Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 20
UTKALL íslenskar björgunar- og hjálparsveitir eru kallaðar út oft á hverju ári. í flestum tilfellum fær útkallið góðan endi - okkur berast góðar fréttir. En reynslan hefur sýnt, að auk þekkingar og reynslu getur réttur búnaður skipt sköpum. Stöðug endurnýjun þarf að eiga sér stað til þess að góður árangur náist. Til að afla fjár fyrir starfsemi hjálparsveitanna og til tækjakaupa, efnum við til stórhappdrættis. í boði verða 135 stórvinningar og 3000 aukavinningar. Markmið okkar er að hafa til taks harðsnúnar sveitir, hvenær sem hjálparbeiðni berst. STERKAR HJÁLPARSVEHIR - STERKAR LÍKUR Á GtoUM FRfTTUM. 135 ■ I STÓRVINNINGAR DREGIÐ12.JÚNÍ »3000♦ I HJÁLPARPAKKAR Á700 KR.STYKKIÐ LANDSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA FORD ESCORTCL5 GÍRA SHARP581 MYNDBANDSTÆKI PFAFF1171 SJÁLFÞRÆÐANDIMEÐ OVERLOCK SPORI PIONEERSllO HUÓMTÆKJASAMSTÆÐUR Æl þar sem greindi frá mikilli ólgu í liði kórfélaga Þjóðleikhússkórsins. Er ástæðan sögð sú að óperudeild Félags íslenskra leikara meini kórfélögum að syngja í minni hlut- verkum i óperunni Tosca, sem æf- ingar eru hafnar á. Telur félagið að sínir menn eigi að ganga fyrir í hlut- verkin og vitnar í kjarasamninga við Þjóðleikhúsið. Tveir menn eru nefndir í fréttinni í eitt eftirsóknar- verðasta hlutverkið. Það eru þeir Sigurður Björnsson og Júlíus Vífill Ingvarsson. Hið rétta mun vera að Júlíus Vífill hefur ekki sóst eftir hlutverki í Tosca. Hann er hins vegar maðurinn á bak við þrýsting félagsins á Þjóðleikhúsið, enda for- maður óperudeildar Félags ís- lenskra leikara. Sigurður Björnsson hefur hins vegar verið ráðinn í hlut- verk Spoletta. Eins og HP hefur greint frá áður verða það hinsvegar þau Kristján Jóhannsson og Elísabet F. Eiríksdóttir sem fara með allra stærstu hlutverkin í þessu merka verki Puccinis. . . B kosningabaráttunni gerast ýmsir hlutir bæði spennandi og skemmtilegir. Það á þó ekki síður við um kosningavökur flokkanna. Á Selfossi héldu Sjálfstæðismenn kosningavöku á kosningaskrifstof- unni. Þegar fyrstu tölur frá Selfossi birtust klukkan fimmtán mínútum fyrir tólf var spáin sú að Sjálfstæðis- menn hefðu tapað tveimur, einum til Kvennalistans og hinum til alla- ballanna. D-listamenn, sem höfðu verið mjög duglegir að smala á kjör- stað um kvöldið, bjuggust við allt öðrum tölum. Þetta fékk aftur á móti svo mjög á þá að þeir lokuðu kosningaskrifstofunni og létu af allri kosningavöku og fagnaði. Klukkan tólf voru þeir allir farnir heim. Þeir voru þó of fljótir á sér því þriðji mað- urinn hélst inni, Haukur Gíslason, en Kolbrún Guðnadóttir af G-lista náði ekki kjöri. . . A i^^ð eigin mati gekk Flokki mannsins bærilega vel í nýafstöðn- um kosningum og vissulega hlaut þetta framboð meira en spár höfðu bent til. Alls hlutu listar FM 1.691 atkvæði á þeim þrettán stöðum þar sem boðið var fram og aðstandend- ur hæstánægðir. Þegar öðru vísi er horft á málin er hitt þó réttara að Flokkur mannsins hafi í raun beðið afhroð. Fyrir tæpum tveimur mán- uðum lýsti Áshildur Jónsdóttir, efsti maður FM í Reykjavík, því yfir að skráðir félagar í Flokki mannsins væru á öllu landinu 5.742 á kosn- ingaaldri. heildarfylgið samsvarar því einungis um 30% af skráðum fé- lögum og því ljóst að flokksmenn hafa gjörsamlega brugðist í kosn- ingunum. Einna bestur varð árang- urinn i Reykjavík þar sem FM hlaut 1.036 atkvæði, en í borginni eru hins vegar 2.738 manns í félaga- skránni góðu... 20 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.