Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 19
á meðan ég hafði ennþá minnið mitt. En það fór nú að dala eftir menntó." — Var þab nú ekki bara þessi venjulega hrörn- un? „Jú. jú, en þessi afsökun er bara svo voðalega þægileg eins og málin standa í dag.“ Og hann hneggjar. Þetta er það eina sem við kunnum — Og hvenœr ákvabstu svo ab verba lœknir? Einar lætur sig síga enn lengra ofan í sófann. „Það var í þriðja eða fjórða bekk í MR. Eða eins og Nonni bróðir segir: „Þetta er það eina sem við kunnum." Ég ákvað að vísu fyrst að verða augnlæknir eins og pabbi, því ég hafði erft græj- urnar hans. En ég veit ekki hvort ég er nógu vís- indalegur í mér til að geta hafa orðið augnlækn- ir, þótt ég viti nú ekkert hvort maður þarf að vera nokkuð vísindalegur í sér til að vera augn- læknir." Einar rekur upp roku. „Nei, ég fór í háls- nef- og eyrnalækningar af því að ég vann um tíma á deildinni þegar ég var í læknisfræðinni í háskólanámi og mér fannst svo skemmtilegt þar að ég fór til framhaldsnáms í Svíþjóð." Af ástinni — Kynntist þú konunni þinni þar? „Já,“ segir Einar og dregur seiminn, „en við byrjuðum að vísu ekki að vera saman fyrr en hún fór í mikla heimsferð og kom við á íslandi. Hún er hjúkrunarkona og vinnur á Landakoti. Og þarna er bara komin formúlan um lækninn og hjúkrunarkonuna, eins og þú bendir á.“ — Trúir þú á ástina? „Nei, ekkert endilega. Ég held þó að það sé ógurlega margt sem passar saman hjá karli og konu ef maður gerir sér far um að rækta það. En þetta tal um að menn hafi fundið hina einu sönnu ást, held ég að sé tómt rugl. Annars hefðu varla svona margir gifst innbyrðis í litlum pláss- um. Sjálfur er ég ágætur einn með sjálfum mér, en það kemur ágætis rútína á sambönd. En ég er óttalegur dellukarl." Og nú kemur aldeilis glampi í augun hans. Dellurnar — Segbu mér frá dellunum. „Jú, ég er með útbúnaðardellu, fótboltadellu, bíladellu, og einu sinni var ég með mótorhjóla- dellu. Og svo hef ég voða mikinn áhuga á iéttum vínum." — Já, þú ert einn þessara vínsnobbara sem Englendingar kalla ,,vintage bores". „Jú, jú, ég er einn þeirra." Hann hlær. Ég fór að hafa áhuga á þessu fyrir svona 13 árum. Ég held meira að segja að það sé hægt að setja sam- an vín og tónlist, alveg eins og vín og mat. Ef maður sér tóna og getur hlustað á vínið syngja þá ætti þetta að ganga. Ég hef að vísu ekki próf- að þetta sjálfur vísindalega en mér dettur þó helst í hug að athuga hvaða vín sé gott við hvaða tónlist og þá hvar.“ Kokteilfrikin og vínsnobbararnir — En afhverju þykir þab svona vobalega fínt ab hafa mikib vit á léttum vínum? Eru ekki til menn sem snobba á líkan hátt fyrir sterkum vín- um? „Þú meinar kokteilfríkin,“ segir Einar og hneggjar. „Jú, það eru fleiri hér á landi sem vita mikið um kokteila en þeir sem hafa áhuga á því að þefa af léttum vínum. Léttu vínin hafa miklu EINAR THORODDSEN LÆKNIR, VÍNSNOBBARI OG DELLUKARL [ HP-VIÐTALI meiri karakter og eru fjölbreytilegri og það er aldrei hægt að skynja sömu blæbrigði á sterkum vínum og léttum. Eða eins og Englendingar segja: „Vine is a living thing.“ Eg held nú samt að ég hafi ekkert sérstaklega næmt lyktarskyn, sem er aðalatriði ef maður vill vera vínsnobbari. Sérstaklega ekki núna upp á síðkastið því ég hef verið svo ógurlega kvefaður. Ég á heldur ekki mikinn vínlitteratúr, bara svona 70 sentimetra. En ég hef farið á nokkur námskeið í Búrgúndí og Bordó. Þessum námskeiðum fylgir ekki mikið fyllirí eins og sumir kynnu að halda, þetta fer allt fram á mjög siðsaman hátt. Á vikukúrs þefar maður og smakkar kannski á svona 100 til 200 víntegundum og spýtir þá gjarnan víninu út úr sér svo að bragðskynið deyfist ekki. En ekki vildi ég smakka viskí eða koníak, þeir sem gera það finna voða litinn mun frá einum sopa til ann- ars. Auðvitað deyfist bragðskynið líka hjá okkur vínsnobburunum, en ekkert í líkingu við það sem kokteilfríkin þurfa að þola. Stundum lenti maður þó á fylliríum og ætli dýrasta fylliriið sem ég hef lent á hafi ekki verið í lok kúrsins í Bordó þegar ég drakk 5 glös af Chateau d’Yquem, sem samtals munu hafa kostað um 5 þúsund kall. Það er dýrasti apperatív sem ég hef fengið.” Ég syng nú samt ekkert hótt — Segdu mér frá fleiri dellum. Ertu ekki heil- mikill söngmabur? „Ja, ég er kórmella og hef verið kallaður ten- ór. Ég hef veriö í Pólýfónkórnum, Fílharmóníu- kórnum, Dómkirkjukórnum, Akraneskórnum, Passíukórnum, Hamrahlíðarkórnum, Háskóla- kórnum, og kannski fleiri kórum og er núna í Módettukórnum. Það vantar gjarnan tenóra í kóra. En ég syng ekkert voðalega hátt.“ Hláturinn og það að vera jarðbundinn Við hristumst saman af hlátri. — En vœntan- lega ertu líka med matardellu? „Nei, segir Einar sposkur og strýkur sér um kviðinn. „Þar er um þokkalegan áhuga að ræða en ekki dellu." Og hann hneggjar og ég kemst ekki hjá því að hristast líka. Get síðan ekki stillt mig um að spyrja hvaðan hann hafi eiginlega þennan hlát- ur. „Ja...,“ segir hann kerskinn, „þegar ég hlæ með Nonna bróður hlæ ég eins og hann en hlæ eins og Balli bróðir þegar ég hlæ með honum. Upp á síðkastið hef ég hlegið svolítið eins og pabbi en það eru svona hljóð sem eru sambland af hlátri og hósta.“ Þegar ég er í þann mund að ganga út úr dyr- unum og búin að skoða hljómflutningstækin hans og stóran, giæsilegan svartan flygilinn sem trónir á stofugólfinu, því Einar er með útbúnað- ardellu af alvarlegra tæinu, kallar hann til mín: „Heyrðu, og svo er ég með tennisdellu og vegg- boltadellu og við lngrid förum að minnsta kosti einu sinni í viku til að spila saman veggbolta.” Já, segi ég og man þá eftir minnispunktinum mínum, hvernig Einar skilgreini hugtakið „að vera jarðbundinn”, en eitthvað fannst mér pínu- lítið eins og ég skildi ekki alveg þá merkingu sem hann leggur í það. „Æ, ég veit það ekki," svarar hann að bragði. „Ætli það sé ekki bara helst það að maður skipar sér í hóp með þeim mönnum sem maður heyrir að sagt sé að séu jarðbundnir." Hnje, hnje m hnje...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.