Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 36

Helgarpósturinn - 05.06.1986, Blaðsíða 36
Á ÍSLANDI ERU STARFANDI MÖRG OG SUNDURLEIT FÉLÖG, FN HVENÆR STOFNUM VIÐ FÉLAG ÍSLENSKRA FÉLAGA Er tómarúm í lífi þínu? Stór svört hola sem þér gengur torveldlega að fylla? Leiðist þér? Ertu ósáttur við sjálfan þig, fjölskylduna, heiminn? Við bjóðum þér einfalt og aldeilis óbrigðult ráð í vandkvæðum þínum ógóðum, sannkallað töframeðal: Gakktu í félag!!! Það er til nóg af þeim, kannski erum við íslendingar heimsmeistarar í félögum (miðað við höfðatölu) — alvarlegum félög- um, skemmtilegum félögum, heilsu- samlegum félögum, hugsjónafélög- um, trúfélögum, nytsamlegum fé- lögum. Það er meira að segja til fé- lag sem heitir Stjórnunarfélagid, lik- lega er það félagið þar sem manni er kennt hvernig maður á að vera í félagi... Hinsvegar hefur ekki ennþá verið stofnað Félag íslenskra félaga eða Landssamband íslenskra samtaka, þótt sennilega sé þessháttar félags- skapur fyrir löngu orðinn tímabær. Fyrir næstum hundrað árum tók Benedikt Gröndal skáld saman lista yfir félög sem voru starfandi í Reykjavík fyrir og um síðustu alda- mót — „náttúrlega að sið villiþjóða sem ætið eru bútaðar í sundur í marga flokka, sem allir liggja í úlfúð og ósamlyndi," einsog hann komst að orði. Þvínæst taldi Gröndal upp ýms félög og eru nokkur þeirra enn í tölu félaga; tilaðmynda Thoruald- sensfélagið, Þjóðvinafélagið, Stúd- entafélagið, Bókmenntafélagið og Blaðamannafélagið. Önnur félög sem þarna eru tilgreind hafa týnt tölunni, höldum við; Böluarafélag- ið, Súpufélagið, Vonin, Haustullar- félagið, Hornafélagið, Pístólufélagið og Abyrgðarfélag þilskipaeigenda. En i staðinn hafa komið ný félög sem falla betur að kröfum breyttra tíma — við hér á Helgarpóstinum álítum að það sé löngu orðið aðkall- andi að einhver feti í fótspor meist- ara Gröndals og taki saman vísi að handbók um merkustu og þörfustu félög sem nú eru á dögum. Við ger- um náttúrlega ekki annað en að klóra yfirborðið í lítilli blaðagrein, en svo notað sé vinsælt líkingamál úr ríkisfjölmiðlunum, þá gefum við^ boltann á loft í þeirri von að einhver skalli. Til hagræðingar getum við skipt félögum í nokkra flokka. Þetta er náttúrlega gróf flokkun, alls ekki vísindaleg, enda væri slíkt varla á færi annarra en háskólalærðra „fé- lags-frœðinga. Við skulum fyrst telja „félög félaganna uegna" félög sem hafa það að meginmarkmiði að NOKKUR FÉLÖG Húnuetningafélagið —- rekur ættir sínar til sauðaþjófa; Pílukastsfélag íslands — hittir í mark; íslenska íhugunarfélagiö — íhugar að halda fund á næstunni; íslenska mann- frœðifélagið — mælir þingeyska hausa og rekur ættir; Megrunar- klúbburinn Línan — ennþá jafnpatt- aralegur; Fornritafélagið — lagðist í forneskju og dó en lifnaði aftur; Uppiogniðri-klúbburinn — tómir dónar; Sœlkeraklúbburinn — angar af hvítlauk; Kínuersk-íslenska vina- félagið — óvinir Maós og fjórmenn- ingaklikunnar; Skautafélag Reykja- víkur — vantar skautasvell; Kuœöa- mannafélagið Iðunn — hlustar á kvöldvökuna í útvarpinu Reykvtk- ingafélagið — hefur aldrei komið uppí Breiðholt; Stofnun Jóns Þor- lákssonar — trúir á Hannes; Stúd- entafélagið — útskrifaðist fyrir alda- mót; Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykja- víkur — brýtur umferðarreglur; Samband dýraverndunarfélaga — kusa galar, krummi geltir kötturinn hrín; Skagfirðingafélagið — lagviss- ir hestamenn; Snarfari, félag sport- bátaeigenda — bíður eftir að gefi á sjó; Tónlistarfélagið — tóm gamal- menni; Leiðbeiningastöð hús- mœðra — ákaflega hagsýnna; Brassauinafélagið — heldur með Brasiliu; Vináttufélag aldraðra — stundar samkvæmisleiki; Gídeons- félagið — sannkristnir kaupmenn; og Félag makalausra — gengur ekki út; Félag íslenskra ógæfumanna — nýir og betri menn allir saman ... félagsmenn séu í félagi. I þann dilk drögum við Kiwanisfélög, Rotaryfé- lög, Lionsfélög, Oddfellowfélög, Junior Chamber, ýms kvenfélög — tildæmis félag Zonta-kvenna og fé- lag Málfreyja. Af allt öðrum meiði eru félög sem stofnuð eru um heilsu fólks, og oftar en ekki heilsuleysi, eigið ellegar annarra. Sem dæmi getum við nefnt Geðverndarfélag fslands, Félagið svœðameðferð, Gigtarfélag íslands, Mígren-samtökin, Blóðgjafafélagið, Samtök gegn asma og ofnœmi, Fé- laggegn flogaveiki, félög þeirra sem þjást af sjúkdómunum MS og psori- asis og samtökin Heilavernd sem við vitum því miður ekki hvernig starfa eða til hvers. Angi út frá þess- ari grein félaga eru samtök sem eru stofnuð um brennivín, eiturlyf og hvers konar óhóf: Samtök áhuga- manna um áfengisuandamálið, AA- samtökin og Samband gamalla hassista. Það þykir ógn hollt fyrir börn og unglinga að ganga í félög og starfa í félögum, og ekki er það síður hollt fyrir þá manntegund sem hefur yndi af því að vasast í hvers konar æskulýðsstarfi, gjöfulu og marg- breytilegu. Þar eru náttúrlega fremst í flokki fjölmörg skátafélög og íþróttafélög, að ógleymdum ung- templarafélögunum, en eitt höfuð- markmið allra þessara félaga er að halda unglingunum frá sjoppunum, leiktækjasölunum, sollinum og brennivíninu — og gerast markmið varla háleitari. Og svo er það náttúrlega öll sú hersing leitandi sálna sem starfar í trúfélögum, mýgrútur klofningstrú- félaga og klofningsfélaga úr klofn- um trúfélögum. Nefnum af algjöru handahófi: Félag kaþólskra leik- manna, Bahaíafélagið, Mormónafé- lagið, Samtök Nichiren Shoshu búddista á íslandi, Kristileg félög ungra manna og kvenna, Hjálprœð- isherinn, Samhygð, Félag nýals- sinna, Votta Jehóva Varðturnsfélag- ið, Ungt fólk með hlutverk, Krossinn og Veginn sem bæði eru kristileg, Guðspekifélagið og Sálarrann- sóknafélagið, auk Félags ungra framsóknarmanna. Það er sumsé af nógu að taka, einkum ef höfð eru í huga félög sem dafna á útjaðri þess- ara félaga, skyld en ekki eins — Náttúrulœkningafélagið sem trúir því að guð búi í grænmeti en kölski í kjöti og Samtök áhugamanna um áfengisvandamálið (já, aftur) sem trúir á Bakkus. Skyld en ekki eins — af sama meiði — eru svo ýmisleg skoðanafé- lög. Þar eru vitaskuld stjórnmála- flokkarnir áhrifamestir, en þess ber að gæta að stundum verður skoðun svo stór og glæsileg að hún um- hverfist í hugsjón. Eftirtalin félög teljast líklega öllu heldur hugsjóna- félög en skoðanafélög: Áhugamenn um frelsi í fjölmiðlum, Samtök heimsfriðar og sameiningar, Flokk- ur mannsins, Samtök prátista (þjóð- málahreyfing), Esperantosamband- ið, Samtök um vestrœna samvinnu, Félag frjálshyggjumanna, Manneld- isráð Islands, Fuglaverndarafélag- ið, Katta- og hundavinafélögin, Fé- lag áhugamanna um brjóstagjöf og Albaníuvinafélagið. Fyrir nokkrum árum fyllti þennan flokk fjöldi sann- leiksleitandi kommúnistafélaga, en samkvæmt bestu heimildum eru þau öllsömul dauð. Já, það er fyrirbæri sem við get- um ekki látið hjá líða að minnast á; sú uppdráttarsýki sem að endingu leiðir til svokallaðs félagadauða. Við kunnum að nefna nýlegt dæmi um félagsskap sem mátti þola þessi meinlegu örlög, þótt nú hafi hann reyndar verið enduruppvakinn. Þetta var Hið íslenska fornritafélag, sem hafði að leiðarljósi að gefa út Is- lendingasögurnar með fornlegri og illlæsilegri stafsetningu. í því félagi vöknuðu menn upp við vondan draum fyrir nokkrum árum — þjóð- in var farin að lesa íslendingasög- urnar með nútímastafsetningu og ekki hafði verið haldinn fundur í fé- laginu um langt árabil. Ástæðan var einfaldlega sú að flestallir meðlimir Fornritafélagsins, stjórnarmenn ieftir Egil HelgasonHMMBBMi sem óbreyttir, höfðu safnast til feðra sinna handan móðunnar miklu og ekki komið nýir til að fylla í skörðin. Hagsmunafélög eru fjölmörg og stofnuð til þess að félagsmenn beri ekki skarðan hlut frá borði í harðri lífsbaráttunni. Milli hinna ýmsu hagsmunafélaga ríkir því eðlilega sundurlyndi og ein höndin uppi á móti annarri. Mest hagsmunafélög á íslandi hafa löngum þótt vera Fé- lag mjólkurfræðinga og Félag flug- umferðarstjóra, önnur hagsmunafé- lög eru minna þekkt en síst ómerk- ari: Félag ueggfóðrarameistara, Eig- endafélagið Fet, Fjáreigendafélag Reykjavíkur, Samtök grásleppu- hrognaframleiðenda, Samtökin 78 — félag lesbía og homma, Valsham- ar — félag sumarbústaðaeigenda, Handprjónasambandið, Hús- mœðrafélag Reykjavíkur, Islenska ullin, og loks þrjú félög sem tengjast flugi með einu eða öðru móti; Svöl- urnar — félag flugfreyja sem fljúga ekki meir, Bandalag íslenskra far- fugla og Bréfdúfufélagið sem stend- ur vörð um hag og heill bréfdúfa. Tófuuinafélagið gætir hinsvegar allt annarra hagsmuna, nefnilega loð- ins ferfætlings sem finnst farfuglar og bréfdúfur ákaflega bragðgóðar. Félag áhugamanna um áhuga hefur ekki enn litið dagsins ljós, en það eru starfandi fjölmörg áhugafé- lög sem hafa í sínum röðum býsn og ókjör ódrepandi áhugamanna sem telja sitt áhugamál áhugaverðast. I þessum hópi eru náttúrlega allir kórarnir og öll leikfélögin sem eru burðarásar menningarlífsins í land- inu, en líka félög sem eru stofnuð um fágætari en síst ómerkari áhuga- mál: Félag harmonikkuunnenda, Farstöðuafélagið Bylgjan, Stjörnu- skoðunarfélag Seltjarnarness, Svif- drekafélag Reykjavíkur, Þjóðdansa- félag Reykjautkur, Félag módel- smiða — og þá er víst bara fátt eitt nefnt. Að lokum félag sem að áliti félags- manna einkennist helst af því að vera hafið yfir önnur félög — það heitir Frímúrarareglan . . . 36 HELGAFSPÓSTUFtlNN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.