Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 38
HELGARDAGSKRÁVEIFAN
eftir Sigfinn Schiöth
Föstudagur 6. júní
19.15 Á döfinni.
19.25 Krakkarnir í hverfinu. Kanadískur
myndaflokkur fyrir börn og unglinga.
19.50 Fréttaágrip.
20.00 Fréttir.
20.40 Listahátíð í Reykjavík 1986.
20.50 Unglingarnir í frumskóginum.
21.20 Kastljós.
21.55 Reykjavíkurlag. Bein útsending frá
Broadway á úrslitum í keppni sem
Reykjavíkurborg hélt í samvinnu við
Sjónvarpið um lag í tilefni 200 ára af-
mælis borgarinnar.
22.55 Seinni fréttir.
23.00 Úr lífi strengbrúða ★★★ (Aus dem
Leben der Marionetten) Þýsk kvik-
mynd frá 1980. Leikstjóri Ingmar Berg-
man. Aðalhlutverk: Robert Atzorn,
Christine Buchegger. Þunglyndur
maður ofsækir konu sína og hugsar
um það eitt að ráða hana af dögum.
Um sömu mundir er vændiskona myrt.
í öldurhúsi og berast böndin brátt að
hinum ógæfusama eiginmanni.
00.30 Dagskrárlok.
Laugardagur 7. júní
16.00 Ítalía — Argentína. HM í knattspyrnu.
17.50 Spánn — Norður-írland. Bein útsend-
ing frá HM í knattspyrnu.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Listahátíð í Reykjavík 1986.
20.45 Kvöldstund með iistamanni —
Steingrímur Guðmundsson. Þorgeir
Gunnarsson ræðir við Steingrím Guð-
mundsson tónlistarmann sem starfar
í New York. I þættinum kemur faðir
hans, Guðmundur Steingrímsson
trommuleikari, einnig fram og flytur
með honum tónverk.
21.20 Fyrirmyndarfaðir.
21.50 Herbie Hancock á Broadway.
22.55 Kjarnorkuslys ★★★ Bandarísk bíó-
mynd frá 1979. Leikstjóri James Brid-
ges. Aðalhlutverk: Jane Fonda, Jack
Lemmon og Michael Douglas. Eftir-
litsmaður í kjarnorkuveri uppgötvar
smávægilega bilun sem gæti valdið
stórslysi. Hann reynir með aðstoð
blaðakonu að vekja athygli á hættunni •
en á í vök að verjast þar sem yfirvöld
kappkosta að halda slíkri hættu
leyndri fyrir almenningi.
00.55 Dagskrárlok.
Sunnudagur 8. júní
17.15 Sunnudagshugvekja.
17.25 Andrés, Mikki og félagar frá Walt
Disney.
17.50 Vestur-Þýskaland — Skotland. Bein
útsending frá HM í knattspyrnu.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Listahátíð í Reykjavík 1986.
20.45 Sjónvarp næstu viku.
21.00 Dave Brubeck á Broadway. Bein út-
sending.
22.00 Lífið er saltfiskur — fyrri hluti. ís-
lensk heimildamynd frá 1984, gerð í
tilefni af 50 ára afmæli Sölusambands
íslenskra fiskframleiðenda. Fjallað er
um saltfiskverkun á öllum stigum
hennar og fylgst með saltfiski til út-
flutnings þangað til hann er borinn á
borð neytandans erlendis.
22.50 Danmörk — Uruguay HM í knatt-
spyrnu.
00.30 Dagskrárlok.
©
Fimmtudagskvöldið 5. júní
19.00 Fréttir.
19.50 Daglegt mál.
20.00 Leikrit: „Ást í meinum" eftir Sim-
on Moss. Þýðandi og leikstjóri: Karl
Ágúst Úlfsson. læikendur: Flosi Ölafs-
son, Bríet Héðinsdóttir, Egill ólafsson,
María Sigurðardóttir, Rúrik Haralds-
son, Steindór Hjörleifsson, Sigurður
Karlsson, Viðar Eggertsson og Jakob
Þór Einarsson.
21.10 Píanósónata eftir Leif Þórarins-
son. Anna Áslaug Ragnarsdóttir leik-
ur.
21.20 Reykjavík í augum skálda.
22.20 Líkt og í spegli. Þáttur um sænska
leikhús- og kvikmyndaleikstjórann
Ingmar Bergman.
23.00 Túlkun í tónlist.
00.05 Frá Listahátíð í Reykjavík 1986:
Djasstónleikar Herbie Hancock í
veitingahúsinu Broadway fyrr um
kvöldið.
01.00 Dagskrárlok.
Föstudagur 6. júní
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
7.15 Morgunvaktin.
8.30 Fréttir á ensku.
9.05 Morgunstund barnanna.
10.30 Ljáðu mór eyra.
11.03 Samhljómur — Píanótónlist.
14.00 Miðdegissagan.
14.30 Nýtt undir nálinni.
15.20 Frá Trójumanna stríði. Jón R.
Hjálmarsson flytur söguþátt.
15.40 Suðrænir dansar.
16.20 Síðdegistónleikar.
17.03 Barnaútvarpið.
17.45 í loftinu. Blandaður þáttur úr neyslu-
þjóðfélaginu.
19.00 Fréttir.
19.55 Daglegt mál.
20.00 Lög unga fólksins.
20.30 Frá Listahátíð í Reykjavík 1986:
Paata Burchuladze og Sinfóníu-
hljómsveit íslands á tónleikum í Há-
skólabíói. Bein útsending. Stjórnandi:
Jean-Pierre Jacquillat.
*
Eg mœli meö
Sjónvarp sunnudaginn 8. júní
klukkan 22.00. Lífið er saltfiskur.
Bein útsending frá því þegar Davíð
Oddsson rennir fyrir saltfisk í Ell-
iðaánum í tilefni af 200 daga reyk-
ingabindindi sínu . . .
21.20 Islandsmótið í knattspyrnu. Lýst
verður síðasta hlutaleiks Valsog Fram
á Valsvelli og greint frá gangi mála í
öðrum leikjum umferðarinnar.
22.20 Sumartónleikar í Bruhl.
23.00 Frjálsar hendur.
24.00 Fréttir.
00.05 Frá listahátíð í Reykjavík 1986:
Djasstónleikar Herbie Hancock í
veitingahúsinu Broadway kvöldið
áöur.
01.00 Dagskrárlok.
Laugardagur 7. júní
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
7.15 Morgunglettur.
8.30 Fréttir á ensku.
8.45 Nú er sumar.
9.20 óskalög sjúklinga.
10.25 Morguntónleikar.
11.00 Frá útlöndum.
12.20 Fréttir.
13.40 Af stað.
14.00 Sinna. Listir og menningarmál líð-
andi stundar.
15.00 Miðdegistónleikar.
16.30 Söguslóðir í Suður-Þýskalandi.
17.00 íþróttafróttir.
17.03 Frá Listahátíð í Reykjavík 1986:
Paata Burchuladze og Sinfóníu-
hljómsveit íslands á tónleikum í Há-
skólabíói kvöldið áður. Stjórnandi:
Jean-Pierre Jacquillat.
19.00 Fréttir.
19.35 Sama og þegið.
20.00 Sagan: „Sundrung á Flambards-
setrinu" eftir K.M. Peyton.
20.30 Frá listahátíð í Reykjavík 1986:
,,The New Music Consort" að Kjar-
valsstöðum fyrr um daginn.
21.20 ,,í lundi nýrra skóga" Dagskrá í
samvinnu við Skógræktarfélag
Reykjavíkur.
22.20 Laugardagsvaka.
23.30 Danslög.
00.05 Miðnæturtónleikar.
01.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur 8. júní
Sjómannadagurinn
8.00 Morgunandakt.
8.30 Fréttir á ensku.
8.35 Létt morgunlög.
9.05 Morguntónleikar.
10.25 Út og suður.
11.00 Sjómannaguðsþjónusta í Dóm-
kirkjunni. Biskup íslands, herra
Pétur Sigurgeirsson, predikar.
12.20 Fréttir.
14.00 Frá útisamkomu sjómannadags-
ins við Reykjavíkurhöfn. Fulltrúar
frá ríkisstjórninni, útgerðarmönnum
og sjómönnum flytja ávörp. Aldraðir
sjómenn heiðraðir.
15.10 Að ferðast um sitt eigið land. Um
þjónustu við ferðafólk innanlands..
Suðurland.
16.20 Framhaldsleikrit: „Villidýrið í
þokunni" eftir Margery Alling-
ham í leikgerð Gregory Evans.
17.00 Frá listahátíð í Reykjavík 1986:
Ljóðatónleikar f Gamla bíói fyrr
um daginn.
18.00 Sunnudagsrölt.
19.00 Fréttir.
19.35 Laufey Sigurðardóttir leikur.
20.00 Ekkert mál.
20.40 Frá listahátíð í Reykjavík 1986:
,,The New Music Consort" að
Kjarvalsstöðum.
21.30 Útvarpssagan: ,,Njáls saga"
22.20 Frá listahátíð í Reykjavík 1986:
Ljóðatónleika í Gamla bíói fyrr um
daginn. Thomas Lander syngur lög
eftir Fauré, Strauss og Respighi. Jan
Eyron leikur með á píanó.
23.10 Sjómaður í blíðu og stríðu.
24.00 Fréttir.
00.05 Frá listahátíð í Reykjavík 1986:
Djasstónleikar Kvartetts Dave
Brubeck í veitingahúsinu Broadway
fyrr um kvöldið.
00.55 Dagskrárlok.
£
Fimmtudagskvöidið 5. júní
20.00 Vinsældalisti hlustenda rásartvö.
21.00 Gestagangur.
22.00 Rökkurtónar.
23.00 Þrautakóngur.
24.00 Dagskrárlok.
Föstudagur 6. júní
9.00 Morgunþáttur.
12.00 Hlé.
14.00 Bót í máli.
16.00 Frítíminn.
17.00 Endasprettur.
18.00 Hlé.
20.00 Þræðir.
21.00 Skuggar.
22.00 Kvöldsýn.
23.00 Á næturvakt með Vigni Sveinssyni
og Þorgeiri Ástvaldssyni.
03.00 Dagskrárlok.
Laugardagur 7. júní
10.00 Morgunþáttur.
12.00 Hlé.
14.00 Við rásmarkið.
16.00 Listapopp.
17.00 Skuggar.
18.00 Hlé.
20.00 Bylgjur.
21.00 Djassspjall.
22.00 Framhaldsleikrit: ,,Villidýrið í
þokunni" eftir Margery Alling-
ham í leikgerð eftir Gregory Evans.
23.00 Svifflugur.
24.00 Á næturvakt.
03.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur 8. júní
Sjómannadagurinn
13.30 Krydd í tilveruna.
15.00 Tónlistarkrossgátan.
16.00 Vinsældalisti hlustenda rásartvö.
18.00 Dagskrárlok.
SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA
17.03-18.15 Svæðisútvarp fyrir Reykja-
vík og nágrenni — FM 90,1 MHz.
17.03-18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri
og nágrenni — FM 96,5 MHz.
ÚTVARP
Þusað um útvarp
SJÓNVARP
eftir G. Pétur Matthíasson
Af kosningum og fótbolta
Útvarpinu skal hrósað. Sjaldan er góð
vísa of oft kveðin eða góðri sögu of oft
staglað í almenning og því verður það
framtak, að senda út upplestur Einars Olafs
Sveinssonar á Njálu, að teljast hróssins
vert. En vafalítið þarf kjark til.
Margir kunna að líta svo á að hér sé um
óheyrilega ódýrt og lélegt efni að ræða.
Gamla upptöku með löngu gegnum fræði-
manni. Auk þess engu til kostað. Á Skúla-
götunni þarf ekki annað en að skella segul-
bandsspólum inn í einhverja maskínu og
halla undir flatt. En hversvegna má ekki
flytja ódýrt efni? Margt af því efni þar sem
talsverðu er til kostað skilar engan veginn
inn því sem vænta má.
Annað gott efni í liðinni viku er viðtal
Ara Trausta Guðmundssonar við Sigurjón
Rist vatnamælingamann, sem sent hefur
verið út í tveimur hlutum undanfarin tvö
laugardagskvöld. Undirritaður verður
raunar að játa að hafa aðeins heyrt fyrri
hluta viðtaísins en misst af þættinum síð-
asta laugardag. Áreiðanlega ekki sá eini
sem lét ýmislegt framhjá sér fara þann vit-
leysis kosningadag. Ari Trausti kemur fram
sem spyrjandi af gamla skólanum, spyr við-
mælanda sinn um ættir og uppruna og allt
þetta kann ég sérlega vel að meta. I okkar
fjölmiðlaheimi er það orðið allt of algengt
að litið sé á menn sem einhverskonar af-
sprengi af sjálfu sér og í besta falli skóla-
stofnunum og einhverjum götuheitum.
Ættfærslur eiga lítið upp á pallborðið og er
það miður.
Um kosningaútvarpið ætla ég ekki að
tala því eins og aðrir landsmenn sat ég yfir
sjónvarpinu það kvöld og er sagt að ég hafi
um leið misst af mörgum pistlum Jóns
Bergssonar í Suður-Landeyjum, sem er
slæmt, og heldur þóttu mér gamanmál
sjónvarpsins milli talna vera þunnur þrett-
ándi. En samkeppnin milli þessara fjöl-
miðla er aldrei á miklum jafnréttisgrund-
velli. Ef dagskráratriðum er varpað út í
báða þessa kassa þá situr þjóðin við skjá-
inn. Örfá prósent þjóðarinnar hafa ekki að-
gang að sjónvarpi og sitja við útvarpið. Þar
hamast fréttamenn og aðrir samt við að
gera sitt besta og manni dettur í hug að að-
staða þessa fólks sé svipuð og blaðamanna
á Alþýðublaðinu sem oft tekst að vinna
ágætis fréttir og pistla en vita að nær engir
lesa þær.
Að lokum má ég til með að andskotast út
í þátt sem ég heyrði í bílnum mínum á
þriðjudagskvöldið og les í dagskránni að
heitið hafi „Grúsk. Fjallað um hljóðgervi
og notkun þeirra.“ Þátturinn var að norðan
og mér þykir lakara að þurfa að ráðast á
annars ágætt landsbyggðarútvarp. Raunar
átta ég mig alls ekki á því hvort þátturinn
hafi átt að vera fyndinn eða að ætlunin hafi
verið leiðindi. „Hvað nú ef fréttaþættir
væru svona," sagði stjórnandinn. Byrjaði
svo að lesa hörmulega illa samda frétt um
skotbardaga í Beirút, tafsaði á hverju orði
og beið milli orða svo hlustandinn gæti
heyrt í lágu vélbyssuhljóði sem leikið var
einhversstaðar baka tií. „Slysavarnafélag
Öxnadals hefur keypt 5 tonna bát í flota
sinn" — löng þögn meðan leitað var að
trilluhljóðinu, sólskríkja látin syngja bak-
við þegar sagt var frá því að sól yrði á land-
inu og svo framvegis. Bara helvíti lélegt.
Ég hef aldrei skilið það af hverju sjón-
varpið birtir ekki úrslit kosninga í kaup-
túnahreppum í kosningasjónvarpi en lætur
sér nægja að birta niðurstöður og tölur frá
stærri stöðum. Nú kemur útvarpið á kosn-
inganóttunum með tölur úr hverju smá-
þorpi á landinu svona nokkurn veginn án
þess að hiksta. Því er það að þjóðin skiptist
í tvennt á kosninganóttum. í smáþorpun-
um situr fólk og hlustar á útvarpið en í
stærri plássum er horft á sjónvarpið. Er
þetta ef til vill hroki sjónvarpsins? Eða er
þetta velvilji sjónvarpsins í garð félaga síns
í fjölmiðlun, útvarpsins, svo útvarpið fái nú
einhverja hlustun þessar kosninganætur?
Sjónvarpið ætti að eiga auðveldara með að
koma með tölur úr öllum plássum en út-
varpið þar sem myndin er alltaf skýrari en
orð. Og miklu sneggri nú með nýjustu
tölvutækni.
Annars þykir mörgum allt fútt farið úr
kosninganóttunum með þessum nýtísku
forritum sem spá alltof nákvæmlega um
úrslit að fengnum fyrstu tölum. Strax
klukkan tólf eru úrslit nánast ráðin og því
til lítils að vaka fimm stundir enn. En sem
betur fer eru íslenskir kjósendur þannig að
þeir kjósa öðruvísi utankjörstaðar en
heima í héraði þannig að þeirra vegna
skapast nokkur spenna. En lítið breytist
fyrr en farið er að telja þessi utankjörstaða-
atkvæði og þá er klukkan líka orðin margt
og aðeins þeir alhörðustu enn með lífs-
marki.
Bjarni Felixson íþróttafréttamaður er
hetja þessara tíma, a.m.k. sértu einsog það
heitir í blöðunum knattspyrnuáhugamað-
ur. Það er altént víst að Bjarni er hetja þess-
ara áhugamanna sökum djarfrar baráttu
sinnar við útvarpsráð og fleiri um að fá að
sýna sem flesta knattspyrnuleiki frá heims-
meistaramótinu í Mexíkó.
Það er tvennt sem vekur athygli þegar
horft er á þetta fótboltasjónvarp frá Mexí-
kó. í fyrsta lagi vekur það furðu að keppnin
skuli yfirleitt vera haldin í Mexíkó. Lofts-
lagið hentar einfaldlega betur fyrir síestur
heldur en knattspyrnu. Þetta sást vel í leik
Englendinga og Portúgala í Monterrey þar
sem hitinn var um 35 stig. Eftir tuttugu
mínútna leik voru leikmennirnir búnir að
vera, einsog sagt er. Eingöngu vegna hit-
ans, að því er virtist. Hitt atriðið sem vekur
athygli er að gæði sjónvarpsmyndarinnar
eru ekki nógu góð. í hvert skipti sem mynd-
bandstökuvélin fylgir eftir gangi leiksins,
sem gerist ansi oft, fara hvítar línur vallar-
ins að iða, svo og ljósir búningar leik-
mannanna. Þetta er mjög truflandi fyrir
augun en ekkert í líkingu við þetta sést í
beinum útsendingum frá Evrópu. Þetta var
sérstaklega hvimleitt í fyrsta leiknum þar
sem völlurinn var þakinn hvítum pappírs-
sneplum. En við höfum það fyrir satt að
knattspyrnumenn muni ekki láta þetta
aftra sér frá fótboltasjónvarpinu.
38 HELGARPÓSTURINN