, sem fatlaðir lifa í, verður maður ósjálfrátt reiður vegna þess skilningsleysis sem þeir verða að búa við. Ég er ekki þar með að segja að ég hafi sjálf gert mér næga grein fyrir þessu áður. Minn skilningur á þessari ójöfnu að- stöðu er til kominn vegna samskipta minna við þessa áhugaleikara á allra síðustu mánuðum. Það er hins vegar hreinlega uöntun að sjá ekki heiminn í stærra samhengi. Smá- vægilegt kvef getur t.d. orsakað heilmikla sjálfsvorkunn og mæðu, en slík vandamál verða lítil og smá- vægileg í samanburði við það að þurfa að fara allra sinna ferða í hjólastól." — Vinnurþú að einhuerju leyti eft- ir erlendri fyrirmynd? „Ég hef sótt tvö námskeið erlend- is og vona að þau geti orðið fleiri í framtíðinni. Allur skilningur á þess- um málum er mikið lengra kominn erlendis. Þar eru t.d. starfandi áhugamannaleikhús, sem eingöngu eru mönnuð heyrnarlausu fólki, og svo koma mörg leikhús til móts við þarfir hinna fötluðu á ýmsan hátt. Þar má t.d. nefna túlkunarþjónustu fyrir heyrnarlausa, en þá er textinn fluttur jafnóðum á táknmáli, og hljóðritaða lýsingu á leikmynd og leikurum, sem blindir geta hlustað á fyrir sýningar. Mér finnst hins vegar að íslenskt leikhús hafi ekki komið nægilega til móts við þarfir fatlaðra, nema þá helst Alþýðuleikhúsið. Þegar það var til húsa í Hafnarbíói, voru nokkrir bekkir fjarlægðir, svo alltaf væri nægilegt rúm fyrir hjóla- stóla." — Þú ert líka að leikstýra heyrnar- lausum, ekki satt? „Jú, við erum að æfa atriði, sem sýnd verða á samnorrænni ráð- stefnu í Þjóðleikhúsinu á næsta ári. Þarna verður heyrnarlaust fólk frá öllum Norðurlöndunum með stuttar leiksýningar á milli dagskrárliða, en það mæðir mest á Islendingunum sem gestgjöfum og skipuleggjend- um. Við verðum með einn leikþátt, en verðum þar að auki að hafa ýmis- leg smálegt á takteinum til þess að fylla upp í dagskrána ef einhverjar tafir verða á milli atriða. Þetta verð- ur að ganga eins og vel smurð vél." — Er einhuer munur á þuíað leik- stýra þessum tueimur hópum? „Að mörgu leyti er þetta gerólíkt. Það gefur allt aðra möguleika að leikstýra heyrnarlausu fólki en þeim, sem eiga við hreyfiörðugleika að stríða. Hinir heyrnarlausu eru svo vanir að tjá sig með látbragði að slík leiklist liggur afar vel fyrir þeim. Ef þau fá að ráða sjálf, geta þau líka spunnið upp endalausan söguþráð út frá einni setningu eða jafnvel einu orði. Þá er farið út í minnstu smá- atriði. Það hentar þeim hins vegar síður að fara eftir afmörkuðu hand- riti, því það virðist setja þeim of miklar skorður. Hópurinn hjá Sjálfsbjörg vinnur aftur á móti miklu betur, ef um ákveðna forskrift er að ræða, og þar er að sjálfsögðu hægt að nýta rödd- ina. Satt að segja dreymir mig um að sameina einhvern tímann þessa tvo hópa. Annar þeirra leggi þá til rödd- ina, en hinn líkamann. Það gæti orðið virkilega spennandi." — Huernig gengur starfið með heyrnarlausa fólkinu? „Ég er nú að læra táknmál í augnablikinu og gengur svona upp og ofan. Ég er búin að læra stafrófið, en þau hlæja mikið að mér og segja að ég sé allt of stíf. Annars nota þau varalestur til þess að skilja mig og sjálf geta þau beitt röddinni, þó þau heyri ekki. Sem sagt, engir sam- skiptaörðugleikar. Það er hins vegar Ijóst, að það er stundum um mismunandi húmor að ræða hjá okkur. Það kemur að öll- um líkindum til sökum mismunandi reynsluheims, svo ég noti eitt af þessum tískuorðum. Mér fannst ég t.d. koma með alveg bráðfyndna hugmynd í verkið með því að láta fjallkonuna flytja ræðu sína á tákn- máli, en áheyrendur standa allir með kíki til þess að fylgjast með. Þetta fannst hópnum gjörsneytt því að vera vitund hlægilegt!" Edda var að lokum spurð að því hvað væri erfiðast við að leikstýra fötluðum áhugaleikurum. Hún svar- aði að bragði: „Það er erfiðast að finna tíma fyrir æfingarnar! Ég held svei mér þá að fatlað fólk sé helm- ingi félagslyndara en almennt gerist og gengur. Þau eru öll á kafi í félags- starfi og hafa alltaf óskaplega mikið að gera." — Framtíðaráform? „Við stefnum'að því að stofna formlegt áhugamannaleikfélag og sækja um aðild að Bandal. ísl. leik- félaga." leftir Jónínu Leósdóttur mynd Jim Smartl 14 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.