Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 6
eftir Sigmund Erni Rúnarsson INNLEND YFIRSYN 11 EUtOCARO Greiðslukortafyrirtækin hafa kaupmenn „í vas- anum“. Það kemur hvað • gleggst fram núna um 1 jólin. s Kaupmenn slegnir um 1 hálfan milljarð Helgarpósturinn hefur reiknað það út að korthafar muni slá kaupmenn landsins um giska hálfan milljarð króna á tímabilinu frá átjánda þessa mánaðar til aðfangadags. For- sendur þessarar upphæðar eru fengnar með því að margfalda fjörutíu þúsund virka greiðslukortanotendur með tólf þúsund krónum, en það er að mati sérfræðinga var- lega áætluð upphæð sem að meðaltali verði tekin út á hvert þeirra plasta sem notuð verða fram að jólum. Þessvegna er ekki leng- ur fáránlegt að tala um kaupmenn sem einn stærsta „banka" landsins! Forsvarsmenn Kaupmannasamtakanna og greiðslukortafyrirtækjanna tveggja, Visa ís- land og Kreditkorta hf, samþykkja fyrir sitt leyti ofangreindar forsendur. Hinir síðar- nefndu ætla jafnframt að notkun greiðslu- korta muni aukast um sextíu prósent í þess- um desember umfram aðra mánuði ársins, en ef sumarmánuðunum sé sleppt í þeirri viðmiðun — en þá er notkunin næst mest — sé aukningin enn meiri, eða nærfellt 75 pró- sent. Gjafavara verður væntanlega að fjórum fimmta hluta greidd með kortum á umgetnu tímabili, að því er forsvarsmenn þessara að- ila hafa á tilfinningunni. Kaupmenn hryllir við þessari þróun, þó þeir vilji í sjálfu sér ekki standa á móti henni sem slíkri. Það sem þeir hafa við þetta að at- huga er fyrst og fremst aðferðin sem notuð er við innheimtuna. Þeir benda á að í hvert sinn sem kúnni kaupir af þeim vöru, falli það í hlut verslunarinnar að greiða þrjú prósent skatt af þeim viðskiptum en viðskiptavinur- inn fái hinsvegar vöruna á sama verði og hefði hann staðgreitt hana. „Kaupmaðurinn þarf að borga fyrir það að lána," eins og einn viðmælenda blaðsins orðaði þetta. Kúnninn situr hinsvegar við sama borð og sá sem staðgreiðir, og hagnast þar með tölu- vert á viðskiptunum, þar eð hann fær þau í reynd lánuð i allt að hálfan annan mánuð, án vaxta. Þeir lenda líka á kaupmanninum og eru oftast i kringum þrjú prósent. Þannig læt- ur nærri að bindingin og beinn kostnaður kaupmannsins af kortaviðskiptum, reiki á bilinu fimm til sjö prósent. Einn af æðstu mönnunum innan Kaupmannasamtakanna viðurkenndi í samtali við HP að kaupmenn væru almennt farnir að reikna með þessum kostnaði við álagningu vara sinna. Afleiðingin er sú, að sá viðskiptavinur sem staðgreiðir vörur, er farinn að borga hluta af vörunni sem korthafi kaupir. Kaupmenn jafnt og þeir sem nota ekki greiðslukort, standa ráðþrota frammi fyrir þessum vanda. „Við erum nauðbeygðir til þess að taka við þessum kortum, sjáðu bara Hagkaup, KEA og fleiri risa; þeir hafa þurft að láta í minni pokann fyrir þessum aðilum," segir einn kaupmaður við HP. Hann og aðrir kollegar hans viðurkenna fúslega að greiðslukorta- fyrirtækin hafi kaupmenn „svona nokkurn- veginn" í hendi sér, hvað þetta atriði varðar. ,,í vasanum," eins og einn komst reyndar að orði. Viðspyrna verslunareigenda við þessum „vágesti" sem þeir telja kortin vera í þeirri mynd sem þau eru núna, hefur einkanlega fólgist í því að reyna að fá viðskiptavini til þess að greiða vöruna frekar með peningum, gegn sex og allt að tíu prósent afslætti. Menn eru hinsvegar sammála um að þessi mótleik- ur dugi skammt. Og þá aldrei verr en einmitt í jólamánuðinum, þegar menn nota kortin gagngert til þess að geta dreift þeim aukna kostnaði sem jólin hafa í för með sér fyrir hvert heimili, yfir á fleiri mánuði. Almennt viðkvæði verslunareigenda virð- ist vera að sífellt erfiðara sé að koma á fót smáfyrirtækjum á borð við til dæmis gjafa- vöruverslanir. Ástandið hafi aldrei verið verra í þeim efnum en einmitt núna. Þessir menn benda reyndar á að allt hafi hjálpast að á undanförnum vikum til þess að gera kaup- mönnum lífið leitt og er þar sérstaklega bent á þá sem eru að koma á fót nýjum verslun- um. Fyrir nú utan það að fá ekki eitthvað um sjötíu prósent innkomunnar í eigin kassa fyrr en allt að hálfum öðrum mánuði liðnum, og þar af tapa um sex prósentum í þeirri upp- hæð, hefur svo verið að lánafyrirgreiðsla úr bönkum á undanförnum mánuðum hefur verið í algjöru lágmarki og oftast engin þeg- ar og ef menn hafa ekki þeim mun sterkari sambönd. Önnur lán en bankalán hafa síðan verið næsta ófáanleg á síðustu viku, viðurkenna menn, og eru þá að tala um svonefnd okur- lán. Ástæðuna vita menn. Flestir kaupmenn virðast réttlæta þau, þegar svo ber undir að vörur þurfi að leysa í hvelli út úr tolli. Ofan á allt þetta bætist svo gjaldþrot Hafskips, en við það stöðvaðist Skaftáin í Evrópu, en hún hafði að geyma mjög mikið magn af jóla- varningi verslana. Bakkafoss, skip Eimskipa- félagsins, tók við vörum Skaftárinnar ytra fyrir nokkrum dögum, eins og komið hefur fram í fréttum, en þá tók ekki betra við en svo að skipið bilaði, og er ekki væntanlegt heim fyrr en í fyrsta lagi á laugardag. Það er vitaskuld of seint fyrir langflesta þá verslun- areigendur sem hlut áttu í varningi Skaftár- innar. En hvað um notendur krítarkortanna? Kannski er réttmætt að spyrja hvort þeirra vandi sé ekki nokkur, úr því sem komið er. Svarið hlýtur að vera jákvætt og skal þar til dæmis vitnað í forsvarsmann annars korta- fyrirtækisins, sem segist ekki búast við öðru en að mikið verði um það að korthafar fari yfir þá hámarksúttekt sem þeim er leyfileg á hverju úttektartímabili. Hún er að meðaltali um þrjátíu þúsund, en getur mest verið um fimmtíu þúsund þegar einstaklingar eiga í hlut. Nú er vitaskuld vonlaust að ætla hvað hver landsmaður gefur fyrir mikið á jólum. Allir meðaltalsútreikningar í því efni eru nánast út í hött, þó ekki væri nema fyrir þær sakir að gjafakapphlaupið ku vera farið að hafa öfug áhrif á fólk; algengara sé að verða að fólk kaupi litlar persónulegar gjafir og hundsi þannig þær geðveikislegu jólaauglýs- ingar sem hamra á fólki um þetta leyti og flestir fá ímugust á undir það síðasta; einnig að þess sé farið að gæta í æ ríkara mæli að fólk sé farið að búa til margar gjafir sínar sjálft. Auðvitað verður samt mikið keypt. .. . . .og þær tólfþúsundir sem nefndar voru í fyrstunni sem forsenda þess að kaupmenn yrðu slegnir um hálfan milljarð fram að jól- um, eru væntanlega ekki nema hluti þess fjármagns sem menn leggja að meðaltali í kassa kaupmanna þessi jólin. Eitt er örugg- ast af þessu öllu að timburmenn gjaíakapp- hlaupsins verða býsna miklir á næsta ári. Þeir korthafar sem bara taka út fyrir tólf- þúsund þurfa aukavinnu í janúar, að ekki sé nú talað um þá sem forsvarsmaður annars krítarfyrirtækjanna nefndi áðan; þá „mörgu" sem fara yfir strikið í ár, jafnvel yfir á sjötta tug þúsundanna og lengra. . . Gleðileg jól. ERLEND YFIRSYN Stjórnmálabaráttan í Noregi stendur um þessar mundir ekki fyrst og fremst milli stjórnarliðs og stjórnarandstöðu á Stórþing- inu. Orðaskipti Káre Willoch, forsætisráð- herra og leiðtoga Hægri flokksins, og Gro Harlem Brundtland, formanns Verkamanna- flokksins, eru ekki sem stendur þungamiðja pólitískrar framvindu. Tekist er á um það af hörku og með þó nokkrum refjum, hversu háttað verður sambúð stjórnarflokkanna þriggja og smæsta þingflokksins, Framfara- flokksins. Sá flokkur vill fyrir hvern mun láta innlima sig með formlegum hætti í stjórnar- fylkinguna. Ríkisstjórnin afþakkar jafn ákveðið að leggja lag sitt við flokkinn, þótt hún eigi einatt líf sitt undir atkvæðum tveggja Framfaraflokksþingmanna. í kosningabaráttunni fyrir Stórþingskosn- ingarnar í haust hét Carl I. Hagen því statt og stöðugt, að fella ekki stjórn borgaraflokka undir forustu Hægri flokksins, kæmust þeir félagar í oddaaðstöðu á þingi. Kosningaúrslit urðu þau, að þingflokkur Framfaraflokksins helmingaðist, fór úr fjórum þingmönnum niður í tvo. En vegna kosningasigurs Verka- mannaflokksins, sem gerði fylkingar stjórn- arflokka og stjórnarandstöðu svo jafnar að ekkert má útaf bera í átakamálum, ríður tveggja manna þingflokkurinn baggamun- inn, þegar í odda skerst. Káre Willoch er ekki flasfenginn maður, en honum varð á að tala af sér á kosninganótt- ina. Þegar úrslit lágu fyrir lét hann svo um mælt, að þrátt fyrir missi þingmeirihlutans myndu stjórnarflokkarnir halda sitt strik og ekki taka neitt tillit til Framfaraflokksins og oddaaðstöðu hans manna. Þetta sagði Willoch í trausti á að Hagen hefði bundið sig svo rækilega í kosningabaráttunni til að verja stjórnina falli að ekki yrði undan vikist. Jafnframt var forsætisráðherranum umhug- að um að auðvelda miðjuflokkunum tveim sem mest að endurnýja stjórnarsamstarfið, en hreinræktuð markaðshyggjustefna Fram- faraflokksins er eitur í þeirra beinum. Komið er í ljós að Carl I. Hagen kann nú að snúa snældu sinni fyllilega á við Willoch. Hann kom nú með þá útleggingu á heiti Framfaraflokksmanna að viðhalda borgara- legri ríkisstjórn, að þar með væri ekki sagt að yfirlætisfullum forsætisráðherra slíkrar stjórnar væri óhætt að virða þá að vettugi og eiga samt atkvæðin tvö vís, ef í nauðir ræki. Carl I. Hagen reynir að knýja Willoch forsætis- ráðherra til að þiggja stuðning. Norska stjórnin streitist á móti vidbót viö þingstyrk sinn Framfaraflokkurinn myndi standa við að koma í veg fyrir að Verkamannaflokksstjórn kæmist til valda. Þótt stjórn Káre Willoch félli, kæmi bara í staðinn önnur stjórn borg- araflokka, en nú undir forsæti manns úr Hægri flokki sem ekki væri bundinn af van- hugsaðri storkun við Framfaraflokkinn. Það sem af er þingi hefur Hagen undirbúið að króa Willoch af við hentugt tækifæri. Til kastanna kom við afgreiðslu fjárlagafrum- varpsins. Þar er fullt af ágreiningsefnum, sem Framfaraflokkurinn getur átt um samleið með vinstri flokkunum án þess að gefa á sér pólitískan höggstað. Til fjárlaga- afgreiðslunnar kom Hagen með samþykkt frá flokksstjórn sinni, þar sem þeim tvímenn- ingum í þingflokknum er falið að koma fjár- lögum því aðeins í höfn fyrir stjórnina, að ljóst sé að Framfaraflokkurinn sé viður- kenndur aðili að þingmeirihluta ríkisstjórn- arinnar. Fram til þess hafði stjórnarliðið aðeins haft samráð við Framfaraflokksþingmenn um undirbúning mála á sama grundvelli og þingflokka stjórnarandstöðunnar. í síðustu viku nægði það ekki lengur. Þá komu til at- kvæða útgjaldatillögur, sem Willoch hafði sagst gera að fráfararatriði fyrir stjórn sína, ef samþykktar yrðu. Ekki varð undan vikist að taka Framifaraflokksþingmann með á fund fulltrúa stjórnarflokkanna í fjárveit- inganefnd Stórþingsins. Hagen setti stjórnarflokkunum tvo kosti. Annað hvort kostaði stuðningur hans við fjárlagafrumvarpið að þar yrði tekið tillit til sérstakra tillagna Framfaraflokksins, svo næmi einhverjum tugum milljóna króna. Ella yrði látið koma fram í forsendum fyrir sameiginlegri tillögu um fjárlagaafgreiðsl- una, að Framfaraflokkurinn teldist til þess þingstyrks sem ríkisstjórnin byggði á. Kröfur þessar settu allt í uppnám á stjórn- arheimilinu. Hægri flokkurinn hefði vel get- að uppfyllt þær fyrir sitt leyti, ef það hefði ekki kostað að gera forsætisráðherrann ómerkan orða sinna. Öðru máli gegnir um hina stjórnarflokkana. Kjell Magne Bonde- vik, formaður Kristilega þjóðarflokksins, komst svo að orði, að þar væri ekki að finna fólk sem tilleiðanlegt væri til að selja sál sína. Forustumenn Miðflokksins voru álíka skor- inorðir. En jafnframt fóru fram áþreifingar bak við tjöldin milli Willoch og Hagens. Þeim hafði eftir Magnús Torfa Ólafsson nokkuð miðað áleiðis, þegar til atkvæða kom fyrsta tillagan sem Framfaraflokkurinn hafði samstöðu um með stjórnarandstöð- unni og Willoch hafði sagst gera að fráfarar- atriði. Hún fjallaði um að færa vænan skerf af getraunatekjum frá vísindarannsóknum til íþróttahreyfingarinnar. Þegar til kom greiddi Hagen mótatkvæði og varði stjórn- ina falli. Willoch tók nú það ráð, að fresta lokaaf- greiðslu fjárlaganna um tvo daga. í fyrradag virtist sýnt að þeir myndu nægja til að af- stýra stjórnarkreppu, að minnsta kosti fram yfir áramót. Ríkisstjórnin tók til greina það af útgjaldatillögum frá Framfarafiokknum, sem Hagen telur sig þurfa til að geta stað- hæft gagnvart flokksstjórn sinni að í verki hafi flokkurinn verið innlimaður í þingmeiri- hluta með stjórnarflokkunum. Hins vegar var engin yfirlýsing gefin, svo miðjuflokk- arnir telja sig geta þvegið hendur sínar af Hagen og hans liði. En þetta er aðeins vopnahlé, ekki varan- legur friður í stríði Carls I. Hagens fyrir að verða lýstur samkvæmishæfur í þingliði sem ber uppi norska ríkisstjórn. Tap Framfara- flokksins í síðustu þingkosningum sýnir að hann er í hættu að þurrkast út úr norskum stjórnmálum, nema honum takist að koma ár sinni fyrir borð í samspili flokkakerfisins með því að nota sér oddaaðstöðuna á þingi. Hagen verður þó að gæta sín að fara ekki of geyst í sakirnar. Ofsagt er í málafylgju hans, að óhætt sé að fella stjórn Káre Will- ochs, af því Framfaraflokkurinn sé á staðn- um til að fella minnihlutastjórn Verka- mannaflokksins. Þingrof er ekki leið út úr sjálfheldu á þingi í Noregi, hvert Stórþing er skyldugt að sitja sitt afmarkaða kjörtímabil. Miðjuflokkarnir eru ekki svo fast njörvaðir við Hægri flokkinn að önnur meirihluta- myndun á þingi sé útilokuð. Sér í lagi í Mið- flokknum eru öfl sem líta hýru auga þann möguleika að vinna til vinstri með Verka- mannaflokknum. Felli Framfaraflokkurinn Willoch til þess eins að á laggir komist stjórn undir forustu Gro Harlem Brundtland, væri verr farið en heima setið að dómi þess skoð- anahóps, sem smáflokkurinn ungi og öflug- ur Hægri flokkur kljást um í kosningunum. 6 HELGARPOSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.