Helgarpósturinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 8
Ferðamenn vilja að vonum vita hvað bíður þeirra á áfangastað. Italíu aftur, en í símtali Við Helgar- póstinn hafði hún eftirfarandi að segja: „Heimilislæknirinn minn ráð- lagði mér að fara með börnin til ís- lands, fyrst ég hafði tækifæri til þess að komast burtu. Þetta var auðvitað strax í upphafi og áður en menn vissu mikið um umfang málsins. Parna var sem sagt um öryggisráð- stöfun að ræða, vegna þess að hér hafði verið úrkoma á þeim tíma þegar geislavirk efni gátu hafa verið í háloftunum. MJÓLKIN SELST ILLA Það voru fljótlega gefnar út til- kynningar frá yfirvöldum um að fólk ætti ekki að borða grænmeti né drekka mjólk og annað slíkt. Þessu hættuástandi hefur nú verið aflýst af hálfu opinberra aðila. Samt sem áður er lítil sem engin hreyfing i sölu mjólkur hérna. Opinberar tölur segja að mjólkurneysla hafi minnk- að um 40%, en mjólkin virðist þó standa gjörsamlega óhreyfð í búð- unum, a.m.k. þar sem ég versla. Það voru einnig látin boð út ganga um að fóik ætti ekki að vera með börn á ströndinni, en þetta hef- ur nú sömuleiðis verið dregið til baka. í opinberum yfirlýsingum er sagt að öllu sé nú óhætt, en ég mun ekki fara með börnin mín á strönd- ina í sumar, svona til vonar og vara. Ég hafði samband við tvo lækna í dag (miðvikudag 4. júní) og spurði þá um þetta atriði og þeim bar ná- kvæmlega saman með ráðlegging- ar sinar. Þeir sögðu að það væri svo sem allt i lagi að fara með börn á ströndina, a.m.k. í stutta stund, en maður skyldi gæta þess að sandur- inn færi ekki inn í skilningarvit þeirra og þau mættu alls ekki fá hann upp í sig. Einnig er mikilvægt að setja börnin í bað þegar heim kemur. En ef þessum reglum væri fylgt, ætti öllu að vera óhætt. Þetta sögðu þeir báðir að ætti við út júní- mánuð. AFAR VIÐKVÆMT MÁL Á ÍTALÍU Hérna er engin mælanleg loft- 8 HELGARPÓSTURINN mengun, hræðslan hefur aðallega beinst að grasinu og sandinum, vegna rykagnanna sem talið var að rignt hefði hér niður. Barnalæknar gengu í skólana og fræddu börnin, þegar þetta gerðist, en þaö þorir enginn að gefa út yfirlýsingar sem valdið gætu múgsefjun. Þetta er allt afar viðkvæmt, sökum þess hve miklir efnahagslegir hagsmunir eru i húfi. ítalir hafa orðið illa úti vegna eitraða vínsins, sem hella þurfti nið- ur. Síðan þótti öruggast að henda allri grænmetisuppskerunni, vegna Tsérnóbíl-málsins, og þess vegna eru yfirvöld auðvitað hrædd um að ferðamannastraumurinn dvíni ef geislavirkniótti magnast upp.“ SKÚRAÐI ÞRISVAR Á DAG MEÐ KLÓR Þetta voru ummæli Elsu Harðar- dóttur lyfjafræðings sem býr á ítaliu. Helgarpósturinn náði einnig tali af tveimur öðrum íslenskum stúlkum, sem búsettar eru á sömu slóðum, og höfðu þær mjög svipaða sögu að segja og Elsa. Þær sögðust báðar hafa frétt af varúðarskiltum á ströndinni, en hvorug þeirra hafði séð slíkt skilti með eigin augum. Þeim bar einnig saman um að þessi varúðarskilti væru ekki lengur til staðar. Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir. Hættuminna fyrir ferðamenn en íbúana Helgarpósturinn bar frásagnir ts- lensku stúlknanna, sem búsettar eru á Norður-Italíu, undir Guðjón Magnússon aðstoðarlandlœkni. Hann sagði að sér sýndist geislun af völdum Tsérnóbíl-slyssins almennt fara minnkandi, samkvœmt þeim upplýsingum sem bœrust til land- loeknisembœttisins. Siðan bœtti hann við: Hinu er þó ekki að leyna, að það hefur komið ákveðið bakslag í þetta. Það eru að berast nýjar upp- lýsingar, t.d. frá Svíþjóð og Ítalíu, sem benda til þess að geislavirkni sé kannski meiri en menn áttu von á. Hins vegar er það ljóst að fólk sem býr á umræddum stöðum er að öðru jöfnu í meiri hættu en þeir sem koma þangað sem ferðamenn. Geislunin, sem menn verða fyrir, stendur í réttu hlutfalli við það hvað hún er mikil og hversu lengi maður verður fyrir henni. Það er sem sagt ekki eingöngu spurning um magnið á hverri tímaeiningu, heldur ekki síður hvort maður á það í vændum að búa við þessa geislun mánuðum eða árum saman, eða hvort maður er í nokkrar vikur á staðnum sem ferðamaður. Þannig geta verið nokkuð aðrar forsendur gagnvart ferðamönnum en íbúum þeirra svæða, þar sem geislavirk efni hafa borist í jarðveginn með rigningar- vatni úr háloftunum." Varðandi yfirlýsingu landlæknis- embættisins um að ferðamönnum væri óhætt utan 500 kílómetra radí- uss frá kjarnorkuverinu í Tsérnóbíl, hafði Guðjón Magnússon eftirfar- andi að segja: „Þeim ráðleggingum hefur ekki verið breytt. Með þessu er m.ö.o. verið að ráðleggja fólki að ferðast ekki til svæða, sem eru innan þessa 500 kílómetra radíuss. Eftir sem áð- ur er fólki auðvitað sagt að fara eftir þeim ráðleggingum sem gilda á hverjum stað. Ef yfirvöld hafa gefið út yfirlýsingar varðandi mjólkur- og grænmetisneyslu, gilda þær ráð- leggingar að sjálfsögðu einnig fyrir ferðamenn. Munurinn er hins vegar sá, að ferðamaður hefur mun meiri valkosti en heimamaður. Það er vel hægt að sleppa því algjörlega að borða grænmeti í þrjár vikur, en það er kannski erfiðara fyrir fólkið sem býr þarna og lifir að verulegu leyti á grænmeti." Aðstoðarlandlæknir var að lokum beðinn um að svara þeirri samvisku- spurningu, hvort hann myndi t.d. sjálfur fara óhræddur með barn inn- an við tíu ára aldur á ítalskar sólar- strendur. Hann sagði: „Já, ég myndi fara þangað í frí. Ég myndi þó fyrst vilja fá það staðfest frá viðkomandi ferðaskrifstofu, að yfirvöld hefðu ekkert við það að at- huga að börn færu í sjóinn og væru á ströndinni. Ef það er rétt, að þarna séu varúðarskilti um hættu fyrir ung börn, myndi ég þó ekki fara. Ég myndi þá velja mér annan sumar- leyfisstað. Það er þess vegna mikið hagsmunamál fyrir ferðaskrifstof- urnar að sýna fram á að allt sé í lagi." Onnur stúlkan á tvö ung börn og sagðist hún hafa haldið sig innan- húss meira og minna í tíu daga eftir að slysið varð — á meðan aðvaranir yfirvalda voru enn í gildi. Þá hefði hún bannað eldra barninu aö leika sér úti í garði og þau hefðu varast þaðmjög að borða mat, sem reynst gæti hættulegur. Á sama tímabili sagðist þessi íslenska húsmóðir á Ítalíu hafa skúrað gólfið hjá sér þrisvar á dag úr klórupplausn. Að ráði heimiiislæknis síns fór hún síð- an heim til íslands með börnin, eins og hinar tvær stúlkurnar sem HP ræddi við í þessu sambandi. UPPLÝSINGAR STANGAST Á íbúar í bænum Gávle, sem er ná- lægt Uppsölum í Svíþjóð, voru svo óheppnir að þar rigndi einmitt þá daga sem geislavirku efnin voru að berast yfir landið. Þar hefur því komið í ljós mun meiri geislun en annars staðar í Svíþjóð. Helgarpóst- urinn náði tali af íslenskri konu, Sigríði Sundin, sem er eini íslend- ingurinn í bænum, svo vitað sé. Hún var fyrst spurð að því hvort ekki væri mikið rætt um geislavirkni í Gávle þessa dagana. „Jú, svo sannarlega. Lífið gengur allt út á þetta núna. Vfirvöld víða I Evrópu kvíða því að ofsahræðsla grípi um sig og stöðvi ferðamanna- strauminn. Fólk er hins vegar að reyna að hætta að hugsa um þessi mál, því það þýðir ekkert — hefur ekkert upp á sig. Það stangast allar upplýs- ingar á um þessi mál og maður veit ekki hverju maður á að trúa.“ — Hvað segja opinberar yfirlýs- ingar? „Nú, maður á ekki að borða kjöt af villtum dýrum, svo sem elg og hreindýrum. Einnig hefur mælst geislavirkni í kindakjöti. Það má heldur ekki borða salat, sem ræktað er úti í görðum, og reyndar ekki neitt sem ræktað er utanhúss." Sigríður sagði að nú væri börnum talið óhætt í sandkössum, því þau þyrftu að borða um þrjú kíló af sandi til þess að hann yrði þeim hættuleg- ur. Geislavirknin hefði minnkað mjög frá fyrstu vikunni, en þá hefði verið sagt að börn ætti ekki að leika sér í sandi. Einnig sagði Sigríður að fólk drykki óhrætt mjólkina þarna, því hún væri undir ströngu eftirliti og væri ekki til sölu nema allt væri með felldu. Fólki í Gávle og nágrenni er hins vegar ráðlagt að láta vera að borða jarðarber og aðra jarðávexti. „Hér eru stórir jarðarberjaakrar, sem gefa af sér uppsekru í júní- og júlí- mánuði, og það er alveg hræðilegt að verða að henda þessu öllu. Mað- ur sér heldur ekkert á ávöxtunum. Ef á þeim væru svartir blettir og maður sœi að þetta væri skemmt á einhvern hátt, væri auðveldara að halda sig frá því. Grænmetið og ávextirnir eru hins vegar alveg eins og áður. Það er nú það óhugnanlega við þetta." MAMMA ÆTLAÐI AÐ SÆKJA BÖRNIN — Er þetta miklu meiri geisla- virkni en annars staðar í Svíþjóð, Sigríður? „Já. Það er vegna rigningarinnar sem féil hér einmitt á þriðjudegin- um eftir slysið. Þá rigndi þessu yfir- okkur. Upplýsingar um þetta hafa hins vegar verið lélegar frá byrjun. Einn aðili segir að þetta sé hættulaust, en annar að það sé ekki hættulaust. Fólk verður þess vegna hálf ráðvillt og veit ekkert hverju það á að trúa. Nú er búið að finna nýtt geisla- virkt efni hérna, sesíum 9, og niður- stöður varðandi það koma ekki fyrr en eftir viku. Þetta efni er mjög hættulegt og situr í líkamanum í 28 ár, en það hefur fundist í kjöti hérna." — Eru œttingjar þínir á Islandi ekki áhyggjufullir þín vegna? „Jú. Mamma hringdi t.d. og ætlaði að koma og sækja strákana mína. Ég ætlaði jafnvel að senda þá heim en hringdi fyrst í landstjórnina hérna og spurði ráða. Mér var ráðið frá því. Það þýðir hvort sem er ekki neitt, því það er þá orðið of seint. Maður er búinn að fá í sig það sem kom og ekkert við því að gera — bara að vona það besta héðan af. Auðvitað er þetta hættulegt að vissu leyti, en þetta er einfaldlega viðbót við allan þann óþverra sem maður fær með megnun í andrúms- loftinu. En þetta er óhugnanlegt; þó ekkert komi fram núna geta börn þeirra, sem nú eru á barnsaldri, ver- ið sködduð í framtíðinni. Það veit enginn á þessi stigi.“ — Hvað er þetta hœttusvœði stórt, Sigríður? „Það er svona svipað og frá Hafn- arfirði og a.m.k. upp í Mosfellssveit. Norðurhlutinn af Uppsölum er með í þessari rnynd." Það er ljóst af viðtölunum hér að framan, að enn eru afleiðingar Tsérnóbíl-slyssins ekki fullkomlega borðliggjandi og verða það tæpast fyrr en eftir mörg ár, jafnvel áratugi. Heilbrigðisyfirvöld á Vesturlöndum hafa hins vegar brugðist sæmilega við þessum vanda, þó upplýsinga- teppa frá Sovétríkjunum hafi eflaust í upphafi gert opinberum aðilum hérna megin járntjalds erfiðara fyrir en æskilegast hefði verið. Við ís- lendingar þurfum sem betur fer ekki að hafa áhyggjur af eigin hag í þetta sinn, en auðvitað er okkur þó hollt að hugsa til þess hvaða áhrif kjarnorkuslysið hefur á líf fólks í öðrum löndum. Við höfum sloppið í þetta sinn, en enginn getur hrósað endanlegum sigri þegar kjarnorka og afleiðingar hennar eiga í hlut.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað: 23. tölublað (05.06.1986)
https://timarit.is/issue/53866

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

23. tölublað (05.06.1986)

Aðgerðir: