Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 31
LISTAPi Skiptar skoðanir um Klúbb Listahátíðar „Þegar fólk rœdir um tólf hundr- uö króna meðlimakort Klúbbs Listahátíðar verður það að hafa í huga að hvert kort gildir fyrir tvo inn á skemmtidagskrá í sautján kvöld, þ.e. 600 kr. fyrir manninn," segir Helga Thorberg, alias Henrí- etta Heineken, sem ásamt Eddu Björgvinsdóttur stýrir téðum klúbbi, til húsa aö Hótel Borg,meðan Lista- hátíð stendur yfir. ,,Auk þess getur fólk keypt sig inn á stök kvöld sem „aukagestir" fyrir 300 krónur, efþví sýnist svo. Þegar Klúbbur Listahátíðar var auglýstur í upphafi var dagskrá hans ekki birt og því voru fjölmiðlar og aðrir fljótir að sjá verri hliðina á þessu fyrirbœri án þess að hafa fyrir að afla sér nánari upplýsinga, þ.e. að Helga og Edda vœru þarna að hanna skemmtidagskrá fyrir alla öll þessi kvöld." Eins og menn muna voru fyrri Listahátíðarklúbbar sjálfsprottnir ef svo má segja, nokkurn veginn af sjálfu sér skapaðist vettvangur þar sem fólk gat komið saman og skeggrætt að afloknum tónleikum eða leikhúsferð. Þetta er i fyrsta skipti sem hann er vettvangur fyrir skipulagða skemmtidagskrá á hverju kvöldi. En þar sem hún var ekki auglýst áður en klúbburinn fór af stað hefur þetta hleypt illu blóði í marga sem álíta þetta snobbklúbb og ætla því ekki að mæta á Borgina af prinsípástæðum. Þannig sagði Þór Eldon, skáld og uppeldisfrömuður í Fellahelli, sem blaðamður HP rakst á á Gauknum í einum af sínum fjölmörgu menning- arleiðöngrum: „Ég held að fyrir- komulag klúbbsins verði með öðru móti á næstu Listahátíð vegna þess að þeir sem standa fyrir þessu hljóta að fá leið á að tala hver við annan. Ég held að fólk á mínum aldri hafi ekki áhuga á svona snobbi. Það er fnykur af þessum kortum.“ íi Þór bætti við að sér fyndist líka fáránlegt að hafa klúbbinn opinn til þrjú í miðri viku. Fram að þessu hefði gefist ágætlega að hafa hann bara opinn til eitt. „Það er góðra gjalda vert að halda úti svona klúbbi. Ég tel mig líka vera í hópi snobbaranna, þ.e. mér finnst gaman að vera innan um annað fólk sem hefur eitthvað að segja. En þetta fyr- irkomulag útilokar ýmsa sem hafa hreinlega ekki efni á þessu,“ sagði Þór. Aðalsteinn Ingólfsson, menning- arritstjóri DV, sem blaðamaður hitti í Austurstrætinu, sagðist ekki hafa komið í klúbbinn en honum hefði heyrst á fólki að yfir honum væri einhver uppgerðarbragur. „Þessi klúbbur varð fyrr á árum til á óform- legan hátt, hann æxlaðist sem eðli- legt framhald á dagskráratriðum kvöldsins," sagði Aðalsteinn. „En ég held að það kunni aldrei góðri lukku að stýra að búa til stemmningar. Það er heldur ekkert sniðugt að menn þurfi að ganga með sérstök skírteini til að fá að reka þarna inn hausinn." „Þetta er i annað skiptið sem ég kem hingað," sagði ónefndur nemi við blaðamann HP á Borginni á þriðjudagskvöld. „Jú, aðsóknin er heldur að glæðast en mér finnst þetta samt dálítið yfirborðslegt. Mér virðist fólk koma hingað í sínu fín- asta pússi, í raun ekki til að skemmta sér heldur til að leika að það sé að skemmta sér. í voðalegum stellingum allan tímann.“ Jú, sl. þriðjudagskvöld ríkti júbl- andi fjör á Borginni, einkum upp úr miðnættinu eftir frábæra tangósýn- ingu á vegum Kramhússins. Og ekki vor allir eins neikvæðir og þeir sem vitnað var til hér að ofan. Nema hvað! Þannig sögðu tvær stúlkur í lögfræðideild, sem höfðu slegið sér saman um meðlimskort, að þetta væri í raun alls ekki dýr skemmtun. „Það kostar nú yfirleitt um þrjú- „Skemmtidagskrá í sautján kvöld fyrir sex hundruð krónur á manninn," segir Helga Thorberg. hundruð krónur á manninn inn á skemmtistaðina í borginni,“ bentu þær réttilega á. „Þessi sex hundruð kall samsvarar því tveimur skemmtistaðaferðum." Dagskrá Klúbbs Listahátíðar verður sem hér segir næstu daga: Fimmtudagur 5. júní: Kl. 22.30 Hljómsveitin Ófétin leik- ur. Hún er skipuð Eyþóri Gunnarssyni, Friðriki Karlssyni, Tómasi R. Ein- arssyni og Gunnlaugi Briem. Gestaleikari: Þor- leifur Gíslason saxófón- leikari. Kl. 23.30 „Stjúpsystur" skemmta: Guðrún Alfreðsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Saga Jónsdóttir. Föstudagur 6. júni: Kl. 22.30 Hljómsveitin Danssporið leikur: Guðni Guðnason, Gunnar Pálsson, Stefán P. Þorbergsson og Grétar Guðmundsson. Söng- kona Kristbjörg Löve. Kl. 23.30 Guðjón Guðmundsson spilar og syngur. Laugardagur 7. júní: Kl. 22.30 Hljómsveitin Danssporið. Kl. 23.30 Kvartettinn Emil og Anna Sigga: Anna Sigríður Helgadóttir, Bergsteinn Björgúlfsson, Ingólfur Helgason, Sigurður Hall- dórsson og Snorri Wium. „Það er misskilningur að hér á Borginni ríki einhver stéttaskipt- ing,“ segir Helga Thorberg. „Ég held að klúbbgestir séu ekkert síður al- mennir en þeir sem sækja þar diskó- tek á laugardögum og gömlu dans- ana á sunnudögum. Um helgina var hér mjög skemmtilegur kokteill af klúbbgestum og öðrum gestum!" -JS iniMM Uppfærsla Islensku óperunnar Aidu eftir Verdi: Tíu fílar og tuttugu úlfaldar í Gamla bíói?!! / upphafi nœsta árs mun íslenska óperan flytja hina þekktu óperu, Aidu eftir Verdi, /' leikstjórn Bríetar Héðinsdóttur. Óperan gerist í Egyptalandi í kringum árið 1000 fyrir Krist. Erlendis er Aida gjarnan flutt t útileikhásum með grtðarfjöl- mennum kórum og heilu herdeild- unum af fílum og öðrum kvikind- um, einkum í lokaatriði annars þátt- ar þegar sigurvegarinn kemur heim úr stríðinu. Undanfarið hefur Bríet Héðins- dóttir staðið í samningaviðræðum við ýmsa aðila til að kanna hvort ekki sé hægt að flytja hingað til lands einhver þau dýr sem margir telja að séu ómissandi fyrir flutning Aidu. „Þetta er allt hægt með góðum vilja,“ sagði Bríet í samtali við HP. „í næstu viku held ég til Bretlands og þaðan skrepp ég yfir til Hamborgar til frekari viðræðna við dýragarðs- stjórann þar. Við getum náttúrulega ekki feng- ið heilu fílaflokkana eins og tíðkast víða erlendis, en við höfum verið að athuga hvort við getum ekki gefið sýningunni dálítið exótískan blæ með því að fá eins og tíu fíla og‘ tutt- ugu úlfalda." — Komast þessi kvikindi virkilega inn í Gamla bíó?! „Já, já, að vísu ekki sviðsmegin, en þangað kemst nú ekki einu sinni fólk. Dýrin komast inn um aðal- dyrnar, enda ætlum við að leika í öllu húsinu." — Hvar verða dýrin hýst meðan þau eru ekki að troða upp í Óper- unni? „Þau verða hýst í stórum, upphit- uðum gámum frá Cargolux," svarar Bríet. Þá höfum við sannarlega til ein- hvers að hlakka. Og hver veit nema Davíð drottinn verði búinn að opna dýragarð í Laugardalnum þegar að þessum viðburði rekur? -JS SIGILD TONLIST Staðnað verkefnaval Listahátíð í Reykjavík Sinfóníutónleikar. Opnunartónleikar Listahátíðar hófust á æskuverki eftir Jón Nordal, Konsert fyrir hljómsveit. Þetta er fallegt verk, stórt í snið- um, og ber vott um andríki og óvenjulegan listrænan þroska höfundar, sem var aðeins 23 ára gamall, þegar hann samdi það. Strax þarna má heyra kraft þann, sem einkennir tónlist Jóns Nordals, og að hann hefur þá þegar á valdi sínu tækni og hæfileika til að útfæra hugmyndir sínar í stóru sinfónísku formi. í þessu verki reynir mikið á alla hljóð- færaleikara hljómsveitarinnar, leiðandi blás- arar eru í stórum hlutverkum, þar er um ein- stakt einvalalið að ræða. Samt vantaði nokk- uð á að flutningurinn væri fullkomlega sann- færandi, þó að margir einstaklingar skiluðu sínu með glæsibrag. Kannski er hér um að kenna einhverri vorþreytu. Sellóin hljómuðu þó betur en oft áður, enda var flokkur þeirra styrktur og má raunar ekki vera fáliðaðri, eigi raunverulegur sellósveitarhljómur að nást. Ungur píanóleikari frá Filippseyjum, Ce- cile Licad, var einleikari þessara tónleika í píanókonsert nr. 2 eftir Rachmaninoff. Hún hefur allt til að bera, sem prýða má stórpían- ista í sérflokki, afburðatækni og mikla breidd í blæbrigðum og túlkun. Hver einasta hending var glitrandi hrein og skýr, en það sama verður því miður ekki sagt um hljóm- sveitina svona framan af, en þá áttu einstaka línur það til að týnast í öílu tónaflóðinu. Gaman hefði verið að heyra Licad leika eitt- hvert annað verk, sem hefði gefið meiri möguleika á að kynnast músíkölsku innsæi hennar og gáfum. Eftir hlé lék hljómsveitin sinfóníu Dvoraks — frá Nýja heiminum. Þó að hljómsveitar- stjóranum Jean-Pierre Jacquillat tækist ekki með öllu að má áðurgreind þreytumerki af leik hljómsveitarinnar, var þetta innblásinn flutningur eins og svo oft hjá Jacquillat, en undir stjórn hans hefur hljómsveitin átt mörg sín bestu augnablik á síðustu árum. Þessir tónleikar voru að mörgu leyti glæsi- legir, en spurningu hlýtur að vekja, hvers vegna í ósköpunum ekki var fullt hús. Það var svo sannarlega búið að gera þjóðinni Ijóst allt um ágæti einleikarans. Ég held að hér ráði verkefnaval mestu; það er einfald- Á opnunardegi Lista- hátíðar lék Filippsey- ingurinn Cecil Licad með Sinfóníuhljóm- sveit Islands í Háskóla- bíói. Gerði verkefnaval tónleikanna það að verkum að einungis var setið í helmingi sætanna? eftir Karólínu Eiríksdóttur lega ekki rétt, sem oftast virðist gengið út frá sem vísu, að fólk vilji alltaf vera að hlusta á sömu verkin. Ég held að fólk hafi hreinlega ekki nennt að koma og heyra Dvorak og Rachmaninoff rétt eina ferðina enn. Þessi sama sinfónía eftir Dvorak var t.d. á dagskrá á Listahátíð 1980 og seinast á áskriftartón- leikum í maí 1984. Þetta verkefnaval er líka í hrópandi ósamræmi við þá stefnu stjórnar hátíðarinnar að útiloka íslenska flytjendur frá Listahátíð nema þeir spili íslenska tónlist, og að Listahátíð eigi að vera vettvangur fyrir eitthvað ferskt og nýtt, sem annars heyrist ekki. Hver veit nema það hefði verið troð- fullt hús, ef frumfluttur hefði verið nýr, ís- lenskur píanókonsert og eftir hlé hefði verið flutt erlent 20. aldar stórverk. Þau eru mörg 20. aldar verkin, sem aldrei hafa heyrst á ís- landi, og ætti það einmitt að vera hlutverk Listahátíðar að rjúfa einangrun okkar á því sviði, þ.e. að flytja tónlist umheimsins til okk- ar á tveggja ára fresti, ekki síður en tónlistar- menn umheimsins. Margir minnisstæðustu tónleikar frá umliðnum Lisathátíðum eru einmitt tónleikar íslenskra hljóðfæraleikara, sem á Listahátíðum hafa fengið tækifæri, sem gefast sjaldan annars, til að flytja okkur meistaraverk 20. aldarinnar. Nei, þetta verkefnaval lýsir engum sérstök- um kjarki eða listrænum metnaði. Á tvenn- um sinfóníutónleikum, sem eftir eru á Lista- hátíð, fáum við svo að heyra Sinfóníuhljóm- sveit íslands spreyta sig á óperuforleikjum, vonandi ekki þeim sömu og síðast. HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.