Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 14
HP SPJALLAR VIÐ FJÓRA EFTIRLAUNAMENN UM ÞÁ REYNSLU AÐ SETJAST í HELGAN STEIN Margar samverkandi orsakir eru þess valdandi ad mannskepnan lifir nú lengur en ádur. Við œvi manna bœtast þvi ár, sem ekki er varid til brauðstrits. Oft er talað um þau sem árin þegar „sest er í helgan steirí'. Petta skeið í lífi mannsins, eftir- launaaldurinn, getur orðið afar góður tími, efheilsa og fjárráð eru í sœmilegu lagi. Margir kvíða samt þessu tímabili, finnst þeir orðnir einskis nýtir í þjóðfélaginu og vera hálfpartinn utanveltu í fjölskyldu- munstri nútímans. Helgarpósturinn hafði samband við fjóra menn, sem tiltölulega ný- lega hafa farið á eftirlaun en gegndu áður erilsömum ábyrgð- arstöðum í marga áratugi. Þeir voru svo vinsamlegir að svara nokkrum spurningum um þá reynslu að yfir- gefa fyrri starfsvettvang og teljast skyndilega ,,eftirlaunamenrí‘. Andrés Björnsson, fyrrverandi útvarpsstjóri: Auðveldara en ég gerði róð fyrir — Er reynslan ef eftirlaunaaldrin- um lík því sem þú bjóst við eða kom eitthvað á óvart? „Ég gekk að því vísu að miklar breytingar yrðu á lífi mínu þegar ég færi frá Ríkisútvarpinu og hætti að fást við öll þau fjölbreytilegu við- fangsefni sem fylgdu embætti mínu. Ég hafði þar stundum þolað von- brigði eins og gengur, en líka átt margar góðar stundir, þegar m'ér fannst ég vinna almenningi gagn og heppnast að stuðla að vexti og við- gangi stofnunarinnar sem ég var orðinn svo nátengdur eftir öll þessi ár. Ábyrgðin gagnvart eigendunum, almenningi í landinu, var mér oft býsna þung, og ég vildi efla Ríkisút- varpið og starfsemi þess sem best ég gat. Nú ákvað ég sem sagt að fara heim og finna mér ný viðfangsefni. Það reyndist jafnvel auðveldara en ég hafði gert ráð fyrir. Ég hugsaði lít- ið um það sem liðið var, en þeim mun meira um þær nýju brautir sem framundan lágu. Mig hafði alltaf langað til að skrifa, og girnileg verk- efni biðu mín sem ég hafði ekki haft tóm til að sinna." — Lœturðu verða af öllu því sem þú hafðir hugsað þér að hafa tíma til að gera? ,,Æ, það er svo margt sem mig langar til að gera. Ég býst varla við að geta látið verða af því öllu. Tíma- skeið heilsu og hreysti endist ekki eilíflega og tíminn verður sífelit dýr- mætari eftir því sem á líður. Ég verð að játa þann veikleika að ég á erfitt með að skipuleggja störf fram í tím- ann. Ég hef alltaf verið hneigður fyr- ir að taka verkefnin í áhlaupi, en þó aldrei án þess að hugsa þau vand- lega fyrirfram og reyna að gera mér grein fyrir hugsanlegum vandkvæð- um. Nú hef ég ekki annað en vonina um að fá lokið því sem fastast sækir á mig.“ — Lestu meira en áður? „Því sem ég kalla nú helstu störf mín fylgir mikill lestur og leit í bók- Haraldur Steinþórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri BSRB. 14 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.