Helgarpósturinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 27
þá þýðir það að sá sem gaf skulda- viðurkenninguna út hefur væntan- lega „ofmetið" stöðu félagsins. Það eru svo mistök þess sem kaupir sömu skuldaviðurkenningu, eða treystir á annan hátt fyrirtækinu, að leggja oft á tíðum ekki sjálfstætt mat á stöðu þess heldur tekur sá hrátt við mati annars. Það getur svo reynst erfitt að sanna fyrir dómstól- um að upplýsingar um stöðu fyrir- tækis séu gefnar vísvitandi gegn betri vitund — á meðan forsvars- menn fyrirtækis eru ekki sannan- lega berir að ósannindum. Þannig geta menn selt víxla eigin hlutafélags og lofað kaupanda því að sama fyrirtæki hafi aldrei staðið í nokkrum vanskilum — sem svo aft- ur getur komið til af því einu að fyr- irtækið sé pappírsfyrirtæki, stofnað til þess eins að koma út tilteknum víxlum. Þáttur makanna mikilvægur Gjaldþrot einstaklinga eru vafalít- ið erfiðari þeim sem lenda í þeim. Þó svo að bent sé á að einstaklingar geti „spilað fallít" — eins og fag- menn orða það — þá fer því fjarri að sá leikur sé alltaf einfaldur. Til þess að geta gert slíkt þurfa menn að eiga góðan maka og helst að hafa skilið við hann að lögum — eða aldrei gifst. Algengt er að einstaklingar reyni að koma eignum sínum undan þeg- ar stefnir í gjaldþrot. Þannig greindi HP nýlega frá gjaldþroti Blóma og ávaxta, þar sem eigandi verslunar- innar seldi fyrirtækið starfsmanni sínum en hús sitt konu sinni. Þar er búist við að kröfuhafar í búið höfði riftunarmál, og eru slík mál oft höfð- uð þegar sýnt þykir að menn hafi með eignatilfærslu framkvæmt pappírsleik til þess að bjarga eigin skinni. Önnur „vinsæl" leið er að skilja við maka sinn þegar allt stefn- ir í óefni og selja honum síðan eigin eignir. Frjálsræði hins kristna heims gerir svo ráð fyrir því að fólk megi búa saman án þess að vera í vígðri sambúð. Kaupmáli hjóna er oft gerður í sama augnamiði, en þó gildir raunar um báðar þessar leiðir að til þeirra verður að grípa tíman- lega, svo að ekki megi rifta eignatil- færslunni með vísan í langan riftun- arbálk gjaldþrotalaga. Hér á síðunni greinir HP frá einu nýlegu og um margt „góðu" gjald- þrotamáli sem uppfyllir mörg af þeim skilyrðum sem að framan hafa verið talin. í sumar má svo vel búast við því að blaðið rifji upp fleiri svip- aðar sögur. með sakamálinu þegar það fer til dóms, — en sú leið er m.a. notuð þegar sýnt þykir að sakborningur er ekki borgunarmaður fyrir því sem hann skuldar. Rétt er að taka það fram að HP náði ekki í þann lög- fræðing bankans sem hefur með mál Péturs að gera og fékk því ekki óyggjandi heimildir fyrir því að ekki hefði einhver hluti skuldarinnar verið greiddur til baka en viðmæl- andi blaðsins í lögfræðideild bank- ans taldi ólíklegt að það hefði verið gert. Kaupir hús og verslun í ársbyrjun 1985, eða um það leyti sem Pétur svíkur fyrst út fé með ávísanamisferli sínu, kaupir kona hans nýtt og stórglæsilegt einbýlis- hús í Þverárseli. Eignin er þinglýst Eddu Guðmundsdóttur í maímán- uði 1985. Húsið er metið á 6,6 millj- ónir eins og fyrr sagði og eru rúmar fjórar milljónir af því skuldlaus eign. Aður bjuggu þau Pétur og Edda í íbúð hennar að Barónsstíg 13. Sú eign var 1984 metin á um 1,8 millj- ónir króna með lóðarréttindum. A sama tíma festi Pétur ásamt 5 félögum sínum kaup á bygginga- vöruverslun hér í bæ sem kennd var við Tryggva Hannesson og stóð við Síðumúla. Þeir breyttu nafni versl- unarinnar í Byggingavöruverslun Reykjavíkur en henni var lokað og fyrirtækið lýst gjaldþrota um síð- ustu áramót, eftir brösóttan rekstur. Þá hafði aðeins hluti af upphaflegu kaupverði búðarinnar verið greitt en seljandi hennar, Tryggvi Hannes- son, telur að þeir félagar hafi getað selt feikilegt magn af vörum út úr búðinni áður en til gjaldþrotaskipta kom, án þess að sú sala komi nokk- urs staðar fram. Gjaldþrota maður á bílaleigubíl Samkvæmt þeim upplýsingum sem HP fékk hjá skiptaráðanda borgarfógetaembættisins hefur Pét- ur verið kvaddur til skýrslutöku vegna gjaldþrotakröfu á hann per- sónulega en kröfuhafi er Gjald- heimtan. Líklegt er að skýrslan verði tekin í þessari viku og benda rannsóknir HP til þess að einu eignir Péturs séu tvær bifreiðir, Lada jeppi (Was 2121), árg. 1980, en hitt er Fiat uno, 146 árg. 1984. Raunar er síðar- nefndi bíllinn skráður á nafn Bíla- leigu Reykjavíkur og er eini bíll þess fyrirtækis. Heimildir HP herma að Pétur sé einn eigandi þess fyrirtækis og af skattaskrá má ráða. að bíla- leigan sé ekki sjálfstæður lögaðili. Því er ólíklegt að Gjaldheimtan eða aðrir kröfuhafar komi til með að hafa nokkuð af Pétri — hann er eignalaus öreigi. Hitt kemur lögun- um ekkert við að maðurinn býr með konu sem er stóreignamanneskja — né þá heldur að konan hefur líklega orðið það á því einu að búa með nefndum Pétri. HP er ekki kunnugt um upphæð kröfu Gjaldheimtu Reykjavikur á hendur Pétri en álögð gjöíd hans til ríkis og borgar námu á síðasta ári um 600 þúsundum króna. Þar af eru um 105 þúsund í útsvar sem sam- svarar því að mánaðarlaun Péturs hafi á árinu 1984 numið um 82 þús- undum eða sem svarar til 130 þús- unda á núvirði. Gjöld konu hans á síðasta ári námu aftur á móti tæp- lega 100 þúsundum og eignaskattur hennar vegna eigna sem hún hefur átt 1984 voru 12.304 krónur. Dagskrár- geroarfó/k. Sjónvarp. Við /eitum að þáttagerðarfóiki. Fótki sem getur komið fram á skjánum, í beinni og óbeinni útsendingu, samið kynningarog unnið að gerð sjónvarps- þátta bœði eftir eigin handriti og annarra. Efþú hefur trú á sjáifum þér í þetta starf, getur unnið sjáifstœtt og ert drífandi og dugiegur sendu okkur þá upptýsingar um þig. Ef við te/jum að þú komir t/i greina sem dagskrár- gerðarmaður, eftir að hafa skoðað þœr upþiýsingar og efni sem þú sendir inn, þá munum við ka/ia á þig í prufutöku og gefa þér kost á að spreyta þig tii reynsiu. Óskað er eftir að menn útbúi um- sóknir um þetta starf eftir eigin höfði, t.d. á myndsnœ/dum. Umsóknum ska/ ski/að fyriró. júní ti/ sjónvarþsins. Umsóknum veitt móttaka á símaaf- greiðs/u Sjónvarþsins, Laugavegi 176. RÍKISÚTVARPIÐ ERTÞÚ GÓÐUR? FJÁRÖFLUN 5. OG 6. JÚNÍ 1986 tíl tækjakaupa fyrir endurhæfingardeíld hjartasjúklinga að Reykjalundi LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKUNGA HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3944
Tungumál:
Árgangar:
10
Fjöldi tölublaða/hefta:
530
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1979-1988
Myndað til:
02.06.1988
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Árni Þórarinsson (1979-1988)
Björn Vignir Sigurpálsson (1979-1988)
Útgefandi:
Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi (1979-1988)
Efnisorð:
Lýsing:
Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað: 23. tölublað (05.06.1986)
https://timarit.is/issue/53866

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

23. tölublað (05.06.1986)

Aðgerðir: