Helgarpósturinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 2
UNDIR SOLINNI eftir Egil Helgason Hressilegur kosningaandblær Ég heyri það utanað mér að nýumliðin kosningabarátta hafi verið með eindæmum leiðinleg. Mér er líka sagt að kosninganóttin hafi verið leiðinleg — það var víst allt Hjúlett Pakkard-tölvunni að kenna, þeim mikla veisluspilli, sem kunni öll úrslit áður en vökumenn höfðu náð að skrúfa tappa af flöskum. Það er líka víst að sumum hafa ábyggilega þótt kosningaúrslitin leiðinleg, sérstaklega þeim sem urðu fallkandídatar og þurfa að fara að leita sér að öðru tómstunda- gamni en stjórnun bæja og sveita. En samt — það var ekki allt leiðinlegt, fjarri því; ef nán- ar er að gáð má finna gárunga sem hýrguðu kosningarnar með húmorískum tilþrifum og hressilegum andblæ. Ætli Steingrími Her- mannssyni hafi tildæmis ekki verið hlátur í hug þegar hann lýsti yfir óvefengjanlegum sigri Framsóknarflokksins, sem þráttfyrir að hann sé á niðurleið er samt á markvissri upp- leið. Bersýnilegt að ísmeygileg þrætubókar- list Þórarins Þórarinssonar (var hann ekki í sjónvarpinu?) hefur eignast sína verðugu lærisveina og hrópendur á þeim bæ, þótt sjálfur sé Tíma-Tóti að mestu hættur að prjóna í götin á framsóknarháleistunum. Annars benti mér á það gamall framsókn- armaður í hita kosningabaráttunnar að sé manni annt um líf sitt, limi og almenna vel- ferð sé vissara að hafa framsóknarmenn fyr- ir framan sig en fyrir aftan sig — ég er ennþá að bjástra við að ráða í þann stórasannleik sem líklega er fólginn í þessum orðum. Því- næst bætti hann því reyndar við að hver þjóð fengi þá stjórnendur sem hún ætti skilda — og líklega hver borg líka. Það er sjaldnast djúpt á gamanseminni þegar Davíð borgarstjóri Oddsson er annars vegar og þetta kunna borgarbúar að meta einsog kosningatölur sýna ótvírætt. Það er tilaðmynda ekki lítil gamansemi að hóa sam- an tæpum tug vinsælla listamanna — sem hingað til hafa flestir mátt búa við eignar- hald og ábúð vinstriaflanna — og láta þá lýsa yfir óbilandi trausti á manninn Davíð en samt ekki flokkinn sjálfstæðis, enda þótt andstæðingarnir vilji með einhverjum guð- fræðilegum hártogunum halda því fram að alltaf hljóti að fara saman þríeiningin menn, málefni og flokkur. Hvað um það: þessir ágætu listamenn, sem nú heita á víxl sæmd- arnafnbótunum „umskiptingarnir" ellegar „Reykjavíkurskáldin", vilja greinilega ganga á vegum borgarstjórans, eða hvað segir ekki í látbragðssöngnum sem er kyrjaður kröft- uglega í sunnudagaskólum þessa lands — Dauíö var lítill drengur á drottins vegum hann gekk... Þennan sama veg ganga þau óefað börnin sem brugðu á leik við borgarstjórann meðan hann heilsaði eldri kjósanda eftir útifund á Lækjartorgi og vildu ekki hleypa honum heim strax, einsog sagði í hugðnæmri frétt á baksíðu Morgunblaðsins. Já, Morgunblaðið, vel á minnst. Það góða málgagn droppaði inní heimsókn til Davíðs Oddssonar og Ástríðar í kosningavikunni og fékk höfðinglegar viðtökur. Blaðamaðurinn komst að raun um að á því heimiti væri ekki fyrir að fara íburðinum og tilgerðinni einsog í hibýlum annarra stjórnmálamanna: „Það er ánægjulegt að ganga í hús borgarstjóra- hjónanna á Lynghaga 5. Þar er engin sýndar- mennska, innan veggja eða utan, ekkert prjál, engir veislusalir, — heldur heimili, not- arlegt og fallegt heimili, einsog hæfir þessari friðsælu götu í Vesturbænum. Og garðurinn er stolt húsmóðurinnar." Svo hljóða óbreytt orð Morgunblaðsins og þarf líklega engu við að bæta. Alþýðuflokksmenn ráku kosningabaráttu, fulla af elskulegheitum og náungakærleik. Þeir „sögðu það með blómum" og komu fræðandi með rós inná hvert heimili í Hafn- arfirði — og uppskáru fyrir vikið heilan akur af hafnfirskum kratarósum. Hinsvegar virð- ast „blómin talandi" hafa talað fyrir daufum eyrum flestra höfuðborgarbúa, allavega gull- kornum stráðar pappírsrósirnar sem kratar sendu ungum reykvískum kjósendum. Boð- skapurinn þurfti svosem ekki að vefjast fyrir neinum: „HÆ! Við erum þrælhressir ungir jafnaðarmenn og ætlum að breyta þessu út- flippaða þjóðfélagi, sem snýst um stein- steypufyllerí, þrældóm og egótripp og endar svo á bömmer og meðferð hjá fjölda manns. Við gefum skít í þessa geðveiki... Víða um heim er fólk fangelsað, kvalið og drepið fyrir það eitt að styðja lífsskoðun okkar og bera þetta merki (rósina; innsk. mitt). . . Ef þú styður okkur í Alþýðuflokki þá munu margir rífast í þér og nöldra því við ætlum að ger- breyta þessu þjóðfélagi. En taktu þessu nöldri með kaldri ró, það kemur bara af íhaldssemi og meiriháttar hræðslu við breyt- ingar, — það er algjört þrjúbíó. En við spyrj- um þig. VILT ÞÚ BREYTINGAR? Eða sjúga gamla snuðið áfram?" Undirritað: „Ungt fólk með A-lista.“ Líkast til hafa þeir ekki meðtekið þessa þjóðleið ungra Alþýðuflokksmanna útúr alls- herjarvandanum almenna efnilegu rithöf- undarnir þrír sem á kjördag hlutu peninga- verðlaun fyrir að hafa skrifað bitastæðari smásögur en þrjúhundruð og sjötíu aðrir vonbeiðendur — þar ganga nefnilega ljósum logum „bömmerarnir", „egótrippin" og „geðveikin" sem ungkratarnir eru ekki par hrifnir af. Nei, mér liggur við að segja einsog svo margt heiðursfólk á undan mér — hvern- ig er það með unga fólkið, getur það ekki skrifað um eitthvað fallegt, göfugt og gott? Ég las þær í gær og er ennþá svolítið þung- lyndur. . . Jón Örn Marinósson, sem skrifað hefur pistlana á þessum stað frá síðasta hausti, er kominn í sumar- frí. Að hausti fáum við aftur flett upp í Jónsbókinni hans. HAUKUR í HORNI wj \mm K LJI TIL MINNIS „Svei mér þá, ég var bara búinn að stein- gleyma þessum yfir- burðum okkar strák- anna...“ 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað: 23. tölublað (05.06.1986)
https://timarit.is/issue/53866

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

23. tölublað (05.06.1986)

Aðgerðir: