Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 8
það var látið gera, eða því sem næst verð, sem hefði orðið nær einum þriðja lægra en raun varð á. Þannig var einu fyrirtæki hyglað á kostnað annars í þessu litla dæmi. Helgarpósturinn hefur undir höndum upplýsingar um afsláttar- kjör einstakra fyrirtækja og eru stjórnarmenn óneitanlega áberandi í þessum hópi. Raunar mun hafa verið gerð úttekt á hagnaði Haf- skips af hinni svokölluðu „úrvals- deild" og niðurstaðan var sú, að hagnaður fyrirtækisins af viðskipt- um við fyrirtæki stjórnarmanna og allnokkur önnur fyrirtæki „vina“ Hafskips hafi verið sáralítill. Niður- staðan var einfaldlega sú, að Haf- skip gerði alltof vel við þessi fyrir- tæki, en það eru einmitt talsmenn þeirra, sem mest hafa talað um nauðsyn samkeppninnar við Eim- skip til þess að halda farmgjöldun- um niðri. Af afsláttarskrám Hafskips sést, að vel var gert við þá stóru. Hins vegar var yfirleitt alltaf tekið fullt gjald af t.d. námsmönnum á leið heim til Islands og lágmarksafslátt- ur veittur smærri innflytjendum. Afsláttur var gerður upp ýmist eft- ir 3 mánuði, 4 mánuði, 6 mánuði eða í lok viðskiptaárs (desember- tékkarnir). Þá var einnig um að ræða mismunandi greiðslukjör eftir því hver átti í hlut. (Sjá meðfylgjandi skrá, sem sýnir tilbrigðin.) Þá er þess að geta, að afslátturinn var ávallt greiddur út með hand- hafaávísunum. Til marks um þær upphæðir, sem um ræðir sakar ekki að birta skrá um nokkur fyrirtæki, sem höfðu fengið greiddan 3ja og 6 mánaða afsláttinn sinn í júlí 1983 (miðað við framfærsluvísitölu væru þessar töl- ur 77% hærri nú): S. Óskarsson 57.327.- Sjöfn, Akureyri 17.112.- SÍS, innkaupadeild 176.280- Valgarður Stefánsson 110.965.- Pólaris/Sana/Sanitas 193.980- Línan 27.210.- Bústoð 24.065- Hreiðrið 15.836,- Álnabær 16.892,- H.P. húsgögn 51.248- Harpa 184.828.- Harðviðarval 79.535.- Goddi sf. 41.913,- B.T.B. 40.073,- Efrragerð Laugarness 6.672- Víðir Finnbogason (Teppaland) 60.018- Ljómi 351.018- Hólagarður 2.485- Pardus sf. 30.322- Egill Árnason 90.727- Axel Eyjólfsson 38.016,- Prentsmiðjan Oddi 73.435.- Eftir aðeins fjóra mánuði ársins 1983 höfðu Kristján Ó. Skagfjörð fengið rúmar 162 þúsundir króna, Húsasmiðjan 531 þúsund krónur og BYKO 347 þúsundir króna. En til viðbótar alls kyns afslætti og misþægilegum greiðslukjörum má svo ekki gleyma enn einum af- slættinum, sem reyndar kom bezt út fyrir suma innflytjendur. Þessi af- sláttur fólst í rangri flokkun á vör- um. Þannig voru vörur færðar niður um verðflokka samkvæmt skila- boðum á miðum frá skrifstofunni og við samanburð er ákaflega erfitt að átta sig á skynsamlegum rökum að baki mismunandi flokkunum. Raunar segja ýmsir viðmælendur HP, að skiptaráðandanum í Reykja- vík sé enginn smávandi á höndum ætli hann að rannsaka bókhald og fjármál Hafskips ofan í kjölinn. Hér sé um að ræða þvílíkan frumskóg, að það sé ekki fyrir hvítan mann að skilja vitleysuna. * Einn heimildarmanna HP sagði, að eina leiðin fyrir rannsóknaraðilja málsins væri sú að fara skref fyrir skref í gegnum reksturinn og allar færslur með aðalbókara Hafskips. Að öðrum kosti yrði þessi rannsókn ekki barn í brók og skiptaráðendur, þeir Ragnar Hall og Markús Sigur- björnsson, myndu drukkna í papp- írsflóði. Raunar er Ragnar búinn að fá for- smekkinn af því. Hann fór í könnun- arferð á skrifstofur Hafskips í New York og þar urðu fyrir honum „haugar" af alls kyns nótum, en minna af góðu og gildu bókhaldi. Nú mun Ragnar vera kominn til Hamborgar sömu erindagjörða. SKOÐANAKÖNNUN HELGARPÓSTSINS A ALBERT GUÐMUNDSSON AÐ SEGJA AF SÉR VEGNA HAFSKIPSMÁLSINS? ALBERT Á AÐ SITJA ÁFRAM • SEGJA 64% LANDSMANNA • 36% VILJA AFSÖGN RÁÐHERRANS • 77% VILJA RANNSÓKN ALÞINGIS FYRIR OPNUM TJÖLDUM Góöur meirihluti Islendinga er þeirrar skoöunar, aö ekki sé ástœöa til þess fyrir Albert Guömundsson iönaöarráöherra, aö hann segi af sér embætti á meöan rannsókn Haf- skipsmálsins fer fram. Samkvœmt skoöanakönnun HP telja 64% aö- spuröra, aö hann eigi ekki aö segja afsér, en 36% telja aö hann eigi aö segja af sér. Að undanförnu hafa verið færðar fram ákveðnar kröfur um, að ráð- herrann segði af sér vegna tengsla sinna við Hafskipsmálið/Útvegs- bankamálið og er fyrst og fremst átt við, að Albert var á sama tíma for- maður bankaráðs Útvegsbankans og formaður stjórnar Hafskips, sem nú hefur verið tekið til gjaldþrota- skipta. Sjálfur sá ráðherrann ástæðu til þess, að óska eftir því við ríkis- saksóknara, að sérstök rannsókn færi fram vegna ásakana, sem hann hafi orðið fyrir. Þessu hafnaði ríkis- saksóknari á þeirri^ forsendu, að málefni Hafskips og Útvegsbankans að hluta væru nú þegar í rannsókn hjá skiptaráðandanum í Reykjavík. Þá er þess að geta, að Albert Guð- mundsson hefur látið í veðri vaka, að hann muni ef til vill sjá sig knúinn til þess að stefna tveimur eða þrem- ur aðiljum vegna ærumeiðandi um- mæla. Fyrsta spurning Helgarpóstsins hljóðaði svo: „Telur þú, að Albert Guðmunds- son eigi að segja af sér ráðherra- embætti á meðan á rannsókn á máli Hafskips og Útvegsbankans fer fram?“ í Reykjavík voru sýnu fleiri þeirr- ar skoðunar, að Albert ætti að segja af sér en úti á iandi. Þannig töldu 45%, að hann ætti að segja af sér, en 55% ekki. I dreifbýlinu og á Reykja- nesi töldu hins vegar aðeins 30%, að hann ætti að segja af sér, en 70% ekki. í öðru lagi spurðum við hvort fólk væri hlynnt þeirri rannsókn, sem er í gangi hjá skiptaráðanda og hins vegar svo hjá sérstakri nefnd ríkis- stjórnarinnar, sem Hæstiréttur mun væntanlega skipa. Um 70% lýstu sig sammála því fyrirkomulagi, miðað við allt landið. Fleiri lýstu sig ósam- mála þessari skipan í Reykjavík en úti á landi. I þriðja lagi var spurt hvort fólk teldi, að Alþingi ætti að kjósa rann- sóknarnefnd til að kanna Hafskips- málið. 62% lýstu sig fylgjandi því, en 38% voru andvíg. Andstaðan var ívið sterkari úti á landi. Loks var svo spurt hvort rannsókn málsins ætti að fara fram fyrir opn- um tjöldum og svarið við þeirri spurningu var afdráttarlaust: 77% vilja, að slík rannsókn Alþingis fari fram fyrir opnum tjöldum, en að- eins 23% kváðu nei við. Fylgjendur opinnar rannsóknar voru ívið fleiri úti á landi en í Reykjavík. Óhætt er að fullyrða að þessi nið- urstaða komi mest á óvart af svör- um þeirra, sem lentu í úrtaki skoð- anakönnunar Heigarpóstsins. Fyrir Alþingi liggja nú tvær tillögur um rannsóknarnefndir Alþingis sam- kvæmt 39. grein stjórnarskrárinnar og gerir tillaga alþýðuflokksmanna ráð fyrir að nefndin starfi fyrir lukt- um dyrum, en tillaga Alþýðubanda- lags gerir ráð fyrir opinni rannsókn- arnefnd að bandarískum hætti. Telja verður fylgi við rannsókn- arnefnd Alþingis og fylgi við að slík nefnd starfi fyrir opnum tjöldum all- merkilega niðurstöðu í ljósi þess, að hérlendis er engin hefð fyrir rann- sóknarnefndum af þessu tæi þrátt fyrir ákvæði þar um í stjórnarskrá lýðveldisins. í heild verður ekki önnur ályktun dregin af þessari niðurstöðu en sú, að Albert Guðmundsson nýtur mik- illa vinsælda og trausts og á þessu stigi verður ekkert staðhæft um það hvort Hafskipsmálið/Útvegsbanka- málið hefur skaðað hann og stjórn- málaferil hans. Af þessari skoðanakönnun er það líka ljóst, að langflestir vilja, að rannsókn fari fram í þessu máli, þótt menn greini á um leiðir. Mikið fylgi við rannsóknarnefnd Alþingis er at- hyglisverð niðurstaða og þar er rík- isstjórnin í minnihluta. H.H. GREINARGERÐ SKAIS Síðastliðinn mánudag, 16. des- ember, gerði SKAIS skoðanakönn- un fyrir Helgarpóstinn (símakönn- un, byggð á tölvuúrtaki skv. skrá Landsímans). Úrtakið var 600, eða 0,34% af íbúafjölda, 16 ára og eldri, miðað við 1. desember 1984, að við- bættri áætlaðri fjölgun (1,4%) til 1. desember í ár (1985). Úrtakið var flokkað í tvö aðalsvæði eins og hér segir: Reykjavík 232 sem er 0,34% af 67.940 Dreifbýlið og Reykjanes: 368 sem er 0,34% af 107.889 Allt landið: 600 sem er 0,34% af 175.831 í þessari skoðanakönnun var spurt: 1. Telur þú aö Albert Guömundsson eigi aö segja af sér ráöherraembætti á meöan rannsókn á máli Hafskips og Útvegsbankans fer fram? II. Telur þú aö skiptaráöandi og þriggja manna nefnd, skipuö af Hœstarétti, eigi að rannsaka Haf- skipsmáliö? III. Telur þú aö Alþingi eigi aö kjósa rannsóknarnefnd til aö kanna Haf- skipsmáliö? IV. Telur þú aö rannsókn málsins eigi aö fara fram fyrir opnum tjöld- um? Svaraprósenta í þessari könnun var innan við 80, sem er mun lægra hlutfall en í öðrum skoðanakönnun- um, sem SKAÍS hefur gert fyrir Helgarpóstinn. Má ætla að af- skipti Helgarpóstsins af málinu hafi haft sín áhrif, fyrst og fremst varð- andi þátttöku (þeir sem svöruðu vs. þeir sem neituðu að svara) og e.t.v. einnig um afstöðu manna til máls- ins. Tölulegar niðurstöður birtast í meðfylgjandi töflum. TELUR ÞÚ AÐ ALBERT GUÐMUNDSSON EIGIAÐ SEGJA AF SÉR RÁÐHERRAEMBÆTTIÁ MEÐAN RANNSÓKN Á MÁLI HAFSKIPS OG ÚTVEGSBANKANS FER FRAM? Reykjavík: fjöldi hlutfall hlutfall þeirra sem tóku afstööu já 71 30,6 44,9 nei 87 37,5 55,1 ekki viss 27 11,6 — svara ekki 47 20,3 — Dreifbýlið og Reykjanes: fjöldi hlutfall hlutfall þeirra sem tóku afstööu já 76 20,7 30,2 nei 176 47,8 69,8 ekki viss 38 10,3 — svara ekki 76 21,2 — Allt landið: fjöldi hlutfall hlutfal! þeirra sem tóku afstööu já 147 24,5 35,9 nei 263 43,8 64,1 ekki viss 65 10,8 — svara ekki 125 20,8 — TELUR ÞÚ AÐ SKIPTARÁÐANDIOG ÞRIGGJA MANNA NEFND, SKIPUÐ AF HÆSTARÉTTI, EIGIAÐ RANNSAKA HAFSKIPSMÁLIÐ? Allt landið: fjöldi hlutfall hlutfall þeirra sem tóku afstööu já 268 44,7 69,8 nei 116 19,3 30,2 ekki viss 91 15,2 — svara ekki 125 20,8 — TELUR ÞÚ AÐ ALÞINGI EIGIAÐ KJÓSA RANNSÓKNARNEFND TIL AÐ KANNA HAFSKIPSMÁLIÐ? Allt landið: fjöldi hlutfall hlutfall þeirra sem tóku afstööu já 254 42,3 61,5 nei 159 26,5 38,5 ekki viss 62 10,3 — svara ekki 125 20,8 — TELUR ÞÚ AÐ RANNSÓKN MÁLSINS EIGIAÐ FARA FRAM FYRIR OPNUM TJÖLDUM? Allt landið: fjöldi hlutfall hlutfall þeirra sem tóku afstööu já 322 53,7 76,5 nei 99 16,5 23,5 ekki viss 54 9,0 — svara ekki 125 20,8 — PFAFF, BORGARTLINI20, BORGAR ÞESSA KÖNNUN 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.