Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 33
Matthías Viðar Sæmundsson sér um útgáfu á verkum Kristjáns fjallaskálds: „Ljóðrænn og ljúfsár en klámhundur jafnframt og níhilisti“ „Kristján var á vissan hátt 20. aldar maður. Ég held reyndar að leiðin til nútímaljóðs- ins liggi frá Jónasi Hallgrímssyni í gegn- um Kristján til Jó- hanns Sigurjónssonar" segir Matthías Viðar Sæmundsson bók- menntafræðingur. Það hefur uíst ekki farið fram hjá áhugamönnum um bókmenntir að Ijóð hafa átt miklu fylgi að fagna að undanförnu. Ljóðabœkur seljast þó vart miklu betur en áður, en mikill áhugi virðist vera á Ijóðaupp- lestrum hvers konar. Skemmst er að minnast „dags Ijóðsins" nýverið og Ijóðakvöldsins sem „Besti vinur Ijóðsins" hélt í síðustu viku og var einstakt: þá komu saman á Borg- inni þrjár kynslóðir fólks, um 200 manns, til að hlýða á skáld jafn- margra kynslóða lesa úr verkum sínum. Mergjað! Þetta kvöld voru jafnframt kynnt tvö látin Ijóðskáld sem uppi voru í byrjun aldarinnar, þeir Jón Thoroddsen yngri og Jónas Guðlaugsson. Undirtektir áheyr- enda sýndu að þeim féll þessi hálf- gleymdi skáldskapur vel í geð, en Ijóð þeirra Jóns og Jónasar eru ekki fáanleg nema á fornsölum. Og á nœstunni er einmitt að koma út á vegum Ljóðaklúbbs Almenna bókafélagsins, og jafnframt þess eina á landinu, vönduð útgáfa á verkum Kristjáns fjallaskálds sem mörg hver voru við að falla I gleymskunnar dá fyrir þœr sakir að kvœði hans sem og ýmissa annarra hafa vart verið aðgengileg nema í sýnisbókum og undanfarna áratugi hafa fáir orðið til að halda á lofti merki höfundar húsgangsins vin- sœla, Yfir kaldan eyðisand. Útgáfa AB er heildarútgáfa og það er Matthías Viðar Sæmunds- son, lektor og bókmenntafræðing- ur, sem hefur búið kvæðin til prent- unar og ritað að þeim formála. HP spjallaði við Matthías um útgáfuna og innti hann fyrst eftir hvers vegna sá kostur hefði verið valinn að prenta allt sem gefið hefur verið út eftir Kristján fjallaskáld. „Til þess liggja tvær ástæður," sagði Matthías. „I fyrsta lagi er út- gáfa Jóns Ólafssonar, sem út kom 1872, löngu ófáanleg þannig að nú- tíma lesendur þekkja ekki Kristján fjallaskáld nema að hluta og þá rit- skoðað. Jón sagði á sínum tíma í for- mála, til að réttlæta það að hann birti mestallt sem hann fann, jafnvel vísur sem hefðu lítið skáldskapar- gildi, að hann veldi einfaldlega allt sem væri dæmigert fyrir Kristján í sálfræðilegu tilliti. Hann teldi réttast að prenta allt í sinni útgáfu og síðan væri rétt að prenta úrval kvæða Kristjáns síðar meir. Sumar vísn- anna hafa semsé lítið skáldskapar- gildi en bregða aftur á móti upp mynd af stráknum og klámhundin- um Kristjáni. í öðru lagi hafa hugmyndir manna um hvað sé við hæfi í skáldskap breyst; það sem eitt sinn þótti e.t.v. óviðurkvæmilegt þykir það ekki lengur." — Hvernig ferðu með þann kveð- skap sem eignaður er Kristjáni í rit- um annarra manna? „Það var vandasamt að velja úr þeim, því sumar vísnanna eru áreið- anlega eignaðar Kristjáni með röngu. Mörgum þeirra er sleppt hér. Við birtum þó í þessari útgáfu nokk- ur kvæði fjallaskáldsins sem ekki hafa komið út áður, t.d. Hverjum þykir sinn fugl fagur sem er fallegt ljóð á við betri kvæði Kristjáns og Samkveðlinga sem er kvæðadeila þeirra Kristjáns og Jóns Thoroddsen eldri, sem er mjög merkileg heim- ild, svo og bálk lausavísna frá fjalla- árum skáldsins. Við undirbúning bókarinnar höf- um við mikið stuðst við útgáfu Jóns Ólafssonar, sem var mikill vinur Kristjáns og gaf út kvæðin á eigin kostnað að mestu, enda eru handrit Kristjáns sjálfs að miklu leyti glötuð, þótt stundum hafi verið hægt að styðjast við þau, t.d. varðandi kvæð- ið Herðubreið sem hér er nokkuð breytt frá fyrri útgáfum." — Hvers konar skáld er Kristján? „Kristján er bæði heilli og marg- brotnari en flest önnur skáld. Hann yrkir um margvísleg efni á breyti- legan hátt, sveiflast á milli and- stæðra tilfinninga, æstrar gleði og svartasta harms, kveður ljóðræn og ljúfsár kvæði sem taka flestu fram, en er einnig strákur, klámhundur og purkunarlaus níhilisti. Samt yrkir hann hátíðleg lofkvæði um biskup og kóng. Hann er bæði lágfleygur hag- yrðingur og stórskáld. En þrátt fyrir þennan margbreytileika þá ein- kennast kvæði hans flest af sérstæð- um tilfinningakrafti eða andrúmi sem gerir hann frábrugðinn öðrum skáldum. Kristján er einn þeirra fáu skálda sem eru í stíl sínum." — Hvaða þýðingu hefur skáld- skapur Kristjáns fyrir okkur í dag? „Ég held að vísur eins og Yfir kaldan eyðisand séu samtíða hverj- um íslendingi og Kristján bjó jafn- framt yfir andstæðum sem ein- kenna okkar tíma. Kristján orti sig líka út úr kennikerfum 19. aldar og var á vissan hátt 20. aldar maður. Ég held reyndar að leiðin til nútíma- ljóðsins liggi frá Jónasi Hallgríms- syni í gegnum Kristján til Jóhanns Sigurjónssonar." — Hvað viltu segja um þetta fram- tak sem Ljóðaklúbburinn er? „Það er mjög jákvætt. Ég held að gildi svona klúbbs sé tvíþætt. Ef ljóðvinir þjappa sér saman um hann gæti hann orðið vettvangur fyrir skapandi ljóðlist. Þar að auki gefst þarna tækifæri til að gefa út ýms verk sem skipta pkkur máli i menn- ingarlegu tilliti. Ég nefni sem dæmi nokkur verk sem eru dýrmætur þáttur í sjálfum okkur, án þess að við gerum okkur það ljóst, og er af- ar brýnt að komi út: Paradísarmissir Miltons í þýðingu séra Jóns frá Bægisá, kvæði Hallgríms Péturs- sonar, og af nýrri bókmenntum ljóð Jónasar Guðlaugssonar, Jóhanns Gunnars Sigurðssonar og Jóns Thoroddsen yngri. Einnig er mikil þörf á að gefa út úrval kvæða skálda eins og Sigurðar Breiðfjörð. Að lokum var Matthías beðinn um að leyfa okkur að birta eitthvert mergjað, áður óbirt kvæði eftir Kristján fjallaskáld, til sönnunar þess að hann hafi ekki verið orð- sjúkur maður. Fyrir valinu varð nið- urlagið í Samkveðlingum þeirra Kristjáns og Jóns Thoroddsen eldri sem fyrr er getið og hljóðar svo: I latínu muntu linur valla, þó Ijódstafi þú setjir skakkl; já, alveg rétt med engum galla „adulter sum“ þú getur sagl. og „allr afkœti idad þá“ uppáhaldsgriðkum þínum hjá. Þú sem vilt med þínum ata þrekki alla, arnarleiri fúlum fyllist og flónskunnar I myrkri tryllist. / saurlífis og svívirdinga svörtu díki bröltir sál þín ber og nakin, byljum girnda stríöum hrakin. Séröu'ei nema kerskni og klám af klœkjum slunginn á þinnar sálar sjónarhringi, sœmdarsnaubi mannaumingi. Þótt meiru ei ég svari svörtu syndaskauöi og hans vitleysu hjá mér leidi, held ég enginn kalli bleyði. Þessi hressilega deila átti sér stað 5. janúar 1865. —JS JAZZ Brubeck, Hancock og Broadway Þá upphefst djasslistahátíðin með píanó- spili og elegans í kvöld. Meistari Herbie Han- cock leikur á flygilinn í Broadway og er það ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til að hlusta á hann einan. Herbie Hancock er margskiptur maður: djassisti, rokkari, disk- ari og klassíker. Þó er djassarinn sterkastur þegar öllu er á botninn hvolft og á þeim víg- stöðvum hefur hann unnið glæstustu sigra sína. Það var trompetleikarinn Donald Byrd sem hjálpaði Herbie að komast til höfuð- borgar djassins, New York, og þar komst hann á samning hjá Blue Note hljómplötu- fyrirtækinu og á fyrstu breiðskífu hans blésu stórmenni með honum: Dexter Gordon í ten- órsaxinn og Freddie Hubbard í trompetinn. Meðal frumsömdu verkanna var Watermel- on Man, sem seinna varð smellur i túlkun Mongo Santamaria. Frægðarsól Hancock fór þó fyrst að skína er Miles Davis réð hann til sín 1963. Hann hætti að leika með Davis 1968 og gaf ári seinna út eina bestu skífu sína: The Prisoner. Titilverkið er mikil hljóm- sveitarsvíta í ætt við Vorblót Stravinskíjs. Hancock er klassískt menntaður og ber þess merki í stílsköpun sinni — impressjónistarnir og Bill Evans hafa mótað hann öðrum frem- ur. Tónleikar Herbie Hancocks eru í Broad- way í kvöld og á sunnudagskvöldið stígur svo Dave Brubeck á diskógólfið og hamrar píanóið. Dave verður ekki einn einsog Han- cock. Með honum leika tenórsaxafónleikar- inn og flautistinn Robert T. Militello, bassa- leikarinn Chris Brubeck, sonur Dave og bás- únuleikari að auki, hvort sem hún er í far- angri hans hingað eður ei, svoog trommar- inn RandyJones. Það eru nú liðin 35 ár síðan Dave stofnaði fyrsta kvartett sinn ásamt altó- saxafónleikaranum Paul Desmond. Hann hafði þá numið hjá klassíkerum á borð við Darius Milhaud og Arnold Schönberg og skrifað allskonar tilraunatónlist. Hann var dálítið þungur píanisti og sveiflan lék ekki við hann. Það heíur þó breyst í áranna rás og Brubeck trúlega sjaldan leikið eins vel á píanóið og nú. Kvartettinn lék lengi á nætur- klúbbum og varð fyrst og fremst að skemmta fólki. Brubeck hætti að semja en Paul Des- mond fékk hann til að byrja að skrifa að nýju. Þá samdi hann m.a. In your own sweet way, og síðan rak hver ópusinn annan uns Time Out breiðskífan kom út. Sú skífa afsannaði kenningar hljómplötuútgefendanna um að almenningur vildi bara gömlu lögin. Öll verkin voru frumsamin og mörg í óalgeng- um takttegundum: tveir ópusar slógu ræki- lega í gegn; Take Five eftir Paul Desmond, sem skrifað var í 5/4, og Blue Rondo a la Turk sem Brubeck samdi í 9/8 og hljómuðu lengi úr glymskröttum um víða veröld og gera jafnvel enn. Brubeck þurfti ekki lengur að hafa áhyggjur af fjárhagnum og hann gat leikið það sem hann vildi. Hann samdi æ meira af hljómsveitarverk- um: ballettum, konsertum, óratóríum og kantötum og meira að segja söngleik: The Real Ambassadors, og sungu Louis Arm- strong og Carmen McRae í frumuppfærsl- unni á Montrey djasshátíðinni. Eftir að Paul Desmond hætti að blása í Bru- beck kvartettinum hafa margir meistarar blásið þar og ber fremstan að nefna Gerry Mulligan og kanadíska klarinettuleikarann Bill Smith. Yms efnileg ungmenni hafa feng- ið að spreyta sig með Brubeck einsog klari- nettuleikarinn Percy Robertsson — Militello, sem blæs með honum hér, er þrjátíuogsex ára og ætti því að búa yfir nægum þroska. Vonandi fellur hann að stíl Brubecks. Eini skugginn er hvílir yfir djassinum á Listahátíð er matarmiðarnir í Broadway. Það er einstök ósvífni af framkvæmdastjórn hátíðarinnar að standa þannig að málum, loksins þegar komið er útúr Laugardalshöll- inni. Er mönnunum ekki sjálfrátt eða er enn litið á djassinn sem þriðja flokks listgrein? HELGARPÓSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.