Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 34

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 34
Sjömenningarnir sem Leiklistarskólinn var að útskrifa á dögunum. „Algengur misskiln- ingur að ætla að fleiri leikarar útskrifist nú en áður en Leiklistarskól- inn tók til starfa fyrir 10 árum," segir Helga Hjörvar skólastjóri. — horfurnar í atvinnumálum leikara eru tvísýnar — markaðurinn fyrir leikara samt ekki mettaður Tímamót í íslenskri leik- listarsögu eru í vændum Átta nýir nemendur voru teknir inn í Leiklistarskóla íslands t sídustu viku. Þar með lauk mánaðarstressi 16 krakka sem voru svo efnileg að mjög mjótt var á mununum og dóm- nefndin átti í miklum erfiðleikum með að gera upp á milli þeirra. Rúmlega 80 manns höfðu hug á að komast inn í skólann, sern eru fleiri en nokkru sinni. Nýju leikaraefnin átta setjast að öllum líkindum á skólabekk í Landssmiðjuhúsinu sem Leiklistar- skólinn fékk til afnota í vor eftir a.m.k. tveggja ára harmsögulegt húsnœðishrak. En hvað bíður þess- ara nemenda þegar þau útskrifast úr skólanum eftir 4 ár? Er ekki leik- arastéttin að verða helsti fjölmenn þegar haft er í huga að þegar eru hátt í200 atvinnuleikarar í landinu? Á frumskógarlögmálið eftir að verða allsráðandi? Bíður flestra þessara leikara nokkuð annað en atvinnuleysið? í fljótu bragði virðast horfurnar ekki bjartar. I dag er staðan þannig: Framlög ríkisins tii Þjóðleikhússins hafa verið skorin niður um þriðjung og verkefnum sem tekin eru til sýn- ingar hefur fækkað. Endurnýjun leikara á föstum samningum er til- tölulega hæg, og vegna fjárskortsins neyðist leikhúsið til að nýta enn bet- ur fast starfslið sitt því það er tiltölu- lega ódýrara en að lausráða leikara í einstakar leiksýningar. Haustið er skollið á í íslenskri kvikmyndagerð, æ færri kvik- myndagerðarmenn leggja út í að gera kvikmynd, og þeir sem ekki eru þegar lamaðir vegna skulda eða hreinlega farnir á hausinn, eiga æ erfiðara með að fjármagna kvik- myndir sínar. Aðsóknin hefur minnkað gífurlega, íslendingar hafa ekki lengur neinn sérstakan áhuga á að sjá innlendar kvikmyndir um- fram erlendar, og þegar enginn vill koma og sjá, eru bankar og fésýslu- menn skiljanlega ekkert hrifnir af því að leggja til fé í fallít fyrirtæki. Litlu leikhúsin á höfuðborgar- svæðinu hafa átt í gífurlegum hús- næðisþrengingum og ná m.a. þess vegna ekki að koma sér upp fasta- gestum. Þar á ofan bætist að þau hafa fengið mjög tilviljanakennda styrki frá hinu opinbera og þannig hefur hin lélega fjárhagsstaða orðið til þess að sjaldan hefur verið unnt að borga leikurum eða ' öðrum starfsmönnum laun. í útvarpi hefur leikritum fækkað nokkuð síðustu árin og sjónvarpið hefur hvorki tekið upp né sýnt leik- rit á þessu ári, og brugðið hefur ver- ið út af þeim vana að sýna leikrit á páskum eins og jafnan hefur verið. Síðustu fregnir herma svo að við- komandi yfirvöld í sjónvarpi séu að taka upp leiksýningu Herranætur, áhugaleikfélags Menntaskólans í Reykjavík á leikriti Sigurðar Páls- sonar „Húsið á hæðinni eða hring eftir hring", nokkuð sem kætir ekki hjörtu menntaðra leikara í landinu. Og hvað stendur þá eftir? Jú, aug- lýsingarnar í sjónvarpinu, „sjóvin" á skemmtistöðum borgarinnar, leik- listarstarfsemin á landsbyggðinni og Leikfélag Reykjavíkur, sem í dag stendur á tímamótum og hefur ekki búið við neinn fjárskort að ráði. Bjartar vonir eru bundnar við at- vinnumöguleika í hinu nýja og glæsilega Borgarleikhúsi, ef það reynist þá unnt að taka það að fullu í notkun á árinu 1988 eins og borg- arstjórnarmeirihluti sjálfstæðis- manna hefur lofað. Niðurstöður könnunar sem Leik- listarskóli íslands gerði árið 1983 eru á þá leið að 89% þeirra 55 leik- ara sem þá höfðu útskrifast frá upp- hafi skólans, hafi verið „viðloðandi leiklist" eins og það er orðað í könn- uninni. Þar af voru 9% á föstum samningi innan leikhúsanna, 60% lifðu af leiklist í þrengri skilningi á misjöfnum launum og 20% leik- stýrðu, unnu við ýmiss konar tækni- störf og fleira. 11% höfðu hins vegar helst úr lestinni. Helga Hjörvar, skólastjóri Leiklistarskólans, telur að hlutföllin séu svipuð núna; í sum- um árgöngum sé um ekkert at- vinnuleysi að ræða en í öðrum meira eins og gengur. Engin ástæða sé til að ætla að hlutföllin eigi veru- lega eftir að breytast á næstunni og það sé algengur misskilningur að ætla að fleiri leikarar útskrifist nú en áður en Leiklistarskólinn tók til starfa fyrir rúmum 10 árum. Flóð alþjóðlegs afþreyingarefnis hefur skollið yfir íslensku þjóðina á liðnum árum og nú horfum við inn í mikla fjölmiðlaöld sem boðar breytta tíma. Mikil barátta á því eftir að verða um þær fáu sálir sem á landinu búa, barátta um það hvern- ig þær komi til með að verja tóm- stundum sínum. Sífellt eykst fram- boðið á menningarefni og einnig allri lista- og menningarstarfsemi. Verkefnaval leikhúsanna hefur mót- ast af fleiri skemmti- og sprellsýn- ingum sem sumir telja að eigi lítið skylt við list. Almenningur hefur enda minni áhuga á alvarlegri sýn- ingum, það hefur Þjóðleikhúsið t.d. orðið áþreifanlega vart við í vetur. En hvert leiðir þessi þróun í verk- efnavalinu, á hún kannski líka eftir að verða einn af þeim þáttum sem setja framtíð íslenskrar leiklistar í hættu, ásamt fjölmiðlabyltingunni og litlum skilningi stjórnvalda á nauðsyn þess að styðja við öfluga innlenda menntun? Arnór Benónýsson, formaður Fé- lags íslenskra leikara, einn fjöl- margra viðmælenda HP, er þó bjart- sýnn á horfurnar og heldur því fram að ástandið þurfi ekkert að verða svartara eftir 4 ár en það hefur ver- ið. Nemanna sem þá útskrifast bíði svipuð framtíð og allra hinna sem útskrifast hafa úr skólanum síðustu tíu ár, nefnilega eitt og eitt hlutverk í stóru leikhúsunum og starf í litlu leikhúsunum og því fari fjarri að markaðurinn fyrir leikara sé orðinn mettaður, ef svo má að orði komast. Svo muni væntanlega einhvern tíma verða en ekki á næstu árum. Leiklistin standi á tímamótum á Is- landi, hún hafi verið að þróast úr áhugamennsku í sífellt meiri at- vinnumennsku og þegar Leikfélag Reykjavíkur flytji upp í Borgarleik- hús eigi væntanlega margt eftir að breytast. Þörfin fyrir intímleikhús verði nefnilega alltaf fyrir hendi og væntanlega muni ungir leikarar, sem þegar hafa útskrifast og munu útskrifast á komandi árum, koma með nýjan, ferskan kraft inn í Iitlu leikhúsin. En þá verði stjórnvöld líka að gera sér grein fyrir mikil- vægi þess að góð og vönduð leiklist- arstarfsemi sé fyrir hendi og að það sé íslensk menning sem geri okkur að þjóð og snúi við þeirri óheilla- stefnu sem felist í æ minna framlagi tii menningarmála. Allir viðmælendur HP voru sam- mála um að atvinnuhorfurnar væru nokkuð tvísýnar og mikil tímamót í íslenskri leiklistarsögu í vændum, þótt menn væru ekki á einu máli um hvernig þróunin yrði eða hverjir höfuðþættirnir í þessu máli væru. En leyfum einum viðmælenda blaðsins að hafa orðið: „Hér verður frumskógarlögmálið bara að fá svo- lítið að ríkja. Listin er grimm og það verða svo og svo margir að heltast úr lestinni. Ég hef miklu meiri áhyggjur af því hvers konar leikhús verður hér í framtíðinni en hvort of margir leikarar gangi um atvinnu- lausir. Ef leikhúsin standa rétt að málunum verður framtíðin heldur ekki svo skuggaleg. Ef leikhúsin bjóða upp á raunverulegt, skapandi leikhús en hætta að apa eftir lág- menningarstefnu þeirri sem í gangi hefur verið, þá munu áhorfendur taka þau mannlegu samskipti sem fram fara í leikhúsi fram yfir gler. Látum því markaðinn bara verða stærri og samkeppnina meiri. En fyrst verður að skapa þau skilyrði að leikarar fái nauðsynlegt áreiti innan og utan stofnana til að geta verið á hreyfingu sem listamenn en það er það sem leikara skortir fyrst og fremst nú. Grasrótin verður að fá svigrúm, leit listamannanna sjálfra að nýjum formum og nýjum leiðum er meginvandamálið sem leikhúsið á við að glíma í dag.“ -Mrun KVIKMYNDIR Uppundir Laugarásnum Bíóhöllin, Út og suður í Beverly-hœöum (Down and Out in Beverly Hills) ★★★ Bandarísk, árgerð 1986. Framleiðandi og leikstjóri: Paul Mazursky. Handrit: Paul Mazursky og Leon Capetans. Kvikmyndun: Donald McAlpine. Tónlist: Andy Summer. Aðalleikarar: Richard Dreyfuss, Nick Nolte, Bette Midler, Little Richard og hundurinn Mike. Það er athyglisverð þrenna sem fer með titilrullurnar í nýjustu mynd Mazurskys, Út og suður í Beverly-hæðum, einkum fyrir þær sakir að ekkert þeirra sem hana skipa hefur átt upp á pallborðið hjá framleiðendum á undanförnum misserum; ýmist vegna ímyndar sinnar, eiturlyfjavanda eða erfið- leika í undangengnum hlutverkum. Þetta er hræðsla við karlmennskustimpilinn á Nolte, en fyrir löngu er farið að gæta einhæfni í hlutverkavali hans. Þetta er ótti við kóklöng- un Dreyfussar, sem reyndar hefur mestan part haldið sig við leiksviðið upp á síðkastið, eða frá því hann brilleraði í „Er þetta ekki mitt líf?“ með John Cassavetes. Og hringl- andahátt Midler, sem hefur ekki náð áttum frá því hún var útnefnd til óskarsverðlauna fyrir eftirminnilegan leik sinn á móti Alan Bates í „Rósinni", en menn eru ekki frá því að leikhæfileikar hennar njóti sín einmitt betur á söngsviðinu en framan við fókus. Altént höfði hún sterkast til fjöldans lausbeisluð og klúr á fullri keyrslu með bandið á bakvið sig, „and the Show must go on . ..“ Bette Midler nær sér ekki á strik í Beverly- hæðunum, ólíkt Nolte og þó einkum Dreyf- uss sem iðar myndina á enda af ánægjunni yfir að vera inni á ný. Þessi yndislegi leikari smáatriðanna er geysilega nákvæmur í sjálf- sagt lausskrifuðu hlutverki sínu. Og kemur á framfæri hnitmiðaðri persónu sem undir- strikar ýkt stílbragð sem er yfir allri mynd- inni. Hún fjallar, skulum við segja, um við- bjóðslegar vellystingar tveggja barna hjóna í þessu þekkta snobbhverfi vestanhafs. Hann á fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í gerð fata- hengja! Hún er heimavinnandi með haus- verk, sonurinn hommi með kvikmynda- dellu, stelpan uppi. Inn í þetta ofboðslega flotta umhverfi stekkur loks róni sem finnur ekki hundinn sinn; eina vininn utan kogg- ans. Hann eigrar um lóðina, sér sundlaugina, grípur nokkra steina úr beði. Og stekkur svo út í... Þessi misheppnaða sjálfsmorðstil- raun verður upphaf að sterkum vinatengsl- um milli hans og fjölskyldunnar. Þau sýna eftir Sigmund Erni Rúnarsson fjölskyldulmeðlimunum gallana í eigin fari en okkur sem horfum á þetta, að sannleikur- inn manns verður hvorki keyptur né klædd- ur upp. Út og suður í Beverly-hæðum er vand- virknislega unnin gamanmynd. Handritið skrifa Mazursky og Leon Capetans af stöku næmi fyrir því broslega í velmegunarstandi vesturheimskra. Og áherslurnar eru aukin- heldur hárréttar, tæmingin góð. Höfundarnir eru auðsjáanlega með sterka tilfinningu fyrir þeim takmörkum sem almenningur setur fyndninni; mörkum gamans og vitleysu. Það eru einkum samtölin sem eru vel skrifuð — ákaflega blátt áfram og hversdagsleg en leyna á sér. Undir niðri ólga kitlandi meld- ingar um lífið, viðmælandann og veröld- ina . . . 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.