Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 15
HVERNIG VERJA FYRRUM ATHAFNA- MENN TÍMANUM ÞEGAR ÞEIR ERU KOMNIR Á EFTIR- LAUN? ER TÍMINN KANNSKI LENGI AÐ LÍÐA? SKIPAR HEILSU- RÆKT MIKILVÆGARI SESS EN ÁÐUR? LÁTA MENN VERÐA AF ÖLLU ÞVÍ SEM ÞEIR HÖFÐU HUGSAÐ SÉR AÐ KOMA í VERK? AUKAST SAMSKIPTI VIÐ FJÖLSKYLDU OG VINI? um, blöðum og öðrum gögnum. Annars hef ég alltaf lesið nokkuð mikið — sofna tii að mynda aldrei án þess að líta fyrst í bók. Og lestrarefni mitt er allfjölbreytt. Nú orðið les ég ekki afþreyingarbækur, en gerði það stundum fyrr, til að mynda leynilögreglusögur og vísindaskáld- sögur. Eg hef týnt öllu slíku. Nú orð- ið les ég helst bækur og rit um trú- mál, heimspeki, fjarskiptamál og jafnvel hagfræði og sögurit alls kon- ar. Ljóð hef ég alltaf lesið og lært þau mörg um ævina, þetta blessað vængjaða blómaskrúð hugsunar- innar. Einstöku skáldverk les ég nánast á hverju ári mér til ánægju og uppbyggingar.“ — Ertu meira en ádur med barna- börnunum — beðinn að passa þau? „Þessari spurningu verð ég sann- leikans vegna að svara neitandi. Ég er hræddur um að ég sé ekki vel fall- inn til barnagæslu, en þar er konan mín mér langtum fremri eins og á mörgum fleiri sviðum." — Hefurðu heilrœði að gefa þeim sem fara á eftirlaun? ,,Ég þykist hafa veitt því athygli að sumir sem hverfa frá störfum sem þeir hafa gegnt lengi lenda í miklum vandræðum. Það er líkt og mönn- um finnist slíkt einhver dauðadóm- ur eða punkturinn sé þar með end- anlega settur aftan við lífshlaup þeirra. Slíkt viðhorf er mjög hættu- legt. Miklu skynsamlegra er að hefja sína nýju vegferð með athöfnum sem hæfa aldri og þroska. Einstak- lingarnir eldast náttúrlega, en þeir mega ekki halda að sólin hætti að koma upp eða ganga undir þó að þeir hverfi af vettvangi. „Allt stund- legt ber úr stað og skorðum", sagði skáldið réttilega. Þá staðreynd ættu menn að læra að skilja og haga sér eftir því — sakna í mesta hófi þess sem liðið er.“ — fðkarðu líkamsrœkt, t.d. gönguferðir? „Eitt af því sem snerti mig illa þeg- ar ég hætti störfum var nokkuð sem ég hafði varla veitt eftirtekt meðan ég sat við skrifborðið í útvarpinu. Ég var orðinn allt of mikill kyrrsetu- maður á seinni árum og hafði með því spillt líkamshreysti minni. Ég reyni að bæta úr þessu þó í litlu sé með aukinni hreyfingu og útilofti." — Finnst þér tíminn lengi að líða? „Ég er maður sem alltaf hefur ver- ið að berjast við tímann. Af framan- sögðu má sjá að ég hef enn of mikið fyrir stafni til þess að mér finnist hann lengi að líða, en ég yrði ótta- sleginn af mér fyndist andlegur doði eða mikil leti ætla að ná tökum á mér.“ — Hefurðu breytt um klœðaburð? „Lítið hefur nú farið fyrir því, en ég geng þó venjulega snöggklædd- ur heima hjá mér. Það gerði ég aldrei á skrifstofunni, en ég skil vel þá sem vilja klæðast frjálslega og þægilega. Tískubylgjurnar ganga nú yfir í stríðum straumum og eru líklega upprunnar hjá tiltölulega nýrri og fjölmennri stétt skraut- gjarnra karla og kvenna, sem hafa lífsuppeldi sitt af að sýna sig al- menningi. Gagnvart slíku tem ég Karl Lúðvfksson, fyrrverandi apótekari. 'Friðjón Sigurðsson, fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis. Andrés Björnsson, fyrrverandi útvarpsstjóri. mér stakasta umburðarlyndi, ekki síst vegna þess að ég kynni að hafa sjálfur átt eitthvað slikt til á yngri ár- um ef kringumstæður hefðu leyft og tímarnir verið hagstæðir." Friðjón Sigurðsson, fyrrv. skrifstofustjóri Alþingis: Aukin samskipti við börn og barnabörn — Hvernig hefur þú varið tíman- um eftir að þú lést afstörfum hjá Al- þingi? „Sannleikurinn er nú sá, að ég hef ekki verið sérlega heppinn, því ég hef verið veikur á þessu tímabili. Ég hef hins vegar ýms áhugamál sem ég hefði gert meira af að sinna ef þessi veikindi hefðu ekki komið til sögunnar. Ég hef t.d. mikinn áhuga á skák og einnig les ég töluvert." — Teflirðu mikið? „Skákin er mitt aðaláhugamál og ég tefli þó nokkuð. Það hef ég alla tíð gert.“ — Hvað með barnabörnin — hef- urðu meira samband við þau en áður? „Ég hef mikið samband við barnabörnin mín. Nú hefur maður meiri tíma til þess. Sum þeirra búa nálægt okkur og hin eru svo sem ekki langt undan, þegar maður hef- ur bíl.“ — Að veikindunum frátöldum, er þá sú reynsla að vera kominn á eftir- laun svipuð því sem þú bjóst við? „Það er auðvitað erfitt fyrir menn, sem hafa lagt hart að sér, að hætta að vinna. Þetta eru mikil við- brigði. Hins vegar er erfitt fyrir mig að dæma um þetta, vegna minna veikinda að undanförnu. Þau setja strik í reikninginn, þó ég vonist nú til að _þetta fari að lagast.“ — Att þú kannski kunningjahóp í svipaðri aðstöðu, sem kemur reglu- lega saman? „Það er ekkert reglulegt, heldur bara opið og frjálst, eins og það hef- ur alltaf verið. A því hefur ekki orðið nein veruleg breyting. Samskiptin við börnin ogbarnabörnin hafa hins vegar aukist og það er mjög ánægjulegt. Af heilsufarsástæðum reyni ég síðan að ganga töluvert meira en ég gerði áður. Ég hef aukið bæði gönguferðir og lestur eftir að ég fór á eftirlaun." — Hefur klœðaburður þinn eitt- hvað breyst eftir að þú fórst á eftir- laun? „Nei, það hefur engin breyting orðið þar á.“ Haraldur Steinþórsson, fyrrv. framkvæmdastjóri BSRB: Blekking að halda að maður sé ómissandi — Hvernig hefurðu varið tíman- um, Haraldur, eftir að þú hœttir sem framkvœmdastjóri Bandalags starfsmanna ríkis og bœja? „Ég hafði nú ekki reiknað með því að leggjast í algjört verkefnaleysi og þá hittist svo á að fyrir rúmu ári var búið að ákveða endurskoðun á greiðslum úr Lífeyrissjóði ríkis- starfsmanna. Það eru örar breyting- ar og óreglulegar á þessum málum og hvorki eftirlaunamenn né makar ríkisstarfsmanna hafa haft mögu- leika á að fylgjast með þvi hvort líf- eyrir þeirra væri réttur. Lífeyris- sjóðnum berast ekki alltaf fregnir af öllum þeim miklu hræringum sem eiga sér stað í launamálum. Það hafði nokkuð lengi verið svip- ast um eftir starfsmanni og einhverj- um datt víst í hug að ég rataði öðr- um fremur í þessum frumskógi. Ég sló því til og mun sinna þessu um skeið." — Petta er sem sagt tímabundið verkefni? „Já, einmitt. En varðandi þína fyrstu spurningu, þá er þetta vissu- lega mikil breyting, þó ég sé enn í vinnu. Núna hef ég reglubundinn vinnutíma, miklu styttri en áður, er laus við verkstjórn, frumkvæði, tímapressu og annað slíkt, sem fylgdi mínu fyrra starfi. Eg get núna leyft mér að hafa tómstundir, m.a. að fylgjast með fót- bolta. Ég get til dæmis sagt þér, að það eru mjög skemmtilega leikandi, verðandi afreksmenn í fimmta flokki knattspyrnufélagsins Fram!“ — Hefur einhver þáttur þessarar breytingar á högum þínum komið á óvart? „Ég hef náttúrulega hitt á ákaf- lega þægilega tröppu í átt til minnk- andi umsvifa. Hins vegar hef ég fjöldann allan af áhugamálum; ferðalög, aukið fjölskyldulíf, lestur bóka og blaða, fyrir utan afþreyingu fjölmiðla og fleira. Þetta gerir það að verkum, að ég er eiginlega ekki enn farinn að gefa mig að þvi fjol- breytta starfi aldraðra, sem mér skilst að sé haldið uppi af félagasam- tökum og því opinbera." — Finnurðu til einhvers tómleika við það að hverfa úr þinni fyrri ábyrgðarstöðu í þjóðfélaginu? „Nei. Ég hafði ákveðið það fyrir mörgum árum að hagnýta mér þann rétt að fara á lífeyri við sextíu ára aldur, eftir að hafa verið í fjöru- tíu ár hjá því opinbera og BSRB. Sömuleiðis hugðist ég reyna að hag- nýta sjálfum mér það að geta strokið um frjálst höfuð og losa líka félaga- samtökin við vanabundinn starfs- kraft í aldarfjórðung, hleypa inn nýju blóði og væntanlega auknu framtaki. Það er mikil blekking að halda að maður sé ómissandi. Um sjálfan mig er það að segja, að mér finnst ég geta haft nóg fyrir stafni og er að minnsta kosti ekki farinn að finna fyrir tómarúmi enn- þá“ — Gefst þér meiri tími fyrir barna- börnin núna? „Vlð hjónin höfum alltaf haft mjög gott samband við barnabörnin og það voru reyndar tvö að bætast í hópinn í síðustu viku, númer niu og tiu. Tvö af börnunum mínum voru að eignast sitt þriðja barn, svo nú eru barnabörnin orðin tíu. Maður hefur því stóra fjölskyldu til að sinna.“ — Svo þú ert sœll og glaður? „Þeir sem eru eldri og reyndari í því að vera gamlir segja mér að það sé bara gaman. Þetta eru kannski erfið kaflaskil fyrstu mánuðina, en síðan fer þetta batnandi — sérstak- lega ef maður er ekki orðinn of gamall. Það er oft erfiðara fyrir þá sem eru orðnir mjög gamlir að sætta sig við breytingarnar." — Myndi heilrœði þitt þá felast í því, að menn oettu ekki að bíða of lengi með að fara á eftirlaun? „Já, að bíða ekki of lengi og vera jafnvel búnir að búa sig undir það. Ég var búinn að reikna með því fyrir mörgum árum að hætta og vildi gera það. Var sem sagt ekkert neyddur til að leggja niður starf. Menn bregðast nú mjög misjafn- lega við, en ýmsir segja að fyrstu mánuðirnir séu erfiðastir, síðan venjist það. Svo reikna ég náttúru- lega ekkert með því að verða eilífur, enda hef ég ósköp lítinn áhuga á því.“ Karl Lúðvíksson, fyrrum apótekari í Apóteki Austurbæjar: Prýðilega lifandi ennþó — Þú ert tiltölulega nýhœttur í Apóteki Austurbœjar, Karl? „Það er á annað ár. Ég byrjaði í apóteki árið 1930 og hef því unnið á þeim vettvangi í um það bil fimmtíu ár. Er þó prýðilega lifandi ennþá!" — Valdirðu þér lífsstarfið snemma? „Já, ég ákvað mig þegar ég var sextán ára gamall. Hafði þó aðeins komið tvisvar inn í apótek á þeim aldri. Ég var þá á skóla á Akureyri en hafði áður unnið við útgerð hjá föður mínum sem var útgerðarmað- ur á Austfjörðum." — Hvernig verðu tímanum núna, eftirað þú ert hœttur með apótekið? „Ég hef nóg að gera og starfa enn af fullum krafti.“ — Ertu nú að hrinda í fram- kvœmd því sem ekki gafst tími til áður? „Ef til vill." — Eru þetta samt ekki mikil við- brigði? „Manni bregður auðvitað dálítið við og sér eftir ýmsu. Ég byggði þetta apótek, Apótek Austurbæjar, og stofnaði það. Það var mikið verk. Það tók líka nokkur ár að koma þessu í góðan rekstur, en þegar ég skildi við fyrirtækið, var það orðið gott apótek. Maður finnur til þess að hætta hjá fyrirtæki sem maður hefur sjálfur stofnað og unnið við frá upphafi. Fyrst þurfti ég að læra lyfjafræði og síðan að vinna í fjölda ára hjá öðr- um, þangað til ég fékk loks sjálfur lyfsöluleyfi. Mér leiddist ekki einn einasta dag. Auðvitað er því einhver eftirsjá að þessu." — Gefur þú þér tíma til lesturs núna? „Ég les mikið, já. Nokkur tími fer í að lesa dagblöðin, þó ég reyni nú að eyða ekki miklum tíma í þau. Ég les hins vegar hitt og þetta annað, t.d. ævisögur og annað siíkt." — Svo tíminn er ekkert lengi að líða? „Nei, nei. Ég hef enn nóg að gera alla daga.“ — Verðu meiri tíma með barna- börnunum en áður? „Það hefur nú eiginlega ekkert breysl" — Attu ekki eitthvert heilrœði til handa þeim sem munu bráðlega ,,setjast í helgan stein“ eins og það er kallað? „Góð heilsa skiptir auðvitað öllu máli í því sambandi. Það er aðalat- riðið að gæta heilsunnar og það hef- ur mér tekist. Þar hef ég náttúruiega notið þess að vera lyfjafræðingur og þekkja vel inn á þau mál. Maður verður líka að gera sér grein fyrir þvi, að það er ekki sama hvað mað- ur borðar. Heilsan byggist á því sem maður lætur í sig. Það er einnig mikilvægt fyrir heilsuna að halda góðu jafnvægi og reiðast ekki og rjúka upp. Ef maður reiðist hressilega, getur blóðþrýst- ingur manns verið of hár í heila viku á eftir." — Segirðu satt? „Já, þetta er staðreynd. Maður sem reiðist iililega getur verið í heila viku að ná réttum blóðþrýstingi aft- ur. Það skiptir því miklu máli fyrir heilsuna að hafa góða stjórn á sér.“ — Stundarðu einhverja líkams- rœkt? „Ég byrjaði ungur að stunda skíði og skauta, auk þess sem ég gekk ungur í knattspyrnuliðið Víking og var þar í keppnisliðinu í þrjú ár. Þeg- ar ég kom heim af lyfjafræðinga- skólanum í Danmörku var mikill skíðaáhugi hér í Reykjavík. Þá var búið að byggja KR-skálann uppi í Skálafelli. Eg var þaulvanur skíða- maður að heiman svo ég kom fljótt til í þessari íþróttagrein. Ég var einnig afar mikið á skaut- um. Þegar ég var í Reykjavíkur- apóteki bjó ég alltaf nálægt mið- bænum, m.a. í Tjarnargötunni. Þá stundaði ég skautaferðir kvöld eftir kvöld á Tjörninni." — Ferðu enn á skíði? „Ég þarf að fá mér skíði aftur. Síð- ast þegar ég fór á skíði var það mest skíðaganga. En ég hef líka stundað silungs- og laxveiði. Ég á góðan sumarbústað ,við Elliðavatn og fer út á vatnið og veiði silung. Ég kunni nú lítið þegar ég byrjaði, en ég komst fljótt upp á lagið. Seinna fór ég að stunda lax- veiðar." — Þig hefur greinilega ekki skort áhugamálin, fyrir utan erilsama vinnu. „Ég hef alltaf haft nóg að gera og hef það enn." eftir Jónínu Leósdóttur myndir Jim Smart HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.